Þjóðviljinn - 16.05.1991, Qupperneq 15
SkkáIm
GATEÐ
Vísnagatið
Enn berast Skráargatinu
vísukorn um stjórnar-
myndunina. Þessar tvær
eru eftir Jón:
Nú er fundin stefnuskrá,
stóru bundin tjóni.
Ihaldspundið pótti pá
þyngjast undir Jóni.
Ein er saga ekki hrein,
erþað mjög til baga.
Ihaldið gafEiði bein
á valdastóli að naga.
Og hér kemur ein eftir
Sigrúnu:
Óskin fyrsta illa gekk,
úr varð meinleg saga.
Eiður Guðna aðeins fékk
úrgangsbein að naga.
Þessi barst okkur nafn-
laus:
Jón með hattinn færði
fórn,
flokk sinn batt sá maður,
hildar Matt í hægri stjórn
hress og skratti glaður.
Sigmundur á
svellinu
Oft hefur gengið erfiðlega
að þýða ensk orðatiltæki.
Eitt þeirra er „Freudian
slip og hefur landinn
jafnan slett enskunni þeg-
ar hann hefur notað það.
Kristbergi Péturssym, út-
litsteiknara Þjóðviljans,
varð þó ekki skotaskuld
úr þvi að snara þessu yfir
á okkar ástkæra, ylhýra:
Sigmundur á svelíinu,
sbr. einsog belja á svelli.
Sjálfs er höndin
hollust
Einsog kunnugt er reynd-
ist aðeins einn maður í
Sjálfstæðisflokknum nógu
hæfur til að geana starfi
borgarstjóra í Reykjavík,
en Bað var auðvitað Dav-
íð Oddsson sjálfur. Varð
þá einum að orði: Sjálfs
er höndin hollust.
Þriflegir verka
lýðsleiðtogar
Víkurblaðið greinir frá því
að Flosi Ólafsson hafi
flutt mikla ræðu við fyrsta
maí hátíðahöldin á Húsa-
vík. Gefum Víkurblaðinu
orðið:
„Flosi sagðist raunar hafa
verið að velta því fyrir sér
hversvegna hann var val-
inn til þess að tala á bar-
áttudeai verkalýðsins, þar
sem yfírleitt ekki töluðu
aðrir en æðstu forkólfar
hreyfingarinnar. Og
komst að því að hann
væri líklega af því sauða-
húsinu; sakir vaxtarlags.
Enginn virtist sem sé
geta verið verkalýðsleið-
togi á fslandi nema sá
hinn sami væri þriflegur
og allur á þverveginn.
„Jon Baldvinsson var
svona. Jakinn er svona.
Og sjáið bara Ásmund,
hann er svona. Og ég, ég
er líka svona,“ sagði
Flosi, sem reyndar var
óvenju spengilegur við
þetta tæKifæri."
RúsInan,
Af systrum
Oskubusku sem
skáru af sér hæl
og tær til að hreppa
draumaprinsinn
í nýiegri könnun sem breska sunnudagsblaðið
The Sunday Express lét gera fyrir sig kom í Ijós að
þriðjungur kvenna vildi gjarnan gangast undir
skurðaðgerðir í fegrunarskyni hefðu þær ráð á því.
Þá komst blaðið einnig að því að fegrunaraðgerðir
eru ekki lengur neitt feimnismál, heldur orðinn sjálisagð-
ur hlutur líkt og hjá Bandaríkjamönnum. Helmingur
kvennanna sögðust kæra sig kollóttar um það þótt afiur
heimurinn vissi af því að þær hefðu lagst undir hnífinn til
að sníða agnúa af hkama sínum.
En hvað eru konumar svona óánægðar með í Bret-
landi? Langflestar þeirra sem dreymir um fegrunarað-
gerð vilja láta breyta á sér nefinu. Þá vildu margar þeirra
andlitslyftingu, tæp 30 prósent vildu láta lagfæra á sér
magann og um 13 prósent lærin. Tíu prósent vildu láta
stækka á sér bijóstin og sjö prósent minnka þau.
Könnun þessi var borin saman við fym kannanir og
kom í ljós að meðalaldur þeirra kvenna sem þrá andlits-
lyftingu hefur lækkað úr 65 ára í 45 ára. Fjölai fegrunar-
aðgerða i Bretlandi hefiir, að sögn blaðsins, tvöfaldast
síðan á miðjum síðasta áratug. Athyglisvert að níu af
hverjum tíu konum sem svöruðu könnuninni sögðust
óska eftir fegrunaraðgerð til að auka sjálfstraustið, ein-
ungis tíu af hundraði sagðist með aðgerðinni vilja ganga
í augun á karlmönnum. Þá kom fram í könnuninni að
helmingur þeirra sem vilja breyta útliti sínu með skurð-
aðgerð er a aldrinum 16 til 25 ára. Rúmlega helmingur
svarenda taldi víst að með því að breyta útliti sínu myndi
líf þeirra breytast til batnaðar.
Konur í Bretlandi telja sem sagt að með því að slétta
úr hrukkum og höggva framan af nefi sínu verði þær
hamingjusamari.
be/The Sunday Express
Samkvæmt nýlegri könnun 1 Bretlandi er fjöldi kvenna reiðu-
búinn til að leggjast undir hnlfinn til að breyta útliti sfnu. Allt er
mögulegt I þeim efnum: hægt er að soga fitu úr lærum, slétta
úr hrukkum, höggva framan af nefi og lyfta lafandi brjóstum.
Mynd: Jim Smart.
nr
■ i i
Ég óska að vera þess
í stað ávarpaður Karl
hinn hugdjarfi.
Þá mun Karl
hinn hugdjarfi
einnig tala um
sjálfan sig í
þriðju persónu.
Síða 15
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. maí 1991