Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 11
Minningardagur þeirra sem látist hafa úr alnæmi
Á morgun verður haldin
minningarguðsþjónusta í Lang-
holtskirkju sem Samtök áhuga-
fólks um alnæmisvandann og
Samtökin 78 eiga frumkvæði
að.
Tilefni guðsþjónustunnar,
sem hefst kl. 14, er minningar-
dagur sem á ensku hefur verið
nefndur International AIDS
Candlelight Memorial Day, en í
maí er þeirra minnst um allan
heim sem látist hafa úr alnæmi.
íslendingar minnast þessa dags
nú í þriðja skipti.
Alls hafa 16 íslendingar
greinst með alnæmi, lokastig
sjúkdómsins, og eru 10 þeirra
látnir.
Þeir íslendingar sem smitaðir
eru af eyðniveirunni, HIV, eru
nú um 61 talsins.
Reynir Már Einarsson er
einn þeirra sem greinst
hafa með smit hér á
landi. Hann hefur þurft
að sjá eftir mðrgum vinum og
kunningjum sem hafa orðið
þessum sjúkdómi að bráð. Sjálf-
ur greindist hann með smit fyrir
átta árum, en hann horfir bjart-
sýnisaugum til framtíðarinnar.
„Ég ætla mér að Iifa,“ segir
hann. „Það er mjög erfitt að
horfa upp á vini sína og kunn-
ingja á besta aldri hrynja niður
eins og spilaborgir,“ sagði Reyn-
ir.
Hann sagði að íslensk stjóm-
völd hefðu ekki staðið sig sem
skyldi í baráttunni gegn þessum
sjúkdómi. „Stundum verð ég alveg
öskuillur yfir því hversu lítið er
gert hér á Iandi í þessu máli,“ sagði
Reynir. Hann sagði að það væri
alltaf verið að tala um hversu gott
heilbrigðiskerfið hér á landi væri,
en aftur á móti byði kerfið ekki
upp á neina þjónustu sem styddi
smitaða andlega.
Reynir sagði homma gera sér
fulla grein fyrir því hversu alvar-
legt ástandið væri og hvemig þessi
sjúkdómur gengi fyrir sig. Hann
sagði að vegna mikilla fordóma
sem ríktu í garð þessa sjúkdóms
væri fólk hrætt við að koma fram
og viðurkenna að það sé smitað.
Reynir hefur áður komið fram í
fjölmiðlum og viðurkennt að hann
sé sýktur.
„Mér er orðið alveg sama og
vil fá mina virðingu eins og hver
annar sjúklingur.“
Reynir, sem nýkominn er ftá
London, sagði ástandið hér á landi
í þessum málum vera mjög slæmt.
„I útlöndum er upplýsingar um
þennan sjúkdóm allstaðar að fmna,
en hér láta allir sem þessi sjúk-
dómur sé ekki til.“
Hann sagði að samkvæmt kyn-
sjúkdómalögunum ætti hann að fá
öll sín lyf frítt, en svo væri ekki.
Hér þurfa sýktir að borga öll sín
lyf sjálfir, en erlendis t.d. í London
fengist þetta allt fritt. Reynir held-
ur engri vinnu til lengdar því sjúk-
„Stundum hef ég
lagst upp í rúm og
hágrátið yfir því að
fólk skuli vera að
benda á mig úti á
götu“
dómurinn gerir það að verkum að
hann þreytist fljótt. Þannig reynist
það erfitt fyrir sýkta að borga fyrir
öll þessi lyf.
Reynir sagði að þó svo að þessi
sjúkdómur væri alveg hryllilegur
þá væri það ekki einungis veiran
sem skemmdi, heldur einnig fólkið
I kringum þá sem eru smitaðir.
Hann sagði fólk almennt hafa
ranga hugmynd um sjúkdóminn og
forðast smitað fólk.
„Stundum hef ég lagst uppí
rúm og hágrátið yfir því, að fólk
skuli vera að benda á mig úti á
götu.“ « %
Reynir sagði rofik ekki gera sér
grein fyrir því hversu alvarlegur
þessi sjúkdómur væri. Hann sagði
foreldra almennt ekki gefa bömum
sínum næga kynlífsfræðslu, og svo
þegar kæmi að unglingsárum þá
væri ekki næg vitneskja fyrir hendi
hjá þeim í sambandi við vamir í
kynlífi.
„Foreldrar ættu helst að kaupa
smokka fýrir unglingana og segja
þeim hvemig best sé að varast
smitun,“ sagði Reynir. „Hver ein-
asta fjölskylda í landinu gæti vakn-
að upp við það að einhver í fjöl-
skyldunni greinist jákvæður. Það er
sorglegt hvað fólk passar sig lítið í
sambandi við vamir í kynlífi,“
sagði Reynir.
Hann sagði að lokum að hann
vonaðist til að stjómvöld myndu
vakna og horfast í augu við þetta
mikla vandamál sem eyðni er og
gera eitthvað róttækt í málinu.
Hann sagði að fólk þyrfti að gera
sér grein fyrir því, að viö bemm öll
sameiginlega ábyrgð á þessu
vandamáli. -KMH
„Getgátur um að nokkur hundruð
manns séu smitaðir hér á landi“
orvaldur Kristinsson, for-
maður Samtakanna 78,
sagði að félagið hefði frá því
að sjúkdómsins varð fyrst vart
tekið skýra afstöðu til vandans,
vegna þess að tæp 70% þeirra
sem smitast af ainæmi eru
hommar eða karlmenn sem lifa
kynlífi með öðrum karlmönnum.
Hann sagði að tíðni sjúkdómsins
væri áþekk því sem væri á öðr-
um Norðurlöndum.
„Eins og spámar hljóða hvarfl-
ar stundum að mér að fjórði hver
maður sem ég þekkti meðal
homma á níunda áratugnum verði
látinn um næstu aldamót,“ sagði
Þorvaldur. Hann sagði ástandið
vera mjög alvarlegt og að sumir
sérfræðingar nefndu að um 15
milljónir manna yrðu mögulega
látnir úr alnæmi í heiminum nú um
aldamótin.
Þorvaldur sagði alnæmisstarf
Samtakanna 78 ekki síst hafa snú-
ist um það að reyna að knýja á um
ríkari upplýsingar yfirvalda til
samfélagsins um tilvist sjúkdóms-
ins, smitleiðir og háskann hér á
landi. Ekki síst væri brýnt að skir-
skota eindregið til áhættuhópanna
svokölluðu. Hann sagðist halda að
þorri almennings vissi núna hvem-
ig alnæmi smitast og að sjúkdóm-
urinn sé ekki bráðsmitandi, smit
bærist einungis við blóðblöndun
og kynmök, væru varrúðarráðstaf-
anir ekki við hatðar.
„Vandamálið er að Islendingar
líta almennt svo á að alnæmi sé
ekki veruleiki hér á landi,“ sagði
Þorvaldur. Astæðumar væm m.a.
þær að alnæmi hefði borist nokkru
síðar til íslands en nágrannaland-
anna, og einnig hefði dregið mjög
úr opinberum áróðri í íjölmiðlum
upp á síðkastið, enda íjárveitingar
til forvama skammarlega litlar.
„Það þarf stöðugt að halda for-
vamaráróðri á loft, því að á hveiju
ári eiga nokkur þúsund unglinga
sina fyrstu kynlífsreynslu og þvi er
þörf á stöðugri fræðslu og um-
ræðu.“
Þorvaldur sagðist telja að
hommar gerðu sér núna fulla grein
fyrir því hver hættan væri og hefðu
lært að lifa samkvæmt því. Hann
sagði það ósköp auðvelt að veijast
alnæmi ef menn lærðu að haga sér
samkvæmt einfoldum leikreglum í
kynlífi. Háskinn fælist fyrst og
fremst í þeirri staðreynd að kynlíf
ungs fólks tengist aðallega nætur-
lífi eftir að viman hefúr ruglað
dómgreindina. Þá er eldurinn laus
og litlar vamir við hafðar.
Hann sagði það almennt álitið
að opinberar tölur um fjölda smit-
aðra væru aðeins toppurinn af ís-
jakanum. Sérfræðingar geta sér
þess til að raunverulegur fjöldi
smitaðra sé nokkur hundmð hér á
landi. En sjúkdómurinn hefði til
skamms tíma verið feimnismál, því
í fyrsta lagi smitaðist hann við
kynmök og í öðru lagi tengdist
hann hommum að miklu leyti.
„En þó svo að sjúkdómurinn
hafi verið okkur hommum hörð
reynsla þá hefur hann gert tilvist
samkynhneigðra sýnilega. Það er
engin leið að loka augunum fyrir
þeirri staðreynd að við emm til og
við emm tíundi hluti þjóðfélags-
þegnanna."
Þorvaldur vildi að lokum ítreka
það að þó að umræðan um alnæmi
færi háskalega hljótt á Islandi þessi
misserin, þá ætti sjúkdómurinn eft-
ir að höggva stór skörð, einkum í
hóp unga fólksins.
„Alnæmi er núna algengasta
dánarörsök ungra manna á aldrin-
um 20-40 ára í New York, Los
Angeles og fleiri stórborgum
Bandaríkjanna. Með svona alvar-
legar fréttir fyrir augunum verðum
við að axla ábyrgðina hér á landi,
og þar vil ég ekki síst kalla stjóm-
völd til ábyrgðar.“
-KMH
Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna 78.
Síða 11
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. mal 1991