Þjóðviljinn - 16.05.1991, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.05.1991, Qupperneq 9
 A Umsión G. Pétur Matthfasson ÞING Tillögur um líflegri og styttri umræður á Alpingi Megintilgangur þessarar breytingar er sá að gera umræður liflegri, skoðanaskipti hraðari og jafnfrarat að stytta um- ræður, sagði Páll Pétursson, Frfl., þegar hann mælti fyrir frumvarpi til laga um þingsköp Alþingis í neðri deild í gær. Breytingin, sem hann var að tala um, felur i sér að þing- mönnum verður heimilt að veita stutt andsvör við ræðum annarra þingmanna - það sem á erlendu máli er kallað „replikker“. ,Jiér er um mikilvægt nýmæli að ræða. Eru íyrirmyndir að henni sótt- ar til þjóðþinga nágrannalanda okkar rar sem þetta umræðuform hefur )ótt gefa góða raun. Það hefur oft )orið við að þingmenn hafi ekki komið að andsvörum sínum við ræð- um annarra þingmanna eða ráðherra fyrr en mörgum klukkustundum eftir að þær voru fluttar,“ sagði Páll, en samkvæmt þessu nýja ákvæði geta þingmenn með leyfi forseta veitt stutt andsvör i allt að tvær mínútur við ræðu strax og hún hefur verið flutt og getur ræðumaður síðan svar- að andsvarinu. Þetta er ein af fjölmörgum breyt- ingum sem fyrirhugaðar eru á þings- kapalögum Alþingis, en frumvarpið er flutt af fulltTÚum allra flokka og er nokkuð víðtæk samstaða um frumvarpið. Þó er líklegt að það taki einhveijum breytingum í meðfÖrum sémefhda beggja deilda sem ræða eiga þetta mál sem og stjómlaga- frumvarpið. Einnig á að reyna að lífga þing- haldið með því að leyfa á sérstökum fundi, í allt að hálftima, óundirbúnar fyrirspumir til ráðherra. Sagði Mar- grét Frímannsdóttir, Abl., f efri deild að um væri að ræða tilraun sem gæfi þingmönnum tækifæri til að spyria ráðnerra beint um þau mál sem efst væm á baugi í þjóðfélaginu á hveij- um tíma. Þannig að það má á hausti komanda búast við líflegu þingi og ef til vill fjölgar áhorfendum þá á þingpöllunum. Helst hafa menn óttast að með ví að afnema deildaskiptingu Al- ingis fái frumvörp ekki nægilega vandaða umfjöllun. Bent hefur verið á að seinni díeild hafi stundum upp- ötvað misfellur sem fyrri deildin om ekki auga á. Til þess að reyna að bæta úr þessu mun nú meðal ann- ars verða nauðsynlegt að senda frumvarp aftur til nefndar sé því breytt við aðra umræðu á annan veg en nefhdin ætlaði. Þá vilja menn líka að reyna að takmarka ræðutíma manna þar sem nú fjalla 63 þingmenn í einni deild um öll mál sem áður gerðist samtím- is í tveimur deildum og gætu umræð- ur þess vegna dregist. Þetta felst helst í takmörkunum á timalengd ut- andagskrárumræðna og umræðna um þingsköp. Lagt er til að málshefjandi um- ræðu utan dagskrár fái 30 mínútur, sem og ráðherra, til að svara, en að aðrir fái 15 mínútur til umráða. Einnig að enginn megi tala oftar en tvisvar. Einnig er lagt til að ræðutími i þingskaparumræðu verði takmark- aður við nmm mínútur. Ekki eru allir þingmenn sáttir við essa breytingu og telja til dæmis ingkonur Kvennalista heldur þrengt að málffelsi þingmanna með þessu en það bitnar að sjálfsögðu mest á stj ómarandstöðunni. Hinsvegar fær stjómarandstaðan nokkuð meiri völd þar sem með breytingimum þarf 2/3 atkvæða til að samþykkja afbrigði. Þeim er sérstak- lega beitt þegar flýta þarf málum í gegnum deildu. Með þessu má búast við að hamagangurinn minnki eitt- hvað við þinglok fyrir jól og á vorin, einsog Þjoðviljinn skýrði ífa í gær. Þá em fyrirhugaðar töluverðar Jóhann Ársælsson Alþýðubandalagsmaður að vestan hnippir hér I Hjörteif Guttormsson flokksbróður sinn aö austan og er ef til vill að spyija hann út I tillögur um takmarkaðan ræöutlma manna I utandagskrárumræðum. Mynd: Kristinn. breytingar á nefndafyrirkomulagi þingsins. Gert er ráð fyrir að fasta- nefndir verði 12 í stað 23. Af þeim hafa 11 starfað áður en umhverfis- nefnd er ný. Með nýja fyrirkomulag- inu verður verkaskipting nefndanna í megindráttum hin sama og í stjómar- ráðinu. Framvegis mun fjárveitinga- nefhd heita íjárlaganefnd og fjár- hags- og viðskiptanefhd hlýtur heitið efnahags- og viðskiptanefnd. Þá íjölgar í nefhdunum úr sjö þingmönnum í níu, en með fækkun nefndanna eykst mikilvægi starfsins og þykir rétt að tryggja að þingflokk- ar eigi fulltrúa í sem flestum nefhd- um þingsins. Svavar Gestsson, Abl., viðraði einnig þá hugmynd að stjóm- arandstaðan hefði formennsku í ein- hveijum nefnda þingsins. Þó þannig að stjómarflokkar hefðu áfram meirihluta í nefhdinni. Þetta og ann- að verður væntanlega rætt í sér- nefhdum níu þingmanna í báðum deildum í þessari viku og þeirri næstu en stefnt er að því að málin tvö komi úr nefnd í síðustu viku mánaðarins. Að lokum má geta þess að með breytingunum hyggst Alþingi tækni- væða atkvæðagreiðslu um þingmál. „Stefht er að því að í sumar verði sett upp atkvæðagreiðslukerfi þannig að þingmenn greiði atkvæði með þvi að ýta á hnapp og þau skilaboð kom- ist til tölvu og úrslit atkvæðagreiðslu birtist á skjá í þingsalnum eftir nokk- ur augnablik," sagði Margrét. Hún býst við því að fyrirkomulagið muni flýta alln afgreiðslu mála auk þess sem allar atkvæðagreiðslur verði i raun nafhaköll og þannig auðveldara að ná fram afgreiðslu T málum en með handauppréttingum. Forsetar þingsins Alþingi á góðri leið með að verða ein málstofa Nú í vikunni voru í síðasta sinn kosnir þrír forsetar Alþing- is; forseti sameinaðs þings, efri og neðri deildar. Framvegis verður einn forseti og fjórir varaforsetar sem saman skipa forsætisnefnd þingsins. Þetta er háð því að frumvarp til laga um breytt þingsköp verði þannig samþykkt. Salome Þorkelsdóttir, Sjfl., var kosin forseti sameinaðs þings, fyrsti varaforseti Jón Helgason, Frfl., og annar varaforseti Gunn- laugur Stefánjson, Alfl. Skrifarar voru kosnir Ami M. Matthiesen, Sjfl., og Valgerður Sverrisdóttir, Frfl. Matthías Bjamason, Sjfl., var kosinn forseti neðri deildar, Hjör- leifur Guttormsson, Abl., fyrsti varaforseti og Össur Skarphéðins- son, Alfl., annar varaforseti. Skrif- arar vom kosnir Gunnlaugur Stef- ánsson, Alfl., og Kristinn H. Gunn- arsson, Abl. I efri deild var Karl Steinar Guðnason, Alfl., kosinn forseti, Kristín Einarsdóttir, Kvl., fyrsti varaforseti og Egill Jónsson, Sjfl., annar varaforseti. Skrifarar vom kosnar þær Lára M. Ragnarsdóttir, Sjfl., og Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, Kvl. Þess má geta að verði nýju þingskapareglumar sam- þykktar leggjast störf skrifara af en starfsmenn Alþingis munu sinna því verki í stað þingmanna. * gær var mælt fyrir frumvarpi F til stjórnskipunarlaga um I breytingu á stjórnarskránni í A efri deild í gær. Margrét Frí- mannsdóttir, Abl., mælti fyrir frumvarpinu og sagði að kjarni þess væri afnám deildaskiptingar Alþingis, sem þannig myndi starfa framvegis í einni málstofu. Frumvarpið er samhljóða frum- varpi sem samþykkt var á síðasta þingi en er endurflutt nú til stað- festingar likt og stjórnarskrá lýð- veldisins kveður á um. Benti Margrét á að staðfestingin væri háð því að fmmvarpið breyttist ekki í meðforum þingsins því ann- ars þyrfti að ijúfa þing og efna til kosninga á ný. Vildi hún að menn hefðu þetta í huga við umræðuna sem og þá samstöðu sem heföi náðst um málið, en fhunvarpið er í bæði skipti flutt af fulltrúum allra þingflokka. Margrét benti á nokkur atriði í fhimvarpinu þó hún teldi ekki þörf á mikilli umræðu um frumvarpið sem hefði verið ítarlega rætt á síð- asta þingi. Hún telur að með frum- varpmu sé með ýmsum hætti reynt að styrkja stöðu Alþingis í stjóm- kerfinu. „Þannig mun Alþingi starfa allt árið sem er tvímælalaust mikið framfaraspor. Það mun annarsvegar leiða til þess að nefndir þingsins geti starfað allt árið í fullu umboði og hins vegar til þess að Alþingi af- salar sér aldrei sínum hluta löggjaf- arvaldsins yfir til framkvæmda- valdsins eins og verið hefur,“ sagði Margrét. Við breytingamar náðist þó ekki samkomulag um að afhema ákvæði sem heimila rikisstjóm að gefa út bráðabrigðalög þó margir þingmenn hafi á síðasta þingi haft áhuga á því. Rétturinn verður þó að nokkru leyti takmarkaður. „Að vísu mun ríkisstjóm hafa áfram heimild til þess að leggja til við forseta að gefa út bráðbrigðalög meðan þingfrestanir standa, en það er skilningur allra sem að þessu máli hafa staðið að til þess komi ekki nema í sérstökum neyðartilvik- um, heldur verði tekinn upp sá nýi siður að verði þörf á skjótn löggjöf utan venjulegs starfstíma Alþingis, til dæmis yfir sumartímann, þá verði Alþingi kallað saman til auka- funda til þess að afgreiða hana með eðlilegum hætti,“ sagði Margrét. Þá minntist hún á þriðju megin- breytinguna í þessu stjómlagaftum- varpi sem varðar þingrof. En sam- kvæmt frumvarpinu verður þing ekki rofið nema frá kjördegi. Það er að segja að á haustin milli kosninga verður þingi slitið og nýtt þing sett samstundis. „Það mun leiða til þess að landið verður aldrei þingmanns- laust eins og gerst hefur nokkrum sinnum, síðast haustið 1979,“ sagði Margrét áður en hún vék að frum- vaipi um breytingar á þingskapar- lögum. Nauðsynlegt er að breyta þingsköpum vegna þessara breyt- mga á stjómarskránni og ræddu þingmenn í báðum deildum Alþing- ís það frumvarp í gær. Lítið var rætt um stjómlagafrumvarpið enda má ekki breyta einum staf þar eigi frumvarpið að verða að lögum á þessu þingi. Frá þingsetningu. Að vanda stóð lögreglan heiðursvörð þegar forsetinn og þingmenn gengu úr Dómkirkjunni I Alþingis- húsið við þingsetningu 114. löggjafarþings landsins á mánudaginn. Mynd: Jim Smart. Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.