Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 19
/
Bíil, ó bíll,
hvert ekur
þú meö mig?
Það var haft eftir Sigurði Helga-
syni hjá Umferðarráði að það
kostaði að meðaitali um 400
þúsund krónur á ári að reka bíl.
Það var látið fylgja með að fram-
færsla einstaklings á ári kostaði
nú um 470 þúsund.
Og þá er að spyija fyrst: Er sá
meðaltalskostnaður fenginn með
því að draga frá allan kostnað af
því að reka bílaflotann? Spyr sá
sem ekki veit. En hvað um það:
400 þúsund er mikið. Og ef við
höfum það í huga að íslendingar
eiga fleiri bíla en allar aðrar þjóð-
ir í Vestur-Evrópu, þá er það ljóst
að bílakostnaðurinn gerir ekki lit-
ið strik í allan lífskjarareikning.
Ekki að undra þótt fólk sé að
segja, að það hafl ekki ráð á meiru
þótt tvær fyrirvinnur séu í íjöl-
skyldu en það hafði þegar fýrir-
vinnan var ein. Það gleymir þá að
reikna bílinn inn í dæmið. En
hann gleypir náttúrlega mjög
stóran hluta af tekjum annarrar
fyrirvinnunnar. Gleymum því
ekki heldur að það er mjög al-
gengt að tveir bílar séu í fjöl-
skyldu.
Frelsi bílsins
Og er nú mál til þess komið
fyrir löngu að snúa gamalli heim-
spekispumingu upp á þetta höf-
uðhnoss samtímans. Hún gæti þá
hljóðað sem svo: Hvers vegna eru
þeir sém ekki öiga bila ekki ríkari
en þeif sem eiga bíla?
Svari nú hver fyrir sig.
Bílar eru vitanlega merkileg-
ustu tæki. Þeir eru hið sanna tákn
og ímynd ffelsisins: Þú getur sest
upp í þína bifreið og brunað eins
og Þór, að sönnu ekki um himin-
hvolfm, en um allar trissur aðrar
og ræður sjálfur hvenær þú ert á
ferð og hvert er haldið. Enginn
þeirra sem hefur vanið sig á að
segja „blikkbelja“ með mikilli
fyrirlitningu (vel á minnst: hvers
eiga kýmar að gjalda?) ætti að
gleyma einmitt þessu: Bíllinn er
frelsið. Hann er líka vald hinna
valdlausu: vald yfir vegi og
hraða, sönnun á því að þú ert
maður með mönnum.
Böl og þraut
En svo er billinn í vaxandi
mæli að verða að böli og þraut,
því er nú fjandans ver. Hann for-
pestar andnimsloftið. Hann eykur
hávaða. Hann sólundar orku. Og
það sem undarlegast er: hann flýt-
ir ekki lengur fyrir fólki. I stór-
borgum hinna ríkari landa er svo
mikið af bílum, að þegar allir
hoppa upp í sinn bíl og fara í
vinnvma (eða heim úr vinunni) þá
kemst enginn áfram. Allt stendur
fast. Meðalbílstjóri í þýskri borg
eyðir 70% af keyrslunni í borg-
inni sjálfri í það að finna sér bíla-
stæði. Þýskur meðalbílstjóri eyðir
líka einum 65 klukkustundum á
ári í að bíða í umferðarþvögum
þegar ekkert gengur eða rekur.
Þetta hefur það m.a. í for með
sér að meðalhraði bíla sem aka
um Parísarborg er 15 kílómetrar á
klukkstund (hjólríðandi fólk
kemst greiðar áfram). I Aþenu er
hraðinn kominn niður í sjö kíló-
metra á klukkustund, og þá er al-
veg eins gott að labba.
Ekki er von á góðu
Menn eru nú að ranka við sér
og átta sig á því að umferðarstefn-
an hefur verið röng. Allt hefur
þjónað þeim tilgangi að allir
kæmust allt á sínum einkabíl. Al-
menningssamgöngum hefur
hnignað að sama skapi. Og ef svo
heldur áfram sem horfir, þá er von
á meiri hrellingum. Loftmengun
frá bílum i þettbýlum löndum
Evrópu mun aukast um 75% ffam
að árinu 2010 og það er meira en
fólk fær þolað. Umferð í Þýska-
landi mun aukast um 40% ffarn til
aldamóta, og kemur þar mjög til
stóraukin keyrsla með vaming út
og suður um hagvaxtarins Evr-
ópu. Það er meira en veganetið
þolir, hve miklu af peningum sem
menn annars kjósa að demba í
það.
Bflahöfðingjar
iðrast
Og því bregður nú svo við, að
það drífa yfir þá sem áhuga hafa
skýrslur sem eru afar gagnrýnar á
bílapólitíkina. Bílamir em að
eyðileggja borgir okkar og þeir
em um margt afar óheppilegt
samgöngutæki, segir í einni
skýrslu. Og það er ekki einhver
græningjahópur sem tekur saman
slíkt skjal, heldur FIAT, einhver
stærsti bílaffamleiðandi heims.
FIAT kemst að þeirri niður-
stöðu að það verði að snúa við
blaði. Það verði að takmarka að-
Arni
Bergmann
gang einkabílsins að miðborgum.
Það verði að stórbæta almenn-
ingssamgöngur. Og FIAT er ekki
með neina sérvisku: sömu viðhorf
hafa komið ffam hjá forstjóra
Volvo, Gyllenhammer, forstjóra
Renault í Frakklandi og forstjóra
Volkswagenverksmiðjanna í
Þýskalandi. Þetta em óvitlausir
menn og vita að þeir verða að
fylgjast með. Þeir verða að vera
því reiðubúnir að spurt verði um
öðmvísi farartæki. (Svona karlar
taka í rauninni við nokkmm
nauðsynlegum hugmyndum um
áætlanagerð ffam í tímann, sem
sigldu í strand í skriffæði eins-
flokkskerfisins austurevrópska.)
FIAT er að smíða nýjan díselmót-
or sem mengar minna en aðrar
vélar. Peugot hefur sett sér það
mark að gera sína bíla 20% spar-
neymari en þeir nú em. Renault
hamast sem mest við að smíða
nothæfan rafmagnsbíl.
Aö borga brúsann
Allir búast bíljöframir við því
(og telja það sjálfsagt) að bílanot-
endur verði í vaxandi mæli látnir
borga fyrir það sem umferðin
kostar. Svo hefur ekki verið áður:
það hefur verið of vinsælt í pólit-
ík að gera einkabílinn sem ódýr-
astan, og enn í dag þorir enginn
bandarískur stjómmálamaður að
rétta við helauman fjárhag ríkis-
ins með því að hækka þó ekki
væri nema lítillega bensíngjöld.
En semsagt: menn telja að þessu
komið. Umhverfismálakomissar
Efnahagsbandalagsins (skrýtið að
EB-ráðamenn skuli bera sama tit-
il og ráðherrar í fyrstu stjóm bol-
sevíka eftir byltinguna 1917) -
hann heitir Carlo Ripo di Meana -
boðar nú tillögur um nýja EB-
skatta og gjöld á einkabíla og á
bensín. Peningamir eiga að fara í
það að kosta róttæka breytingu á
umferðarkerfi Evrópu um leið og
bíleigendur verða látnir borga
meira fyrir mengunina sem þeir
valda. Di Meana segir:
„Því verður ekki með nokkm
móti haldið fram að bílanotendur
borgi það verð sem samvarar af-
leiðingum bílaumferðar fyrir um-
hverfið."
Slagur stendur
sem hæst
En þar með er ekki sagt að
hugmyndir umhverfiskommiss-
arsins nái fram að ganga. Um alla
Evrópu er staðið í stórffam-
kvæmdum eða lagt á ráð um slík-
ar - sem munu allar auka umferð
að miklum mun. Hér má til nefna
göng undir Ermarsund, hina um-
deildu brú yfir Eyrarsund, ný
jarðgöng undir fjallaskörðin í
Sviss og nú síðast er viðruð ítölsk
hugmynd um beint samband Sik-
ileyjar við meginlandið. Og það
er ekki neinn skortur á reikni-
meisturum sem „sanna“ að hver
framvkæmd um sig sé góð og
verði til blessunar, giftum sem
einhleypum, og lyfti hagvextin-
um margræmda, sem enginn fæst
enn til að reikna út á heiðarlegan
hátt: með öllum áföllnum kosm-
aði.
Jón Thor Haraldsson:
Kominn væri nú ef koma hygði
Mörlandinn, með öllu sínu tóm-
læti, hefur löngum hjátrúarfullur
verið. Kirkjan, að því er ætla
mætti mettuð af „andatrú" og öðru
álíka kukli, hefur verið borin þeim
sökum að „svíða vængi við djöf-
uls dyr“ og „draugæra kristinna
safnað".
Og það er gripið til margvísleg-
ustu ráða. „Hundrað sannanir fyrir
framhaldslífi“ hefur mér jafnan
þótt einhverbjálfalegasti bókartitill
allra tíma; ein væri nóg, ef bara
stæðist.
- Hafa menn annars nokkum
tíma út í það hugsað, hvaða afleið-
ingar það hefði, ef virkilega tækist
að færa sönnur á framhaldslíf? Ég
tala nú ekki um, ef eitthvað reynd-
ist hæft í „Karma-lögmálinu“
blessuðu.
Tilraunastarfsemin er raunar al-
gömul orðin, ef marka má Jóms-
víkinga sögu. Orrustunni í Hjör-
ungavogi lýkur með fullum sigri
Hákonar jarls, og Jómsvikingar eru
drepnir hver af öðrum, „höggnir úr
streng" sem hefur verið nánast
færiband þeirra tíma:
Síðan er leiddur til höggs hinn
sjöundi maður, og spyr Þorkell
hann, hversu gott hann hygði til
dauðans. „Eg hygg allgott," sagði
hann, „og þykir mér vel til bera, en
það vilda eg, að þú veittir mér, að
þú hyggir sem skjótast af mér höf-
uðið, en eg hélda á einum tygilkn-
ífi, því að vér Jómsvíkingar höfum
oft rætt um það, hvort maður vissi
nokkuð, þá er af færi höfuðið, ef
maður væri sem skjótast höggvinn.
Og nú skal það til marks, að ég
mun fram vísa knífinum, ef ég veit
nokkuð frá mér, ellegar mun hann
falla þegar niður úr hendi mér, en
þú lát það eigi av skorta, er þú skalt
að vinna, að þú högg höfuðið svo
skjótt af mér, að það megi reynt
víða fyrir þá sök .“ Og nú höggur
Þorkell svo, að þegar fauk höfuðið
af bolnum, en loiifurinn féll á jörð
niður, sem líklegt var.
„Sem líklegt var“ stendur þar.
Ekki er núvíst, að allir fallist á það,
en þegar ég renndi yfir þessa fomu
frásögn nýlega, riíjaðist upp fýrir
mér annað atvik öllu nýrra. Það
hefur trúlega verið á öndverðum
sjötta áratug aldarinnar, að haldinn
var í útvarpi umræðufundur um
meint „framhaldslíf1. Þá skýrði
Hákon Bjamason, skógræktar-
stjóri, ffáþvi, að hann hefði í fómm
sinum bréf, gott ef ekki innsiglað,
frá Stephani G. Stephanssyni, sem
þá heftir verið dáinn eitthvað á
þriðja áratug. Stephan hafði, minn-
ir mig, sagst mundu eftir dauða
sinn koma ffarn á miðilsfundi, væri
þess nokkur kostur. I bréfinu stæði
skrifað, hvað Stephan ætlaði að
segja, og sanna þar með „líf‘ sitt
„bak við“ dauðann, ef svo má að
orði komast.
Trúlegast þykir mér, að Hákon
hafi fengið bréfið frá föður sínum,
Agúst H. Bjamasyni, prófessor, en
þeir Stephan vom vinir. Því er
skemmt frá að segja, að til Steph-
ans hafði ekki heyrzt „stuna né
hósti" að handan. Muni ég rétt, og
það er orðið anzi langt um liðið,
varð fátt um svör hjá „andatrúuð-
um“. Þeir sögðu eitthvað á þá leið,
að það væri svo sem enginn kom-
inn til með að segja að Stephan G.
væri „interessaður“ lengur!
Og nú langar mig til að spyija:
Er ekki kominn tími til að birta
þetta bréf, sem mér þykir sennileg-
ast að einhver af niðjum Hákonar
Bjamasonar varðveiti? Ekki er
bréfasafn skáldsins fullfrágengið
meðan það vantar. - Og varla von
til þess lengur, að skáldinu skjóti í
bráð upp á einhverri miðilssam-
komunni. Verður ekki að gera ráð
fýrir þvi, með orðum Völsunga-
kviðu hinnar fomu, að Kominn
væri nú/ ef koma hygði...?
Föstudagur 24.maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19