Þjóðviljinn - 05.06.1991, Page 5

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Page 5
FKETTIR A Umsjón: Dagur Þorleifsson Albanía: Stjóm kommtinistaflokks segir af sér Ríkisstjórn Albaníu sagði af sér í gær og boðaði nýjar þingkosningar á miðju næsta ári. Þangað til á að vera við völd bráðabirgðastjórn manna úr öllum stjórnmála- flokkum. Ríkisstjómin, sem Verka- mannaflokkurinn, kommúnista- flokkur landsins, stóð einn að, hef- ur aðeins verið við völd í mánuð. Aðalástæðan til afsagnar hennar þetta fljótt var verkfall með þátt- töku um 350.000 verkamanna, sem staðið hefúr yfir í næstum þrjár vikur. KreQast þeir mikillar launa- hækkunar og ýmissa annarra kjara- bóta. Hefúr verkfallið leikið efna- hagslíf landsins hart og mátti það þó ekki við miklu áður. Þingkosningar fóm ífam í Al- baníu í mars, þær fyrstu þarlendis sem mun hafa verið hægt að kalla fijálsar og almennar. Fékk komm- únistaflokkurinn, sem ríkt hafði einvaldur frá lokum heimsstyijald- arinnar síðari, um tvö af hveijum þremur þingsætum og myndaði hann síðan stjóm undir fomstu Fat- os Nano, hagffæðings um fertugt. Hin nýtilkomna stjómarandstaða undi úrslitunum stórilla og neitaði allri samvinnu við kommúnista, þótt boðin væri. Verkföllin hófúst fljótlega effir að stjóm Nanos var tekin við og mun í þeim aðgerðum hafa verið náið samráð með stjómarandstöðu- flokkunum og óháðum verkalýðs- samtökum, einnig nýtilkomnum. I kosningunum reyndist fylgi kommúnistaflokksins vera mest í dreifbýli, en í stærstu borgum og á iðnaðarsvæðum hafði Lýðræðis- flokkurinn, sem er fremstur í fylk- ingu stjómarandstæðinga, hinsveg- ar betur. Og það em einmitt iðnað- arverkamenn og annað þéttbýlis- fólk sem mest hefúr kveðið að í verkfallinu. Gert er ráð fyrir að verkfallsmenn muni nú snúa aftur til vinnu. Fréttaskýrendur segja að þetta þýði endalok valdatíðar kommún- ista í Albaníu og víst er um það að þeir stjóma því landi ekki einir á næstunni. Kaldhæðni þykir efalítið einhverjum að flokkur þessi, sem stjómað'i einvaldur lengi með ómjúkum handatiltektum við alla andstöðu en vann samt að einræð- istíma sínum loknum lýðræðislegar kosningar með miklum yfirburð- um, skuli nú eftir svo skamma hríð verða þoka úr valdastólum fyrir verkfollum. Ramis Alia Albanluforseti — stétt iðnverkamanna, sem flokkur hans hafði I raun búið til með iðnvæðingu landsins, varð fyrstu lýðræðislega kjörnu rlkisstjórn þess sama flokks aö falli. Litháen: Shevardnadze fordæmir hemaðaríhlutun Mikil spenna var í gær í Vilnu, höfuðborg Lit- háens, eftir að sak- sóknaraembætti Sovét- ríkjanna hafði lýst því yflr að það teldi að sovéski herinn hefði farið rétt að er hann tók á vald sitt sjónvarpsturn borgarinnar 13. jan. Þá drápu sovéskir her- menn 13 Litháa. Sovéski herinn lét mikið á sér bera í gær í Vilnu og umkringdi ýmsar mikilvægar byggingar. Sagðist Vytautas Landsbergis, for- seti Litháens, óttast að sovéski her- inn reyndi að taka þinghúsið á sitt vald þá og þegar og skoraði á fólk að slá hring um það því til vemdar. Eduard Shevardnadze, fyrrver- andi utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, fordæmdi í gær á frétta- mannafundi í París hemaðaríhlutun Sovétmanna í Eystrasaltslýðveld- unum og kvaðst óttast að ýmsir háttsettir menn í sovéska hemum kynnu upp á eigið eindæmi að fyr- irskipa athafnir af því tagi, sem áttu sér stað í Vilnu í janúar. Shevardnadze varar við herforingjum Staðfest að Jiang Qing sé látin Kínverska ríkisfréttastofan Nýja Kína staðfesti í gær frétt bandaríska tímarits- ins Time um lát Jiang Qing, ekkju Mao Zedongs, fyrrum leiðtoga kínverska kommúnista. „Jiang Qing, höfúðglæpamaður í máli Lin Biao-Jiang Qing- gagn- byltingarklíkunnar, framdi sjálfs- víg og lést að aðsetri sínu í Peking snemma dags 14. maí, 1991,“ segir í tilkynningu fféttastofunnar um fráfall ekkjufrúar þessarar, sem í mörg ár var ein af valdamestu manneskjum heimsins fjölmenn- asta ríkis. Nýja Kína segir enn- fremur að Jiang, sem varð 77 ára, hafi ekki verið í fangelsi síðan vor- ið 1984, er henni hafi verið sleppt úr því af heilsufarsástæðum og hefði hún verið undir læknishendi síðan. Frést hafði að hún hefði ver- ið með krabbamein í hálsi. Svo er að sjá að kínversk stjómvöld hafi hugsað sér að hafa ekki hátt um fráfall Jiang, fyrst þau tilkynntu það ekki fyrr en fréttin um það var farin að síast út. Frakkar minni drykkjumenn en talið var Dregið hefur úr neyslu Frakka á léttum vínum um 17% á s.l. tíu árum, en þó drekka þeir ennþá meira af þessu, að tiltölu við fólksfjölda, en nokkur önnur þjóð, sam- kvæmt tölum gefnum upp í gær. Drekka Frakkar enn 74 lítra af léttum vínum á mannsbarn hvert á ári. Aðrir í röðinni em ítalir með 72 lítra og þriðju Lúxembúrgarar með 61. Rannsóknir hafa leitt i ljós að drykkja á léttum vínum er hvergi nærri eins almenn í Frakklandi og lengi hefur verið álitið. Samkvæmt niðurstöðum þeirra rannsókna nú á árinu drekka átta af hveijum tíu Frökkum alls ekkert af veigum íessum, þótt ótrúlegt kunni að lykja. Margt ungt fólk þarlendis neytir alls engra áfengra drykkja og sumt af því sem það gerir tekur bjór framyfir léttvín. Svo að Frakkar þeir sem neyta áfengis þessa torga miklu meira en 74 lítrum af því árlega. Frá Austur-Berlln - íbúar austurþýska rlkisins fyrrverandi kenna peningavald- inu um niöurníðslu atvinnulífsins. A-'Þióðvcriar: Bankamir stjóma landinu Skoðanakönnun fór nýlega fram í Þýskalandi og voru menn spurðir hvaða aðilar þeir teldu að hefðu mest völd þar í landi. Eru svörin nokkuð á dreif og er mikill munur á skoð- unum Austur- og Vestur- Þjóð- verja um þetta, samkvæmt nið- urstöðunum. 33 af hundraði vestmanna sem svöruðu telja að ríkisstjómin sé valdamesti aðilinn, en 41 af hundr- aði austmanna telur að það séu bankamir. Hinsvegar vom þeir sammála um að fyrirtæki í einka- eign væm næstvaldamesti aðili landsins. Aðeins 14 af hundraði austmanna telja að ríkisstjómin ráði meim en allir aðrir. Svör íbúa austurþýska ríkisins fyrrverandi þykja endurspegla von- brigði þeirra eftir sameiningu þýsku ríkjanna, en síðan hefur efnahagslífi austurfylkjanna stöð- ugt hrakað. 16 frambjóðendur myrtir Talsvert hugrekki þarf vænt- anlega til að bjóða sig fram til þings í indverska fylkinu Punj- ab, því að í yfirstandandi kosn- ingabaráttu hafa 16 frambjóð- endur verið myrtir þar, að sögn indversku fréttastofunnar PTI. Af þeim hafði einn boðið sig fram til sambandsþingsins í Del- hi, hinir til fylkisþingsins í Punj- ab. Öfgasinnaðir Sikar, sem vilja að Punjab verði sjálfstætt ríki fyrir þeirra þjóð/trúflokk, reyna að koma í veg fyrir að kosningar fari fram þar og segja að þær löghelgi indversk yfirráð í fylkinu. Finnar í gengissamflot Rolf Kullberg, aðalbanka- stjóri finnska seðlabankans, til- kynnti í gær að finnska markið yrði tengt gengissamfloti aðildar- ríkja Evrópubandalagsins á föstudag. Svíþjóð tengdi krónu sína því gengissamfloti 17. maí. Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, sagði í gær að fínnska stjómin hefði ákveðið að gera þessar ráðstafanir í gjaldeyrismál- um fyrr en áður hefði verið fyrir- hugað vegna ókyrrðar á markaðn- um og hækkandi vaxta. PÓSTUR OG SÍMI óskar að ráða svæðisumsjónarmann/rafeindavirkja til afleys- inga í rúmt ár hjá Pósti og síma á Húsavík. Nánari upplýsingar hjá stöðvarstjóra á Húsavík og umdæmistæknifræðingi á Akureyri. Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.