Þjóðviljinn - 24.05.1991, Blaðsíða 23
Hvernig
spretta
Á nýafstöðnum Músiktilraunum Tónabæjar
skiptust hljómsveitirnar nokkuð markvisst í
þungarokks og poppsveitir. Þó var ein sveit sem
fór algjörlega sjálfstæðar slóðir og kom mörgum
stórlega á óvart þó svo hún næði ekki á úrslita-
pall. Þetta var hljómsveitin „Saktmóðigur“ sem
rekur ættir sínar til Menntaskólans á Laugar-
vatni. Nokkrum vikum eftir keppnina áttu pilt-
arnir Ieið í bæinn og Helgarblaðið mælti sér mót
við þá.
RúRek
Djasshátíð RJkisútvarpsins og
Reykjavíkurborgar heltekur allt
tónlistarlíf í borginni í næstu
viku. Undantekningin eru tón-
leikar í Lídó fimmtudagskvöldið
30. Þá kemur hljómsveitin Sálin
hans Jóns míns fram í fyrsta
skipti í átta mánuði. Mannabreyt-
ingar hafa orðið í sveitinni; Birg-
ir Baldurson trommari og Atli
Örvarsson hljómborðs og tromp-
etleikari hafa gengið til liðs við
Stefán Hilmarsson, Guðmund
Jónsson gítarleikara, Friðrik
Sturluson bassaleikara, og Jens
Hansson saxafónleikara. leikur
mestmegnis gömul lög, en þó
nokkur ný, þ.á.m. lögin „Ábyggi-
lega“ og „Brostið hjarta“ sem
verða á safnplötu Steinars
„Bandalög 4“ sem kemur út í
sumar. Hljómsveitin Fríða Sárs-
auki hitar upp fyrir Sálina, en sú
sveit er m.a. skipuð Andra Clau-
sen leikara sem söng með hippa-
sveitinni Andrew í denn.
byggingu þess og yfírbyggingu.
Við erum rosalega reiðir og pir-
raðir i textunum. Þetta er óljós
pirringur, hann beinist ekki að
neinu ákveðnu en er bara til
staðar.
— Lagið Holræsi Ingólfs vís-
ar þó til pirrings í garð höfuð-
borgarinnar.
- Mikið rétt, það besta sem
hefur gerst í mínu lífi var að ég
fór í nám á Laugarvatni en hékk
ekki í einhveijum menntaskóla í
bænum, segir Karl. I bænum er
allt miklu heftara en í sveitinni.
Það er rosalegur klíkuskapur í
bænum en upp í sveit er allt
frjálsara. Það er engin mótun í
gangi.
— Eitthvað hlýtur þó að hafa
orðið til þess að þið fóruð að
spila þessa óhefluðu tónlist, ein-
hver mótun.
- Við þökkum Skúla Helga-
syni útvarpsmanni fyrir hvert
tónlistaráhugi okkar beindist.
Þættimir hans, Rokk og Ný-
bylgja á Rás 2 eru frumvagga
okkar tónlistaráhuga. Hann
kveikti undir og síðan leituðum
við fyrir okkur annars staðar.
Tónlistinni er fyrst og síðast ætl-
að að veita okkur óhefta útrás.
Við gleymum okkur alveg,
spilagleðin og útrásin skyggir á
alla skynsemi. Þetta var atriði
sem flest önnur bönd á músiktil-
raunum flöskuðu á. Hljómsveit-
imar stóðu bara og spiluðu vel
æft prógramm í sömu spomn-
um. Við stillum ekki einu sinni
gítarana okkar. Tónlistin kemur
beint frá hjartanu! Og með það
sama vom fimmmenningamir
þotnir út í bíl og upp í sveit. Það
mun ekki fara mikið fyrir Sakt-
móðigi í sumar, þeir ætla kann-
ski að hittast og æfa saman um
helgar. En í haust má eiga von á
þeim á tónleikum í bænum.
Hljómsveitin verður þó á safh-
spólunni Snarl 3 sem kemur út í
sumar. Saktmóðigur: nafn sem
áhugamenn um fraumleika og
útrás ættu að leggja á minnið!
16. júní Rokkhátíðin:
Slaughter
Fyrir þá sem ekki þekkja til
spilar hljómsveitin óheflað
frumpönk, beinlínis veitir frum-
krafti mannsins útrás í gegnum
hljóðfærin. Drengimir kynntust
á Laugarvatni, vom að útskrifast
í vor og ég spurði þá fyrst út í
skólalífið.
- Við emm aðalgrínið héma
í sveitinni. Þegar fólk frétti að
við ætluðum í bæinn að spila
misstu margir andlitin þvi þeir
héldu að það sem við vomm að
gera gæti varla flokkast sem
tónlist. Það em bara um 150
nemendur í skólanum svo fé-
lagslífið er ekki margþætt. Við
gáfum fyrst út okkar eigið óháða
tímarit, Logsýmna, sem rann út
í tveimur tölublöðum. Efhið
vom hugleiðingar, ljóð og
ádeila, allt efni sem ekki fékk
inni í skólablaðinu. Við stofhuð-
um hljómsveitina uppúr áramót-
um því við vomm orðnir leiðir á
tímaritinu okkar, fannst við ekki
geta tjáð okkur nógu óhindrað.
Svo var hljómsveitin lika and-
svar við daufu tónlistarlífi í
skólanum, hljómsveitin héma á
staðnum „Hver sagði skál?“ ,
gerði ekki annað en að spila
Honky Tonk Woman. Nei,
Saktmóðigur í
Tónabæ: óhamin
útrás. mynd Björg.
hvaða vitleysa grípur einhver
fram í, Skálin á nokkur ágætis
lög. Já, en það er ekki nóg að
geta tekið gítarsólóa...
Saktmóðigur er kvintett;
Karl söngvari og Þorvaldur
trommari koma úr bænum,
Ragnar gítarleikari kemur úr
Borgarfírðinum og Davíð bassa-
leikari og Svavar gítarleikari
koma úr nágrannasveitum
Laugarvatns.
- Þetta er blanda úr öllum
landshlutum, segja piltamir.
- Textamir virðast skipta
miklu máli, spyr ég.
- Já, oftast em þeir komnir
löngu á undan laginu. Kalli og
Valdi hafa samið langmest fyrir
hljómsveitina en f Logsýrunni
áttum við allir ljóð. Það em
ákveðnir kennarar sem veita
okkur mestan innblástur, sam-
þykkja Valdi og Kalli, þegar
þeir em að messa yfir okkur fer
sköpunin á fleygiferð. Textamir
em ádeila á þetta leiðinlega
þjóðfélag. Við deilum á upp-
Vaggtíðindi
Kvikmynd Óskars Jónasson-
ar, Sódóma Reykjavíkur, er ekki
langt komin í vinnslu, en tónlist
myndarinnar hefur þegar verið
ákveðin. Björk Guðmundsdóttir
og hljómsveitin HAM munu sjá
um tónlistina. Björk gerði tónlist-
ina við stuttmynd Oskars „Sér-
sveitin SSL 25“ og kom þar
skemmtilega á óvart. Ákveðið
hefur verið að gefa tónlistina við
Sódómu út og er væntanlegur til
landsins upptökumaðurinn Roli
Mosiman til að sjá um upptökur á
þeim sex HÁM-lögum sem
myndin mun hafa að geyma. Roli
gerði áður garðinn frægan með
Swans, en hefur í seinni tið séð
um upptökur hjá That Petrol Em-
otion, Young Gods o.fl...
Lítið hefur heyrst frá Nick
Cave garminum eftir að hann gaf
út hina frábæru plötu „The good
son“ 1989. Nú hefur heyrst að
Cave sé í San Paolo, Brasilíu að
hljóðrita lög fyrir nýjustu mynd
Wim Wenders, „Until the end of
the World“...
Tölvukarlamir í Kraftverk
gefa út sína fyrstu plötu í sex ár
innan skamms. Platan heitir „The
mix“ og hefur að geyma endur-
upptökur og hljóðblandanir af ell-
efu gömlum lögum. Hljómsveitin
mun túra um hinn vestræna heim
í sumar.
Eins og allir rokkarar vita
dynur á okkur risavaxin rokkhá-
tíð daginn fýrir þjóðhátíðina.
Hljómsveitimar sem koma og
rokka á Kaplakrika em fjórar,
allar bandarískar nema Thunder
og spila allar mjög álíka tónlist,
eða þungt rokk í fluguvigt, svip-
að „sleaze“ rokk og Guns and
Roses og AC/DC em frægastar
fyrir. í Helgarvaggi dagsins er
réttast að kíkja á Slaughter.
Höfuðpaur sveitarinnar,
Mark Slaughter, syngur og spil-
ar á gítar. Hann og bassaleikar-
inn Dana Stmm vom sálufélag-
ar í Vinnie Vincent Invasion,
hljómsveit Vinnie Vincent sem
einu sinni spilaði á gitar með
Kiss. Vistin hjá Vinnie var
hörmuleg, hann var ráðríkur og
tók endalaut gítarsóló á bleikan
HELGARVAGG
gítar. Svo fór að þeir sögðu sig
úr vistinni, bættu við gítarleikar-
anum Tim Kelly og trommaran-
um Blas Elias og fóm að spila
undir nafninu Slátur. Mark lýsir
tónlistinni svona: Við tökum
góðan skammt af Back in Black
með AC/DC, smá af Hysteria og
Pyromania með Def Leppard,
blöndum útí götufíling Guns
and Roses og smá Zeppelin og
þá er tónlist Slaughter nokkum
veginn komin. „Stick it to ya“
heitir fyrsta og eina plata
Slaughter til þessa, áheyrilegur
gripur, fullur af sólid rokki og
inná milli góðar ballöður. Tvö
lög á plötunni em tileinkuð
föllnum vinstúlkum
HljómsveitinSlaughter; engir sláturkeppir!
en annars
em textamir heföbundnir. Það er
sungið um vondar konur og ást-
ir sem annað hvort ganga upp
eða ekki. Platan kom út í fýrra
og fóm Slátur-drengimir í tón-
leikaferð um allar trissur. Þegar
hljómsveitin var á tónleikaferð
um Evrópu ásamt hljómsveit-
inni Cinderella var þeim ógnað
daglega. Þetta var á tímum
Persaflóastríðsins og nafnið
Slaughter þótti ekki beint við
hæfi á þessum ófriðartímum.
Sveitinni bámst fjöldi sprengju-
hótanna og þótti ráðlegast að
snúa heim eftir tvo tónleika í
London þrátt fyrir mikinn ör-
yggisviðbúnað og sprengju-
þefandi hunda.
Umsjón:
Gunnar L.
Hjálmarsson
„Við emm Ameríkanar sem
emm mikið í fjölmiðlum,“ segir
Dana Stmm, „og við heitum
Slaughter, sem gerir okkur að
góðum skotmörkum.
„Imyndið ykkur bara fyrir-
sagnimar sem við myndum út-
vega hryðjuverkamönnum ef
það tækist að sprengja okkur,“
segir Mark Slaughter. „Við urð-
um að taka þesum hótunum al-
varlega, við gátum ekki stefnt
lífi áhorfenda okkar í hættu.“
Þess má geta að hljómsveitin
er neftid eftir forsprakkanum
Mark Slaughter, og er ekki verið
að ögra neinum. Slaughter koma
frá Las Vegas og em stolt spila-
borgarinnar. Borgarstjórinn Ron
Lurie, lýsti yfir Slaughter- degi
þegar hljómsveitin flúði heim
og aðalgata borgarinnar var
nefnd Slaughter-gata í tilefhi
dagsins. I næstu viku: THUND-
ER.
Föstudagur 24. maí 1991 NÝTT Aai&g