Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 10
A Umsión: Sif Gunnarsdóttir K¥I1KMTWfíT Sumardagskrá Háskólabíós Hrói Höttur sýnir hvaö (honum býr á tjaldi Regnbgans Bífræfnir bílaþjófar Bíóhöllin Nýliðinn (The Rookie) Leikstjóri: Clint Eastwood Framleiðandi: Howard Kazanjian Aðalleikarar: Clint Eastwood, Charlie Sheen, Raul Julia og Sonia Braga Eg hafði nú dálitlar áhyggjur af því að Eastwood væri búinn að missa of mikið af spaghettivestra sjarmanum til að geta leikið ósigrandi löggu einu sinni enn. En þær áhyggjur voru ástæðulausar, Eastwood gamli stendur alltaf fyrir sínu og ég held að það séu fáir amerískir leikarar sem eru eins vel til þess fallnir að leika hetjur og hann. I Nýliðanum leikur Clint East- wood (eða Klístvúdd eins og sumir kalla hann) löggu í Los Angeles sem eltist við bílaþjófa, en bíla- þjófnaðir eru stór viðskipti í Bandaríkjunum. I byrjun myndar- innar er hann að takast á við einn sérstaklega voldugann og viður- styggilegann bílaþjóf (þjóðverja sem Raul Julia leikur) og í látunum deyr félagi Eastwoods en bófinn sleppur. Löggur mega ekki starfa einar svo að Eastwood verður að fá nýj- an félaga og fær náttúrlega nýliða (Charlie Sheen) sem er ungur uppastrákur, allsendis óvanur lög- reglustörfum og kveif í þokkabót. Nú er skemmst frá því að segja að Eastwood og félagi hans elta bílaþjófinn um þvera og endilanga Los Angeles og eins og lög gera ráð fyrir lenda þeir í ýmsum óvæntum uppákomum. Til dæmis kveikir Sheen í bar og Eastwood er nauðgað. Þeir lenda náttúrlega líka upp á kant við stjórana í lögregl- unni sem vilja ekki samþykkja að- ferðir þeirra félaga til að ná glæpa- mönnunum. Eins og við mátti bú- ast sigra þeir félagar að lokum, verða vinir og segja hvor öðrum brandara. En misskiljið mig ekki, Nýlið- inn er alls ekki leiðinleg þótt við höfum kannski séð hana áður. Clint er óviðjafnanlegur hvort sem hann er að slást eða að skjóta hnyttnum tilsvörum út um vindil- inn. En hann leyfir fleirum en sjálfum sér að njóta sín, Charlie Sheen er ágætur sem gungan sem verður hetja í lokin. Raul Julia er skemmtilegur leikari en hefur útlit- ið á móti sér þegar hann leikur þjóðveija. Sonia Braga leikur ást- konu og félaga Julia og er harðsoð- ið glæpakvendi ef bestu sort. Nýliðinn er hin besta skemmt- un og alveg ómissandi fyrir „Klístvúdd" aðdáendur. sumar býður Háskólabíó kvikmyndahúsagestum upp á margt og mismunandi og ekki eingöngu léttmeti eins og oft vill verða þessa mánuði sem sést til sólar. * Nú er loksins komin hið margumrædda framhald af mynd- inni Chinatown, neíhilega The two Jakes. Eins og áður hefúr verið sagt hér á síðunni þá er það Jack Nicholson sem bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið, Jake Gittes. * Aðalgrín sumarsins í Há- skólabíó er Naked Gun 2' : The smell of fear. Það er Leslie Nielsen sem er aftur á ferðinni i hlutverki hins óborganlega leynilögreglu- manns Frank Drebin. I þetta skipt- ið er hann orðinn umhverfissinni og berst fyrir betri jörð með því að takast á við olíu og kjamorku fyr- irtæki sem ætla að tortíma sólar- orku! Leikstjórinn, David Zucker, er mikill umhverfissinni sjálfur, keyrir um á rafmagnsbíl og notar eingöngu endurunninn pappír. Svo að við megum kannski búast við nokkmm endurunnum bröndumm í spamaðarskyni. * Þýska myndin Die Venusfalle í leikstjóm Robert Van Ackem verður á dagskrá í sumar hjá Há- skólabíó og verður eflaust góð til- breyting fyrir þá sem verða orðnir yfirfullir af amerískum sumar- smellum. Myndin fjallar um lækn- inn Max sem hefúr búið með kær- ustunni sinni i nokkur ár. Hún er hræðilega afbrýðisöm og Max fer ~að hafa áhyggjur af framtíð sinni með henni. A einni af mörgum gönguferðum sínum um borgina lætur hann undan löngun sinni til að leita að hinni fúllkomnu konu og finnur hana... Myriem Roussel, Horst-Giinter Marxs og Sonja Kirchberger leika aðalhlutverkin. * Söngvarinn úr hljómsveitinni Who, Roger DaltTey, leikur aðal- hlutverkið í myndinni Buddy’s song á móti Chesney Hawkes. Þeir leika feðgana Buddy og Terry sem em báðir miklir áhugamenn um rokkmúsík. Pabbinn, Terry, • var einu sinni tónlistarmaður og sonur- inn, Buddy, langar til að verða það. Svo er bara spumingin hvort að Buddy tekst að höndla frægðina með hjálp föður síns. Önnur spum- ing sem eflaust brennur á vömm allra tónlistamnnenda er hvort Daltrey getur leikið jafn vel og hann syngur. * Leikstjórinn Jonathan Demme hefúr snúið sér frá gerð grínmynda eins og Married to the mob, til að gera þryllinn Silence of the lambs eftir skáldsögu Thomas Harris. Þar leikur Jodie Foster starfsmann úr FBI sem er að eltast við andstyggilegan kvennamorð- ingja sem hamflettir stúlkur eftir að hann hefúr drepið þær. Hún fær hjálp frá öðmm geðveikum glæpa- manni, Anthony Hopkins, sem er lokaður inni á hæli. En hún þarf að borga honum fyrir hjálpina á all undarlegan hátt. * Aðal spennumynd sumarsins í Háskólabíó er Delta force 2. Þar segir frá tveimur harðgerðum hetj- um sem em að beijast við suður- amerískan eiturlyfjabarón. Richard Sumardagskrá Regnbogans Fyrir þá sem fara ekkert út í sumar og ætla bara í bíó í staðinn er Regnboginn með nokkra sumarsmelli sem ágætt væri að eyða nokkmm klukkutímum í. * Þá má fyrst nefna grínmynd- ina To much sun sem Robert Downey leikstýrir (og skrifaði reyndar handritið líka), en sonur hans Robert Downey jr. leikur eitt af aðalhlutverkunum. Eric Idle (fyrrum Monty Python meðlimur- inn) og Andre Martin leika systk- ini sem em bæði samkynhneigð. Vegna þessa lenda þau í vandræð- um þegar ríkur faðir þeirra deyr og setur skilyrði í erföaskránni fyrir því að þau verði að eignast bam (upp á gamla góða mátann) ef þau ætla að fá arfinn. Ef ekkert bam er komið undir innan árs þá renna öll auðæfin til kirkjunnar. Það má lík- lega bóka nokkra rúmstokksbrand- ara í þessari ensk- amerísku grín- mynd. * Hin spengilega Jamie Lee Curtis (A fish called Wanda) leikur aðalhlutverkið í myndinni Blue steel sem Regnboginn sýnir á næstunni. Hún Teikur þar nýliðann Megan Tumer í lögreglunni á Manhattan. Það hefur lengi verið draumur hennar að komast í lög- regluna og þess vegna verður hún niðurbrotin þegar henni er sagt upp störfúm vegna mistaka. En það er bara byijunin, í New York hefst röð af óhuggulegum morðum þar sem upphafstafir Megan em skom- ir í líkin. Megan verður að sýna hvað í henni býr og fóma ástaræv- intýri til að ná morðingjanum. Það er óvenjulegt að sjá konu í svona hörkulegu átakahlutverki en það er líka kona sem leikstýrir, Kathryn Bigelow. Hún á líka hálfan heiður af handritinu og hefur sjálf sagt að hana hafi alltaf langað til að gera „aksjón mynd“ um konu. * En það verða ekki bara konur sem sjá um spennuna í Regnbog- anum í sumar, Christopher Walken leikur aðalhlutverkið í nýrri glæpa- mynd sem heitir King of New York. Þar leikur hann hættulegan glæpamann og það er Abel Ferrara sem leikstýrir. * Waiting for the light er ný gamanmynd leikstjórans Christop- her Monger. Þar leika Shirley MacLaine og Teri Garr frænkumar Zenu og Kay sem flytja ásamt bömum Kay frá Chicago til smá- bæjarins Buckley, snemma á sjö- unda áratugnum. Þær koma miklu róti á rólegan bæinn, Zena þykist nefnilega vera sjónhverfingamaður og finnst ekki nóg að hrelia bæjar- búa ein, heldur kennir litlu frænd- systkinum sínum sífellt ógeðfelld- ari brögð. Eins og nærri má geta endar allt með ósköpum og aðeins kraftaverk getur bjargað íjölskyld- unni. * Aðal sumarsmellur Regnbog- ans er kvikmynd Kevin Reynolds um útlagann og hetjuna sígildu Hróa hött. Það er hinn geysivinsæli Kevin Costner sem leikur Hróa, væntanlega af alkunnri snilld. Af öðmm leikurum má til dæmis nefna Morgan Freeman sem leikur austurlenskan vin Hróa, Azeem, Christian Slater sem leikur Will Scarlet og Alan Rickman sem Ieik- ur fógetann í Nottingham, höfuð- óvin Hróa. Mary Elizabeth Mastr- antonio leikur laföi Marion, kon- una sem Hrói elskar og Sean Connery ku koma á tjaldið í nokkr- ar mínútur sem Ríkharður konung- ur. Sem sagt úrvalsleikarar í von- andi úrvalsmynd. * Þeir sem höfðu gaman af frönsku löggunum René og Francois í myndinni Les Ripoux sem var sýnd í Regnboganum í vetur geta glaðst því að þeir félag- ar eru væntanlegir aftur með haust- inu í myndinni Ripoux contra Ri- poux. Þar takast þeir á við enn ósvífnari svindlara en þeir eru sjálfir. Philippe Noiret og Thierry Lhermitte leika aðalhlutverkin. Jaeckel og Chuck Norris leika hetjumar og Billy Drago vonda manninn! Við megum eflaust búast við mörgum byssuhvellum, sprengingum, eltingarleikum og morðum frá leikstjóranum Aaron Norris (einhver ættingi kannski?) * Cher er komin aftur á kreik í mynd Richard Benjamins, Merm- aids. Þar leikur hún dálitið sérstaka einstæða móður sem á erfitt með að vera lengi á sama staðnum. Svo að hún þeytist borg úr borg með dætur sínar tvær. En þegar hún kemur til Eastport Massachusetts verða bæði hún og dóttir hennar ástfangnar (ekki af sama mannin- um) og þá verður að koma í ljós hvort hún geti sest þar að til fram- búðar. Winona Ryder leikur eldri dótturina og Bob Hoskins leikur hinn ólíklega ástmann Cher. Rich- ard Benjamin leikstýrir. * Fyrir þá sem fíluðu Top Gun er von á annari mynd í líkum stil nema í þetta skiptið er aðalhetjan kona leikin af Sean Young. Hún er Silence of the Lambs sem tekin verður til sýningar ( Háskólabíói ( sumar eitilharður flugmaður sem ekkert Jones. David Green leikstýrir þess- fær stöðvað. A móti henni leika um eltingarleik um loftin blá. Nicholas Cage og Tommy Lee ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. maí 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.