Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 7
Hnípin
risaþjóó
í vanda
Lotningin íyrir Nehru- Gandhiættinni, sem var
í forustu í indverskum stjómmálum í yfir 60 ár,
hefur verið Indlandi mikilvægt einingarafl
Með dauða Rajivs Gandhi eru að öllum líkindum orðin þátta-
skil í Indlandssögu, þáttaskil áþekk þeim sem urðu fyrr í sögu þess
iands og annarra er keisara- eða konungsættir liðu undir iok. Um
Nehru-Gandhiættina leikur í augum indversks almennings dýrð-
arljómi eins og um væri að ræða goðumlíka eða goðkynjaða
furstafjölskyldu. Þessi ætt hefur líka alla tíð indverska lýðveldisins
verið sameiningartákn þessa sundurleita lands og annars fjöl-
mennasta ríkis heims, sem eðlilegra er að líkja við heimsálfu en
venjulegt „land“ í þess orðs evrópska skilningi.
Rajiv, Sonia, Sanjay, Indira - tvö þeirra (e.t.v. þrjú) hafa fallið fýrir morðingjum.
Ættingjar Rajivs hafa verið í
fremstu röð í indverskum stjóm-
málum frá því á þriðja áratugi ald-
arinnar. Þá þegar voru þeir feðgar,
Motilal og Jawaharlal Nehm, í
forustu Þjóðþingsflokksins, sem
var aðalaflið í sjálfstæðisbarátt-
unni gegn Bretaveldi. Nehm
yngri varð fyrsti forsætisráðherra
landsins, eftir að það varð sjálf-
stætt 1947, og gegndi því emþætti
til dauðadags 1964. Skömmu sið-
ar varð Indira dóttir hans forsætis-
ráðherra og var það lengst af
þangað til hún var myrt 1984.
Þeir Nehmfeðgar vom
brahmínakyns, af æðstu erfðastétt
hindúa. Maður Indira og faðir
Rajivs, Feroze Gandhi, var hins-
vegar Parsi. Svo nefnast afkom-
endur persneskra innflytjenda,
sem fyrr á tíð flýðu land sitt und-
an Aröbum og íslam. Niðjar
þeirra á Indlandi halda enn fast
við sið Zaraþústm spámanns. Þótt
þeir séu örfáir á indverskan mæli-
kvarða (e.t.v. ekki nema um
100.000) em þeir flestir vel stæð-
ir og hafa því tiltölulega mikil
áhrif. Feroze Gandhi lét einnig
kveða að sér í sjálfstæðisbarátt-
unni, en var vinstrisinnaðri en
tengdafaðir hans og áttu þeir ekki
skap saman. Leiddi það til skiln-
aðar Indira og Feroze, sem lést
1960 er Rajiv var 16 ára.
Bresk menntun,
ítalskt kvonfang
Rajiv og Sanjay, yngri bróðir
hans, ólust upp með móður sinni í
embættisbústað Nehms sem for-
sætisráðherra og höfðu þvi ffá
bemskualdri náin kynni af bæði
landsmálum og málefnum Þjóð-
þingsflokksins. Sanjay var meiri
athafnamaður þeirra bræðra og
hóf snemma afskipti af stjómmál-
um. Rajiv var hinsvegar áhugalít-
ill um þau. Eins og vaninn var hjá
indverskum hástéttarfjölskyldum
menntuðust þeir bræður að miklu
leyti á breska vísu, Rajiv var
þannig í Cambridge en lauk aldrei
neinu prófi þaðan. Þar kynntist
hann Soniu Maino, dóttur ítalsks
iðnrekanda, og felldu þau hugi
saman. Enda þótt hennar fjöl-
skylda væri lítil hjá fjölskyldu
Rajivs og að i hindúasið sé gert
ráð fyrir að menn velji sér maka
Lnnan þeirrar trúar og af sömu
erfðastétt og erfðastéttarhópi,
virðist fjölskylda Rajivs ekki hafa
haft á móti því að hann tæki sér
erlenda og kaþólska konu. Komu
þar til sterk bresk áhrif og frjáls-
lynd vestræn menntamannavið-
horf í fjölskyldunni, sem þegar
höfðu sýnt sig er Indira giftist
bæði út fyrir erfðastétt.sína og trú.
Sanjay, sem óopinberlega
hafði verið útnefndur arftaki Ind-
Rajiv Gandhi - leyfði fólkinu að koma til sín I heiftarfyllstu kosningabar-
áttu I sögu lýðveldisins.
Sonia (t.v.) og Priyanka dóttir
þeirra Rajivs daginn eftir dauða
hans. Fomsta Þjóðþingsflokksins
vildi gera Soniu að leiðtoga hans,
í von um að geta haldið þvl ein-
ingartákni sem Nehru- Gandhifjöl-
skyldan var, en ekkja Rajivs hafn-
aði þvf tilboði.
im í stjómmálum, fórst í flugslysi
1980 og telja margir að hann hafi
verið myrtur. Að bæn móður
þeirra og annarra fomstumanna
Þjóðþingsflokksins hóf Rajiv þá
afskipti af stjómmálum, að öllum
líkindum nauðugur. Hann var þá
starfandi sem flugmaður hjá ind-
verska ríkisflugfélaginu, Indian
Airlines.
Með 70 af hundr-
aði þingsæta
Einn mesti höfúðverkur
stjómar Indim síðustu ár hennar
vom heittrúarmenn af trúflokki
(eða þjóð) Síka, sem vildu sjálf-
stætt riki fyrir sitt fólk í Punjab.
Fyrir Indira endaði það með því
að síkneskir lífverðir hennar
myrtu hana 1984. Morðið leiddi
af sér heiftarlegar óeirðir og of-
sóknir á hendur Síkum. Vora
2500-3000 þeirra drepnir í þeim,
flestir í höfúðborginni Delhi.
Rajiv, sem eins og gert hafði
verið ráð fyrir tók við forsætisráð-
herraembætti af móður sinni, var
fríður sýnum og geðþekkur og
það, ásamt samúðinni með hon-
um eftir morðið á móður hans,
gerði auk annars að verkum að
Þjóðþingsflokkurinn vann stór-
sigur í fyrstu kosningunum undir
hans forustu, fékk yfir 70 af
hundraði sæta i neðri deild þings-
ins. Sem forsætisráðherra (1984-
89) var Rajiv tiltölulega vel lát-
inn, en ekki óumdeildur. Hann var
að líkindum enginn sérstakur
dugnaðarforkur, en velviljaður og
laginn. Flokkur hans tapaði miklu
í kosningunum 1989 og varð þá
að láta af völdum. Eftir það var
Rajiv harðlega gagnrýndur, ekki
síst innan eigin flokks, fyrir mikl-
ar öryggisráðstafanir fyrir sjálfan
sig í kosningabaráttunni. Leiðtogi
Þjóðþingsflokksins, sögðu menn,
þorir ekki að nálgast fólkið. Hann
heyr sína kosningabaráttu bakvið
skothelt gler og úr þyrlu.
Rajiv mun ekki hafa þolað
þau frýjuorð, kannski einkum af
því að hætta var á að þau drægju
ffá honum fylgi, a.m.k. vakti það
athygli fréttamanna, sem fylgdust
með síðustu kosningabaráttu
hans, hve hirðulaus hann var um
öryggisráðstafanir. Og einna
djarfastur var hann við að sýna sig
á meðal fólksins í borgum og
landshlutum, þar sem hann vissi
að andstæðingar hans vom sterk-
astir. Úti í þorpunum steig hann út
úr bílnum og leyfði fólkinu, sem
fyrir alla muni vildi sjá hann og
helst snerta hann, að þyrpast að
sér. Þannig mun hann hafa farið
að í Sriperumpudur.
Hann átti ekki við siður
ramman reip að draga sem leið-
togi Þjóðþingsflokksins en sem
forsætisráðherra. Flokkur þessi
hafði vaxið upp sem aðalfylking-
in í sjálfstæðisbaráttunni og sú
barátta var nokkumveginn það
eina sem flokksmenn áttu sameig-
inlegt. Eftir að sjálfstæðið var
fengið var viðbúið að sambúðin í
flokknum færi að trosna milli
hindúa og múslima, fólks af hin-
um ýmsu erfða- og atvinnustétt-
um, milli hægri-, miðju- og
vinstrimanna.
Meðan hinn mikið dýrkaði
landsfaðir Jawaharlal Nehm lifði
hélst flokkurinn nokkumveginn
saman en eftir það fóm brot að
klofna úr honum í ýmsar áttir.
Viðsjár með
mesta móti
Samt hefúr flokkurinn til
þessa haldið sjálfúm sér fúrðan-
lega í horfinu. Það á hann ekki síst
að þakka Nehra-Gandhifjölskyld-
unni, en lotningin sem mikill
þorri almennings ber enn fyrir
henni hefúr verið flokknum ómet-
anlegt einingarafl.
Þar sem Þjóðþingsflokkurinn
hefur jafúffamt frá upphafi ind-
verska lýðveldisins verið eins-
konar ríkisflokkur þess og bindi-
efni, með skipulagt kerfi um allt
land og tiltölulega mikið fylgi í
tiltölulega mörgum samfélags-
hópum, þá hefúr umrædd hart-
leikin fjölskylda jafnframt verið
mikilvægt einingarafl fyrir Ind-
land sem slíkt.
Hvemig fer er þess einingar-
afls missir við er óvíst. Heiftin
sem geijar í indverska þjóðar-
djúpinu virðist um þessar mundir
með mesta móti, miðað við illindi
og manndráp í kosningabarátt-
unni. Hatur magnast milli músl-
íma og heittrúarhindúa og flokk-
ur, sem sækir fylgi sitt til þeirra
síðamefndu, slagar nú liklega hátt
upp í Þjóðþingsflokkinn í fylgi.
Þriðji fylgismesti flokkurinn hef-
ur á undanfomu kjörtímabili beitt
sér fyrir auknum réttindum lægri
erfbastétta á kostnað hinna efri,
með þeim afleiðingum að úlfúð
hefúr aukist þar á milli. Hvoragur
þessara flokka er mjög líklegur til
að standa traustan vörð um þá
þjóðareiningu, sem verið hefúr
meginatriði í stefhu Þjóðþings-
flokksins og þriggja forsætisráð-
herra af Nehm- Gandhiættinni, er
tóku við riki hver af öðram að
fomum furstasið.
Þar að auki em svæðisbundnir
flokkar sem sumir beijast fyrir
sínum hugðarefnum með „vald-
beitingu", þ.á m. pólitískum
morðum og hryðjuverkum. Af
þeim heyrist nú mest frá músl-
ímaflokkum í Kasmír, sem vilja
það fylki sjálfstætt eða samein-
ingu þess við Pakistan, áður-
nefndum heittrúarsíkum í Punjab
og tamílskum frelsistígram svo-
kölluðiun, sem vilja sjálfstætt ta-
mílskt ríki á Sri Lanka. Tamílar
byggja einnig fylkið Tamílnadú,
þar sem Rajiv var myrtur. Þar
hafa frelsistígrar bækistöðvar og
fá ýmsa aðstoð frá þjóðbræðram
sínum norðan Palksunds. Senni-
legt er að tígramir hafi haft þung-
an hug á Rajiv, vegna afskipta
stjómar hans af borgarastríðinu á
Sri Lanka.
Föstudagur 24. maí 1991 NÝTT HELGÁRBLAÐ — SÍÐA 7
Ástkær systir mín og móðursystir
Geirþrúður J. Ásgeirsdóttir Kúld
hjúkrunarkona
Aflagranda 40
áður Litlagerði 5, Reykjavik
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 23. mai.
Margrét Ásgeirsdóttir
Aðalbjörg Bjömsdóttir