Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 16
Kveðja /7 Maja: Seinasta prófið og ég þarf bara að muna: Hvemig myndast ský og regndrop- ar? ÆNSNAPRIKW . ■'iv ■ | ,■ ■ - . 1 \ " ■ ' 1 1| r , M Kæru krakkar! Ósköp er gott, þegar vorið er komið , og skólastarfi vetrarins að Ijúka. Ég vona að ykkur hafi gengið vel í prófum og veturinn kennt ykkur eitthvað nýtt og gagnlegt. Og einmitt núna eru lömbin að fæðast og fugl- arnir famir að stunda hreiðurgerð og þá togar sveitin í suma. Ingunn Ásta Sigmundsdóttir er eitt þeirra Reykjavíkurbarna, sem er svo heppin að eiga afa og ömmu í sveit. Hún fer til þeirra á hverju sumri og þekkirjafn vel lífið á landsbyggð- inni og í borginni. Hún sendi Hænsnaprikinu þessa athyglisverðu sögu. Teikningin er eftir hana. Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, 12 ára Sumar í sveit Hildur og Leifur fundu í. sumar andarhreiður með einu eggi. Öndin lá dauð og stirðnuð skammt frá hreiðr- inu. Fyrst vissu þau ekki, hvað þau ættu að gera við eggið. Allt í einu datt þessum 9 ára tvíburum í hug að taka eggið heim. Þá sagði Hildur: „Settu það í húfuna þína svo að unganum verði ekki kalt innan í skurninni." Leif- ur gerði það. Svo byrjaði Hildur að lýsa því fyrir Leifi, hvað þau skyldu gera við eggið og ungann á leiðinni heim. Hún sagði: „Við skulum alltaf eiga hann og við skulum leika okkur með hann, klæða hann í dúkkuföt og láta hann keyra í kassa í bílnum þín- um stóra, manstu sem pabbi gaf þér?“ Þá segir Leifur: Já, ég man eftir bílnum, ég vildi aldrei leika mér með hann, af því það var enginn bílstjóri. En þegar þau komu heim með eggið sagði mamma þeirra þeim, að það væri ekki hægt að loka ungann frá sínu eðlilega umhverfi, en hún sagði þeim líka að kannski væri ung- inn dáinn úr kulda. En það mætti at- huga hvort hann væri dáinn eða ekki. Hún sagði þeim að sækja kassa og hana Dínu hænu, sem var nýbúin að verpa og láta hana liggja á egginu og unga því út. Eftir 5 daga var unginn að reyna að brjótast út úr egginu og börnin gláptu nærri því úr sér augun og voru að springa úr forvitni og vildu helst brjóta eggið fyrir ungann og sjá hann en mamma sagði, að hann mundi verða að gera þetta sjálfur. Allt í einu kom lítið tíst, en hænuungarnir göptu af undrun yfir þessu fóstursystkini og gláptu af forvitni á sundfitin sem voru á milli tánna. 6 vikum síðar fór hænumamma með ungana sína 3 og fósturungann líka út að ganga meðfram læknum, þar sem Hildur og Leifur höfðu funduð andarungann. En hann fór strax að synda. Hann fann á sér að hann gæti það. En þá kom allt í einu rámt garg frá honum. Honum fannst þetta stór- skrýtið, en Dínu hænumömmu brá svo mikið og ungunum líka að þau hlupu í burtu. Daginn eftir fór hún ein að gá að litla andarunganum. Hún sá hann synda einmanalegan og leiðan. Hún gaggaði til hans og hann hljóp til hennar og sagði henni, hvað honum hefði verið kalt. En Dína sagði að hún hefði verið að hugsa um hann alla nóttina og verið hrædd um hann. Þau föðmuðust og héldu saman heim. Símasambandið - Eyja, þetta er Óli Helgi. - Sæll vinur. Hvernig gengur í prófunum? - Ég veit það ekki. Bara ágæt- lega. - Ertu stressaður? - Ekkert voðalega. Maður þarf nú ekkert að vita allt. - Nei, nei. Aðalatriðið er að nota vel, það sem maður veit. - Heyrðu, Eyja? - Já. - Af hverju var þessi maður drep- inn á Indlandi? - Áttu við Rajiv Gandhi? - Já. Af hverju var hann drepinn? - Ég veit það ekki Óli minn. Það er flókið mál. - Var hann vondur.? - Það held ég ekki. Ég held að hann hafi frekar veriö nokkuð góður maður. Hann átti merka konu fyrir móður, Indiru Gandhi. Hún var líka drepin, því miður. - Eru konur líka drepnar? - Já, það kemur fyrir, þó það sé sjaldgæft að stjórnmálakonur öðlist svo mikil völd að það setji þær í lífs- hættu. - Er svona hættulegt að vera stjórnmálamaður? - Nei, nei, ekki dags daglega. En það er hættulegt að hafa mikil völd yf- ir mörgu fólki. Sá sem hefur mikil völd og misbeitir þeim með einhverjum hætti, hann eignast skæða óvini. - En var hann þá svona vondur? - Það er ómögulegt fyrir stjórn- málamann að gera alltaf svo öllum líki.Það eru alltaf einhverjir sem verða útundan og finnst þeir rangind- um beittir. Og Indland er risastórt land, þar sem búa mörg hundruð milj- ónir manna. Margir eru mjög fátækir og réttlausir. Það er geysilega erfitt og varla hægt að stjórna svo stóru landi af réttlæti. - Það var sagt í Sjónvarpinu að það hafi verið stelpa sem færði hon- um blóm með sprengju í. Heldurðu að hún hafi vitað að hún átti að drepa hann? - Nei. Áreiðanlega ekki. Og það er alveg ótrúlega samviskulausir glæpamenn, sem misnota barn með þesum hætti. Það er hrikalegt. - Hún dó líka. - Já, auðvitað dó hún líka. Og reyndar margir fleiri. - Ég ætla ekki að verða stjórn- málamaður, þegar ég er orðinn stór. - Það á nú að vera öllu óhætt á ls- landi, Óli minn. - Ég ætla samt ekki að verða stjórnmálamaður. - Enda nógur tími til stefnu fyrir þig, þó þú skiptir um skoðun seinna. Og farðu bara út í vorblíðuna og leiktu þér. 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.