Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 15
Vígi í makindum undir borðinu og kötturinn Brandur í glugganum og við að ræða gleði okkar og sorgir í bland við máleíni dagsins. Siðastliðið vor brá skugga yfir alla þessa tilveru þegar bóst varð að Helga var komin með krabba- mein. Auk veikinda hennar þurfti Qölskyldan i desember sl. áð sjá á bak elskulegri móður, tengdamóð- ur og ömmu, Sigríði móður Helgu, sem lést eftir þimga en stutta sjuk- dómslegu og Helga hafði alla tið verið svo natengd og annast svo vel. Helga barðtst hetjulegri bar- áttu við sjúkdóminn með sinni léttu lund og lét aldrei bugast. Það var dýrmæt reynsla að verða vitni að þeim styrk. Sigurgeir annaðist Helgu sina af fádæma umhyggju- semi og natni og vakti yfir nenni dag og nótt siðustu vikurnar. Sömuleiðis önnuðust bömin fjögur móður sína eins og best er hægt að hugsa sér. Þetta eru minningar okkar Önnu, Eyglóar, Snjólaugar og Sig- pinar um elskulega vinkonu okkar. I veikindum hennar hefur vinátta okkar styrkst enn. Saman fylgd- umst við með baráttu hennar. Sam- an lútum við höfði í djúpri sorg en um leið emm við þakklátar fyrir að hafa átt hana að vini. Elsku Sigurgeir, Embla, Sol- veig, Gunnur og Steingrimur, við sendum okkar innilegustu samúð- arkveðjur og megi minningar um yndislega eiginkonu og móður gefa ykkur styrk. Gerður G. Óskarsdóttir ^ENNING Sigrún og Selma í Islensku óperunni í dag kk 14*30 Þetta em fyrstu tónleikar Sig- rúnar Eðvaldsdóttur frá því að hún vann til verðlauna á hinni þekktu Sibeliusar tónlistarkeppni í desem- ber í fyrra. Sigrún varð fyrst íslend- inga til að ná slíkum árangri í jafn erfiðri keppni og hefur vakið mikla athygli. Hún hefur komið fram á fjöl- mörgum tónleikum hérlendis sem erlendis á undanfomum árum og mun ekki ofmælt að hún sé talin einhver efhilegasti, íslenski tónlist- armaður sem fram hefur komið í langan tíma. í kjölfar árangurs síns i Sibeliusarkeppninni hyggst Sigrún leggja höfuðáherslu á einleikinn en áður hefur hún m.a. starfað sem fyrsti fiðluleikari i Miami strengja- kvartettinum og hún var konsert- meistari hljómsveitar Islensku óp- emnnar á sýningum Rigólettó síð- astliðinn vetur. Sigrún kom ffam með sinfóníu- hljómsveitum í bæjunum Vasa og Pori í Finnlandi í april s.l. og lék hún með þeim einleik í fiðlukonsert Mendelsohns á tvennum tónleikum. Selma Guðmundsdóttir hefur á undanfomum árum margsinnis komið fram á tónleikum bæði utan lands og innan, ýmist á einleikstón- leikum, sem einleikari með sinfón- iuhljómsveitum eða á kammertón- leikum. Þær Sigrún hafa ofl leikið saman áður, bæði hér heima og er- lendis, síðast á tónleikum Tónlistar- félagsins í Reykjavík síðasta haust. -kj Mynd- lista- námskeið fyrir börn Innritun dagana: 22. - 31. maí, kl. 14.00 - 17.00 í Tónskóla Eddu Borg, Hólmaseli 4-6. Þar verður námskeiðið jafn- ffamt haldið. Farið verður í keram- ik, málun, blandaða tækni, teikn- ingu o.fl. Leiðbeinendur eru Guð- laug Halldórsdóttir, grafískur hönn- uður, og Helga Jóhannesdóttir, leir- listarkona. Þær hafa báðar veitt bamastarfí forstöðu áður. AUGLÝSINGAR Það em nú senn 17 ár síðan ég kynntist henni Helgu Gunnarsdótt- ur, frænku minm og vinkonu. Leiðir okkar lágu saman í tón- menntakennaradeildinni í Tónlist- arskólanum í Reykjavík, hún sprenglærð á lokaári, - ég lítill busi. Frá fyrstu tíð þótti mér mikið til þessarar ffænku minnar koma. Hún var aðsópsmikil í fasi, talaði jafnan sköralega, var föst fyrir og fylgin sér, söng eins og engill og hló sérkennilegum, dillandi hlátri sem lét engan ósnortinn. Það var aldrei lognmolla í kringum Helgu í Brekku. Gilti þá einu hvort starfs- vettvangur nennar væri við kennslu i Kennaraháskólanum, Tónlistarskólanum eða Leiklistar- skólanum, á fundum í tónmenntar- kennarafélaginu, á bamakóramót- um eða á kóræfíngum - alltaf var áhuginn jafn brennandi og alltaf átti hún jafh auðvelt með að hrifa fólk með sér. Auk þess átti hún stórt hjarta og hús sem rúmaði fjölda vina; stóra og yndislega fjölskyldu, að ógleymdum fjölda ferfættra heimilisvina. Ötullega lét hún félagsmál okkar tónmennta- kennara til sin taka og síðustu árin var hún fulltrúi okkar í samtökum norrænna tónlistar- og tónmennta- kennara, NMPU, og var forseti stjómar félagsins þegar hún lést. Það var einmitt á stjómarfundi í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári, sem hún kenndi sér meins af þeim sjúkdómi sem hefur nú lagt nana að velli. Sá fundur var haldinn til að undirbúa ráðstefnu tónlistar- kennara sem verður á Laugarvatni nú í sumar og er mér til efs að af henni hefði orðið ef ekki hefði komið til eldmóður Helgu og trú á því að við gætum staðið fyrir jafn veglegri raðstefnu og kollegar okkar á hinum Norðurlöndunum. Mikið hlakkaði hún til að takast á við þetta verkefni og mikið átti hún erfitt með að sætta sig við að taka sér fri frá stjórnarstörfum þegar heilsan brást. Síðustu vik- umar, þegar hún var orðin fársjúk, fylgdist hún engu að síður grannt með öllum undirbúninigi, biýndi okkur busana og áminnti okkur um að gleyma nú ekki þessu eða hinu og að sjá til þess að þetta eða hitt yrði nú gert almennilega. Við höfum fylgst með henni berjast hetjulega, full vonar og bjartsýni á að þesum ósköpum færi brátt að linna. Það er sárt til þess að hugsa að hún verði ekki með okkur fram- ar og ósættanlegt gagnvart fjöl- skyldu hennar, eiginmanni og bömum. Þeirra bíður það erfiða hlutskipti að læra að lifa án henn- ar. Eg er þess hinsvegar fullviss að hún á eftir að vera með okkur i anda og úr mínu húsi fvlgir sú bæn að hugur hennar og kjarkur efli okkur hin sem kveðjum hana nú með kærri þökk fyrir allt. Tóta DÓMS OG - KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Námskeiö og próf vegna löggildingar fasteigna- og skipasölu Fyrirhugað er að efna til námskeiðs og prófa vegna iöggilding- ar fasteigna- og skipasala sem hefst í september nk. ef næg þátttaka fæst. Fyrirkomulag námskeiðs og prófa verður þannig: Námskeið Próf I. hluti september - desember 1991 janúar 1992 II. hluti janúar- apríl 1992 maí 1992 III. hluti september - desember 1992 janúar 1993 Kostnaður við að taka þátt í námskeiðinu er nú áætlaður kr. 120 þúsund fyrir hvern námskeiðshluta en verður ákveðinn þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir. Kostnaður við þátttöku í prófi er kr. 15.000. Þeir sem óska eftir að taka þátt í námskeiðinu og/eða gangast undir próf skulu tilkynna það til ritara prófnefndar, Viðars Más Matthíassonar, hæstaréttarlögmanns, Borgartúni 24, 105 Reykjavík, fyrir 15. júní nk. Innritunargjald, kr. 5000, skal fylgja tilkynningu. Gjaldið er endurkræft ef námskeiðið fellur niður eða tilkynnandi fellur frá þátttöku áður en námskeiðið hefst. Nánri upplýsingar veitir dómsmálaráðuneytið, Arnarhvoli, sími 609010. Reykajvík, 23. maí 1991 Prófnefnd löggiltra fasteignasala REYKJAVÍKURHÖFN Umsjónarmaður fasteigna Reykjavíkurhöfn óskar að ráða umsjónarmann fasteigna. Starfið felst í daglegu eftirliti með öllum húseignum Reykjavík- urhafnar, umsjón með nauðsynlegu viðhaldi, rekstri veitu- kerfa, eftirliti með umhverfi og þjónustu við leigjendur. Boðið er uppá góða starfsaðstöðu og fjölbreytilegt starf. Leitað er að áhugasömum manni sem getur starfað sjálfstætt og haft frumkvæði í starfi. Iðnfræðimenntun og einhver tölvu- þekking æskileg. Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Upplýsingar um starfið veit- ir forstöðumaður hafnarþjónustu Reykjavíkurhafnar. Hafnarstjórinn í Reykjavík Frá Háskóla íslands Skrásetning nýrra stúdenta Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla (slands há- skólaárið 1991-1992 ferfram í Nemendaskrá Háskólans dag- ana 3.-14. júní 1991. Umsónareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er 10-12 og 13-16 hvern virkan dag. Einnig verður tekið við beiðnum um skrásetningu nýrra stúd- enta dagana 6.-17. janúar 1992. Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í nám- skeið á komandi haust-og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófskírteini. 2) Skrásetningargjald: kr. 7.770,- Ljósmyndun vegna nem- endaskírteina ferfram í skólanum í september 1991. Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrársetningu, né endur- greidd skrásetningargjöld, eftir 31. ágúst ár hvert. Skráetningargjald vegna nýskrásetningar í janúar er ekki endurgreitt. Fjármálaráðuneytið Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsi á (safirði. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150- 200 rrf að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini stærð, byggingarár- og efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, óskast send eignadeild fjármálaráðuneytins, Arnarhvoli 150, Reykjavík, fyrir 10. júní 1991. Framhaldsskólakennarar Kennara vantar að framhaldsskólanum á Laugum næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Upplýsingar gefur skólameistari í símum 96-43112 og 96- 43113. Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. ma( 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.