Þjóðviljinn - 27.04.1991, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Qupperneq 18
Syfjaður Bent Larsen missti af meistaratitlinum Danski stórmeistarinn Bent Larsen er orðinn fastagestur á danska meistaramótinu. Þó skák- líf í Danmörku velti ekki háum upphæðum þá er Bent Larsen ávallt mikils metinn þar og þykir ekki tiltökumál að ná i hann alla leið til Buenos Aires þar sem hann heldur heimili ásamt argent- ískri eiginkonu sinni. Ekki er jafn mikið látið með kollega hans Curt Hansen. Er Larsen fékk stór- fé fyrir að vera með á danska meistaramótinu 1989 og Curt, sem þó var hærri á stigum og hef- ur náð frábærum árangri á liðnum árum, var ekki boðin króna fór hann i verkfall eins og Benóný forðum. Meistaramótið í ár var í Kaupmannahöfn og lauk um páskana. Það var skipað 12 skák- meisturum þar af tveimur stór- meisturum og sjö alþjóðlegum meisturum. Larsen var langstiga- hæstur en hinn trausti skákmaður Lars Bo Hansen kom næstur. Bú- ist var við harðri keppni þeirra um titilinn. Lengi vel leit þó út íyrir auðveldan sigur Bents. Þeg- ar tvær umferðir voru til loka mótsins var hann með örugga for- ystu 7 vinninga af níu möguleg- um, vinningi á undan Erling Mor- tensen og hinum 17 ára gamla Peter Heime Nielsen. En næst síðasta umferð móts- ins varð afdrifarík. Larsen hefur aldrei hagað fótaferðartíma sín- um eins og annað fólk, hann er nátthrafn og morgunumferðir eit- ur í hans beinum. Tvær síðustu umferðimar hófust kl. 9 um morguninn, í 10. umferð tapaði Bent sinni fyrstu skák gegn Klaus Berg. Erling vann gjörtapaða stöðu gegn Jens Kristianesn og Nielsen gerði jafntefli við Bjöm Brinck Klaussen. Fyrir síðustu umferð stóðu þeir jafnfætis Bent og Erling Mortenesen. Larsen tefldi við Nielesen byggði upp yf- irburðastöðu, vann skiptamun og virtist eiga allskostar við and- stæðinginn er honum urðu á hrikaleg mistök og tapaði. Mor- tensen gat náð efsta sætinu einn en fórst illa að vinna úr yfirburða- stöðu í skák sinni við Jan Sören- sen og varð jafntefli niðurstaðan. Urslitin urðu því þessi: 1.-2. Mortensen og Nielsen 7 1/2 v. 3. Larsen 7 v. 4. - 5. Rasm- ussen og Bo Hansen 6 1/2 v. 6. - 7. Schandorff og Berg 8. Kristi- ansen 5 v. 9. Sörensen 4 1/2 v. 10. Helgi Ólafsson - 11. Claussen og Hoi 4 v. 12. Holst 2 1/2 v. Efstu menn þurfa að tefla ein- vígi um titilinn. Lokaniðurstöð- una er ekki hægt að túlka á annan veg en sem mikil vonbrigði íyrir Bent Larsen sem tefldi leikandi létt langt fram eftir móti. Lítum á skák hans úr fyrstu umferð sem minnir á gömlu góða dagana þeg- ar kantpeðin mku fram og ollu meiri glundroði en dæmi þekktust um: Bent Larsen - Jens Kristiansen Tsjigorin vörn 1. Rf3 Rc6 2. d4 d5 3. Bf4 (Tsjigorin - afbrigðið sést sjaldan núorðið því eftir 3. c4 Bg4 stendur hvítur betur að vígi samkvæmt fræðunum. En Larsen fer sjaldan troðnar slóðir.) 3... Bg4 4. Rbd2 e6 5. c3 Rf6 6. e3 Bd6 7. Bb5 0-0 8. Bxc6 bxc6 9. Da4 Bxf3 10. RxO c5 11. dxc5 Bxc5 12. 0-0 Bd6 13. Hadl Bxf4 (Svartur hefði átt að vanda þessi uppskipti meira. Mun eðli- legra er 13. .. c5 og staðan er í jafnvægi.) 14. exf4! c5 15. Hfel Db6 16. He2 Had8 17. g3 Hd6 18. Re5 c4 19. Dc2 g6 20. Hd4 Dc7 21. h4! (Larsen er mættur á svæðið. Þessi ffamrás virðist ekki ýkja hættuleg en engu að síður ræður h - peðið úrslitum.) 21.. . Hb6 22. b3 cxb3 23. axb3 Hfb8 24. b4 Hc8 25. Da4! (Larsen skeytir ekki um peðið á c3 enda er svarti riddarinn á leiðinni til e4. Nú væri best að leika 25. .. Dxc3 26. Dxa7 Dc7 (ekki 26. .. Dxd4 27. Dxf7+ Kh8 28. Ha2! með hótuninni 29. 29. Ha7) og hvítur stendur aðeins betur að vígi.) 25.. . Db7 26. He3 Re4 27. Hexe4! (Skiptamunsfóm sem byggir á hárfínni tilfinningu fyrir stöð- unni.) 28.. . dxe4 28. Hd7 Ha6 29. Ddl! Hc7 30. Hd8+ Kg7 31. h5! (Glæsileg stunga. Svartur er vamarlaus.) 31.. . f6 (Svartur velur nærtækasta leikinn. Hótunin var 32. h6+ Kxh6 33. Hg8! og vinnur. 31. .. Hc8 var annar möguleiki en eftir 32. h6+ Kxh6 33. Rg4+ Kg8 34. Hxc8! Dxc8 35. Dd4+ vinnur hvítur t.d. 35... Kg8 36. Rh6+ og drottningin fellur eftir 36. .. KfB 37. Dh8+ eða 35... e5 36. Dxe5+ f6 37. De7+ Kh8 38. Rxf6 o.s.ffv. Larsen hefur reiknað dæmið til enda og lokafléttan er stórglæsi- leg.) 32. Hg8+! Kxg8 33. Dd8+ Kg7 34. h6+ Kxh6 35. Rg4+ Kh5 36. Rxf6+ Kh6 37. Rg4+ - Kristiansen gafst upp því hann verður mát t.d. 37. .. Kg7 38. Df6+ Kg8 39. Rh6 mát! Larsen var ekki til setunnar boðið er mótinu lauk. Sama dag og mótinu lauk tók hann flugið til Buneos Aires þar sem mót til heiðurs öldnu kempunni Miguel Majdorf var að hefjast. lirslitin hefjast á laugardaginn é: ÁK106 V:Á9 ♦: ÁK84 ♦:K106 .Hin árlega parakeppni Bridge- sambands Islands verður haldin helgina 4.-5. maí næstkomandi. Þessi keppni hefur verið vinsæl og skemmtileg og í kringum 40 pör hafa tekið þátt í henni undanfarin ár. Keppnin verður haldin í húsi Bridgesambandsins, Sigtúni 9 og er keppnisgjald kr. 6.500. Spilaður verður barómeter 2 spil rnilli para. Skráning er hafin á skrifstofu sam- bandsins s. 91- 689360 og skrán- ingu lýkur fimmtudaginn 2. maí. Minnt er á að þessi keppni er öllum opin og spilað er um gullstig. Núverandi Islandsmeistarar í parakeppni em Kristjana Stein- grímsdóttir og Ragnar Hermanns- son, en þau unnu keppnina mcð glæsibrag sfðasta ár. Úrslit íslandsmótsins í tví- menning 1991 fara fram í Sigtúni 9, helgina 27.-28. apríl næstkomandi. Þar spila 32 pör, 25 efstu sætin úr undanúrslitunum sem voru helgina 13.-14. apríl ásamt 7 svæðameistur- um sem komast beint inn í úrslit. Svæðameistarar Suðurlands gátu ekki verið með þessa helgi og því var einu sæti meira til úthlutunar úr undankeppninni. íslandsmeistarar fyrra árs, Valur Sigurðsson, og Sig- urður Vilhjálmsson eru báðir með ný andlit á móti sér við græna borð- ið og gátu því ekki nýtt sér þann rétt að fara beint í úrslit, en komust samt báðir gegnum hreinsunareld undankeppninnar og keppa sitt í hvoru lagi um að verja titilinn. Minnt er sérstaklega á að úrslitin verða spiluð að þessu sinni í húsi Bridgesambands Islands, Sigtúni 9, og hefst spilamennska kl. 11. Töfluröö í úrslitum ís- landsmóts í tvímenn- ing 1991 1. Jakob Kristinsson - Pétur Guð- jónsson 2. Valur Sigurðsson - Guðmundur G. Sveinsson 3. Birgir Öm Steingrímson - Þórð- ur Bjömsson 4. Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Amþórsson 5. Sigurður Vilhjálmsson - Rúnar Magnússon 6. Guðmundur Páll Amarson - Þorlákur Jónsson 7. Björgvin Leifsson - Jóhann Gestsson 8. Friðjón Þórhallsson - Sigfús Öm Ámason 9. Steinar Jónsson - Ólafur Jóns- son 10. Hrólfur Hjaltason - Ásgeir Ás- bjömsson 11. Sverrir Ármannsson - Matthías Þorvaldsson 12. Pálmi Kristmannsson - Ólafur Jóhannsson 13. Páll Þ. Bergsson - Jömndur Þórðarson 14. Hannes Jónsson - Jón Ingi Bjömsson 15. Isak Öm Sigurðsson - Valgarð Blöndal 16. Runólfur Jónsson - Gunnar Þórðarson 17. Hermann Lámsson - Ólafúr Lámsson 18. Ásmundur Pálsson - Guð- mundur Pétursson 19. Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 20. Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 21. Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörgensen 22. Ómar Jónson - Guðni Sigur- bjamason 23. Anton Haraldsson - Stefán Ragnarsson 24. Oddur Hjaltason - Eiríkur Hjaltason 25. Stefán G. Stefánsson - Skúli J. Skúlason 26. Amar Geir Hinriksson - Einar Valur Kristjánsson 27. Karl Alfreðsson - Tryggvi Bjamason 28. Kjartan Ingvarson - Erlingur Amarson 29. Guðjón Einarsson - Þórður Sigurðsson 30. Kristófer Magnússon - Frið- þjófur Einarsson 31. Júlíus Snorrason - Sigurður Sigurjónsson 32. Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson I síðasta þætti sáum við efstu menn í áunnum bronsstigum á síð- asta ári. Við skulum líta aðeins nán- ar á stigaskrána. Flest gullstig á síðasta ári hlutu: Valur Sigurðsson 149, Sigurður Vilhjálmsson 146, Magnús Ólafs- son 95, Hrólfúr Hjaltason 87, Aðal- steinn Jörgensen 86, Bjöm Ey- steinsson 86 og Sævar Þorbjömson 82. Flest silfurstig hlutu: Aðalsteinn Jörgensen 262, Jón Baldursson 258, Anton R. Gunnars- son 253, Ingi St. Gunnlaugsson 215, Einar Guðmundsson 215, Guðjón Guðmundsson 215 og Ólaf- ur G. Ólafsson 215. Þeir fjórir síð- astnefndu mynda sveit Sjóvá Al- mennar á Akranesi, sem var afar sigursæl á síðasta ári. í heildina yfir landið, skomðu eftirtaldir aðilar mest: Valur Sigurðsson 159, Sigurður Vilhjálmsson 157, Aðalsteinn Jörg- ensen 116, Jón Baldursson 110, Hrólfúr Hjaltason 109, Magnús Ól- afsson 105, Sævar Þorbjömsson 104, Ásgeir P. Ásbjömsson 103, Bjöm Eysteinsson 100 og Guð- mundur Sv. Hermannsson 90. Þess má til gamans geta, að Jón Baldursson hefúr skorað að meðal- tali um 100 meistarastig á ári, ffá því að nýja skráningin var tekin upp, 1. mars 1976. Hann er nú skráður fyrir 1367 stigum. Á þess- um tíma hefúr hann sigrað íslands- mótið í tvímenning 4 sinnum (4 ár í röð) og sveitakeppnina 4 sinnum (bætti 5. titlinum við um páskana). Að auki hefúr hann 4 bikarmeist- aratitla í sveitakeppni. Isfirðingar gangast fyrir Opnu stórmóti í tvímenning í ágúst á þessu ári. Nánar síðar. Síðasta spilið í fyrri hálfleik í 4. umferð Islandsmótsins, spil nr. 16, er fyrir margra sakir nokkuð merki- legt spil. Lítum aðeins á hendur N/S: 4: G85 ♦: G10862 ♦: G6 *:Á76 Á 7 borðum af 8 varð Suður sagnhafi i 3 gröndum. Útspil Vest- urs er allsstaðar það sama, laufa- þristur. Lítið og drottning ffá Aust- ur. Þú tekur á kónginn og hvað nú? Leggur niður spaðaás, ekkert gerist. Spilar lágum tígli að tígul- gosa, sem Austur tekur á drottningu og sendir lauf um hæl tilbaka. Þú „dúkkar“ einn gang og inni á laufa- ás reynir þú spaðasvíningu, eða hvað? Jamm, þannig gekk það fyrir sig á flestum borðum. Og einn nið- ur alls staðar, nema á einu borði. Þar sá sagnhafi aðeins lengra í spil- inu. Með því að sameina tvo mögu- leika í einn. Eftir laufaútspilið, heima á kóng, er rökrétt að leggja niður ás og kóng í spaða, áður en tíglinum er spilað að gosa. Með þvi vinnst; Drottning getur verið stök eða önnur og enn getur tíguldrottn- ing verið rétt fýrir ffaman gosa. í reynd var spaðadrottning önnur í Vestur, þannig að sagnhafi var verð- launaður í spilinu og fékk sína 9 slagi. Karl Sigurhjartarson spilaði hins vegar á áttunda borðinu, 5 spaða á spilið og fékk 10 slagi. Það spil er gullfallegur samningur og vinnst alltaf ef sami maðurinn á tí- gullengdina (fjórlitinn) með spaða- dömunni. Sem var einmitt staðan, því Vestur átti: D2-753- 10732-G953. Þeir gáfú oft vel 4-3 tromp- samningamir í hálit á nýafstöðu ís- landsmóti, á sama tíma og úttekt i grö'ndum eða láglit var vonlaus. 18 SlÐA — NYTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.