Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 1
í tilefni 20 ára afmælis Fossvogsskóla halda nemendur hans sýningu á verkum sínum um umhverfismál. Nemendur skólans á öllum aldri taka þátt í sýningunni, sem stendur yfir milli kl. 14.00 og 18.00 í dag og á morgun. Á myndinni má sjá átta ára krakka sem hafa unnið verk- efni eftir viðfangsefninu „fuglar". Frá vinstri eru Guðmundur Hreinn Eiríksson, Helga Björk Árna- dóttir, Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir og Inga Hrönn Sveinsdóttir. Mynd: Kristinn. Steingrímur Hermannsson: Afskrifar ekki forsetaembættið Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins afskrifar ekki þann möguleika að hann gefl kost á sér í forsetaembættið á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali sem Þjóðviljinn á við fyrrum forsætisráðherra í dag. Steingrímur segist ekki hafa leitt hugann að því hvort hann gefi kost á sér en segir það myndu fara eftir ýmsu. Til dæmis því hvort Vigdís Finnbogadóttir gefi aftur kost á sér. Hann bendir einnig á óvissu um framvinduna í stjóm- málunum og segir suma telja lík- legt að ríkisstjómin hrökklist fljót- lega frá. „Það væri vitleysa að afskrifa eitthvað slíkt,“ sagði Steingrímur um forsetaembættið en það er ljóst að fari stjómin frá þá ætlar Stein- grímur sér að eiga þátt í eftirleikn- um enda sagði hann í viðtalinu að hann hefði ekkert haft á móti því að leiða nýja félagshyggjustjóm eftir kosningamar og að það hefði tvímælalaust átt að láta reyna á það. -gpm Sjá síðu 9 Hag- stj ómar- tæki fómað Ef gengisskráning ís- lensku krónunnar verður tengd evr- ópsku myntinni er orðið fátt um fína drætti varðandi hag- stjórnartæki i landinu. Nánast einu hagstjórnartækin sem við hefðum enn ráð yflr, eftir að verðlag er orðið meira og minna frjálst, eru vextirnir og launin, sagði Svavar Gestsson þingmað- ur Alþýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann, en eins og fram hefur komið er ríkisstjórnin að láta kanna kosti þess að tengja gengi íslensku krónunnar við evrópsku myntina - ECU. Svavar sagði jafnframt að ekki væri hægt að bera atvinnulíf okkar og nágrannaþjóðanna saman. - Hér er atvinnulífið mun ein- hæfara og við eigum nánast allt okkar undir sjávarafla og sölu sjávarafurða. Það hvemig árar í sjávarútvegi á tvímælalaust að ráða miklu um gengisskráninguna hveiju sinni, sagði Svavar, hjá því verður ekki komist vilji menn við- halda öflugum sjávarútvegi og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði í samtali við blaðið að brýnt væri að efnahagsstjómun- in byggðist á gegnisfestu - að þvi leytinu væri hann fylgjandi því að gengisskráning krónunnar yrði tengd evrópsku myntinni. - En áður en til þess getur komið verða stjómvöld að ná tök- um á því jafnvægisleysi sem ríkt hefur í fjármálum ríkisins um langt skeið, sagði Þórarinn. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagði að margt mælti með því að krónan yrði tengd evrópsku myntinni. - Að sama skapi mælir einnig ýmislegt því í móti, sagði Kristján. Hann benti á að með því að tengja gengisskráningu krónunnar ECU gætu stjómvöld ekki brugðist við óvæntum áfollum í sjávarút- vegi með því að fella krónuna til að auka verðmæti útfluttra sjávar- afurða. Við megum ekki gleyma því að íslenskt efnahagslif á allt sitt komið undir sjávarútveginum. - A hitt verður einnig að líta að með því að tengja krónuna evr- ópsku myntinni er útgerðaraðilum sem öðrum gert að standa við sínar fjárghagslegu skuldbindingar. Það hlýtur jú að reiknast þessari hug- mynd til tekna. - Ég hlýt þó að segja að ég á erfitt með að gera það upp við mig hvort kostimir eða gallamir við þessa hugmynd em fleiri eða færri. Þetta mál verður að skoðast ofan í kjölinn, sagði Kristján. Þórarinn V. Þórarinsson sagði aðspurður um hvort ekki væri óráð að miða gengi krónunnar við evr- ópsku myntina þegar horft væri til óstöðugleika íslensks efnahagslífs, að sveiflumar í hagkerfinu hefðu oft átt rætur að rekja til ákvarðana stjómvalda. - Það er ekki alltaf hægt að kenna aflabresti og verðfalli á sjáv- arafúrðum um ófarimar í efnahags- lífinu. Verðjöfnunarsjóður sjávar- útvegsins hefur að nokkm leyti það hlutverk að bregðast við aflabresti og verðfalli sjávarafurða, og ég get ekki séð annað en að hann eða annað sambærilegt stjómtæki gæti komið í staðinn fyrir það að stjóm- völd séu að krukka í gengið þegar ver árar, sagði Þórarinn. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.