Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Page 6
„Hættulegasta ríki heims“ Kim II Sung - í hans augum er gangur mála ( heiminum allrasíðustu ár að Kkindum ragnarakakenndur. Kimfeðgar, sem horfa kvíðnir fram á veginn í vaxandi alþjóðlegri einangrun að kalda stríði loknu, líta e.t.v. á kjarnavopnafælingu sem hinstu vörn ríkis síns Norður-Kórea er þannig í sveit sett að varla kemur til þess að hún verði skilgreind sem „svæðisbundið stórveldi“. Hitt Kóreuríkið, Suður-Kórea, er miklu sterkara efnahagslega, hef- ur her mikinn og þar að auki bandarískan her í landinu sér til fulltingis. Þar að auki eru alltum kring Kína, Sovétríkin og Japan, sem öll má kalla risaveldi sökum mannfjölda, náttúruauðlinda og efnahagsmáttar. Eigi að síður kallaði banda- ríska blaðið New York Times Norður-Kóreu nýverið „hættuleg- asta ríki heims“ og dró þann lær- dóm af eigin athugunum og um- mælum háttsettra manna á vegum Bandaríkjastjómar. Og það sem frá Japönum, Sovétmönnum og Suður-Kóreumönnum hefur heyrst undanfarið um ríki þetta bendir til þess að þeir séu ekki mjög fjarri því að vera blaðinu sammála í þessu efni. Lee Yong-koo, vamarmála- ráðherra Suður-Kóreu, sagði fyrir skömmu við fréttamenn að ef Norður-Kórea eignaðist kjama- vopn, gæti svo farið að Suður- Kórea sæi sig tilneydda að ráðast á atómstöðvar grannríkisins, til að fyrirbyggja að það beitti kjama- vopnum gegn Suður-Kóreu. Svo er að heyra að ráðherrann hafi í þetta sinn talað af sér, því að þeg- ar á eftir lýsti ráðuneyti hans yfir að ummælin væm tekin aftur „eins og þau hefðu aldrei verið sögð“. En skaðinn var skeður; í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu, sögðu menn að ummælin væru í raun „stríðsyfirlýsing". Gorbatsiov heim- sækir Suour-Kóreu Kim II Sung, einræðisherra Norður- Kóreu, kallaður „leiðtog- inn mikli“ af þegnum sínum og kominn undir áttrætt, hefur verið við völd í 43 ár samfleytt, eða lengur en nokkur annar núverandi ríkisleiðtogi veraldar. Líkur em á því að hann horfi ekki fram á veg- inn með bjartsýni einni saman. Skipting Kóreu i tvö ríki er af- sprengi kalda stríðsins, sem var þeirri skiptingu og þar með norð- urkóreanska ríkinu tilvistartrygg- ing meðan það var og hét. En síð- ustu ár hefur Kim mátt horfa upp á að flokkseinræði kommúnista hmndi eins og spilaborg í Austur- Evrópulöndum og Mongólíu og í Sovétríkjunum hefúr stómm úr því dregið. Með Norður-Kóreu og Bandaríkjunum hefur verið fjand- skapur frá því í Kóreustríði, með þeim afleiðingum að Bandaríkin hafa séð til þess að Norður-Kórea hefur mikið til verið útilokuð frá viðskiptum við heiminn utan ríkja undir stjóm kommúnista. Við- skipti Norður-Kóreu hafa því einkum verið við Sovétríkin og Kína. En nú leggja þessi stórveldi áherslu á sem mest viðskipti og bætt samskipti við Vesturlönd og Japan og skeyta lítt um hagsmuni Norður-Kóreu í því sambandi. Gorbatsjov Sovétríkjaforseti er nýkominn heim úr opinberri heimsókn til Suður- Kóreu. Þá heimsókn, sem og aukin og sífellt vinsamlegri sambönd Sovétríkj- anna og Suður-Kóreu undanfarið, lítur Kim alvarlegum augum sem svik „sósíalískrar“ bræðraþjóðar. Endalok kalda stríðsins hafa sem sé leitt til þess að Norður- Kórea er einangraðri en nokkru sinni fyrr. Þar hafa ráðamenn nú vaxandi áhyggjur af að örlög ríkis þeirra verði á sömu lund og Aust- ur- Þýskalands, að það verði með samþykki jafnt „vina“ sem óvina innlimað í hitt kóreanska ríkið, sem er íjölmennara og rikara. Flestra hald er að hinn aldraði norðurríkisleiðtogi muni flest vilja gera til að koma í veg fyrir að svo fari. Vera kann að hann treysti í því efni einkum á her- styrk sinn, sem innan skamms verður væddur kjarnavopnum, ef grunsemdir ýmissa erlendra aðila hafa við rök að styðjast. Norður-Kórea hefur 22-23 miljónir íbúa, um miljón manna her, um 700 stríðsflugvélar og hundruð Scud- eldflauga, sem keyptar voru af Sovétríkjunum og síðan endurbættar. Riki þetta, sem hefur aðeins nokkrum miljónum fleiri íbúa en Irak, virðist efiir töl- um þessum að dæma vera næstum eins mikið herveldi og hitt var fyrir Persaflóastríð, en vera kann að vísu að Norður-Kóreumenn, sem varla hafa átt eins greiðan að- gang að vestrænum vopnasölum og Irakar, hafi ekki jafn tæknileg- an vopnabúnað og Saddam hafði. Ákveðið hefur verið að Kim Jong II, fimmtugur sonur „leið- togans mikla“, taki við ríki af honum. Umdeilt er að vísu hversu mikil völd „leiðtoginn ástkæri“, eins og ríkiserfinginn er kallaður, hafi, en sumra mál er að faðir hans hafi síðustu árin látið hann ráða flestu. Óvinir þeirra feðga segja að hann sé ekki föðurbetr- ungur, heldur að líkindum ófyrir- leitnari og óútreiknanlegri en gamli maðurinn. Suðurkóreanska leyniþjónustan, sem að vísu er síst af öllum hlutlaus aðili þegar um feðga þessa er að ræða, telur að Kim yngri hafi staðið á bak við sprengjutilræði við suðurkóre- anska sendinefnd 1983 í Rangún, höfuðborg Búrma, en þá fórust 17 menn. Sami aðili kennir „leiðtog- anum ástkæra“ um sprengingu, sem grandaði suðurkóreanskri farþegaþotu 1987. Þá fórust 115 manneskjur. Norður-Kóreustjóm sjálf seg- ist alls ekki hafa í hyggju að eign- ast kjamavopn. En hin og þessi ríki taka þeim fullyrðingum með tortryggni og styðjast í því m.a. við myndir teknar úrbandarískum gervihnöttum af kjamorkuvemm við Yongbyon, um 100 km norður af Pyongyang. Japanskir sérfræðingar hafa út ffá athugun á myndunum og öðr- um heimildum sagt að þar muni einkum eiga að framleiða tiltölu- lega litlar kjamasprengjur, ætlað- ar í tiltölulega skammdrægar flaugar og til notkunar á vigvelli. 1985 skrifaði Norður-Kórea að vísu undir sáttmálann gegn dreifingu kjamavopna og mun hafa gert svo einkum fyrir ein- dregnar fortölur sovésku stjómar- innar. En Norður- Kóreustjóm hefúr eftir sem áður þvemeitað að leifa alþjóðlegt eftirlit með kjam- orkuverum sínum, en kveðið er á um slíkt eflirlit i sáttmálanum. Þetta hefur ásamt með öðm aukið þykkjuna milli Norður- Kóreu og Sovétríkjanna og nýver- ið gaf sovéska stjómin í skyn, að hún myndi hætta öllu samstarfi í kjamorkumálum við Norður-Kór- eu, nema stjómin þar færi að ákvæðum áminnsts sáttmála. Jap- anska stjómin, sem þeir Kimfeðg- ar vilja gjaman vingast og komast í efnahagsleg sambönd við til að ijúfa einangrun sína, segir: Þið fá- ið hvorki stjómmálasamband við eða efnahagshjálp frá okkur með- an þið standið ekki við sáttmál- ann. Við leyfum ekkert eftirlit með okkar kjamorku fyrr en Bandarík- in hætta að ógna okkur með kjamavopnum, svara þeir feðgar. Og það gera Bandaríkin vissu- lega. Má vera að eftir það, sem skeð hefúr í heiminum allra síð- ustu ár og sumt hefúr trúlega ósvikinn ragnarakasvip í augum „leiðtogans mikla“, sé nú eigin kjamavopnafæling eina vömin, að hans dómi. „Kóreönsk atómvopn eru mesta ógnunin við stöðugleikann í Austur-Asíu,“ sagði nýlega Richard Solomon, aðstoðamtan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Um málefni Kóreu, eins og margt fleira, er nú heilmikið sam- ráð með Bandaríkjunum og Sov- étríkjunum. Sovéskir sérffæðing- ar um kjamavopn hafa sagt koll- egum sínum bandarískum, að úr því sem komið væri gætu Sovét- menn fátt gert til að koma í veg fyrir að Kimfeðgar smiðuðu sér kjamavopn. Og hugsanlegt væri að þeir réðu slíkum tækjum innan sex mánaða. Kókaínbarónar plægja Evrópuakur Kókaínbarónamir svonefndu í Suður-Ameríku eru sífellt að finna upp á nýjum leiðum til að dreifa for- boðinni framleiðslu á alþjóðlcgum markaði. Undanfarið hafa þeir fært út kvíamar og komið sér upp æ flóknara dreifmgarkerfi vítt og breitt um Suð- ur-Ameríku til að flytja kókaín á Evr- ópumarkað sem verður stöðugt mikil- vægari. Þetta er staðhæft á alþjóðlegri ráðstefnu sem fram fer um þessar mundir I Kólombíu um baráttu gegn dreifingu og sölu eiturlylja. í krafti ótölulegra fjármuna gera kókaínbarónamir sér lítið fyrir og flytja starfsemina milli landa og borga Suður-Ameríku eftir því sem yfirvöldum og löggæslu verður ágengt við að komast að og uppræta hefðbundnar flutningaieiðir á eitrinu. Talið er að um þessar mundir sé mikið magn kókaíns flutt út og smyglað ffá brasilísku hafnarborginni Santos og Buenos Aires í Argentínu yfir til Rotterdam I Hollandi. Til hafn- ar í Rotterdam koma daglega um 7000 vörugámar þannig að annað er óhjákvæmilegt en að talsvert magn af eitrinu slcppi fram hjá vökuulu auga tollvarða og fíkniefnalögreglu. Ástæða þess að kókaínbarónamir renna um þessar mundir hým auga til Evrópu er sú að markaður fyrir efnið I Norður-Ameríku virðist vera mettað- ur, en enn er talin von til þess að ýta undir og auka kókaínnotkun austan Atlantsála. Að mati flkniefnalögreglu I Kól- umbíu hafa kókaínbarónamir komið sér upp miðstöð fyrir dreifmgu og sölu efnisins I Evrópu á Spáni og Ital- íu. Talið er að undanfarin tvö ár hafi um 60 af hundraði þess kókaíns sem borist hefur til Evrópu komið frá ,Jieildsölum“ I þessum tveimur lönd- um. Þá er talið að vikapiltar kókaín- barónanna í Evrópu séu vel skipu- lagðir glæpahringir, og hefúr mafían ítalska legið þar sterklega undir gmn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Lárus Jónatansson vélvirki andaðist að heimili sínu 26. apríl. Hallveig Einarsdóttir Einar Örn Lárusson Lárus G. Lárusson Sigrfður Þ. Friðgeirsdóttir barnabörn og barnabamabörn. Allt að 2000 deyja á dag Hjálparstarfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna, staddir á írask-írönsku landa- mærunum, sögðu í gær að dauðs- foll meðal kúrdneskra flótta- manna þar væru allt að 2000 á dag. Hrynur flóttafólkið, einkum börn og gamalt fólk, niður úr ýmsum sjúkdómum og vegna þess að enn fer því fjarri að mikl- Tyrkneskur hermaður grenjar að fréttamönnum, sem staðið höfðu hann að því að skjóta á kúrd- neska flóttamenn. um fjölda þess hafi verið séð fyr- ir því brýnasta. Mikill skortur er þar enn á lyfjum, fatnaði, mat- vælum og skýlum. Að vísu er svo að heyra að hjálp utan frá til flóttamannanna berist nú til Irans í auknum mæli, en á því að hjálp bærist þangað hef- ur verið nokkur tregða, einna helst vegna fjandskapar Bandaríkjanna og Irans. íraskir hermenn, sem síðustu daga hafa í hundraðatali verið í Zakho, smáborg vestan til I íraska Kúrdistan, eru að sögn talsmanna vesturlandahersveita á staðnum famir þaðan, eftir að þær hersveitir höföu hótað að beita vopnum gegn þeim ef þeir færu ekki með góðu. George Bush, Bandaríkjafor- seti, lýsti því yfir i gær að banda- rískar hersveitir yrðu í íraska Kúrd- istan meðan þeirra væriþörf þar til vemdar Kúrdum gegn Iraksstjóm. Hann sagði ennfremur að hann vildi að Saddam Iraksforseta yrði steypt af stóli og sagði að eðlileg samskipti yrðu ekki tekin upp á ný með Bandaríkjunum og írak meðan „maður þessi“ væri við völd og „ég er forseti." Jaffar Guly, talsmaður Lýðræð- isflokks Kúrdistans, hvatti í dag til þess að Sameinuðu þjóðimar eða andstæðingar íraks í Persaflóastríði ábyrgðust að lraksstjóm stæði við samkomulagið um sjálfstjóm; sem hún gerði í s.l. viku við Iraks- Kúrda. „Við emm ekki svo bama- legir að við treystum Saddam," sagði Guly. Síðan vesturveldaher- sveitir fóm inn í Norður-írak em flóttamenn famir að streyma þang- að sem þær hafa stöðvar, en fréttir frá flóttafólkinu benda til þess að fjölmargt af því áræði ekki að snúa heim, þar eð það sé í óvissu um, hversu mikil vemd bandamanna verði og hvað hún standi lengi. Borgarbúar í Zakho sögðu ffétta- mönnum I gær að sumir leyniþjón- ustuliðanna, sem írösk yfirvöld segjast hafa kallað á brott, heföu skipt um föt og farið hvergi. Ekki er laust við ýting milli vesturlandaríkja og framkvæmda- stjóra S.þ., Perez de Cuellar, í þessu máli. Hann sagði í gær að S.þ. myndu taka við umsjón flótta- mannabúðanna í íraska Kúrdistan innan nokkurra daga. Saúdi-Arabíustjóm hefúr lofað að taka við 7000-8000 flóttamönn- um ffá Suður-írak, sem leituðu á náðir bandamannahers. Talsmenn íraskra sjítasamtaka segja að enn sé barist sunnanlands og kváðu sína menn hafa náð Basra á sitt vald í fyrrinótt, en haldið henni aðeins skamma hrið. 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991 \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.