Þjóðviljinn - 16.05.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 16.05.1991, Page 3
9 IÐAG 16. maí er fimmtudagur. 136. dagur ársins. 4. vika sumars hefst. Sólarupprás i Reykjavík kl. 4.11 - sólarlag kl. 22.39. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Þjóöviljinn bannaður. fyrir 25 árum Framlag verkafólks og launþega í kosningunum getur orðið þungt á meta- skálum samninga i vor. Valdið er launastéttanna í kosningunum á sunnudag- inn. Slökkviliðið flutt úr Tjarnargötu. Nýja slökkvi- stöðin vígð á laugardag- inn. Innbrot í nýju lögreglu- stöðina. Sá spaki Og af því að hann keppir ekki við aðra, getur enginn keppt við hann. (Lao Tse) á hvalveiðum Dr. Gísli Már Gísla- son prófessor við líffræðiskor Háskóla Islands Afkoma allra manna byggist á auð- lindum náttúrunnar. Afkoma ís- lendinga byggist að mestu leyti á nytjastofnum sjávar við Island. Hvalastofnamir eru hluti af þessari auðlind, þó að nýting þeirra sé lítil í samanburði við pær fisktegundir sem eru nýttar. Eg er þeirrar skoð- unar að hvali bcri að nýta á skyn- samlegan hátt eins og aðra stofha. Náttúruvemd felst meðal annars í skynsamlegri og hóflegri nýtingu. Hvalveiðar hafa því miður verið þannig framkvæmdar um mest all- an heim, að þetta sjónarmið hefur ekki verið hgfí að leiðarljósi. Þá er ljóst að við Island eru tvær hvala- tegundir, hrefna og langreyður, sem enn er hægt að nýta á skynsamleg- an hátt, og hafa íslenskir sérfræð- ingar lagt fram bráðabirgðatillögu um stjómun jjessara stoma, sem er líffræðilega asættanleg. Hafa verð- ur í huga að hér er um farstofna að ræða, og því verður veiði þeirra að vera undir alþjóðlegri stjóm. Al- þjóðahvalveiðiráðið starfar sam- lcvæmt alþjóðasáttmála sem Island er aðili að. Ráðið er aú stofnun sem hefur sérfræðiþekkinguna og er auk þess viðurkennt sem sú alþjóða- stofnun sem fer með þessi mál. Allt um það að segja sig úr Alþjóða- hvaíveiðiráðinu ef það fellst ekki á nýtingu, meðan unnið er að heild- stæðn veiðistjómun er hættulegt, og leggur eingöngu vopn í hendur þcim sem vinna gegn skynsamlegri nýtingu þessara stofna. Þeir kratar hafa með ákvörðun sinni nú brotið trúnað við kjósendur og brotið brýmar að baki sér. Hægri stjórnin, sem fæddist í utanað- lærðum ræðum Jónanna á kosn- inganótt er búin með hveitibrauðsdagana. Fyrstu deilumálin eru komin upp, fyrsta heiðursmannasam- komulagið verið opinberað og það gufað upp og orðið að engu. Satt best að segja hefur meiri vand- ræðagangur og fleiri handabök komið í ljós á þessum fáu dögum nýrrar stjómar en búast mætti við að öðm jöfnu á fyrsta mánuðin- um, eða fyrsta hálfa ári, stjómar við eðlilegar aðstæður. Hvers vegna? er eðlilegt að spyrja. Af hveiju lendir ríkis- stjórn, sem að sögn guðfeðra sinna er byggð á gagnkvæmu trausti, þegar á fyrstu dögum í að trúnaðinn brestur,heiðursmanna- sam- komulag gufar upp? Ég leyfi mér að halda því fram að skýringanna á ógæfulegri byrj- un stjómarinnar sé að leita í tilurð hennar. Þeirri staðreynd að þessi stjórn var mynduð um stóla, mynduð um það að vera í stjóm og við völd hvað sem það kostaði. Sjálfur formaður Alþýðuflokksins, hinn frakkaklæddi og hattprýddi sósíaldemókrat Jón Baldvin Hannibalsson reynir að sannfæra vantrúaða flokksmenn sína um ágæti stjómarsamstarfsins með þeim rökum helstum að öðmvísi hefði ekki verið ömggt að Al- þýðuflokkurinn yrði i stjóm. Mál- efni - hvað er það? Sú staðreynd að hin afdrifaríka ákvörðun Alþýðuflokksforkólf- anna, sem birtist á kosninganótt, hvenær sem nú hún var tekin, að ganga beint til viðræðna við íhald- ið, eru svik við stóran hluta, ég fullyrði reyndar þorra, kjósenda Alþýðuflokksins. Þessi staðreynd mun marka stjómarsamstarfið svo lengi sem það stendur. Með því að tala með mjög já- kvæðum hætti um fyrra samstarf, tíunda árangurinn rétt eins og hin- ir flokkamir og hamast á stefnu- leysi Sjálfstæðisflokksins fram á síðasta dag gaf Alþýðuflokkurinn kjósendum ekki tilefni til að halda annað en þeir vildu áframhaldandi stjómarsamstarf á vinstri vængn- um. Þeir kratar hafa með ákvörð- un sinni nú brotið trúnað við kjós- endur og brotið brýmar að baki sér. Þeir em því fangar eigin svika og spumingin einungis um það hve langt verður þar til þeir taka refsinguna út. Næst munu jafnaðarmenn í hópi kjósenda, þeir sem vilja sam- starf vinstrisinnaðra afla sem kenna sig við félagshyggju, kjósa flest annað en Alþýðuflokkinn, hinir geta sem best kosið íhaldið milliliðalaust. Þessar staðreyndir em rimlar í búri Alþýðuflokksins þar sem hann nú situr fangi eigin svika og étur hlutina ofan í sig eftir því sem íhaldinu og fjölskyldunum fjórtán þóknast. Búvömsamningur var það í gær, sjávarútvegsmál í (yrradag og hvað munar þá um landgræðslu og skógrækt í dag? Þessi aula- gangur allur, vandræðalegur sem hann er fyrir nýja ríkisstjóm, er þó að því leyti skárri öðru, að það er fyrst og fremst stjómin sjálf og trúverðugleiki hennar sem lætur á sjá. Öllu verri eru hinar fyrstu eig- inlegu sjómarathafnir sem máli skipta og á ég þar fyrst og fremst við vaxtasprenginguna setri stjóm- in er að tendra þessa dagana. Það er ekkert minna en vítavert skemmdarverk og efnahagslegt stórslys ef nú á að fóma í tilgangs- leysi á altari markaðsofstækis þeim árangri sem hafði þó náðst hægt og bítandi á sl. 2 1/2 ári við að beija raunvextina niður. Æmar em byrðamar samt, sem skuldsett atvinnulíf og cin- staklingar þurfa að bera, þó ný ok- urvaxtaöld gangi ekki í garð. Ný ríkisstjóm, hverjir sem hana mynda og hversu groddalega sem það er gert, á að sjálfsögðu skilið frómar óskir. Allir hljóta að vona að árangri undanfarinna missera verði ekki fómað fánýtum kennisetningum, en lengi býr að fyrstu gerð, og vaxtasprengjan sem ríkisstjómin hefúr með í farangrinum og hefúr þegar tengt, er ills viti. „111 var þín gangan fyrsta.“ Síöa 3 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.