Þjóðviljinn - 05.06.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Side 11
Lífið er saltfiskur Útflutningsráð Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til hádegisverðar- fundar nk. föstudag kl. 12 í Skálanum, Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Toril Fiskestrand, formaður samtaka saltfiskútflytjenda í Noregi. Þátttöku skal til- kynna í síma 678910 eigi síðar en á fimmtudag. Félag um barna- málsrannsóknir Félag um bamamáls- rannsóknir var stofnað í maí sl. og er það aðili að Samtökum um bamamáls- rannsóknir á Norðurlönd- um. Markmið félagsins er að efla rannsóknir á bama- máli á (slandi, stuðla að samstarfi þeirra sem rann- saka mál barna á öllum aldri og miöla þekkingu um mál barna og máltöku. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með því að halda fundi og ráðstefnur, dreifa upplýsingum um allt sem lýtur að bamamáls- rannsóknum og gefa út fréttabréf og tímarit. Félag- ar geta allir orðið, sem áhuga hafa á málefnum fé- lagsins, með því að snúa sér til Baldurs Sigurðsson- ar, Kennaraháskóla (s- lands, Dagnýjar Bjömsdótt- ur, Háskóla Islands, eöa Sigurðar Konráðssonar, Kennaraháskóla Islands. Gúrkutíð og Fríða frænka Tvö handritsuppköst voru valin I (slensku for- keppninni um drög að sjón- varpshandriti að leikinni mynd, sem samtök evr- ópskra sjónvarpsstöðva stendur fyrir. Það voru Gúrkutíð eftir Jón Steinar Ragnarsson og Friða frænka eftir Kristlaugu Mar- (u Sigurðardóttur. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til þessarar keppni. Steinbarn Vilborgar Einarsdóttur tók þátt í keppninni í fyrsta skipti sem hún var haldin og lenti þá ( hópi þeirra tíu sem valin voru. Ægismenn gefa Grensásdeiidinni Félagar í Lionsklúbbn- um Ægi afhentu Grensás- deild Borgarspftalans Fis- her myndsegulband og þráðlausan síma af Danc- allgerð í lok ma( sl. Myndin var tekin þegar Ægis- menn afhentu myndbandstækiö og slmann. Fréttabréf Siðmenntar Út er komið annað tölu- blað fréttabréfs Siðmenntar - félags áhugafólks um borgaralegar athafnir. I rit- inu er að finna margs konar fróöleik um starfsemi Sið- menntar, svo og upplýsing- ar um norræn og alþjóðleg samtök húmanista. Viðmóti afgreiðslufólks ( verslunum er viða ábótavant hér á landi. Þessi unga stólka var þó mjög lipur i garð viðskiptavina sinna. Mynd: Kristinn. Námskeiö fyrir ókurteist afgreiðslufólk Oll könnumst við við þá reynslu að lenda á leið- inlegu starfsfólki þegar við förum í verslanir og hversu niðurdrepandi það getur verið. Auðvitað er það misjafn hvem- ig viðmót við fáum frá afgreiðslu- fólki og er sumt afgreiðslufólk al- veg til fyrirmyndar og veitir okkur góða þjónustu og hlýlegt viðmót. En samt er það allt of oft hér á landi sem afgreiðslufólk gleymir því að það er í þjónustuhlutverki og á að gera allt sem í þess valdi stendur til að gleðja viðskiptavin- inn. Það em mörg dasmi þess að viðskiptavinur kemur inn í verslun hér á landi og finnur sig beinlínis óvelkominn. Starfsfólk gleymir því að það er viðskiptavinurinn sem heldur versluninni gangandi. Nú er komin ný verslunarmið- stöð, Borgarkringlan, og var allt til þess gert að gera hana sem glæsi- legasta. En það er ekki nóg að hafa flottar og dýrar verslanir þegar af- greiðslan er léleg. Því var tekið til þess ráðs að senda afgreiðslufólkið á námskeið til að bæta ffamkomu þess og kenna því að umgangast fólk á mannlegan hátt.Hvort þetta námskeið hafi síðan skilað ein- hveijum árangri er svo annað mál og verða viðskiptavinir Borgar- kringlunnar sjálfir að dæma um það. Neytendasíðan hafði samband við Gísla Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafa hjá Borgarkringl- unni, en hann hefur sjálfur haldið svona námskeið fyrir afgreiðslu- fólk. Gísli er vel kunnur verslunar- störfum því hann vann í 25 ár í verslun hér í Reykjavík. Hann sagðist ekki í nokkmm vafa um að svona námskeið geri sitt gagn og stuðli að betri fram- komu afgreiðslufólks. „Afgreiðslu er almennt mjög ábótavant í verslunum hér á landi,“ sagði Gísli. „Starfsfólki sem er í þjónustustörfum veitir ekkert af því að fara á svona námskeið af og til, því það er svo auðvelt að staðna og gleyma þessu öllu.“ Gisli sagði að vegna eðlisgerð- ar Islendinga þyrftum við kannski að minna okkur oftar á þessa hluti en aðrar þjóðir. I mörgum löndum tíðkast það að afgreiðslufólk fái prósentur af hverri sölu og segja margir að það stuðli að bættri þjónustu, því þá verður starfsfólk að sýna góða kurteisi í þeirri von að selja. Gisli sagðist ekki hafa mikla trú á þessu kerfi því það gæti leitt af sér að starfsfólk verði of ákaft að selja vömna og verði beinlínis uppáþrengjandi við kúnnann og reyndi þar af leiðandi að troða vör- unni á hann. Margt starfsfólk er fljótt að sjá hvaða viðskiptavinir em óákveðnir og kúnninn gæti endað með að kaupa vöm sem hann ætlaði sér aldrei að kaupa og er óánægður með hana þegar heim er komið. Gísli sagði að yfirleitt kvörtuðu neytendur ekki vegna lélegrar þjónustu afgreiðslufólks. „Þeir flytja aðeins viðskipti sín eitthvað annað ef þeir em óánægðir. Og það er það hættulegasta fyrir þjónustu- fyrirtækin.“ Gunnbjöm Þór Ingvarsson, viðskiptafræðingur, var leiðbein- andinn á námskeiðinu sem haldið var fyrir afgreiðslufólk Borgar- kringlunnar. Hann sagði að á þessu námskeiði hefði margt verið tekið fyrir t.d. hversu nauðsynleg góð framkoma væri fyrir viðskiptin, framkoma og samskipti almennt, áhrif streitu á ffamkomu, svömn í síma, og svo var tekið fyrir hversu nauðsynlegt það væri fyrir af- greiðslufólk að vita hvað það væri virkilega að selja. Gunnbjöm sagðist ekki vilja kalla þessi námskeið brosnámskeið því þau gengju út á mikið meira en það að kenna fólki að brosa. „Þó Gamlar rafhlöður seldar í búðum Nokkur dæmi eru um það að verslanir selji gamlar raf- hlöður og verða kaupendur að vera vel á verði og kanna ávallt dagsetningarnar. Dagsetningin, sem er á botni rafhlaðanna, segir til um endingu þeirra. Þar er nefndur mánuður og ár og á rafhlaðan að vera best fyrir tilgreindan tíma. Þessar upplýsingar koma ffam í Neytendablaðinu og seg- ir þar einnig að þó svo að gamlar rafhlöður geti enn verið í lagi þá hafi kaupandinn enga tryggingu fyrir þvi. Það er varhugavert að geyma rafhlöður í tækjum sem sjaldan em notuð því rafhlöð- umar geta lekið, og dæmi em um að þær hafi skemmt tæki eins og vasaljós, myndavélar, og fleira. Kaupendur eiga því ekki að taka neina áhættu og eiga því aðeins að kaupa rafhlöður sem em með réttri dagsetningu. Neytendasamtökin vilja einnig minna fólk á að rafhlöð- ur em taldar með spilliefnum og eiga því ekki að fara með venjulegu soipi. -KMH svo að bros sé vissulega nauðsyn- legt og ákaflega gott veganesti þá er það alls ekki nægjanlegt. Það þarf meira til. Brosið er aðeins og einn þáttur í góðri framkomu," sagði Gunnbjöm. Hann sagði að námskeið sem þessi væm mjög vinsæl og það væri mikil þörf á þeim. En hvað á viðskiptavinurinn að gera þegar hann hefixr fengið leið- inlegt viðmót ffá afgreiðslufólki? Á hann að labba útúr búðinni og láta þetta leiðindaatvik eyðileggja daginn fyrir sér eða á hann að gera eitthvað róttækara? Gunnbjöm sagði að vissulega ætti kúnninn að kvarta við verslunareigandann og mótmæla svona framkomu. Næst þegar þú Iesandi góður ferð í verslunarleiðangur ættirðu að hafa í huga hvemig viðmót þú færð fra afgreiðslufólki. Ef þú ert ekki ánægður, ættirðu að segja af- greiðslufólkinu frá námskeiðum sem nú em í boði sem stuðla að því að þú fáir betri þjónustu og að þú gangir út úr versluninni með bros á vör. - KMH Hagkvæmast að kaupa uppþvottalög í stórum umbúðum fslenski uppþvottalögurinn er aöeins ódýrastur sé hann keyptur I stónjm um- búöum. Sápumagn í uppþvotta- legi er eini raunhæf mælikvarðinn á það hversu vel uppþvotta- lögurinn nýtist, en engar vís- bendingar eru gefnar á umbúð- um uppþvottalaga um sápu- innihaldið. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar sem Verðlagsstofnun og Neytendasamtökin létu gera. Sápuinnihald í uppþvottalegi er misjafnlega mikið, eða allt frá 6 af hundraði og upp í 39 af hundraði rúmmáls. Einfaldur verðsaman- burður á vömnni gefúr því enga vísbendinu um raunvemlegt verð á þeirri sápu sem er í honum. Verðmismunur á uppþvottalegi er vemlegur og það er ótvírætt hagkvæmast að kaupa hann í stór- um umbúðum. Könnun þessi náði til 37 teg- unda af uppþvottalegi í 53 mis- munandi umbúðum af ýmsum stærðum. Ef einfaldur vcrðsaman- burður er gerður á þessum tegund- um, án tillits til sápumagns, kemur Crown Crest lemon best út með 52,4 krónur á hvem lítra. Bmgsen mini risk opvask er hins vegar dýr- astur, 471% dýrari en ódýrasti lög- urinn. Sé hins vegar miðað við sápu- magn í leginum litur málið öðm- vísi við. Today’s washing up liquid er ódýrasti uppþvottalögurinn, sé verðið miðað við hlutfall af sápu- efni. Hreins sítrónu er hins vegar dýrastur, 3,3 sinnum dýrari en sá ódýrasti. Það vekur athygli að innlendur þvottalögur er ekki meðal ódýrustu tegunda nema þegar hann er seldur í stómm umbúðum. I þeim brúsum sem taka einn lítra eða minna er Vex með eplailmi ódýrasti íslenski lögurinn. Hann kostar 9.3 krónur á % af sápuefni og lendir i 14. sæti af 39 tegundum. Kannaðar vora 14 tegundir af uppþvottalegi í tveggja til fjögurra lítra brúsum. Þar af vom aðeins tvær innfluttar. í þessum brúsa- stærðum virðist íslenski lögurinn vera samkeppnisfær í verði. Þykkt uppþvottalagar er mjög mismunandi. Rannsókn Iðntækni- stofhunar leiddi hins vegar í ljós að þykkur uppþvottalögur þarf ekki að vera góður uppþvottalögur. Það er sápumagnið sem gildir. - KMH Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.