Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 20
íflÓÐVILTINN Laugardagur 20. aprll 1991 TVÖFALDUR1. vinningur Kúlusukk Davíðs Tugir tonna af upp- steyptum veggjum eru nú Qarlægðir úr kúlu- húsinu á Öskjuhlíð- inni. Ástæðan er að þegar Bjarni í Brauð- bæ tók við veitingarekstri húss- ins, setti hann út á hönnun veit- ingasalarins og taldi hann alls ófullnægjandi. Áætlaður kostn- aður vegna þessara breytinga núna er að sögn Gunnars H. Kristinssonar hitaveitustjóra um 71 miljón króna. Gunnar sagði að í ársbyijun 1988, hafi áætlaður kostnaður vegna byggingu kúluhússins verið 1044 miljónir króna, á uppreikn- uðu verðlagi. Núna er þessi kostn- aður aftur á móti áætlaður 1248 miljónir króna. Kúluhúsið er því komið rúmar 200 miljónir fram úr áætlun. Ymsar ástæður eru fyrir þessari hækkun, sagði Gunnar. Til dæmis voru breytingar þær sem nú er verið að vinna við ákveðnar 15. febrúar sl., þegar ljóst var að ýmsu var ábótavant í húsinu vegna fyrir- hugaðs veitingareksturs. Bæði hafi vantað geymslupláss og aðstöðu fyrir starfsfólk. Það hafi því verið gripið til þess ráðs að byggja jarð- hýsi við húsið fýrir þennan hluta veitingarekstursins. Einnig var gerð athugasemd við nokkur önnur atriði í húsinu, sem nú væri verið að bæta úr, sagði Gunnar. Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag, óskaði Olína Þorvarð- ardóttir eftir umræðum utan dag- skrár í borgarstjóm vegna þessa máls. Þegar Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjómar tók beiðnina fyrir, mælti hann með því að henni móti því að málefni snúningshúss- sagði á fúndinum að þessi máls- aldrei hafi beiðni um utandagskrár- yrði hafnað. Það gekk eftir því allir ins væri tekið til umfjöllunar. meðferð væri einsdæmi. Hann umræðu verið hafnað á þessu tíma- viðstaddir borgarfulltrúar Sjálf- Alfreð Þorsteinsson varaborg- hefði t.d. fylgst með málefnum bili. Veggir hverfa og nýir rísa í kúluhúsinu á Öskjuhliöinni. - Mynd: Kristinn. Stjómarformaðurinn mun ekki standa að ráðningunni á Gunnari Matthías Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að í mótmælaskyni við þau vinnu- brögð sem viðhöfð hefðu verið í málinu myndi hann ekki standa að ráðningu Gunnars Hilmars- sonar í stöðu deildarstjóra Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar. Starfsmenn hafa mótmælt fyrir- hugaðri ráðningu og telja hana ófaglcga og pólitíska, einsog Þjóðviljinn skýrði frá í gær. Stjóm stofnunarinnar þarf að staðfesta ráðningu manna í allar helstu stöður og sagðist Matthías ekki kunna við að hafa sem stjóm- arformaður heyrt af því fyrst i ljöl- miðlum að ráða ætti Gunnar í starfið. Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar, sagði að stjómin hefði samþykkt á sínum tíma að starfið yrði auglýst, enda væri að einhverju leyti gcrt ráð fyr- ir stöðunni í lögum um efnahags- aðgerðir sem samþykkt voru á Al- þingi stuttu fyrir þinglok. Þar er Hlutafjársjóður færður undir stjóm Byggðastofnunar. Guðmundur sagði að sam- kvæmt lögum um Byggðastofnun ætti hann að ráða fólk til starfa en væri um veigamiklar stöður að ræða þyrfti staðfestingu stjómar og væri hún þannig með nokkurskon- ar neitunarvald um helstu stöður. Lokasókn kosningabaráttunnar stóö í allan gærdag enda síðasta tækifæri stjórnmálamannanna til aö hafa áhrif á kjós- endur. Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti meöal Flensborgarskóla - ef til vill meö þaö i huga að skoðanakannanir gefa einkum til kynna aukið fylgi Alþýöubandalagsins meðal ungs fólks. Mynd: Jim Smart. Það væri ekki spuming um hvort stjómin ætti að meta alla umsækj- endur eða ekki. Starfsmennimir telja ráðninguna pólitíska þar sem gengið hafi verið ffamhjá þremur starfsmönnum stofhunarinnar sem eigi samkvæmt kjarasamningum að ganga fýrir um ráðningar. Guðmundur vildi ekki tjá sig um það hvort um pólitíska ráðn- ingu væri að ræða en í Morgun- blaðinu í gær var haft eflir Stein- grími Hermannssyni forsætisráð- herra að væri um jafnhæfa um- sækjendur að ræða myndi hann velja Framsóknarmanninn. Hann hefur þó ekkert formlega um ráðn- inguna að segja þótt Byggðastofn- un heyri undir forsætisráðuneytið. Þá telja starfsmennimir stöð- una óþarfa þar sem starfssviðið sé óljóst og ófrágengið hver starfs- vettvangurinn verður. Tók Matthí- as undir þessa skoðun starfsmann- anna. „Það er mín skoðun að það þurfi ekki að bæta við manni,“ sagði Matthías og bætti við að þangað til honum yrðu kynnt önn- ur rök væri hann sammála starfs- mönnunum. Guðmundur sagði að hann myndi fela þeim sem yrði ráðinn að annast í ríkari mæli en gert hefði verið eftirlit með hlutafélög- um sem Byggðastofnun er eignar- aðili að. Hann benti á að það hefði oft komið ffam á stjómarfundum að þörf væri á þessu. Þetta nefndi Guðmundur sem starfssvið nýs manns auk þess að stýra Hlutafjár- sjóðnum. -gpm Loðnubætur í höfn? Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra segir að svo framarlega sem engir meinbugir séu á því að framkvæmdavaldið geti ráðstafað þeim fjármunum sem ætlaðir eru vegna loðnu- brests, verði þeim úthlutað sam- kvæmt upprunalegu tiilögum samgönguráðuneytisins. Það þýðir að Blönduós, Pat- reksfjörður og Ólafsvík fá ekki þær miljónir króna sem fjárveitingar- nefnd úthlutaði þeim til hafnar- framkvæmda uppá eigin spýtur og í trássi við vilja samgönguráðu- neytisins. Jafnframt mun það hafa í for með sér að Raufarhöfn og nokkrir aðrir staðir munu fá meira í sinn hlut en fjárveitingamefhd ákvað. Samgönguráðherra sagði að framhald málsins ylti á því hvort fjármálaráðuneytið treysti sér til þess að nýta sér heimildina á láns- fjárlögum á grundvelli tillagna samgönguráðuneytisins, án tillits til þess sem gerðist í fjárveitingar- nefnd. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.