Þjóðviljinn - 25.05.1991, Blaðsíða 9
Mynd: Jim Smart.
Steingrímur Hermannsson formaður
Framsóknarflokksins og íyrrum forsæt-
isráðherra er óhress með að ekki var lát-
ið reyna á myndun nýrrar félagshyggju-
stjómar. I stjómarandstöðunni hefur
hann gagnrýnt Alþýðuflokksráðherra
öðmm ffemur. Hann gagnrýnir Jón Sig-
urðsson iðnaðarráðherra fýrir að hafa
gert mistök í álmálinu með því að skrifa
undir minnisblað sem bindi hendur Is-
r
lands varðandi umhverfisþáttinn. A
minnisblaðinu kemur fram að til að gera
kröfur um auknar mengunarvamir þarf
nýja alþjóðlega staðla, ný íslensk lög og
að aðstæður á Keilisnesi krefjist þess.
Mistökin felast í því að þama stendur
„og“ en ekki „eða“. Steingrímur gagn-
rýnir húsbréfakerfíð og telur væntingar
til kerfisins ekki hafa gengið upp en
honum fínnst ekkert að því að viður-
kenna nú að kerfið hafi verið mistök.
Steingrímur hefur verið orðaður við for-
setaembættið og hann þvertekur ekki
fyrir að hafa áhuga á því. Hann er á
beininu í dag.
Hika ekki við að viðurkenna
að húsbréfin voru mistök
A G. Pétur Matthíasson spvr
Þegar þú gagnrýnir Jón Sig-
urðsson iðnarráðherra fyrir að hafa
gert mistök i álmálinu í síðustu rik-
isstjóm ertu þá í raun og veru ekki
að gagnrýna sjálfan þig sem Jórsœt-
isráðherra íþeirri stjóm?
Iðnaðarráðherra fór með málið -
að sjálfsögðu - og það er hann sem
er ábyrgur fyrir meðferð þess eins
og sérhver ráðherra fynr sínum
málaflokki. En ég vil líka vekja at-
hygli á því að ég hef oft sagt að Jón
Sigurðsson er með.duglegri mönn-
um sem ég þekki. Ég sagði reyndar
einhvem timann að hann væri einum
of duglegur og hann móðgaðist nú
heilmikið við það. Allt sem ég gerði
var að rekja nokkur atriði í meðferð
álmálsins sem ég tel að hefðu mátt
fara betur og það hafa fleiri gert.
Það gerði núverandi forsætisráð-
herra áður en hann fór i ríkisstjóm.
Og ég held að hver maður verði að
þola það að bent sé á atriði sem bet-
ur hefðu mátt fara.
Hefði ekki verið rétt að koma
fram með þessa gagnrýni í kosn-
ingabaráttunni fyrir kjósendur að
átta sig á?
Nei, það held ég ekki. Ég styð
eindregið að byggt verði álver. Ég
taldi ekki æskilegt að fá um það
miklar deilur í kosningabaráttunni
enda vona ég nú að þrátt fyrir svona
mistök náist þeir samningar sem við
getum verið sæmilega sáttir við.
Auk þess vil ég geta þess að um
þetta „og“ var mikið rætt í síðustu
ríkisstjóm og fúll samstaða um það
að á þessu atriði yrðu að fást fram
breytingar. Hinsvegar höfúm við, í
stjómarandstöðu, ekki aðstöðu til
þess núna að knýja fram breytingar
og því finnst mér rétt að vekja at-
hygli á þessu.
Hugmyndin um álver á Keilis-
nesi hefur verið gagnrýnd á þeirri
forsendq að slikt kunni að skaða
imynd Islands sem land hreinnar
náttúru erlendis. Hver er þin skoð-
un á því?
Það mun ekki bæta ímyndina,
það er enginn vafi á því. Hinsvegar
má benda á vissa kosti við byggingu
álvers hér á landi þar sem notuð er
raforka frá vatnsaflsstöð. Heildar-
mengunin verður miklu minni þann-
ig en ef um væri að ræða raforku frá
olíu- eða kolakynntri stöð. Einmitt
af þessum ástæðum er afar nauðsyn-
legt að ætíð verði gætt ítmstu var-
kámi og ströngustu kröfúr settar um
mengunarvamir. Þess vegna kemur
að sjálfsögðu ekki til mála að ganga
þannig frá samningi að jafnvel nýjir
alþjóðlegir mengunarstaðlar verði
ekki framkvæmdir hér.
Þú hefur gagnrýnt sérfrœðinga í
bankakerfinu fyrir að vilja hœkka
vexti. En sýnir ekki góð sala rikis-
bréfa eftir vaxtahœkkanir að ykkar
stejha dró úr spamaði og leiddi til
gifurlegs yfirdráttar i Seolabankan-
um?
Það vom margar leiðir færar í
þessu sambandi. Við hækkuðum
smávegis vexti á ríkisskuldabréfúm
egar þau vom seld í stóm magni án
ess að aðrir vextir hækkuðu í þjóð-
félaginu. Það er eðlilegt að salan
aukist núna þegar bankamir hafa
ekki hækkað sina vexti en ég veit
ekki betur en það liggi í loftinu að
bankamir muni um mánaðamótin
hækka sína vexti, fullkomlega til
jafns við það sem hækkunin varð á
ríkisskuldabréfum. Hvar stendur rík-
isstjómin þá? Ég sé þá ekki betur en
hún standi nokkum veginn í sömu
sporum.
Ertu þá að segja að hún haft í
rauq og veru pissað í skóinn sinn?
1 raun og vem, já.
Er ekki nokkuð seintfyrir þig að
átta þig á þvi núna að Alexander
Stefánsson nafi haft rétt fyrir sér og
að hýsbréfakerfið sé mistök?
Ég hef aldrei hikað við að viður-
kenna ef mér hafa orðið á mistök og
að ættu fleiri að taka upp. Þetta
úsbréfakerfi var viðleitni nýrrar
ríkisstjómar til þess að lagfæra ýmsa
annmarka sem nöfðu komið í ljós á
86-kerfmu og ég tel að það sé núna
komið í ljós að pessi litli fjármagns-
markaður okkar þolir ekki svona
mikið innstreymi af ríkistryggðum
bréfúm sem húsbréfin bjóða uppá.
Staðreyndin er hinsvegar sú að 86-
kerfið var aldrei framkvæmt einsog
þurfl hefði að gera. Það var aldrei
takmarkað nógu mikið. Ég er í vax-
andi mæli þeirrar skoðunar að í raun
geti stjómvöld ekki tryggt öðmm
lán með hagkvæmum kjörum en
þeim sem em að byggja eða kaupa í
fyrsta sinn. Kannski 1 mesta lagi í
annað sinn. Við verðum bara að
horfast í augu við það. Að gefa út
ríkistiyggð skuldabréf fyrir alla sem
byggja eða kaupa, í tíunda sinn eða
hvað sem þpð er, gengur augljóslega
ekki upp. Ég vil benda á að þegar
húsbréfm byriuðu þá bauð Lands-
bankinn í það sem er kallað við-
skiptavaka þeirra bréfa og það var
með afarlitlum affollum. Það var
vissulega ástæða til bjartsýni þegar
þetta for af stað en það hefur synt
sig að sú bjartsýni var ekki á rökum
reist.
Er lausnin að selja bréfin á er-
lendum markaði?
Nei, það held ég að sé stórkost-
lega hættulegt. Þá emm við farin að
taka erlend lán til neyslu hér heima.
Ég er ekki á móti erlendum lántök-
um til framkvæmda sem skapa
gjaldeyri eða atvinnu. En til ncyslu,
það megum við alls ekki gera. Eg
tek undir með Þórami V. Þórarins-
syni í því máli.
Rikistjómin segir að þið hafið
falið mikinn halla i síðustu stjórn og
gefið út kosningavíxla. Spiluðu þið
efnahagsárangurinn út úr hönaun-
um áykkur á siðustu mánuðunum?
Ég held að því fari víðsfjarri.
Það fór ekkert á milli mála 9ð
þenslumerki vom að koma í ljós. Ég
sagði það til dæmis iðulega í minni
kosningabaráttu. Það er alveg ljóst
að hvaða ríkisstjóm sem hefðt tekið
við hefði orðið að taka á þenslunpi.
Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur ís-
lendinga. Við höfum átt við sífelldar
sveiflur í okkar efanhagslífi og ætíð
þegar uppsveiflan hefur byrjað þá
nefur þensla hafist í þessu litla efna-
hagsumhverfi okkar. Okkur ,hefúr
ofl mistekist að taka á því. Ég tel
jafnframt að ríkisfjármálin haft verið
veikasta hlið fyrri rikisstjómar þegar
þenslumerkin vom að byija að sjast.
Ég get tekið undir það að margar
samþykktir á lánsfjárlögum rétt áður
en Alþingi lauk hafi ekki verið
skynsamlegar. Maður getur til dæm-
is spurt sjálfan sig hvort ekki haft
verið skynsamlegra að kaupa notaða
feiju fyrir Vestmannaeyjar í stað
þess að byggja nýtt skip. Það má
margt fleira nefna sem Alþingi sam-
þykkti og rikisstjómin er skyldug til
ao framkvæma.
Ertu há ekki að segja að margt
af þessu nafi verið kosningavixlar?
Ég vil nú ekki kalla þetta endi-
lega kosningavíxla, eins og þeíta
sem ég nefndi með feijuna. Það er
löngu búið að samþykkja þetta á Al-
þingi. Ég held að pama komi enn í
ljós sú staðreynd að þegar við göng-
um frá fjárlögum og ýmsum heim-
ildum á Alþingi er ekki nægilega
höfð í huga heildarmynd efnahags-
lífs þjóðannnar.
Hefði ekki verið réttara að velta
sér uppúr rikisfjármálunum i kosn-
ingabaráttunni í stað þess að velta
upp spumingunni um EB?
Við höfum ekki breytt okkar
stefnu gagnvart Evrópubandalaginu.
Ég er ekki sammála því að velta sér
upp úr einhveiju. Öll kosningabar-
átta á að vera málefnaleg og ég við-
urkenndi hvað eftir annað í kosn-
ingabaráttunni að sá vandi sem við
þyrfti að glíma, nú þegar hafin er
uppsveifla, væm ríkisfjármálin. Ég
tok aldrei undir hugmyndir um
skattalækkanir. Enda er að koma í
ljós núna að ríkisstjómin er að
hækkg skattana, eftir því sem ég fæ
séð. Ég sé ekki betur en þeir séu að
boða að nú þurfi menn að borga
meira fyrir ymisskonar þjónustu.
Það er, ekkert annað en hækkun
skatta. Ég tel þetta koma til greina, í
einhveijum mæli, en há má ekki
fóma stórum hluta velferðarkerfis-
ins.
Er ekki efnahagsleg samvinna
með Fœreyingum og (Jrænlending-
um vænlegri fyrir lslendinga en
EES- samningurinn eða innganga i
EB?,
Ég held að það sé mjög athug-
andi að taka upp nána samvinnu við
þessi lönd um auðlindir Norðvestur-
Atlantshafsins, hvort sem við ger-
umst aðilar að evrópsku efnahags-
svæði eða ekki. Það er ekkert sem
bannar okkur að taka upp slíkt sam-
starf þó við yrðum aðilar að EES.
Telurðu rétt að Island gangi í
evrópskt myntbandalag?
Ég tel pað mjög varasamt. Ég tel
að það þurfi að athugast mjög gaum-
gæfilega því það bindur hendur okk-
ar mjög verulega í efnahagsum-
hverfi sem er allt annað en í öðrum
löndum Evrópu. Þegar Davíð Odds-
son segir að eg sé á móti vestrænum
hugmyndum þá er það útaf fyrir sig
alrangt. En ég hef alltaf sagt að við
þurfum að aðlaga slíkar hugmyndir
að íslenskum aðstæðum. Við meg-
um ekki taka þær blindandi. Sveifl-
umar hér í efnahagslífinu eru marg-
falt meiri en annars staðar. Hvemig
ætla menn að mæta tímabundnu
hruni fiskistofhs ef við getum ekki
breytt genginu. Ein mistökin sem
vom gerð 1987-88 var að standa of
lengi á föstu gegni.
Þú lítur þá svo á að tenging við
ECUjafngildi fastgengisstejnu?
Já, það er vitanlega fastgengis-
stefna þó að það sé að sjálfsögðu
hægt að fá heimild til að breyta
gengi. Það þyrfti að hafa í slíkum
tengslum miklu meira svigrúm en
nú er til að breyta genginu.
Hvað með framtiðina. Muntu
sitja á þingi allt þetta kjörtímabil
eða hyggstu breyta til?
Ég er kosinn á þing og hef ekki
gert rað fyrir öðm.
Þú hefur verið orðaður við for-
setaembœttið. Muntu gefa kost á bér
á næsta ári ef eftir því verður leit-
að?,
Ég hef ekki leitt hugann að því.
Það fer eftir svo mörgu. Til dæmis
ví hvort núverandi forseti sitji
fram. Eða eftir því hvað gerist í
stjómmálunum. Sumir segja að
tiessi ríkisstjóm hrökklist ffá fljót-
ega og þá kunna ýmsir hlutir að
gerast í stjómmálum.
En þú aj'skrifar það ekki?
Það væri náttúrulega vitleysa að
afskrifa eitthvað slíkt. Forsetaemb-
ættið er vissulega mikið embætti og
hverjum manni sómi að gegna því.
En sem sagt ég hef ekki leitt hugann
að því, það em aðrir sem gera það.
Steingrímur, ein að lokum.
Saknarðu forsæfisráðherrastólsins?
Nei, nei. Ég sakna hans alls
ekki. Hinsvegar er enginn maður í
stjómipálum til að hafna slíkum
stóli. Ég hugsa að flestir vilji vera í
honum. Ég heföi ekkert haft á móti
því að leiða nýja félagshyggjustjóm
og sakna þess fyrst og frenjst að slík
stjóm var ekki mynduð. Ég tel að
það hafi verið góður gmndvöllur til
að mynda slíka stjóm og það heföi
tvímælalaust átt að gera til þess til-
raun. Mér er Ijóst að það heföi orðið
að gera nýjan málefnasamning og
brúa ýmis bil sem augljóslega höföu
myndast á milli flokkanna og kann-
ski lengi verið. En það heföi átt að
vera hægt.
('t't'I it 'Y1 ITSQí Uv.I j'JoM
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. maí 1991
i