Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 14
Helga Gunnarsdóttir tónlistarfræðingur Fædd 15. apríl 1943 - Dáin 16. maí 1991 Nágranni okkar og vinur, Helga Gunnarsdóttir í Brekku er dáin eftir harða baráttu fyrir lifí sínu. Samúð okkar er einlæg með manni hennar og fjórum bömum - eftirlifendum hennar í Brekku. Það er einlæg ósk okkar og von að þeim veitist einhver huggun. Sagt er að timinn lækni sár. En sár skilja eftir sig ör. Helga, Sigurgeir og börnin þeirra fjögur; Steingrímur, Gunnur, Solveig og Embla fluttu heim frá Uppsölum að Brekku við Brekku- stig, vestast í Vesturbænum sumar- ið 1982. Þá vorum við nýlega flutt inn í Framnes, hinum megin við Brekkustiginn. Við minnumst sólbjarts sumar- dags. Stór gámur fyrir framan Brekku, og ljóshærð hjón og ljós- hærð böm að bera búslóð úr gámn- um inn í húsið. Hjá okkur var kær- kominn gestur frá Uppsölum í heimsókn: Þetta eru lektorshjón- in,“ segir gestur okkar Framnesbúa í því hann litur út um eldhúsglugg- ann, og heldur áfram: „Komiði út, ég ætla að kynna ykkur fyrir Helgu og Sigurgeiri. Eins gott að þið kynnist almennilegu folki og þar að auki nágrönnum ykkar,“ hélt Reynir Böðvarsson áfram og skálmaði út og við á eftir. Þannig var upphafíð að vináttu sem við metum mikils - upphaf góðs og lærdómsríks félagsskapar við vel- viljað og gott fólk. Upp í hugann koma fleiri myndir og myndbrot: Vinkonumar Embla og Sigurlaug að heimsækja hvor aðra - hlaupa eða hjóla á þríhjólum á fúllri ferð vfir Brekkustíginn og foreldramir beggja vegna götunnar kvaldir af ótta við að þær verði fyrir bíl ein- hvers vanvitans sem ekur á svim- andi hraða inn þröngan Brekku- stíginn þar sem bílum er lagt beggja vegna götunnar og engin leið að sjá lítið barn sem uggir ekki að sér og stekkur í veg fyrir hann. Og eitt sinn munar litlu: Sig- urlaugu liggur á til Emblu vinkonu sinnar og hjólar á fullri ferð út á Brekkustíg og þar kemur bíll - sem betur fer er nonum ekið rólega - óvenju rólega - og ökumaðurinn nær að stöðva í tæka tíð - rétt snertir bamið en engin meiðsli. Sif hleypur út úr Framnesi að huga að dóttur sinni, Helga kemur út úr Brekku og þær anda báðar léttar fyrst ekkert kom fyrir bamið. Við minnumst áranna sex sem við vorum nágrannar og samfé- lagsins við Brekkutjölskylduna og aðra nágranna og vini; Maríu við hliðina á okkur, Gerði skáhallt á móti, og Sigríði Hönnu á Ránar- götuhorninu. Og við minnumst ljúfra stunda; eftirmiðdaga með hvítvíni, ostum og grilluðu lambi. Við minnumsts einnig þegar van- máttug sorg og ótti knúði dyra og við spurðum nvert annað - hvers vegna, til hvers? Það var gott að standa ekki einn uppi með sorg. Það er líka gott að standa ekki einn uppi með gleði - geta deilt hvom tveggja. Nú er aftur spurt hvers vegna? Og menn hafa alla tíð frá því að með þeim kviknaði meðvitund og sjálfsvitund spurt um tilgang lífs og dauða og narmkvælamaðurinn Job efaðist forðum um ráðslag Drottins gagnvart sér og sagði við hann að ef dagar manns eru ákvarðaðir og.. „tala mánaða hans tiltekin hjá þér, hafir þú ákveðið takmark hans, er hann fær eigi yfir komist, þá Ht af honum, til þess að hann fái hvíld, svo að hann megi fagna yfir degi sínum, eins og dag- launamaður. Því að tréð hefur von; sé það höggvið, þá skýtur það nýj- um frjóöngum og teinungurinn kemur áreiðanlega upp. Jafnvel þótt rót þess eldist í jörðinni og stofn þess deyi í moldinni, þá brumar það við ilminn af vatninu, og á það koma greinar, eins og unga hríslu“. En það má vera að skáldið Stefán frá Hvítadal hafi ratað á svarið, eða hluta þess þegar hann orti: Ó, guð, án þin er létt vor list og iífið eftirsókn í vind. 1 tríinni á þig og kœrleik Krists er kvnslóðanna svalalind. Ó, lyftu oss yfir tap og tjón, því takmark vort er æðri sjón. Þitt Ijós að handan Ijóma slær. Ó, lyftu oss þínu hjarta nœr! Sif Knudsen og Stefán Ásgrímsson Það er gott að eiga góða og trygga vini, gott að hafa deilt með jeim gleði og sorg daga og ára. Nú jegar við kveðjum elskulega vin- conu okkar, Helgu Gunnarsdóttur, sem jarðsett verður á mánudag frá Dómkirkjunni, þökkum við fyrir og minnumst með gleði þrjátíu ára vináttu sem hefur verið okkur svo mikils virði. En við hefðum bara viljað njóta hennar lengur, helst önnur þrjátíu ár. Hvemig sjáum við Helgu fyrir okkur? Syngjandi. Það var alltaf tónlist og söngur í kringum hana. Með markvissri og sérlega gleð- legri söngstjóm gat hún fengið alla til þess að syngja, meira að segja t)á laglausustu, þvi það er enginn aglaus, sagði Helga. Þessa dagana hljómar stöðugt í huga mér lag sem hún lét svo oft syngja „Snert hörpu mína, himinboma dís“ eftir Atla Heimi Sveinsson, við ljóð eft- ir Davíð Stefánsson. Þannig finnst mér Helga vera nálæg þrátt fyrir allt. Það er falleg minning. Það var glaður hópur ungra S'a sem sat í öftustu röð í V- num í Menntaskólanum í Reykjavík við upphaf sjöunda ára- tugarins - Helga, Anna, Eygló, Snjólaug, Sigrún og Gerður. Lífs- gleðin var ríkjandj og við þóttumst eiga heiminn. Á þessum árum bundumst við órjúfanlegum vin- áttuböndum. Með vináttunni við Helgu eignuðumst við vináttu foreldra hennar Sigríðar Einarsdóttur sem lést á síðasta ári og Gunnars Stein- dórssonar sem lést árið 1966 og yngri systur hennar Bimu. Nota- legt heimili þeirra að Laugateigi 14 stoð okkar alltaf opið. Þótt við vinkonumar fæmm að sjálfsögðu hver sína leið í lífinu, höfúm við haldið sambandi okkar í milli og hist reglulega í sauma- klúbbi, þessu skemmtilega og trausta fyrirbæri sem konur velja sér gjarnan til félagslegra sam- skipta. Elísabet og Solla bættust í hópinn. Klúbburinn hefur ekki rofnað þótt sumar hafi tímabundið dvalið í öðrum landshlutum eða með öðmm þjóðum, nánast í öllum heimsálfum. Við vildum fara út í heim. Sumar létu verða að því strax í menntaskóla, aðrar fóm síð- ar. Helga, Eygló og Anna eyddu ógleymanlegu sumri við verslunar- störf í Köln meðan Snjólaug gætti barna í London og Sigrún var skiptinemi í Bandaríkjunum. Aðrar horfðu á eftir þeim með söknuði og fengu litrík bréf með póstinum. Við héldum samstíga út í líflð. Við hittum tilvonandi eiginmenn og Helga hitti sinn Sigurgeir. Þar var lagður grunnur að þeirra trausta og góða hjónabanai. Þau studdu hvort annað í einu og öllu og annað var vart nefht án þess að nefna hitt. Við mörkuðum okkar starfsfer- il. Ásamt Önnu fómm við Helga í stúdentadeild Kennaraskólans. Við vildum vera kennarar. Og Eygló varð líka kennari. Helga og Ánna kenndu saman í Austurbæjarskól- anum sömu námshópum í nokkur ár og kenndu ekki siður hvor ann- arri en nemendum sínum. Þar hafði Helga forystu um að söngur og tónlist tengdust nánast hverri námsgrein. Samhliða kennslunni stundaði Helga svo nám i Tónlist- arskólanum í Reykjavík og lauk þaðan tónmenntakennaraprófi árið 1975. Hún stefndi stöðugt að meiri þroska í námi og starfi. Saman bjuggum við okkur undir búskap og heimilishald. Við vildum setja persónulegan svip á heimilin okkar og fómm saman á handlistanámskeið til þess að sauma út veggmyndir og púða eftir okkar eigin munstmm, nnýta gólf- mottur og gera batík. Við vildum líka sauma föt og fómm á sníða- námskeið og bjuggum okkur undir að halda gestum okkar dýrðlegar veislur. Við vorum af þeirri kyn- slóð íslenskra kvenna sem ætlaði sér að gera hvort tveggja í senn, fara út á vinnumarkaðinn og verða þar ekki eftirbátar karlanna og sinna jafnframt heimili og fjöl- skyldu með sama hætti og mæður okkar höfðu gert sem ekki unnu ut- an heimilis. Við Helga giftum okkur sama árið og mennimir okkar stunduðu Saman nám í íslensku við Háskóla Islands og vom samstarfsmenn um árabil. Við skemmtum okkur með félögum i Mími og starfsmönnum Handritastofnunar og Helga leiddi sönginn. Þá kom að húsbyggingun- um. Á þessum ámm var Ároærinn, Breiðholtið og Fossvogurinn að byggjast upp og Kópavogurinn að stækka. Við vinkonumar námum lönd i þessum nýju byggðum. Helga og Sigurgeir eignuðust íbúð í Árbænum sem þau innréttuðu sjálf af vandvirkni, listfengi og fmmleika. Svo fæddust fyrstu bömin okk- ar sömu árin. Helga og Sigurgeir eignuðust fjögur börn. Þau eru Steingrimur f. 1966, blaðamaður á Morgunblaðinu, Gunnur Sif f. 1968, stundar nám við Myndlista- og handíðaskólann, heitbundin Jóni Sen læknanema, Solveig f. 1973, stundar nám við Mennta- skólann við Hamrahlíð og Embla f. 1978, nemandi í Vesturbæjarskóla. Helga var einstök móðir og var vakin og sofin yfir velferð bama sinna. Það var í kjölfar „1968 umróts- ins“ að síminn hringdi hjá mér einn daginn. Það var Helga Gunn- ars. „Við Vilborg Dagbjartsdóttir vomm að tala saman. Ættum við ekki að stofna kvennahreyfingu eins og þær í Danmörku?" Hjólin vom fann að snúast og þessa vor- daga var lagður gmnnur að Rauð- sokkahreyfingunni. Saumaklúbb- urinn okkar lét ekki sitt eftir liggja. Sumarið 1970 sátum við ásamt fleirum og sömdum stefnuskrá íyr- ir verðandi samtök sem stofnuð vom formlega um haustið og hristu all rækilega upp í samfélaginu. Við störfuðum í alfs kyns starfshópum sem urðu okkur dýrmætur skóli. En það var líka slegið á léttari strengi og Helga sagði „nú syngj- um við“. Við vildum jaínan rétt á við karla gagnvart lögum; við vild- um að konur ættu kost á að mennt- ast til starfa og ættu aðgang að öll- um skólum og við kröfðumst fleiri bamaheimila. Og Helga og Sigur- geir tóku fljótlega þátt í rekstri eins fyrsta foreldrarelcna bamaheimilis- ins í borginni, Óss. Þar vom líka Snjólaug og Sigrún og fjölskyldur þeirra. Haustið 1976 varð Sigurgeir lektor í íslensku við Uppsalahá- skóla, Þau fluttu böm og bú til Sví- þjóðar og Helga hóf nám í tónlist- arfræðum og pjóðfræðum við Há- skólann í Uppsölum og lauk þaðan fil.kand. prófi árið 1982. Það eykur víðsýni og skilnig að dvelja um tíma á erlendri gmnd og Helga og Sigurgeir komu heim með ferskan andblæ eftir sex ára dvöl með Svíum og Helga hafði enn bætt við sig á, sínu sérsviði, tónlistarsviðinu. Eg og bömin mín eigum yndis- legar minningar frá sumardvöl sem við áttum hja þeim á þessum tíma nokkru eftir að ég var orðin ein með bömin mín og við flutt austur á land. Þau tóku okkur opnum örmum og fóm með okkur í þessi líka dýrðlegu ferðalög og það var sungið í bílnum. Þetta allt var mik- il upplifun ungum börnum sem voru að fara í fyrsta sinn til út- landa. Helga söng ámm saman í Pólý- fónkómum frá stofnun hans. Hun var einnig einn af stofnendum sönghópsins Hljómeykis og söng með honum til dauðadags. Helga sinnti fræðimennsku á sviði tón- listar og skrifaði um íslenka lang- spilið, íslensku fiðluna og íslenska þjóðlagatónlist. Við þau störf naut nún þess að hafa reynslu af list- sköpun sjálf. Hún tók saman efni í söngbók barnanna „Fljúga hvitu fiðrildin“ sem kom út hjá Máli og menningu árið 1986 og var endur- prentuð nú í ár. Helga hafði um skeið unnið að undirbúningi nor- ræns rannsóknarverkefnis um kon- ur og tónlist. Þegar við áttum 25 ára stúdent- safmæli kom boð frá Kvenstúd- entafélaginu um að nú væri komið að okkur að skemmta á árshátið fé- lagsins. Samin var lítil revía um líf okkar í MR og færð upp af mikilli lífsgleði og fjöri. Auðvitað var leit- að til Helgu um að stjóma söngn- um og tókst henni ótrúlega vel á skömmum tíma að skapa kór úr mistónvissum röddum. Stór hópur skólasystra á góðar minningar um Helgu ffá þessum tíma. Helga var stymdakennari við Kennaraháskóla Islands á ámnum 1982-88 en starfaði sem lektor við skólann 1983-84. Hún var kennari í tónmennt, tónlistarsögu og söng pg var kórstjóri við Leiklistarskóla Islands frá 1983 til dauðadags. Helga var félagi í Delta Kappa Gamma sem em alþjóðleg samtök kvenna í ffæðslustörfum. Þar óm- aði söngurinn sem annars staðar undir hennar stjóm. Hún var for- maður í deildinni okkar í tvö ár og beitti sér fyrir því að við fjölluðum ítarlega um listir í skólum. Sú um- fjöllun kom síðan að góðum notum við vinnu okkar í starfshópi á sl. vetri þar sem mótaðir vom kaflar um aukna áherslu á listir í grunn- og framhaldsskólum í fram- kvæmdaáætlun menntamálaráðu- neytisins í skólamálum til ársins 2000 - Til nýrrar aldar - sem kom út nú í vor. Helga lagði áherslu á að tengja listgreinamar saman og tengja pær mannlífinu öllu. Hún vildi að Iistiðkun væri hluti af námi allra nemenda en ekki aðeins þeirra sem ætla að leggja listina fyrir sig. Hún liföi sjálf samkvæmt þessari kenningu og það má sjá hjá bömum hennar og á heimilinu þar sem verk heimilismanna eru til skrauts innan um verk ýmissa tiekktari litamanna. Samtengdur istaháskóli var henni að skapi og hún fylgdist af miklum áhuga með fyrstu skrefunum sem stigin vom nú í vor þegar SS-húsið svonefnda var keypt undir slíkan skóla. Helga sat í stjómum Stéttarfé- lag bamakennara i Reykjjivík og Tónmenntakennarafélags Islands. Hún átti um árabil sæti í stjórn NMPU, norrænna samtaka tón- mennta- og tónlistarkennara, og var kjörin forseti þeirra á þingi samtakanna í Södertálje sumarið 1989. Vann Helga að því að undir- búa norræna ráðsteffiu þesara sam- taka sem haldin verður nér á landi í sumar. Að tillögu Helgu er þema ráðstefnunnar tónlist og náttúra. Þannig vann hún að framgangi tón- listarinnar allt ffam til síðasta dags. Þegar við snémm heim, þau frá Svíþjóð og ég að austan, fómm við að gera upp gömul hús í Vestur- bænum. Þau settust að á ættaróðali Helgu, Brekku við Brekkutíg sem langafi Helgu, Hermann Einarsson reisti aldamótaárið og þar sem afi og amma Helgu, Einar og Helga í Brekku, áttu neimili sitt alla sína búskapartíð. Foreldar Helgu bjuggu þar einnig um hríð og því em Helga og Sigurgeir fjórða kyn- slóðin í húsinu og aftur var komin Helga í Brekku. Það atvikaðist svo að eg keypti húsið á móti þeim. Það var mikils virði fyrir mig og börnin mín þegar við vorum að setja okkur niður á nýjum stað að mæta allri þeirri hlýju og vináttu sem Helga og Sigurgeir sýndu okkur og svo tengdu þau okkur sínum góðu vinum í nágrannahús- unum þeim Sif og Stefáni pg Mar- íu og peirra fjölskyldum. I átta ár höfum við átt yndislegt nábýli á Brekkustíg. Við skeggræddum breytingamar á húsunum okkar, glöddumst saman yfir hverju skrefi sem stigið var, nýjum gluggum, stiga eða gólfi. Saman fögnuðum við nýjum ámm og kvöddum þau gömlu í Brekku og ömmumar Sig- ríður og Emilía jafnan á staðnum. Þegar bömin okkar útskrifuðust úr menntaskóla undirbjuggum við saman veislumar sem haldnar vom sitt hvom megin við götuna. Við fórum saman í gönguferðir eða skruppum á málverkasýnignar. Þegar voraði voru afklippur af trjam úr mínum garði notaðar í græðlinga í þeirra stóra garði. Þar voru nágrannagarðveislurnar haldnar og Helga sagði „Nú syngj- um við.“ Minnistæðastar held ég þó að verði mér kvöldstundimar sem við áttum saman yfir tebolla í fallega eldhúsinu þeirra, hundurinn ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 25. maí Síða 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.