Þjóðviljinn - 27.04.1991, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Qupperneq 17
Flugeldar liggja út um allt Nanna Karen Alfreðsdóttir 7 ára. Þóra Björk Þórðardóttir 10 ára. 1991 Sumarið Þegar ég hleyp út á sumrin finn ég tcert loft, ómengað. Það er fuglasöngur í loftinu og sólin skín svo heitt að égfer úr jakkanum og hleyp til að fá hlýja goluna inn á bolinn minn. (Salka Guðmundsdóttir 10 ára) Ráðaleysi I Irak er vont að vera. I Amríku ekkert að gera. Hussein og Bush ég teikna með túss og krota yfir myndina þvera. (Atli Páll Hafsteinsson 11 ára) Blómið tásuspor Eg var krakki, en ég breyttist í blóm. Sólin skein á mig, blómið. (Svanbjörg Helga Björnsdóttir 5 ára) Kertið Kertið stendur þögult á borðinu og horfir út í svart myrkrið sem umlykur það. (Þórunn Helga FeUxdóttir 9 ára) r Astin Astin er dásamleg, ekki gráta, ég held utan um þig. (Sævar Már Björnsson 11 ára) Svona gengur lífið dag eftir dag, ár eftir ár og öld eftir öld, fyrst kemur dagur, svo kemur kvöld. (Svanborg Gísladóttir 12 ára) Arið er liðið. Flugeldar liggja út um allt. Púðurlyktin í loftinu berst inn um gluggann. Fólkið hjúfrar sig uppi i rúmi eftir gamlársvökuna. Nú er komið nýtt ár með von um betri tíð ogfrið á jörðu. En þá kemurpúðurlykt utan úr heimi. (Elías Freyr Guðmundsson 12 ára) Þetta er smá sýnishom úr nýrri ljóða- bók, sem kom út á sumardaginn fýrsta. Höfundar ljóðanna mættu við hátíðlega at- höfii i Listasafni ASÍ og fengu þar afhent fyrstu eintökin. Þeir voru ekki háir í loft- inu, þeir elstu 13 ára og þeir yngstu 3 ára. Þama vom líka mættir höfundar mynda, sem skreyta ljóðbókina og vom þeir á sama reki og höfundar ljóðanna. Bókin ber heitið, Ljóðabók bamanna, ljóð eftir böm fyrir böm og fúllorðna, og er hún gefin út í tilefni 75 ára afmælis Al- þýðusambands íslands. Það er Iðunn sem Ásmundur Stefánsson forseti ASl afhendir ungu höfundunum fyrstu eintök Ljóðabókar barnanna við hátfðlega athöfn í Listasafni ASl á Sumardaginn fyrsta. Mynd Róbert. gefúr út bókina, en menntamálaráðuneytið hefúr lagt málinu lið. Alls bámst 6000 Ijóð inn, allstaðar að af landinu, cn i bókinni em einungis hundrað ljóð. Útgáfunefhd sem í áttu sæti Bergþóra Ingólfsdóttir, Hörður Zóphanías- son, Kristín Mar, Olga Guðrún Ámadóttir og Þórgunnur Skúladóttir, sá um að velja ljóðin í bókina. I eftirmála með bókinni segir að útgáfúnefndinni hafi verið mikill vandi á höndum við valið, en að leiðarljósi var haft að draga fram sem fjölbreyttasta mynd af þeim hugarheimi sem birtist i ljóðum bamanna. Og fjölbreytileikann vantar ekki. Yrk- isefnin em úr öllum áttum og fátt mannlegt sem ekki er ort um. Náttúmstemningar, ástarljóð, heimsósómakvæði, samfélags- myndir, heimsfréttimar og líðandi stund em meðal viðfangseftia þessara ungu skálda. Og víst er um það að túlkun bam- anna á viðburðum dagsins, manninum og umhverfmu opnar fullorðnum nýja sýn á tilvemna, bemska sýn sem í flestum tilfell- um er sannari og einlægari en við eigum að venjast. I formála að bókinni segir Svavar Gestsson menntamálráðherra: „Það er gott að vita framtíð íslensku þjóðarinnar í höndum þessa unga fólks sem yrkir á þessa bók og það er gott að vita af baráttunni fyrir réttlæti og jafnrétti á vegum verkalýðssamtakanna sem hafa framsýni og menningarlegt innsæi til að hrinda af stað útgáfú á þessari bók. Sá maður sem ekki finnur hlýja golu inn um bolinn sinn við að lesa þessa bók einu sinni ætti að lesa hana þrisvar." -Sáf Vindurinn Ég heyri eitthvert hljóð. Það heyrðist i vindinum. Vindurinn fer i lækinn. Hann klifrar i klettana. Vindurinn er með augu. Eg sá það. Hann klappar fjallinu. (Gunnar Sveinn Rúnarsson 3 ára Lind Björk HaU- dórsdóttir 3 ára og VUhjálmur Rúnar Vilhjálmsson 3 ára) Anna Margrét Vignisdóttir 6 ára: „Ég I dýrabúöinni á Akureyri" Laugardagur 27. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.