Þjóðviljinn - 16.05.1991, Side 8

Þjóðviljinn - 16.05.1991, Side 8
Hvalveiðar í augsýn? Fulltrúar tslands í vísinda- nefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins hyggjast leggja fram tilllögu að bráða- birgðaveiðikerfi sem myndi heiraiia ísiendingum nú þegar veiðar á 92 langreyðum og 192 hrefnum. Tillagan verður rædd í nefndinni um helgina og verði álit hennar jákvætt verður máiið lagt fyrir ársfund hvaiveiði- ráðsins 26. maí. Bráðabirgðakerfi þetta myndi aðeins gilda þar til nýtt veiðikerfi, sem unnið hefur verið að undanfarin ár, kemst i gagnið. Deildar meining- ar eru uppi um hvenær það getur orðið. Jóhann Siguijónsson, einn þeirra sjö íslendinga sem sitja í vís- indanefndinni, segist telja að nýtt kerfi, sem stefnt var að lægi fyrir 1990, geti í fýrsta lagi farið að virka árið 1993. Mörgum þyki vinnan við það hafa tekið ótrúlega langan tíma og þess vegna sé tillaga um bráða- birgðakerfi og -kvóta lögð ffam nú. Mótrökin gætu hins vegar orðið þau að nýja kerfið geti tekið gildi fljót- lega og bráðabirgðakerfi því óþarft. ,Aðalvinna vísindanefndarinnar á þessum fúndi er fólgin i að ræða fimm mismunandi tillögur að nýju stjómunarkerfi," segir Jóhann. „Gamla veiðikerfið hefur ýmsa ágalla og tillögumar miðast að því að sniða þá af. Aðalgallinn við kerf- ið eins og það er í dag er sá að ýmsir þættir í notkun þess byggja á hlutum sem við ekki þekkjum. Væntanlegt nýtt kerfi gerir til dæmis ekki ráð fyrir eins nákvæm- um upplýsingum um ýmsa þætti varðandi mat á veiðiþoli. Það miðar sem sagt að þvf að kvótar verði settir á með meira öryggi en áður og tekur meira tillit til þess hvers konar upp- lýsingar eru til um hvem einstakan stofn.“ Enda þótt vísindanefndin sé á lokaspretti í sinni vinnu nú segir Jó- hann að það eitt tryggi ekki að nýja kerfið taki gildi á næstunni. „Það getur tekið tíma að fjalla um það í ráðinu sjálfú og enn meiri tíma að koma því í gagnið þvi ef til vill þarf að gera enn ffekari athuganir á því kerfi sem verður ofan á,“ segir Jó- Rengisskurður f Hvaifirði þegar hvalveiðar voru enn leyfðar. hann. Hann vildi engu spá um undir- tektir við íslensku tillögunni, en sagði hana ekki miða við hámarks- nýtingu stofha, heldur mun minni kvóta á meðan beðið væri eftir nýju kerfi. Ámi Finnsson, talsmaður Greenpece á tslandi, segist ekki bú- ast við því að íslenska tillagan verði samþykkt og Grænfriðungar séu henni andvígir. .Ársfúndur ráðsins í fýrra lagðist gegn tillögum íslend- inga um kvóta. Við teljum að íslend- ingar eigi að bíða eftir nýju veiði- kerfi, hvort heldur það tekur eitt eða tvö ár.“ Nokkrir fúlltrúar Grænffiðunga heimsækja ísland f tilefhi ársfúndar- ins, en hyggjast ekki efna til mót- mælaaðgerða hérlendis að sögn Áma. -vd. Ályktanir sambandsþings Verkamannasambandsins Sambandsstjórn Verka- mannasambands Is- lands kom saman til fundar á Akureyri dag- ana 13. til 14. maí. Hér á eftir fara ályktanir fundarins um kjaramál og um vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar. Hækkun lægstu launa óhjákvæmileg í komandi samningum Fundur sambandsstjómar Verka- mannasambands Islands, haldinn á Akureyri 13.-14. maí 1991, telur að árangur sá sem febrúarsamningur að- ila vinnumarkaðarins og þáverandi ríkisstjómar stefndi að, hafi náðst í flestum meginmarkmiðum. Aðeins eitt meginmarkmið samningsins, hækkun kaupmáttar launa, og þá fýrst og fremst hinna lægstu, á eftir að koma ffam. Fundurinn telur að sú reynsla, sem þessi samningsgerð færir okkur, sé dýrmæt varðandi það að hægt er að halda verðbólgu í skefjum og halda aftur af kostnaðarhækkunum, sé um það almenn samstaða í þjóðfé- laginu. Þrátt fýrir að einstökum hags- munahópum hafi, í krafti stöðu sinn- ar í viðkvæmum atvinnuvegum, tek- ist að ganga út fýrir launaramma samningsins, breytir það ekki þeim meginárangri sem af samningnum er. Meginmarkmið komandi samn- inga verður að auka kaupmátt lægstu launa og viðhalda því efnahagslega jafnvægi sem febrúarsamningurinn hefúr skapað. Fundurinn telur að til þess að það geti orðið, verði að ganga til margþættra aðgerða í skatta-, efhahags-, atvinnu- og fé- lagsmálum. Stefna verður að því að full at- vinna haldist. Leggja ber áherslu á nýtingu orkulinda og uppbyggingu orkufreks iðnaðar, endurskoða þarf núgildandi fiskveiðistefnu. Hækka þarf skattfrelsismörk og verður eftir því gengið að hin pólit- ísku öfl standi við loforð sín í þeim efnum. Taka ber upp tekjutengdar bama- bætur. Efla ber félagslega húsnæðis- kerfið og byggðar verði eða keyptar a.m.k. 100 íbúðir árlega. Taka ber upp tekjutengdar hús- næðisbætur. Lækka ber virðisaukaskatt af kjöti, mjólk og fiski. Veita ber auknu fjármagni, hjá riki og sveitarfélögum, til uppbygg- ingar bamadagheimila. Taka ber ákvörðun um jöfnun líf- eyrisréttar allra landsmanna og innan hvaða tímamarka því skuli lokið. Jafna ber orkuverð og húshitun- arkostnað. Leggja ber annað skattþrep á tekjur yfir 170 þúsund. Skattleggja ber fjármagnstekjur. Áfhema ber skattaívilnun vegna hlutabréfakaupa. Óhjákvæmilegt er að til komi sérstök hækkun lægstu launa. Sú launahækkun verður að vera innan þeirra markmiða sem samningar setja varðandi efnahagslegt jafnvægi. Svigrúm verður að vera til leið- réttinga í einstökum samningum, sem teljast utan aðalkjarasamninga. Þær leiðréttingar verða að vera á ábyrgð samningsaðila og verður ekki velt út í verðlag. Ná þarf samkomu- lag milli ASI og VSI um, að vinna að þessum málum verði hafin sem fýrst. Henni skal vera lokið fýrir 15. september nk. og verði gengið frá þessum samningum jafnhliða aðal- kjarasamningi. Næsti kjarasamningur gæti verið án tímamarka og byggður á því, að allir samningsaðilar, aðilar vinnu- markaðarins, samtök bænda og ríki og sveitarfélög taki ábyrgð á því að standa vörð um markmið hans. Telji einhver aðili slíks samnings að einn eða fleiri ábyrgðaraðilar hans hafi hlaupið frá markmiðum hans eða rofið friðarskyldu samningsins, getur hann krafist viðræðna um ágreininginn, en verður að öðru leyti fijálst án samráðs við önnur heildar- samtök, sem að samningnum standa, að lýsa sig óbundinn af honum og getur krafist viðræðna um endumýj- un hans. Vaxtahækkunin brot á þjóðarsáttinni Við gerð kjarasamninga í febrúar á siðasta ári tók langstærsti hluti launþega fullan þátt i því, ásamt t.d. bændum, ríkisvaldi og atvinnurek- endum, að knýja niður verðbólguna og koma því lagi á efhahagsmálin, sem voru frumskilyrði þess að at- vinnulífið gæti þróast með eðlilegum hætti, þannig að þeirri óheillaþróim sem átt hafði sér stað í kaupmætti, yrði síðan snúið við. Við þessar aðgerðir gjörbreyttust rekstrarlegar aðstæður, eins og sjá má á aíkomu fýrirtækja um land allt sem skiluðu hagnaði á síðasta ári sem nemur tugum og hundruðum milljóna hjá hveiju fyrirtæki, ekki síst vegna minni fjármagnskostnaðar. Þess vegna hlýtur sambands- stjóm Verkamannasambands íslands að lýsa andstöðu sinni við þá hækk- un vaxta sem nú þegar er orðin og hefur verið boðuð, allt að 30% hækkun, þetta er ólíðandi brot á þeim kjarasamningum sem gengið hafa undir nafhinu „þjóðarsátt". Með hækkun kostnaðarþátta eins og vaxta er verið að eyða árangri þessarar samningsgerðar og færa hagnað af henni til þeirra sem ekkert hafa til hennar lagt, í stað þess að launafólk fái að njóta eins og um var samið. Sambandsstjóm V.M.S.Í. var- ar alvarlega við aðgerðum af þessu tagi; um þær verða engar sættir. Spilakvöld eidri borgara Félag eldri borgara í Kópavogi verður með spila- kvöld að Auðbrekku 25 annað kvöld, föstudag 17. maí, sem hefst kl. 20.30. Dans á eftir að venju. Jón Ingi og félagar sjá um fjörið. Aðgangur kr. 450. Vísnavinir endurvaktir Vísnavinir hafa endurvak- ið félag sitt eftir nokkurt hlé. Nk. þriðjudag, 21. maí kl. 20.30, hittast þeir í kaffistofú Norræna hússins og taka þar í gítar og jafnvel fleiri hljóð- færi. Allir sem hafa áhuga á vísnasöng og tónlist og hafa jafnvel eitthvað í pokahominu sem þeir vilja koma á fram- færi, era hvattir til að láta sjá sig. Skordýra- rannsóknir í fomleifafræði Breski fomvistffæðingur- inn dr. Paul C. Buckland held- ur fýrirlestur í dag kl. 17.15 í Þjóðminjasafni Islands kl. 17.15 um notkun og niður- stöður skordýrarannsókna í fomleifafræði. Fylgst með sauoburði Náttúravemdarfélag Suð- vesturlands verður með kynn- ingu á íslensku sauðkindinni nk. laugardag, 18. maí. Farið verður í heimsókn á sauðfjár- bú í Grafningnum og fýlgst með sauðburði. Lagt verður af stað ffá inngangi Húsdýra- garðsins í Laugardal kl. 13.30 og komið aftur í bæinn um kl. 18. Ferðin er liður í kynningu á húsdýrunum sem Náttúra- vemdarfélag Suðvesturlands gengst fýrir í sumar í sam- vinnu við Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins og nefnist kynningin Húsdýrin okkar. Á hálfsmánaðar fresti verður sérstök kynning á einu ís- lensku húsdýranna. Farið verður ffá Húsdýragarðinum og dýrin sótt heim í þeirra eðlilega umhverfi. Fargjald er kr. 600 á mann. BLÖNDUVIRKJUN Hæsta lyftan tekin í notkun Nýverið var hæsta lyfta landsins, sem er í Blöndu- virkjun, tekin í notkun. Lyftu- göngin era þau lengstu hér- lendis, 270 metrar, sem sam- svarar 27 hæða íbúðarhúsi. Þau era um sex sinnum hærri en lyftustokkur Hallgríms- kirkju. Lyftan er jafnframt hraðskreiðasta lyfta landsins, hraðinn tæpir tveir metrar á sekúndu. Lyftan er notuð til flutnings á starfsmönnum milli vélarhúss og stöðvarhúss virkjunarinnar. Héðinn hf sá um hönnun, smíði og uppsetn- ingu lyftunnar og var kostnað- ur samtals 27,2 miljónir króna. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.