Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 22
Samræmt
bremsuleysi
I æsku þráði ég stundum
stórborgarlíf sjónvarpsins: Tok-
íó, París, Nefjork og félagar
dældu endalausri fólksmergð í
sín 100-földu Austurstræti á
skerminum á meðan mannlausar
Reykjavíkurgötur sváfu fyrir ut-
an gluggann og vöktu söknuð og
tómleika. Mannhafíð á skjánum
heillaði og skelfdi í senn. Fá-
sinni Reykjavíkur fyllti mig hins
vegar stundum leiðindum.
Mannfjölda hafði maður svo
sem á kvikmyndasýningum,
landsleikjum og 17. júní, en lífs-
mark hvunndagins í miðbænum
þar sem það var helst að finna,
minnti á viðleitni gaslauss
kveikjara sem heldur ekki log-
anum.
En hvað heför breyst á þess-
um tuttugu árum? Mannlíf hefur
lítið aukist á götum Reykjavík-
ur, en bílaumferðin heför sótt
svo í sig veðrið að ekki er lengur
til sá tími sólarhringsins að ekki
sé trafflk á stærri götum borgar-
innar. Og hin áður fáfömustu
sund eru stífluð á annatímum.
Dauðu tímar dagsins eins og
kvöldmatarleytið eru mettaðir
stanslausrí trafíik á meðan ekki
sést hræða á göngu. Þetta getur
stundum vakið þá einkennilegu
tilfinningu að bílamir séu óháðir
mannlífinu, æði sjálfstýrðir um
götumar á meðan fólk matast.
Bílmennignin í Reykjavík er
tvær hrollvekjur: Önnur er sú
staðreynd að allt tal um hreint
loft á Islandi á ekki lengur við
um höfuðstaðinn. Loftið í
Reykjavík er einfaldlega óhreint
af bílamengun. Þessu mótmælir
enginn, en samt virðist fólk ekki
kippa sér upp við þessa óþolandi
staðreynd sem það hefur stöðugt
í vitunum.
Hin hrollvekjan er þessi stig-
vaxandi fólska sem fylgir bíl-
ismanum, mddaskapurinn, yfir-
gangurinn og mannfyrirlitningin
sem bílmenningin spýr af sama
krafti í mannlífið og óloftinu úr
púströrunum. Lýsandi dæmi um
þetta er ástandið í göngugötu-
hluta Austurstrætis. Þar er ekki
þverfótandi lengur fyrir bílum
sem lagt er þvers og kmss um
götuna og torgið og koma á vað-
andi siglingu þegar minnst varir
úr hvaða átt sem er án þes að
virðast skeyta um hvort einhver
geti orðið fýrir þeim.
Algeng sjón í úthverfum fyr-
ir utan einbýlishús þar sem ann-
að hvort býr velmegandi fólk
eða fólk sem er óhrætt við að
drakkna í skuldasúpu, er þrír til
fjórir heimilisbílar, einn jeppi til
gróðurskemmda í óbyggðum,
einn glæsivagn, einn smábíll á
meðalverði og ein dmsla til að
grauta í og renna hljóðkútslausri
um hverfið.
Þegar hófleysi hefúr fest ræt-
ur fæða öfgamar af sér andstæð-
ur sínar. Þannig snemst meintir
óhollir lifnaðarhættir á áttunda
áratugnum, hreyfingarleysi og
ofát upp í svokallaða heilsurækt-
arbyltingu sem í stað þess að
leiða til hollra lifnaðarhátta
leiddist inn á brautir taumlausrar
vöðvadýrkunar og endar í neyslu
hormónalyfja. Þá em hamborg-
arinn og sjónvarpsstóllinn skárri
eða hvað? Nokkuð samrýmanleg
við þetta er sú tilhneiging að
væna andmælendur óhófsins
sjálfkrafa um andstæðar öfgar:
Sá sem andæfir öfgum bílismans
uppsker aðeins eitt fyrir utan
axlaypptingar og heimskuglott:
Hann er vændur um að vilja
hverfa aftur í „fomeskju“, af-
neita vélmenningunni og beija
höfðinu við steininn. Hann sætti
sig ekki við framfarir. Hann vilji
að allir séu á reiðhjólum eins og
í Kína. Hann sé afdankaður
hippi eða kommúnisti. Hvemig
vogar hann sér að andæfa hag-
vextinum.
Af þeim sökum ætla ég að
varpa fram einni hugsýn út í
tómið: Reynum að sjá fyrir okk-
ur Reykjavík þar sem hvergi
væri meira en einn bíl á hvert
heimili og hver bíll væri aðeins
notaður tvöfalt meira en þörf er
á. Við þyrftum ekki að spyrja að
hreina loftinu og enginn hefði
heyrt þá föllyrðingu að gatna-
kerfið þyldi ekki lengur umferð-
arþungann í borginni.
Hagsmunir
listamanna í húfi
Jóhanna S. Einarsdóttir er
ffamkvæmdastjóri Samtaka ís-
lenskra myndlistarmanna (S.Í.M.)
og heför sinnt þvi starfi í fjögur ár.
Þjóðviljinn hafði tal af henni
vegna þings S.Í.M. sem hefst í
dag, kl. 10:00.
Hversu Jjölmenn eru samtök
myndlistarmanna og i hverju er
starfþitt fólgið?
í samtökunum em 290 manns
og að þeim standa félög eins og
Félag íslenskra myndlistarmanna,
Myndhöggvarafélagið, Textílfé-
lagið, Graflkfélagið, Leirlistafé-
lagið og Islensk grafik. Það má í
stuttu máli segja að þessi samtök
hafi vaxið með hveijum sigri sum
unnist hefúr. I því sambandi vil ég
nefha Starfslaunasjóð myndlistar-
manna. Hann fæst við innheimtu á
fýlgiréttargjöldum og sölu list-
muna á listmunauppboðum.
Rekstur skrifstofú F.Í.M. er meðal
annars fólginn í að halda utan um
þennan starfslaunasjóð, innheimta
þessi fýlgiréttargjöld, koma þeim
á ífamfæri til myndlistarmanna
eða til erfingja að þeim látnum.
Nýverið er Listskreytingasjóður
ríkisins kominn inn á skrifstofú
F.Í.M. og rekstur hans fer nú ffam
þar. Þar að auki sinnir skrifstofa
F.I.M. almennri þjónustu við fé-
lagsmenn og alla aðra sem láta sig
myndlist einhveiju varða.
Hvað viltu segja okkur um
þetta myndlistarþing?
Til þingsins er boðið öllum
myndlistarmönnum og öllum öðr-
um sem Iáta sig myndlist ein-
hveiju varða, t.d. ráðuneytisfólki,
starfsmönnum safha, fólki sem
höndlar með myndlist og jafhvel
útgefendum. Einnig mætti telja
skólastjóra, myndlistarkennara og
fjölmiðlafólk. Þetta er kjörið tæki-
færi til að vekja fólk til umhugs-
unar. Þetta er fjórða myndlistar-
þingið sem S.I.M. stendur fýrir.
Það sem er efst á baugi þessa dag-
ana, og heför reyndar verið undan-
farin ár, það er höfúndarréttur í
myndlist. Hann fléttast inn I flest
hagsmunamál myndlistarmanna.
Á þeim tíma sem liðrnn er ffá
síðasta myndlistarþingi hefúr ým-
islegt þokast áffam í hagsmuna-
málum myndlistarmanna þó að
margt sé enn ógert. í stað þess að
einbeita okkur að einu meginþema
höföm við sett fjögur viðfangsefoi
á dagskrá að þessu sinni. Það er í
fýrsta lagi myndstef og myndlist-
arréttur sem varðar myndhöfúnda-
sjóð sem S.I.M. stofnaði í vetur
ásamt ljósmyndurum og teiknur-
um sem hyggjast standa vörð um
hagsmuni sína í ffamtíðinni. Ætl-
unin er að taka á myndlistarrétti.
Þegar útgáfofýrirtæki, blöð og
tímarit, nota myndefoi er það oft
gert án samráðs við höfúnda, en
Myndstef (eins og við emm farin
að kalla þennan myndhöfúnda-
sjóð) hyggst reyna að ná samning-
um við þessa aðila. Fyrir það á
auðvitað að koma greiðsla eins og
önnur höfondarverk.
Á þinginu verður fjallað um
nýtt hlutverk starfslaunasjóðs I
ljósi nýrra laga um listamanna-
laun. Eftir að ný lög um lista-
mannalaun tóku gildi nú í vetur
mega myndlistarmenn una nokk-
uð vel við sinn hag. Innheimta á
fýlgiréttargjöldum var til þess ætl-
uð ffá upphafi að myndlistarmenn
nytu þess þegar verið væri að
höndla með myndlist. Þeir eiga að
fá sinn fýlgirétt til baka, en við
klípum 1,5 % af og leggjum það í
sjóð sem heitir starfslaunasjóður.
Það á að úthluta starfslaunum úr
honum. Það var tilgangurinn með
stofoun sjóðsins. Eftir að nýju lög-
in um listamannalaun tóku gildi
hefúr hins vegar vaknað sú spum-
ing hvort þessi sjóður nýtist ekki
betur á einhvem annan hátt.
Myndlistarmenn eru þekktir
fyrir að vera erfiðir viðurskiptis,
uppstökkir og tilftnningaríkir.
Hvemig líkar þér að vinna fyrir
þá?
Það er ofsalega skemmtilegt,
en það getur líka verið erfitt. Þetta
er fólk sem er fýrst og ffemst að
reyna að vera myndlistarmenn,
vera skapandi. Það tekur svo mik-
inn toll af þeim að þeir hafa ekki
mikla orku til félagsmála. Mjög
margir, ef ekki flestir, em I tvö-
faldri vinnu. Það em einungis
sárafáir sem lifa á myndlistinni.
-kj
Sýning Sólveigar
Fyrsta einkasýning Sólveigar
Eggertsdóttur stendur yfir í Gall-
eriinu á Skólavörðustíg 4a. Sýn-
ingin er opin alla daga kl. 14:00 -
18:00 og henni lýkur 30. maí. Sól-
veig notar m.a. bývax, sem er nátt-
úrulegt efni, og sót. Hún sótar
glerplötu, teiknar á hana með loga,
og festir myndina síðan með bý-
vaxi því að þó að sótið hafi við-
loðun þá er ekkert sem heldur
myndinni fastri.
Eins og sjá má á sýningu Sól-
veigar geför bývaxið möguleika á
því að fára ýmislega með birtu.
Við litum inn og fengum hjá
henni texta sem kannski má kall-
ast eins konar stef við sýninguna
og fær að fljóta með hér:
Útúrdúr ffá ferlinu
- ffá upphafi til enda
- ffá vöggu til grafar
I - Notagildi hluta varir ekki
að eilífú
II - Þegar hlutir hafa þjónað
tilgangi sínum má gefa formi
þeirra nýja merkingu; efoi þeirra
má tengja öðmm efoum og form
og efoi hefor öðlast nýjan tilgang
III - Að nýta leifar af borði
neyslusamfélagsins, án þess að
um markvissa endurvinnslu sé að
ræða tmflar ferlið - stöðvar eyð-
ingu hlutanna. Um stund
IV - Því einfaldari sem hlutur-
inn er, þeim mun meira verður
gildi efnisins.
V-VI - Að kveikja líf með
efoum sem koma hvert öðra á
óvart - era andstæður - skapar
spennu.
VII - Það sem áður var hluti
af vél verður hluti af myndverki.
Maður og vél
Maður og myndverk.
kj
Sólveig Eggertsdóttir á fyrstu einkasýningu sinni. - Mynd: Kristinn.
22.StoA — NÝTT HELGARBL^Ð FösJijdagur^.jpaí ^91
'fifl lÞ'fyf rjtrr, >S >i ({feíbjij'.-r)