Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 8
FlÉTHR
Mosfellingar taka senn ákvörðun
varðandi Blikastaðamálið
Ólafur Ragnar
við útför
Gandhis
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, var
viðstaddur útför Rajiv Gandhis,
fyrrum forsætisráðherra Indlands
og formanns Kongressflokksins,
sem fram fór í gær.
Ólafur Ragnar var við útför-
ina sem sérlegur fulltrúi þing-
mannasamtakanna Parliamentari-
ans for Global Action. Þing-
mannasamtökin áttu náið sam-
starf við Rajiv Gandhi á svjði af-
vopnunarmála þegar Ólafur
Ragnar var í forsæti fyrir samtök-
in.
Ólafur Ragnar kemur aftur til
landsins á morgun.
-Sátfrk
Bæjarmálaráð Einingar í
Mosfellsbæ hefur sent
frá sér ályktun um kaup-
tilboð Reykjavíkur í
Blikastaði. Bæjarmálaráðið Ein-
ing er myndað af fulltrúum
þeirra flokka sem fóru saman í
framboð í síðustu bæjarkosning-
um í Mosfellsbæ. Einnig er nú
ráðgerður borgarafundur á veg-
um JC í Mosfellsbæ um þessi
landakaup.
Ályktun Einingar er á þennan
veg; „Bæjarmálaráðið telur það yf-
irgang af hálfu Reykjavíkurborgar
að gera kauptilboð í land sem 'ann-
að sveitarfélag hefur skipulagt sem
framtíðar íbúðabyggð sína og sér-
staklega að ætlast til lögsögubreyt-
ingar í því sambandi.
Bæjarmálaráðið ályktar að
Mosfellsbær hafhi forkaupsrétti á
kaupsamningi milli Reykjavikur-
borgar og eigenda Blikastaða.
Jafnframt að hafha skuli viðræðum
við Reykjavíkurborg um breytingu
á lögsögumörkum milli sveitarfé-
laganna í tengslum við umræddan
kaupsamning.
Bæjarmálaráðið hvetur bæjar-
stjóm og íbúa Mosfellsbæjar að
standa gegn allri skerðingu á lög-
sögu bæjarins í þessu sambandi,“
segir í ályktuninni.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans mun JC í Mosfellsbæ
standa fyrir borgarafundi um þetta
mál nk. mánudag, á þann fund hef-
ur fulltrúum bæjarins verið boðið.
Páll Guðjónsson bæjarstjóri í Mos-
fellsbæ sagði að þessi borgarafund-
ur væri alls ekki á þeirra vegum,
en taldi líklegt að einhveijir frá
bænum mundu mæta á þennan
fund.
Jónas Sigurðsson einn af full-
trúum í bæjarmálaráði Einingar
sagði í samtali við blaðið, að Ein-
ing hafi lagt fram bókun á síðasta
bæjarstjómarfundi, sú bókun er á
þeim nótum sem ályktun bæjar-
málaráðsins er, sagði Jónas. „Um-
ræðum um málið var frestað þá
fram að næsta bæjarstjómarfundi
sem haldinn verður nk. miðviku-
dag. Þá verður sjálfsagt endanleg
afstaða tekin í þessu máli,“ sagði
Jónas. „Ef þeir fella þessa bókun
okkar munum við í Einingu halda
borgarafund og krefjast þess að
bæjarstjóm endurskoði afstöðu
sína,“ sagði Jónas.
-sþ
Eindreginn
stuðningur við
Þj óðleikhússtj óra
Varla verður annað sagt en
fjölmargt leikhúsfólk
styðji hinar umdeildu að-
gerðir Stefáns Baldurssonar,
Þjóðleikhússtjóra. Þjóðviljanum
hafa borist tvö bréf með ósk um
birtingu, annað frá Stjórn Félags
leikara á íslandi en hitt frá 4.
deild Félags íslenskra leikara. I
þeirri deild eru leikarar sem
ekki hafa fasta atvinnu. Bréfin
eru birt hér í heild:
Bréf Félags leikstjóra
á íslandi:
„Vegna deilna sem risið hafa
að undanfömu um breytingar á
mannahaldi í Þjóðleikhúsi íslend-
inga vill Félag leikstjóra á Islandi
senda frá sér eftifarandi ályktun:
Aðalfundur Félags leikstjóra á
íslandi, haldinn 21 maí, 1991, telur
það ekki í verkahring félagsins að
skipta sér af því hveijir af félögum
þess, sem skipta tugum, em ráðnir
til starfa við Þjóðleikhúsið. Fund-
urinn lýsir stuðningi við þá stefnu
nýkjörins Þjóðleikhússtjóra að
ráða leikstjóra einungis til skamms
tíma, eins eða tveggja ára í senn,
enda hefur það verið og er skoðun
félagsmanna að endumýjun sé
æskileg í þessum störfum. Fundur-
inn bendir á að nú er liðinn um
áratugur frá því að leikhúsfólki
tókst að knýja það fram að Þjóð-
leikhússtjóri og aðrir leikhússtjórar
atvinnuleikhúsanna væru aðeins
ráðnir til fjögurra ára í senn og
aldrei lengur en í átta ár. Vildum
við með því tryggja að breyttir
tímar og breytt viðhorf endurspegl-
uðust ætíð í listrænni forystu hús-
anna og sú sífellda endumýjun sem
er nauðsyn öllum listum mætti eiga
sér stað. Leikstjómm hefur aldrei
dottið í hug að sú endumýjun ætti
aðeins að ná til eins manns, þ.e.
leikhússtjórans. Breyting á list-
rænni forystu hlýtur ætíð að kalla á
aðrar breytingar á skipulagi og
starfsliði hússins. Enda gert ráð
fyrir því svigrúmi í lögum um
Þjóðleikhús og í ráðningarsamn-
ingum hússins.
Fundurinn hvetur leikhúsfólk
til að taka afstöðu til deilnanna á
gmndvelli hagsmuna alls leikhús-
fólks og leiklistarinnar í landinu.
Og fundurinn minnir á að Stefán
Baldursson hefur verið skipaður
Þjóðleikhússtjóri. Honum ber sam-
kvæmt lögum að ráða sér sam-
starfsmenn til að hrinda þeirri
stefnu í framkvæmd. Okkur getur
greint á um ákvarðanir hans í ein-
stökum málum en aðalatriðið er að
það er hans og einskis annars að
axla þessa ábyrgð“.
Bréf 4. deildar í Félagi ís-
lenskra leikara:
„ Um leikarasamningana
Vegna einhliða blaðaskrifa að
undanfömu um þær aðgerðir sem
átt hafa sér stað í Þjóðleikhúsinu
viljum við að þetta komi fram:
Samningar Félags íslenskra
leikara við Þjóðleikhús um kaup
og kjör fastráðinna leikara kveða á
um eftirfarandi:
„1.1.1. Fastráðinn leikari skal
ráðinn til a.m.k. eins árs í senn.
Heimilt er aðilum þó að gera ráðn-
ingarsamning til lengri tíma, þ.e.
til tveggja eða þriggja ára, takist
um það samkomulag. Ef ráðningu
leikara er ekki sagt upp með sex
mánaða fyrirvara, miðað við mán-
aðamót, framlengist hún um eitt ár
í senn.
1.1.2. Hafi leikari starfað í átta
ár eða lengur hjá Þjóðleikhúsinu á
hann rétt á að gerður sé við hann
ótímabundinn ráðningarsamningur
með gagnkvæmum þriggja mánaða
uppsagnarfresti.“
Þama er þess hvergi getið að
leikarar þeir sem á hveijum tíma
eru ráðnir við stofnunina hljóti
sjálfkrafa æviráðningu. Samt sem
áður hefur af einhverjum orsökum
skapast sú hefð í Þjóðleikhúsinu að
hrófla sem minnst við þessum
„hreyfanlegu“ samningum, sem
hefur alið á þeirri tilhneigingu að
skoða þá sem óuppsegjanlega. Fyr-
ir bragðið hefur ískyggilega lítil
tilfærsla eða endumýjun átt sér
stað í leikaraliði Þjóðleikhússins
mörg undanfarin ár. Að þessu hef-
ur löngum verið fundið, bæði af
aðilum innan leikarastéttarinnar og
utan hennar, en því miður enginn
séð ástæðu til að aðhafast neitt fyrr
en nú að nýTáðinn Þjóðleikhús-
stjóri virðist ætla að taka af skarið.
I F.I.L. em 225 leikarar, þar af
emm við sem skipum 4. deild, þ.e.
leikarar sem ekki hafa fasta at-
vinnu, 150 talsins. Við (viðstaddir
á fundi 4. deildar 14. maí, 1991)
erum ekki á móti þessum breyting-
um 1 Þjóðleikhúsinu. Við viljum
hreyfanleika á samningum og
hljótum því að styðja aðgerðir
Þjóðleikhússtjóra. Nú á dögunum,
þegar þessar stöður vom auglýstar,
sóttu 78 leikarar um. Við viljum
taka það skýrt fram að við erum
ekki að leggja nokkurt mat á ein-
stakar uppsagnir, einungis að
styðja þá viðleitni að hafa hreyfan-
leika á stöðugildum við Leikhús
þjóðarinnar.
Ályktun írá fundi 4. deildar,
14. maí, 1991. Samþykkt ein-
róma.“
Nýr formaður kjörinn hjá ABR
Aðalfundur Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík fór
fram síðastliðið miðviku-
dagskvöld. Á fundinum
fóru fram venjubundin aðalfund-
arstörf, þar sem m.a. var kjörin
ný stjórn fyrir félagið. Nýr for-
maður ABR var kosinn Gunn-
laugur Júlíusson hagfræðingur. Á
fundinum var einnig samþykkt
ályktun um kosningaúrslitin og
svo stjórnarþátttöku kratanna
með Sjálfstæðisflokknum.
Aðalfundur ABR fór fram með
heföbundnum hætti. Ný stjóm var
kjörin þar sem Gunnlaugur Júlíus-
son var valinn til formennsku. Fyrri
formaður Sigurbjörg Gísladóttir gaf
ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir
sem skipa nýja stóm ABR eru:
Gunnlaugur Júlíusson, formaður,
Sigurbjörg Gísladóttir, Guðrún Kr.
Óladóttir, Guðmundur Helgi Magn-
ússon, Ingólfur H. Ingólfsson, Auð-
ur Sveinsdóttir og Kristrún Guð-
mundsdóttir. Varamenn voru kjöm-
ir: Kolbrún Vigfúsdóttir, Matthías
Matthíasson, Ástráður Haraldsson
og Þóra Þórarinsdóttir.
Á fundinum voru líflegar um-
ræður og í lok fundarins var eftir-
farandi ályktun samþykkt: „Aðal-
fundur Alþýðubandalagsins í
Reykjavík lýsir fullri ábyrgð á
hendur forystu Alþýðuflokksins á
því, að ekki tókst að mynda ríkis-
stjóm vinstri- og félagshyggju-
flokkanna í landinu, en úrslit kosn-
inganna vom ótvíræð vísbending
um að vilji meirihluta þjóðarinnar
stóð til þess. Þess í stað kaus Al-
þýðuflokkurinn að mynda hægri
stjóm undir forsæti Davíðs Odds-
sonar og gekk þar með þvert á mál-
flutning margra frambjóenda
flokksins, sérstaklega á lands-
byggðinni.
Aðalfundur Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík telur að brýnasta
verkefni Alþýðubandalagsins nú sé
að taka þátt í uppbyggingu stjómar-
andstöðu á breiðum grunni. Leita
verður leiða tl að virkja mismun-
andi stjómmálaöfl, áhugahópa og
einstaklinga í breiða fylkingu gegn
hægri öflunum í landinu. Mikilvægt
er að vel takisl til við að byggja upp
slíka hreyfingu hér í höfuðborginni
og beinir fundurinn því til nýkjör-
innar stjómar að vinna að því að
svo geti orðið.
Aðalfundur Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík lýsir ánægju sinni
með þann árangur sem Alþýðu-
bandalagið náði í síðustu kosning-
um. Þessa niðurstöðu ber að rekja
til árangurs af störfum Alþýðu-
bandalagsins í síðustu ríkisstjóm og
til þeirra mála sem Alþýðubanda-
lagið lagði áherslu á í kosningun-
um, sérstaklega lífskjarajöfnun,
varðveislu efnahagslegs stöðug-
leika og umhverfísvemd. En ekki
síður byggðist þessi árangur á þeirri
samstöðu sem náðist í aðdraganda
kosningabaráttunnar innan flokks-
ins.
Alþýðubandalaginu tókst að
halda svipuðu fýlgi og í kosningun-
um 1987 í Reykjavík. Þetta er góð-
ur árangur í ljósi margskonar erfið-
leika í starfi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík á undanfömum árum.
Nægir þar að nefna að íyrir ári
skiptust Alþýðubandalagsmenn í
Reykjavík í tvo hópa í borgarstjóm-
arkosningunum þá um vorið.
í kosningabaráttunni í Reykja-
vík náðist nú mjög góð samstaða og
samstarf allra þeirra sem skipuðu
lista flokksins. Fundurinn telur
mikilvægt að byggt verði á þessum
gmnni. I því sambandi telur aðal-
fundurinn mikilvægt að starf fé-
lagsins á næstu árum taki mið af
því að varðveita og efla samstöðu
allra Alþýðubandalagsmanna í
Reykjavík. Fundurinn felur nýkjör-
inni stjóm að vinna að þessu mark-
miði.
Síða 8
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. maí 1991