Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 4
A Umsión: Dagur Þorleifsson Eklendar Á að sjónvarpa beint rrá aftöku? FMETIIK Upp er komið í Kaliforniu einkennilegt mál: sjónvarps- stöð í San Fransisco hefur höfðað mál til að fylgja eftir kröfu um að fá að taka upp dauðastrið dauðadæmds fanga og aftökuna sjálfa og sjónvarpa því ömurlega sjónarspili. Krafan er svo byggð á tilvísunum til ákvæða um frelsi fjölmiðla. í Bandadkjunum er dauðarefsing í gildi í sumum fylkjum og öðrum ekki. í ýmsum fylkjum, eins og Kalífomíu, eru menn dæmdir til dauða, en ekki teknir af lifi (síðasta aftakan þar fór ffarn árið 1967) : hefur þetta m.a. verið tengt harðri umræðu um það hvort dauðarefsing sé réttlætanleg yfir höfuð. En á seinni ámm hefúr það verið eitt einkenni „hægrisveiflu" að stuðningsmönnum dasuðarefsingar hefúr heldur fjölgað í Bandaríkj- unum. Eins þótt ekki hafi neinum tekist að sanna að ótti við dauða- refsingu dragi hið múmsta úr herfilegum ofbeldisglæpum. Þvi má nú búast við því að innan tíðar verði dauðadæmdur mað- ur tekinn af lífi í gaskiefanum í San Quentin fangeisinu. Og fjöl- miðlar í Kalífomíu vilja endilega fylgjast með. Fangelsisstjórinn í San Quentin hafði gert ráð fyrir því að 14 fréttamenn mættu vera viðstaddir. mæstu aftöku. Þegar búið var að velja fjölmiðla sem áttu að fá að senda mann á staðinn eins og það heitir, kom babb í bátinn. Sjónvarpsstöðin KQED átti ekki að fá að vera með og mótmælti harðlega. Fangelsisstjórinn svaraði með því að útiloka fféttamenn með öllu. Og nú hefjast klögumál og málaferli að ffumkvæði sjónvarps- stöðvarinnar. Vill stöðin kæra sig inn á aftökustaðinn ef svo mætti segja. Talið er líklegt að fangelsisstjórinn verði að iáta undan, því að unnt er talið að snúa málffelsisákvæðum stjómarskrárinnar hinum ágengu ffétamönnum í vil. Aftökur fara ekki ffam með leynd í Bandarikjunum: blaðamenn hafa fengið að fylgjast með, fyrir utan 12 fúlltrúa almennings. En mönnum hefúr samt þótt það eifiður biti að kyngja að Iáta sjónvarpa beint ffá aftöku. Siíkt atferli minnir á siði fyrri alda: enda var það svo á nítjándu öld að hengingar og aðrar aftökur vom opinber og fjölsótt skemmt- un. Ágætir rithöfundar eins og Dickens, Dostojevskíj og fleiri skrif- uðu eftirminnilegar ádrepur um þessa villimennsku: þeim þótti það ekki síst varhugavert hve vel mannfjöldinn skemmti sér yfir þeim vesaling sem átti að festa upp eða sníða af höfuð með fallöxi. Antony Lewis skrifar grein um Kalifomiumálið í New York Times. Hann er á bandi Dickens og fleiri - hann segir sem svo, að sjónvarpið muni alls ekki koma til skila raunvemleika „opinbers líf- láts“. Sjónvarpið muni gera aftökur að hvunndagsleika og skemmt- un - og þar með gera samfélagið enn harðneskjulegra en það er. ÁB tók saman. Fyrrverandi breska Sómalíland sjálfstætt Ekki hefúr hagur þeirra striðs- og hungurhijáðu Sóm- ala batnað við það að Mo- hamed Siad Barre, einræðis- herra sem stýrði því landi með ógnum og hryðjuverkum í rúma tvo áratugi, var steypt af stóli, en það gerðist fýrir fáeinum mánuðum. Fjand- skapurinn við Barre reyndist eins og búist hafði verið við nokkumveginn það eina, sem sameinaði andstæðinga hans. Nú em þeir roknir í hár saman og skiptast í a.m.k. tvær fylkingar. Önnur þeirra, Sómalska þjóðarhreyfingin (kölluð í daglegu tali SNM, sem er skammstöfún heitis hennar á ensku), heíúr lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í norðurhluta landsins, sem fram til þess er Sómalíland varð sjálfstætt ríki 1960 var bresk nýlenda. Aðrir hlutar landsins voru samtímis ítölsk nýlenda. Hið nýja ríki, segir SNM, heitir Sómalílandslýð- veldið. Annar flokkur, sem hefúr miðhluta landsins, þ.á m. höfúðborgina Mogadishu, að einhverju leyti á sínu valdi, hefúr bmgðist reiður við yfirlýsingu hinna og kall- að hana ómerk orð. Á bak við þessa sundur- skiptingu mun liggja alda- gamall rígur milli ættbálka, auk þess sem skipting lands- ins milli Breta og Itala fyrr á tíð kann að hafa látið eftir sig einhvem mun á menningu. Ofan á þetta fréttist fyrir skömmu af Siad Barre úti í sveit skammt frá höfúðborg- inni, þar sem hann stóð fast á því að hann væri forseti landsins áffarn og myndi ekki af láta fyrr en hann hefði sigrað óvini sína alla. A Friðrik H. Hallsson skrifar ffá Þýskalandi Af spillingarsjóðum Evrópubanda- lagsins og „hækkun í mjólkurhafi“ Fyrir um 15 ámm fjallaði lagaprófessorinn Klaus Tiedmann í fyrsta skipti um viðskiptaglæpi og spillingu í kjölfar niðurgreiðslna til landbúnaðarins og styrkja til ým- issa iðngreina (Subventionskrim- inalitat, Rowohlt 1974). Er „niður- greiðsluglæpastarfsemin" í milli- tíðinni orðin sjálfstæð og allflókin fræðigrein, enda margar matarhol- umar í kerfinu og sumar smugur orðnar að eins konar færiböndum, eins og dæmin sanna. Erfiðast við- fangs er ekki tilviljunarkennd spilling, sem á rætur að rekja til ófyrisjáanlegra tækifæra fyrir gír- ugar og breyskar sálir, heldur hið skipulagða kerfi niður- og fyrir- greiðslna. Tjónið sem Þýskalandi einu stafar af þessari (ofl hálfiög- legu) fjárplógsstarfsemi samsvarar sannanlega einum íslenskum ljár- lögum, en þó trúlega margfaldri þeirri upphæð í raun. Fyrr á árum fóm niðurgreiðslur til ítalskra bænda mjög í taugamar á mönnum hér í landi. Ekki það, að menn yndu fátækum fjallamönnum í Suður-Ítalíu og Sikiley ekki upp- bót fyrir baðmolíuna og glóaldin, sem þeir tíndu af trjánum, heldur hitt, að þessir landbúnaðarstyrkir rýmuðu á leiðinni og gufuðu end- anlega upp í Napólí, þar sem Ca- morra ræður ríkjum. Hokurbúk- skapur sunnar hefur stöðugt orðið stærra vandamál. Nú hafa fiestir sætt sig við þessi viðskipti og reyna að gæta þess eins, að þau blási ekki óþarf- lcga út og að öll upphæðin „týnist“ ekki á leiðinni til viðtakenda. Allir vita þó, að ólífúolían sem verið er að greiða niður er stundum einhver ómerkileg iðnaðarfeiti og stundum bara alls ekki til, en samt cr best að „þegja um en segja um“. Að fordæmi ltala hafa einkum nýju bandalagsþjóðimar reynt að losna við erfiðust vandamál sín með því að gera þau að „evrópsk- um vandamálum“, það er að segja Iáta leysa þau á kostnað bandalags- ins. Varla vom Grikkir búnir að koma sér þægilega fyrir í skrifstof- unum sínum í Brússel, að þeir fóm að beita neitunarvaldi í óskyldum málum til að knýja fram framlög í suðurevrópska „þróunarsjóði". Þar á meðal skyldu byggðar fjórar stór- ar íbúðarblokkir á Peloponnes. Við eftirgrennslan árið 1989 kom í ljós að þrjár höfðu verið byggðar seint og illa en EB-peningamir í þá fjórðu vom gjörsamlega horfnir. Einnig skyldi byggt yfir þá Suður- ítali sem verst urðu úti í jarð- skjálftunum það ár og var veitt stómm upphæðum úr sameiginleg- um EB-sjóðum til starfsins - „skjótt og á óskrifræðislegan hátt“, eins og það heitir. Það kom á dag- inn að vissulega höfðu verið reistar byggingar fyrir þessa upphæð, en þó ekkert íbúðarhús, heldur nýjar og sallafinar herstöðvar fyrir ítalska herinn. Þegar fjallað var nýverið um framlög Evrópubandalagsins til hjálpar sveltandi fólki í Bangla- desh, vegna árlegra fióða, var minnt á nýjustu skýrslu Evrópurík- isendurskoðunarinnar (sem er reyndar fyrir árið 1989). Þar slend- ur að þarlend yfirvöld hafi gert meira úr hungursneyðinni en til- efni var til (t.d. var ástandið í Afr- íku mun alvarlegra) og að einungis þriðjungur EB-fjárins hafi komist til skila til þurfandi íbúa Bangla- desh. Stærstum hluta fjárins var varið til kaupa á gögnum og gæð- um handa lögreglu og her landsins, en cinnig hafi ýmsar opinberar stofnanir náð sér í sneið af kökunni til eigin þarfa. Nýjasta fréttin af spillingar- sjóðum Evrópubandalagsins er mjólkurduftið frá Hamburg, sem var á ferðalagi um Evrópu í sí- breytilegu formi. Ekki nennir þó neinn að hneykslast mikið á mál- inu, enda um mjög „heíðbundið niðurgreiðsluafbrot" að ræða. Þannig var mál með vexti, að austurrikst mjólkursamlag keypti mikið magn af mjólkurdufti sem geymt var í Hamborg. Af nógu var að taka og urðu menn glaðir við að losna við duftið. Samkvæmt regl- um EB ber kaupanda á landbúnað- arvörum að greiða umsamið verð, sem hann fær síðan endurgreitt að hluta úr sjóðum bandalagsins. I þessu tilviki var sú upphæð litlir tíu miljarðar ISK. Voru nú famir nokkur þúsund ferðir með duftið á stórum fiutningabílum eftir yfir- fullum og menguðum hraðbrautun- um til Austurríkis. Þar hefði átt að éta duftið sem fyrst skv. niður- greiðslu-, útfiutnings- og tollaregl- um Evrópubandalagsins. Ekki fannst yfirvöldum neitt grundsamlegt þó mjólkuroffram- leiðandinn Austurríki skyldi kaupa enn meira af offramleiðslu ná- grannaþjðanna; tollvörðum fannst þó ögn kyndugt að með í fiutning- um voru stórir pakkar af músa- gildrum. Það eitt vakti forvitni manna. Málið var kannað og þótti sannað að mjólkurduftið (eða a.m.k. hluti af því) hafi haldið áfram ferðalagi sínu til „ótilglr- einds Austur- evrópulands". Það var strangt tekið brot á ofangreind- um reglum EB, en ...menn voru dauðfegnir að losna við duftið, og létu þar við sitja. Oþreytandi blaðamenn könn- uðu hinsvegar enn betur - og sjá: Austurríska mjólkursamlagið fiutti einnig inn mjólkurdufi frá Pól- landi, sem þó er ekki afiögufært á þessu sviði. Reyndist hér sama þýska duftið aftur komið, en nú ekki lengur sem EB-duft, heldur austur-evrópskt, og þar með EB- skriffinnum óviðkomandi. Þessu dufti var nú breytt í dýra „mjólk“ með því að sulla vatni og feiti sam- an við það. Síðan var það flutt í tankbílum í gegnum þrönga dali Austurríkis til EB-landsins Ítalíu og í mjólkursamlag þar, sem gerði úr mjólkurbrugginu fyrirtaks mjólkurduft á ný, sem fiutt var út - með tilheyrandi „niðurgreiðslu“ — í stórum stíl til mjólkursamlags sem... og svo framvegis. Því skal hér við bætt, að mjólk- urduftið er ekki einu sinni hæft í skepnufóður, enda búið að þvælast jafnvel í nokkur ár um Evrópu, ýmist utan eða innan EB, og í mi- skræsilegu formi. Fyrir framleið- andann og athafnamennina eril- sömu, sem standa að baki þessari verslun með landbúnaðarafurðir, eru endurteknar „niðurgreiðslur", og þar með verðhækkanir duftsins á ferðalagi þess, það eina sem „framleitt" er. Auk þess urðu til sölu- og umboðslaun, eins og í venjulegri verslun. Þessi hækkun dufts „í mjólkurhafi" Evrópu- bandalagsin er ekki einhver reikn- uð upphæð, heldur haldbærir seðl- ar, sem hurfu inn í skattaparadísir, svo sem Lichtenstein og Panama, eða á nafnlausa reikninga í Sviss. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. maí 1991 Síða 4 i cVl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.