Þjóðviljinn - 16.05.1991, Page 2

Þjóðviljinn - 16.05.1991, Page 2
Að viðstöddum Hannesi Hólmsteini Alþingi, 114da löagjafarþingið var sett á mánu- dag að viðstöddum Hannesi Hólmsteini Gissur- arsyni. Fór einkar vel á því, að hann skyldi skipa sér sérstaklega á fremstu bekki þingsetn- ingarinnar að þessu sinni, því hann á meira í þessari ríkisstjóm en öðrum stjórnum sem myndaðar hafa verið nér á landi. Hér er með öðrum orðum komin rak- in hægri stjórn, eins og fram kemur af nýjustu yfirlýs- ingum fjármálaráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag- inn, auk þeirra ákvarðana sem liggja fyrir í vaxtamál- um þar sem gert er ráð fyrir stórfelldri nækkun vaxta á næstunni. [ viðtalinu við hinn nýja fjármálaráðherra kemur fram meðal annars að nann viðurkennir að ríkisstjórn- in sé mynduð fyrst og fremst á þeim forsendum að flokkarnir hafi svipuð sjónarmið í ríkisfiármálum. Með öðrum orðum er sagt fullum fetum að pað megi ekki hækka skatta á neinum - ekki heldur þeim sem hafa hæstar tekjurnar og taka inn fjármagnstekjur í stórum stíl. í viðtalmu um hægri stjórnina útfærir fjármálaráð- herrann stefnu ríkisstiórnarinnar í ríkisfjármálum betur og skýrar en áður hefur sést. Hann gerir ráð fyrir því að eftirfarandi fyrirtæki verði seld: 1. Áburðarverksmiðja ríkisins. 2. Sementsverksmiðjan. 3. Síldarverksmiðjur ríkisins. 4. Hluti af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. 5. Ríkisbankarnir. Auk þess gerir hann ráð fýrir því að einkavæða í verulecjum mæli samfélagslega pjónustu. Þar nefnir hann til bæði menntamál og heilbricjðismál. Nú er það ekki skoðun leiðarahöfundar að það sé í sjálfu sér háskalegt að hleypa einkaaðilum að til ábyrgöar á rekstri fyrirtækja. Því fer víðs Ijarri. Þau mal eiga menn að umgangast af kredduleysi og opn- um huga. En margt ber aö skoða í þeim efnum. Fyrst hverjir það eru sem hafa efni á því að eicjnast stór fyr- irtæki hér á landi. Er það almenningur, laglaunafólk? Nei. Verða það bycjgingamenn sem kaupa Sements- verksmiðjuna? Nei. Hverjir verða það sem taka að sér að reka skóla og hverjir reka heilbrigðisþjónustu og á hvaða forsendum? Staöreyndin er sú að einkarekstur í skólakerfinu mun opna fyrir mismunun. Þar með verða sum börn smátt og smátt í annars flokks skólum og önnur í bet- ur búnum skólum. Þar með er brotinn niður einn styrk- asti þáttur jafnaréttisþjóðfélags á íslandi sem eru skól- arnir þar sem börnin sitja hlið við hlið burtséð frá efna- hag; þar sem fólk skipar sér í skóla saman hvort sem forelararnir hafa 500 þúsund krónur á mánuði eða 50 þúsund krónur á mánuði. En aðalatriðið er þó það að allir geri sér grein fyrir því, að hér er sest að völdum ríkisstjórn sem hefur gefið sig markaðshugsuninni á vald í einu og öllu; rík- isstjórn sem hóf sína gönau á því að hækka vexti. Hverjum kemur það til góða nema þeim sem fjár- magnið eiga og hverjir borga? Launamenn sem verða af kauphækkunum sem þeir hefðu ella getað fengið. Árangurinn af efnahagsbata síðustu ára rennur þann- ig til fjármagnseigendanna, en ekki til fólksins. Og rík- isstjórnin ætlar að halda áfram að ala alikálfana: með því að afhenda þeim fyrirtæki almennings sem skila stórfelldum hagnaði á ýmsum sviöum. Það var viðeigandi að Hannes Hólmsteinn skyldi vera viðstaddur setningu alþingis í fyrradag. Hægri stjórn hans hyggst breyta (slandi í tiíraunastöð fyrir frjálshyggjuna á ný; flestir töldu þó nóg komið ertir rík- isstjórmrnar 1983 til 1988. En frjálshyggjuöflin vilja halda áfram á sömu braut með stuðningi forystusveit- ar Alþýðuflokksins. S. Þtóðyiltinn Málgagn sóstalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 34 UPPT & SKOMÐ Og allir skilja sérstöðuna Nú hljóða lyrirsagnimar í blöð- unum upp á það að samningar um Evrópskt efnahagssvæði, EES, séu innan seilingar. Og þó hafi Evr- ópubandalagið ekkj séð að sér í fiskveiðimálum. Og aldrei muni íslendingar hleypa erlendum skip- um inn í sína lögsögu. Alþýðublaðið er hrifnast af þessari stöðu mála. Leiðari blaðs- ins í gær er undir þeim hatti að EB viðurkenni í raun sérstöðu íslend- inga. Það er kannski ekki ný ffétt: við höfum verið mötuð á allskonar ffegnum um það mánuðum saman að Italir skildu sérstöðu okkar og Þjóðvetjar og Frakkar náttúrlega og svo flestir aðrir. Enginn endir á þeirri vinsemd og því mesta fúrða að allt skuli ekki fallið í ljúfa löð. Fiskveiðiheimildir, fiskveiðiheimildir! En látum svo vera. Alþýðu- blaðsleiðarinn er þar að auki meira en reiðubúinn til að taka forskot á sæluna ef svo mætti segja: „Það hlýtur að teljast stórsigur að ná samningum við Evrópubandalagið um greiðan aðgang að mörkuðum þess án þess að veita veiðiheimild- ir í staðinn.“ Og má um þetta hafa rússneskan málshátt: Ekki er vitur- legt að skipta feldi bjamdýrs sem ekíd er búið að skjóta. Stundum finnst tiltölulega sak- lausum fréttalesara sem það sé grunsamlega mikið einblínt á eitt og aðeins eitt atriði í samningavið- leitni um EES. Og þetta atriði er einmitt veiðiheimildir til erlendra skipa. Ekki svo að skilja: vitanlega er um stórt mál að ræða og hið mesta prinsípmál. Og væri reyndar gaman að horfa framan í þann stjómmálamann sem þyrði að bjóða upp á slíkt afsal forræðis ís- lendinga yfir sinni helstu auðlind. Annað hangir á EES'Spýtunni En það læðist að manni ónot- anlegur gmnur um það, að svo mjög sé hamast á þessu eina atriði (sem allir áhrifamenn og hags- munaaðilar og stjómmálamenn em sammála um að því er best er vit- að) m.a. til þess að menn hugsi síður um annað það sem á EES- spýtunni hangir. I síðustu fréttum emm við minnt á það, að í þeim drögum sem nú er verið að fjalla um er gert ráð íyrir því að EFTA- riki og þá ísland afsali sér til yfir- þjóðlegra stofnana ýmislegum rétti sem hingað til heftir verið talinn snar þáttur af okkar fúllveldi. Og svo er annað: það er allt næsta óljóst um það, hvað hið ftjálsa streymi fjármagns þýðir - lika fyrir íslenskan sjávarútveg. Það er mjög líklegt að það megi tryggja það að skip, skráð á Islandi og að mestu með íslenskum áhöfnum, veiði fiskinn. En allt annað í sjávarút- vegi? Það hafa öðm hvom heyrst raddir sem em mjög uggandi um að matvælahringir evrópskir geti með beinum og óbeinum hætti náð því eignarhaldi á sjávarútvegsfyrir- tækjum, að ráðstöfun aflans, vinnsla hans, færi úr okkar hönd- um. Og þá mega útgerðarstaðimir fara að biðja fyrir sér. Hvers konar einkavæðing? Einkavæðing er mjög á dag- skrá hjá nýrri ríkisstjóm og heið- ursmenn úr Viðey settu á blað lista yfir fyrirtæki og þjónustu sem fara skulu þá Ieiðina. Það skal ítrekað hér að ríkis- rekstur (sem glöggur maður hefur kallað „pósthússsósíalisma") getur ekki verið neinum manni sálu- hjálparatriði, eins þótt bæði kratar og kommar hafi trúað á hann í eina tíð. Þær hugmyndir sem uppi hafa verið í evrópskum vinstriflokkum um atvinnulýðræði em ekki tengd- ar ríkistrú einhverskonar. Og það er ekki nema satt og rétt að sú skriffínnskuþensla sem er inn- byggð í ríkisrekstur, hún mælir gegn honum i mörgum greinum. Það er svo að stökkva af einni villu í aðra að einkaaðilar eða óháð samtök hljóti eins og með sjálf- virkum hætti að gera allt vel og mun betur en sú margskammaða skepna sem heitir „hið opinbera“. Fréttir síðari daga em með ýmsum hætti að gera strik í þann einfalda reikning. Til dæmis að taka Náttúm- lækningafélagið og Heilsuhæli þess og harða gagnrýni Rikisend- urskoðunar á meðferð daggjalda sjúklinga og fjármálastjóm yfir- leitt. Það er vitaskuld ekkert að því að samtök eins og Náttúmlækn- ingafélag taki að sér einhvem anga af heilbrigðisþjónustu - en það leysir i sjálfú sér engan gmndvall- arvanda að því er það varðar hvemig koma eigi í veg fyrir óráð- síu í þessum erfiða málaflokki. Eða eins og Sighvatur heil- brigðisráðherra segir í spánnýju viðtali: „einkavæðing felst ekki í þvi að hafa frjálst aðgengi í því að skrifa reikninga". Hver græðir á brennivíni? Áfram með einkavæðingar- smjörið. Hér í pistlinum í gær var fjallað um nokkrar hugmyndir Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra um þessi efni og var þá sér- staklega numið staðar við hug- myndir um að „einkavæða ákveðna þætti úr Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins“. í gær var fjasað hér nokkuð um þá undarlegu trú ráðherrans, að það kynni að „bæta umgengni við áfengi“ ef að einstaklingar flyttu inn áfengi og versluðu með það í sínum búðum. En nú má bæta öðm við og það er blátt áfram spuming- in um hagnað af áfengishöndlun. Fjármálaráðherra segir í viðtali í, Morgunblaðinu á dögunum um ÁTVR að ,fykið mundi effir sem áður taka tekjur af tollum og sjá til þess að þær væm þær sömu og verið hefur“. Má vera: en hvað um verslunarálagningu? Kostnaðinn af þvi að hafa áfengi í öllum helstu matvöruverslunum eins og kaup- menn dreymir um? Hagnaðinn af því? Annaðhvort væri hér dreginn nokkiu- fjárhagsspónn úr aski ríkis- ins með því að færa viðskipti til kaupmanna (sem það má víst síst án vera ef marka má harmatölur stjómarinnar). Eða þá að hið nýja kerfi mundi hækka áfengi i verði í reynd (sem er vist hættulegt fyrir þjóðarsáttina). Eða þá að hið bætta dreifikerfi mundi auka vemlega áfengissölu og neyslu (og það skil- ar sér svo í auknum og dýrari áfengisvandamálum). Ef einhver segir A verður hann að skoða bæði B og C... ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.