Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 5
L AU G ARD AGSFRETTIR Stjómarmvndun Ætla ser fjora daga WF lukkan sex í gærdag kall- aði forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins á sinn fund og fól honum mynd- un ríkistjórnar er njóti meiri- hlutafylgis á Alþingi. Jón Bald- vin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins var þá nýgengin af fundi forseta en þar lýsti hann þeim vilja sínum að Davíð fengi stjórnarmyndunarum- boðið. Aðspurður taldi Davíð að það myndi taka íjóra daga að mynda stjóm Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins. Stuttu áður hafði Jón Baldvin lýst þvi að stjómar- myndunin myndi ekki taka lang- an tíma þar sem ekki væri ætlunin að gera langan og itarlegan stjómarsáttmála heldur ætti að gera verkefnalista sem gæti rúm- ast á tveimur A-4 blöðum einsog Jón Baldvin orðaði það. Fyrsti formlegi viðræðufundur aðila hefst i dag klukkan tvö. Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins töluðust við i gærmorgun og eftir þann fund taldi Steingrímur mögulegt að ná saman þrátt fyrir allt en Jón Bald- vin taldi að betra yrði fyrir Al- þýðuflokkinn að ná samkomulagi um landbúnaðarmál, sjávarút- vegsmál og niðurskurð rikisút- gjalda í samvinnu við Sjálfstæðis- flokk. Það er ljóst að þrátt fyrir óánægju margra alþýðuflokks- manna er búið að vinna mikið í stjómarsamningi þessara tveggja flokka. Steingrímur sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í Stjómarráðinu í gær að hann vissi til þess að Jón Sigurðsson og fleiri alþýðuflokksmenn hefðu verið famir að vinna að viðreisn- arstjóm fyrir tveim mánuðum. Jón Baldvin hafði ekki annað um þetta að segja en að þá vissi Stein- grímur meira en hann. Það var um fimm í gær sem Jón Baldvin fór á fund forseta ís- lands, þá beint af þingflokksfundi Alþýðuflokksins. A fundinum vom ekki greidd atkvæði um hvort stjómarmynstrið yrði ofaná, viðreisn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks eða félagshyggju- stjóm með Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki og Kvenna- lista. Jón Baldvin sagði að Gunn- laugur Stefánsson einn þing- manna hefði lýst þeirri skoðun sinni að reyna ætti til þrautar að koma á fót vinstri stjóm. En ljóst er að nokkrir fleiri þingmenn Alþýðuflokksins eru Gunnlaugi sama sinnis þó þeir hafi ekki tekið jafn sterkt til orða. Jóhanna Sigurðardóttir varafor- maður Alþýðufiokksins hefur verið sett í þann flokk, en hún setti á flokksstjómarfundinum á fimmtudag húsnæðismálin sem skilyrði fyrir samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. Gunnlaugur sagði í gær í sam- tali við Þjóðviljann að hann vildi ekki leggja mat á það mat Jóns Baldvins að hann einn hefði talað með því að reyna hefði átt til fullnustu að mynda vinstri stjóm undir forystu Alþýðuflokksins. Gunnlaugur vildi þó bæta við að hann treysti Jóni Baldvin full- komlega til að leiða viðræðumar við Sjálfstæðisflokkinn. Jón Baldvin segist benda á Davíð sem forsætisráðherraefni með fulltingi alþýðuflokksmanna sem flestir hafi talað með Við- reisn á flokksstjómarfundi Al- þýðuflokksins í fyrradag. Þar töl- uðu 26 og taldi Jón Baldvin að 16 hefðu talað með Viðreisn, fáir gegn, en nokkrir hafi staðið þar á milli. En margir alþýðuflokks- menn sem Þjóðviljinn talaði við í gær mátu þetta frekar þannig að 12 hefðu talað með Viðreisn en 11-12 á móti. „Eg tel þetta svartasta daginn í sögu íslenskrar jafnaðarmanna- hreyfingar, því að líklegast fáum við aldrei aflur þetta tækifæri til að mylja valdakerfi Sjálfstæðis- flokksins niður,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins í gær, en hann á fundi með forsetanum sagðist telja að Steingrimur ætti að fá umboðið. Steingrimur sagði for- setanum að hann teldi sig geta komið saman stjóm fjögurra flokka eða félagshyggjustjóm á sínum fundi með forsetanum í gærmorgun. En fulltrúar Kvenna- lista Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristín Halldórsdóttir sögðu það sem allir sáu að það stefndi í viðræður um viðreisnarstjóm og því væri ekki rétt að benda á að Steingrímur ætti að fá umboðið að þessu sinni. -gpm Davlð Oddsson kemur á fund forseta Islands Vigdlsar Finnbogadóttur (gærdag þar sem hann sagðist telja sig geta myndað meirihlutastjórn á þingi. Slðar staðfesti Jón Baldvin Hannibalsson þetta við forsetann og hún veitti Davið umboð til stjórnarmyndunar klukkan sex ( gær. Mynd: Kristinn. Vígtólum fækkar á Miðnes- heiði Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans hafa Bandaríkjamenn ákveðið að fækka F-15 orrustuþotum í 57. flugsveitinni Miðnesheiðinni, úr 18-19 vélum í 12 og mun það koma til framkvæmda í nóv- ember næstkomandi. Amór Siguijónsson hjá Vam- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins segist ekki geta staðfest þetta þar sem ákvörðun um þennan niðurskurð hefur ekki borist þeim til eyma. Hann segist ekki vita betur en að það sé ekki til umræðu af hálfu Bandaríkja- manna að fækka orrustuþotum á Miðnesheiði og þá sérstaldega vegna þess að fjöldi þeirra sé nú í algjöru lágmarki. Amór segir að allar breytingar í þessum efh- um séu ekki gerðar án samráðs við íslensk stjómvöld. „Eg mun hinsvegar láta kanna þetta, því það er alveg nýtt fyrir okkur að búið sé að taka ákvörðun um þessa fækkun“, sagði Amór Sig- uijónsson. -grh Gegn ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins Stjórnir Alþýðuflokks-, Al- þýðubandalags- og Fram- sóknarfélaganna í Hveragerði hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að þessir flokkar standi þétt saman gegn ofur- vaidi Sjálfstæðisflokksins. Yflr- iýsingin fer hér á eftir: „Við undirrituð teljum úrslit Alþingiskosninganna 20. apríl sl. skýr tilmæli til forystumanna flokka okkar um að halda áfram stjómarsamstarfi. Við teljum nauðsyn að þessir fiokkar standi nú þétt saman gegn ofurvaldi Sjálfstæðisfiokks, þar sem frjáls- hyggja og sérhagsmunapot virðist í stöðugum uppgangi og þá eink- um í höfuðvígi hans í Reykjavík. Ríkisstjóminni hefur á síðustu tveimur árum tekist að ná undra- verðum árangri í viðureigininni við verðbólguna og er ástæðu- laust að hætta þeim árangri með því að leiða Sjálfstæðisfiokk til stjómarforystu nú þegar örðugasti hjallinn er að baki. Ef þeirri stjóm tækist sæmilega myndi Sjálfstæð- isfiokkurinn komast í þá aðstöðu að geta hreykt sér af verkum ann- arra. Ef miður fer, sem er líklegra, yrði þeim fiokki, sem gekk til lið- sinnis við Sjálfstæðisfiokk refsað í næstu kosningum. Það versta er að brotthlaup frá samstarfi félags- hyggjuflokka nú leiddi til þess að erfitt yrði að hefja slíkt samstarf að nýju. Fyrir okkur, sem staðið höfum að samstarfi á sviði sveita- stjómarmála í Hveragerði með góðum árangri, yrði slík niður- staða til mikilla vonbrigða." Undir þetta skrifa stjómir fé- laganna þriggja en yfirlýsingin var send til flokkstjóma Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarfiokks. -Sáf Grandi hf. Heildarvelta tæpir 3 miljarðar eildarvelta Granda hf. í fyrra nam tæpum þremur miljörðum króna og var heild- arafli sjö togara fyrirtæksins rúmlega 28 þúsund tonn. Hagn- aður af rekstri fyrirtækisins nam rúmum 190 miljónum króna. 1 lok síðasta árs nam eig- ið fé fyrirtækisins 1.330 miljón- um króna eða 40% af heildar- eignum. Meðalfjöldi starfs- manna var um 392 og launa- greiðslur voru 832 miljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi fýrirtækisins sem haldinn var í gær. Athygli vekur að um tveir þriðju hlutar afurðanna í verð- mætum fóru á markað í S- og V- Evrópu og hefúr það hlutfall aldrei verið hærra. Til Bandaríkj- anna fóru aðeins 7% framleiðsl- unnar sem er minna en áður hefur þekkst. Þéssar markaðsbreytingar skýrast af slöku gengi dollars og háu söluverði í Evrópu. Heildarframleiðsla fyrirtækis- ins í fyrra nam samtals 9.650 tonnum og þar af nam framleiðsl- an í landi 7.480 tonnum af fryst- um sjávarafurðum, en úti á sjó voru framleidd 2.170 tonn. Af heildarafia voru seld 6.500 tonn erlendis, en 7.400 á innlendum fiskmörkuðum. Að viðbættri vinnslu úr eigin skipum voru keypt rúmlega sjö þúsund tonn á innlendum fiskmörkuðum til vinnslu. A síðasta ári var tekin i notk- un ný vinnslulína til framleiðslu á hágæðaþorski í smásölupakkn- ingar íyrir ítalskan markað, auk þess sem kannanir hafa verið gerðar á svipaðri framleiðslu á karfa fyrir þýska og franska neyt- endur. Síðastliðið haust voru Grandi hf. og Hraðfrystistöðin sameinuð í eitt fyrirtæki. Hlutafé þeirra var þá aukið um 200 miljónir króna vegna sameiningarinnar og til sölu á almennum hlutabréfamark- aði. A árinu voru seld hlutabréf að nafnvirði 103,7 miljónir króna fyrir samtals 187,4 miljónir. Hlut- hafar eru nú 357, en voru aðeins 65 í árslok 1989. -grh LIN Hátt í 90 prósent tilbaka af lánum Varlega áætlað fæst 84-88 prósent tilbaka af lánum Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er þetta niðurstaða Ríkisendurskoðunar sem ný- verið vann skýrslu um sjóðinn fyrir stjórn LIN. Stjórnin fjall- ar um skýrsluna á fundi sínum í dag. Þetta hlutfall fæst með nokkru vanmati, sé hinsvegar reiknað án þess að fara varlega í sakimar hljóðar áætlunin upp á að yfir 90 prósent af útlánuðu fé fáist til baka að raungildi. Hinsvegar reiknaði stofnunin þetta hlutfall miðað við að sex prósent vextir væm á lánunum. Þá fengust aðeins 65 prósent til baka, en í dag eru lánin vaxtalaus en verðtryggð og greiðast á 40 ámm. Annars vegar er greidd ein föst af- borgun og hinsvegar er greidd af- borgun sem tekur mið af tekjum hins fyrrverandi námsmanns. Þannig greiða flestir um fimm prósent af launum sínum tilbaka á hveiju ári í 40 ár. Sú reikningsaðferð að miða við sex prósent vexti á lánunum hefur verið gagnrýnd enda mætti þá alveg eins reikna með átta pró- sent vöxtum og fá verra hlutfall eða með lægri vöxtum og fá þá betra hlutfall. Annars mun skýrslan gefa nokkuð jákvæða mynd af sjóðn- um sérstaklega sé tekið mið af öðmm opinbemm sjóðum sem greiða niður vexti. -gpm Laugardagur 27. aprí!1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.