Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Blaðsíða 8
Sumir lífeyrissjóðir munu hækka vexti en aðrir doka við um sinn Það er mjöe erfitt að segja til um hvort aðrir Iífeyrissjóðir munu fylgja í kjölfar vaxtahækkunar Lífeyrissjóðs Vesturlanas, sagði Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann bióst við að einhverjir myndu fylgja fordæmi þeirra á Vesturlantíi en að aðrir myndu doka við fram eftir sumri og fylgjast með því hvort vaxtahækkunin að undanfömu yrði viovarandi eður ei. Stjóm Lífeyrissjóðs Vestur- lands ákvað 27. maí síðastliðinn að hækka vexti á lánum til sjóðsfé- laga úr sjö prósentum í markaðs- vexti bankanna frá og með 1. júlí. Við gerð þjóðarsáttarsamninga í ársbyijun 1990 var út frá því geng- ið að vextir lífeyrissjóða til sjóðs- félaga væru um sjö prósent. Bergþór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestur- lands, sagði grunnástæðuna tyrir vaxtahækkuninni vera þá að vaxta- lækkunin í febrúar 1990 hefði átt að ganga á undan vaxtalækkun í þjóðfélaginu almennt. „Það skilaði sér ekki,“ sagði Bergþór. Hann benti á að lækkuðu vextir almennt þá lækkuðu vextimir hjá þeim líka þar sem ákvörðunin snerist um það að láta vextina ráðast af markaðn- um á hverjum tíma. „Hefði lækk- unin 1990 skilað hlutverki sínu, til vaxtalækkunar í þjóðfélaginu, hefði hún verið til góðs. En for- sendumar em ekki lengur fyrir hendi, vextir em allsstaðar að hækka,“ sagði Bergþór. Hrafh sagðist skilja þessa af- stöðu Lífeyrissjóðs Vesturlands enda toguðust á í lífeyrissjóðum tvenn sjónarmið, annarsvegar að bjóða sjóðsfélögum hagstæð lán og hinsvegar að ávaxta fé sjóðsins á sem hagkvæmastan hátt. Hann sagði að SAL hefði ekki tekið neina heildarákvörðun um breyt- ingu á vöxtum og að þess væri ekki að vænta.Hrafn sagði lífeyris- sjóði nú nýta 14 prósent af ráðstöf- unarfé sínu i lán til sjóðsfélaganna og að síðan 1987 hefði þetta hlut- fall verið 10-14 prósent. Fyrir upp- töku húsnæðiskerfisins sem kennt er við 1986 var þetta hlutfall mun hærra. Hrafn sagði það sína per- sónulegu skoðun að lífeyrissjóðir ættu ekki að lána til sjóðsfélaga heldur ættu bankar að gera það og lífeyrissjóðir að sjá um að ávaxta fé sitt í arðbærari fjárfestingum. -gpm Fjölgun í Húsdýra- garðinum Tveir kálfar bættust í hóp hreindýranna í Húsdýragarðinum fyrir helgina. Annar fæddist á miðvikudag, en hinn er undanvill- Ingur af öræfum sem hafði verið flæmdur frá móður sinni og komið var með í garðinn frá Breiðdals- vik. Hann hefur h'klega fæðst á mánudag. Kálfunum heilsast vel en Hvíta- Sunna, fyrsti hreindýrskálfur sum- arsins, drapst sólarhrings gömul þar sem hún komst aldrei á spena. „Það er ekki óalgengt að kýimar hafni fyrsta kálfi og við stóðum í þeirri trú að Hvíta- Sunna hefði komist á spen- ann, en svo var ekki,“ sagði Tómas Guðjónsson forstöðumaður garðsins. Kálfiirinn var krufinn að Keldum og þegar næsta hreindýrskýr bar á mið- vikudag var vel fylgst með gangi mála. Sá komst ekki heldur á spen- ann strax og fékk pela í fyrstu, eins og undanvillingurinn, en er nú farinn að nærast á móðurmjólkinni. -vd. Það fjölgaði um tvo í hreindýrafjöl- skyldunni í Húsdýragarðinum í síðustu viku. Ein kýr bar á miðvikudag og á fimmtudag var komið með Iftinn undanvilling frá Breiödalsvík sem hafði villst frá móður sinni uppi á öræfum. Mynd: Kristinn. :v hgf' :<T¥ . £' £ m Búvörusamningurinn kallar á nýja hugsun r Anýafstöðnum aðalfundi Landssambands sláturleyfishafa sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra að nýgerður búvöru- samningur yrði efndur og að sjömannanefndin mundi starfa áfram. Jafnframt sagðist ráðherrann vilja beita sér fyrir því að draga úr boðum að ofan um málefni afurðastöðva. Hákon Sigurgrímsson, fram- bænda, sagði að framleiðendur og kvæmdastjóri Stéttarsambands afurðasölufélög yrðu að tileinka sér nýjan hugsunarhátt, samfara þeim breytingum sem verða á rekstrarumhverfi þeirra í kjölfar hins nýja búvörusamnings. Að mati framkvæmdastjórans mun framtíð ffamleiðenda og slát- ursleyfishafa byggjast á því hvem- ig þeim tekst að nýta markaðinn Sjúkrahúsdeildum lokað í sumar Vegna fjárskorts og vöntunar á starfsfólki til afleysingastarfa hafa sjúkrahúsin þurft að loka deildum yfir sumartímann og verður svo einnig þetta sumar. Vigdís Magnúsdóttir, hjúkran- arforstjóri á Landspítalanum sagði að á undanfomum áram hefði Landspítalinn alltaf lokað ein- hveijum deildum. Hún sagði þó að minna yrði um lokanir í sumar en áður. Vigdís sagði að Landspítalinn muni loka einni handlæknisdeild, lyflæknisdeild, bæklunarlækninga- deild og svo yrði hálfri deild lokað á Vífilstöðum. „Sumrin era mjög erfið því það era svo margar stofnanir sem skerðast af þessum sökum,“ sagði Vígdís. Borgarspítalinn mun einnig loka nokkram deildum og verður einni deild af skurðlækningadeild- unum lokað, hluti af lyQadeildum, öldrunadeildum og endurhæfínga- deildum verður einnig lokað. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkranarforstjóri á Borgarspítal- anum sagði ástæðuna fyrir þessum lokunum vera tvíþætta. „Bæði þarf starfsfólk spítalans að komast í sumarfri og þá era þetta mörg hundruð manns sem þarf að leysa af og það er ekki til svo mikil! varaforði af afleysingafólki. Svo er ekki til neinn peningur heldur," sagði Sígríður. Landakotsspítali mun aðeins loka handlækninga og lyflækn- ingadeildum og verður það í um tíu vikur. Öldranadeildin í Hafnar- búðum verður opin í allt sumar. Röskun verður einnig á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri eins og undanfarin sumur. Ljóst er að á Fjórðungssjúkrahúsinu verður unnt að halda uppi fullri þjónustu fyrir slysa- og bráðatilfelli. Starfsemi á Gjörgæsludeild, Fæðingadeild og Slysadeild verður óskert og munu deildimar starfa eftir þörfum. Skurðstofur verða reknar með helmingsafköstum. Innlögnum og þar með aðgerðum verður haldið í lágmarki á Handlækninga- Bækl- unar- Háls-, nef- og eyma-, Augn- og Kvensjúkdómadeild. Öllum bráðatilfellum verður þó sinnt en dregið verður úr innlögnum á öðr- um legudeildum. Með þessum samræmdu að- gerðum er starfsemi spítalans í heild dregin nokkuð saman tíma- bilið 1. júní - 15. september án þess að til þurfi að koma lokanir deilda. Með þessum aðgerðum er talið að ná megi markmiðum um nauðsynlegt aðhald í rekstri, og hægt sé að veita starfsfólki samn- ingsbundin Ieyfi. -KMH sem þeir munu ekki lengur sitjar einir að. Samkvæmt búvörusamningn- um mun verðábyrgð ríkissjóðs á kindakjöti falla niður frá og með 1. september á næsta ári og sömuleið- is verða útflutningsbætur aflagðar á sama tíma. Viðskipti með fram- leiðslurétt verða heimiluð og jafn- framt verður leyfilegt að framleiða, selja og flytja kindakjöt úr landi. Þá verður vaxta- og geymslugjald greitt upp að 500 tonna birgðum þann 1. september ár hvert. Kinda- kjötsframleiðslan verður tengd inn- anlandsmarkaði með svonefndu greiðslumarki sem verður ákveðið árlega með hliðsjón af innanlands- neyslu og lækkar ef neyslan dregst saman. I greiðslumarki felast bein- ar mánaðarlegar greiðslur til bænda fyrir helming grandvallar- verðs en hinn helminginn greiða sláturleyfishafar samkvæmt bú- vörulögum frá 1985. Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyfishafa, sagði að sláturhafar stæðu nú frammi fyrir miklum breytingum með nýjum búvörasamningi og fyrirsjáanlegri fækkun bænda. Af þeim sökum þyrfti Landssamband- ið að taka virkan þátt í og hafa framkvæði að áframhaldandi hag- ræðingu í greininni og sölu- og markaðsstarfi. -grh Hádegis' verður fyrir hungraða Hjálparstofnun kirkjunnar leitar nú eftir aðstoð lands- manna vegna hungursneyðar- innar sem hrjáir 25 miljónir manna í fimm ríkjum Afríku: Angóla, Eþíópíu, Mósambik, Súdan og Sómalíu. Hjálparstofnunin skorar á landsmenn að fylgja fordæmi 33 starfsmanna steypustöðvarinnar Óss, en þeir lögðu fram 17.000 krónur sem þeir söfnuðu með því að sleppa hádegisverði einn föstu- dag fyrir stuttu. Framkvæmd þessa gæti verið á þann veg að starfsmenn vinnu- staða með mötuneyti gætu tekið sig saman um að neyta minni hátt- ar máltíðar eða sleppa henni alveg og láta andvirðið renna til Hjálp- arstofnunarinnar. Þetta mætti einnig gera heima við, á ráðstefn- um og fundum og annars staðar þar sem menn koma saman. „Þannig gæti margt smátt gert eitt stórt átak í aðstoð við þá sem líða skort,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Hjálparstofnuninni. -vd. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.