Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 25
Safnaradagur í Kolaportinu: Viltu skoöa frímerkjasafnið mitt? Hinir ýmsu safnarar víðsveg- ar að af landinu munu koma sam- an í Kolaportinu á sunnudaginn og sýna þar söfn sín og gefst borgarbúum þar einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þessa sér- kennilegu tómstundaiðju. Kolaportið efhir til safnara- dagsins í samvinnu við hin ýmsu safnarafélög og einstaka safiiara, og erþetta sennilega í fyrsta skipti sem efht er til svo viðamikils við- burðar þar sem safnarar á öllum sviðum geta komið saman til að sýna, selja, kaupa og skiptast á hinum fjölbreyttustu hlutum. Félög myntsafnara og frí- merkjasafhara hafa stærstan hóp félagsmanna og skipta þeir hundr- uðum, en aðrir safharar skipta einnig hundruðum ef ekki þús- undum og söfhunarflokkar eru vissulega fjölbreyttir. Söfnun póstkorta og spila er algeng, en á safharaskrá, sem hefur verið gefm út, má finna fólk sem safnar hin- um skemmtilegustu hlutum og má þar nefha t.d. eldspýtustokka, merkta penna, merkt glös, serv- iettur, lyklakippur, höfuðfot, nafnspjöld, golfkúlur, teskeiðar, barmmerki, kaffikönnur og glans- myndir svo eitthvað sé nefnt. Þjóðviljinn hafði samband við þrjá safhara: Þorstein Pálsson, Höllu Jökulsdóttur og Margréti Sveinsdóttur sem öll ætla sér að taka þátt í safnaradeginum. Þorsteinn, sem lengi hefur haft þetta að tómstundaiðju, sagð- ist aðallega safna barmmerkjum og einkennismerkjum og lítur að- Þorsteinn Pálsson hefur safnað ( mörg ár og á meöal annars barmmerki frá þv( um 1940. Mynd: Kristinn. Margrét Sveinsdóttir og dóttir hennar eru miklir safnarar og hér gefurað líta hluta afsafninu. Mynd: Jim Smart. eins við íslenskum merkjum. Barmmerkin eru allt frá því um 1940. Safnið hans er orðið nokk- uð stórt eða um 1600 merki. Þetta eru merki frá iþróttafélögum, stéttafélögum og hinum ýmsu fé- lögum. Gullmerkin sem Þorsteinn kaupir í safnið sitt kosta um 8- 10.000 krónur. „Maður byrjaði upphaflega að henda þessum merkjum í einhveija dollu og svo ákvað ég að raða þessu upp,“ sagði Þorsteinn. Halla, sem er bóndi og hús- móðir úr Húnavatnssýslu er með hvorki meira né minna en tólf söfn á heimilinu. Hún safhar glös- um og könnum einungis merktum áfengi og bjór. Halla hefur safnað í um fjögur ár og segist hafa mjög gaman af þessu. Hún segist ekki kaupa mikið af glösum og könn- um því sér sé aðallega gefið þetta. „Margir stela svona glösum af veitingahúsum, en það geri ég aldrei," sagði Halla. „Oftast fer ég til þjónanna og kynni mig sem safhara og fæ þá oft gefins glös.“ Margrét, safnari úr Kópavog- inum, er ekki sú eina á heimilinu sem er safnari því ellefu ára göm- ul dóttir hennar og níu ára gamall sonur eru á kafi í þessu líka. Mar- grét segir að þau safhi aðallega spilum, servíettum, skeiðum, pennum, barmmerkjum og kveikjurum svo eitthvað sé nefht. “Ég byijaði sennilega á þessu fyr- ir átta árum,“ sagði Margrét. „Ég þekkti stúlku sem safnaði spilum og mér fannst þetta mjög vitlaust, en svo gaf hún mér nokkur sýnis- hom og það varð til þess að kveikja í mér.“ Kolaportið verður endur- skipulagt fyrir safnaradaginn svo að sem flestir safnarar geti fengið pláss við sitt hæfi, og stefnt er að þvi að hafa aðstöðu fyrir tæplega tvö hundruð safnara. Þama verða ungir krakkar sem nýbyijaðir em að safna og þeir sem lengur hafa stundað þessa iðju. Það verður því margt um manninn í Kolaportinu á sunnudaginn og eiga menn lík- lega eftir að sjá þar hina ólikleg- ustu hluti. -kmh ______________MINNING____________ Stefán Þ. Sigurjónsson Fæddur25.2. 1910-Dáinn 16.5. 1991 Faðir minn Stefán Þorsteinn Siguijónson andaðist á Borgar- spítalanum þann 16. maí á áttug- asta og öðm aldursári. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða í allmörg ár, meðal annars blóð- leysi. Þurfti hann á fárra vikna fresti að fara á sjúkrahúsið í blóð- gjöf. Var það í slíkri fór, að hann fékk lungnabólgu og lést. Þessar ferðir hans á spítalann vom orðnar mikilvægur þáttur í lífi hans. Bæði var það vonin um betri heilsu en einnig sú um- hyggja og vinátta sem honum var þar sýnd. Talaði hann ofl um dís- imar sínar og átti þá við tvær hjúkmnarkonur sem vom honum einkar innan handar. Á síðustu ferð hans á spítal- ann virtist eitthvað gefa sig. Ef til vill var það viljinn til að lifa leng- ur. Fyrir utan glugga hans heima var garðurinn að vakna til lífsins og beið eftir vorverkum garð- yrkjumannsins sem lá máttlítill í rúminu fyrir innan. Gamall gróð- ur verður að víkja fyrir nýjum, hans tími var liðinn. Hann fæddist að Hólakoti á Reykjaströnd sonur Sigurjóns Jónassonar bónda og Margrétar Stefánsdóttur konu hans. Seinna fluttu þau að Skefilstöðum á Skaga. Hann fór ungur að heiman og vann við ýmis störf til sjós og lands. Síðustu 29 ár starfsævi sinnar vann hann hjá Tollstjóra- embættinu í Reykjavík en auk þess stundaði hann garðyrkjustörf sem vom honum mjög hugleikin. Árið 1938 kvæntist hann móður minni Auðbjörgu Jóns- dóttur ffá Valadal í Skagafirði en hún lifir mann sinn. Þau eignuðst þrjú böm. Hann reyndist henni traustur og góður eiginmaður og okkur bömin studdi hann af ráði og dáð. Þótt skólaganga hans væri ekki löng, var hann mjög vel að sér um margt. Hann las mikið, kunni ógrynni af ljóðum og stök- um og var vel hagmæltur. Faðir minn var á margan hátt einstakur maður. Hann var mjög verklaginn og féli honum aldrei verk úr hendi meðan heilsan ent- ist. Því var það honum mikil raun að geta ekki starfað við áhugamál sín síðustu árin. En von hans um bata var sterk. Eitt sinn heyrði hann útvarpfrétt um nýtt lyf við beinþynningu, sem reynst hafði vel í erlendum tilraunum. Bein- þynning hafði leikið hann grátt, og fór hann nú að afla sér upplýs- inga um lyfið, þótt veikburða væri. Lét hann sig ekki fyrr en hann fékk að nota lyfið. Það reyndist honum vel, dró úr sam- falli hryggjaliða og linaði þannig þjáningar hans. Tilfinningar sonar til föður em ekki auðskildar. Um margra ára skeið dvaldi ég fjarri föður- húsum. Eftir að heilsu hans tók að hraka var ég oft gripinn sterkri heimþrá, fannst sem ég þyrfti að reynast honum betri sonur. Slíkar tilfinningar vekur söknuðurinn upp. Að leiðarlokum þakka ég honum fyrir alla hans hjálp og fómfysi. Blessuð sé minning hans. Sigurjón B. Stefánsson Föstudagur 24. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.