Þjóðviljinn - 05.06.1991, Síða 16

Þjóðviljinn - 05.06.1991, Síða 16
 Þjóðviuinn Miövikudagur 5. júní 1991 ÞJÓÐVILJINN Skrifstofa 681333 Auglýsingar 681310 Afgreiðsla 681333 Myndsendir 681935 Sívaxandi hluti útgjalda bifreiðaeigenda rennur til ríkisins. Aukin skattheimta á bifreiðaeigendur Albjóðlegur umnverfis- vemdardagur dag, 5. júní, er alþjóðlegur umhverfisverndardagur UNEP, Um- hverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur hefur verið tileinkaður umhverfismálum um nokkurra ára skeið en íslensk stjórnvöld hafa ekki minnt á hann sérstaklega. í þetta sinn er dagurinn helgaður baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifunum svo- nefndu og kallar UNEP á alþjóðlegt samstarf á þessu sviði. í ávarpi dagsins segir M.K. Tolba, framkvæmdastjóri UNEP, að Persaflóastríðið hafi enn aukið á hrikalega eyðileggingu mannsins á umhverfi sínu og mengun í and- rúmsloftinu. „Stríðsreksturinn gleypti miljarða dollara sem annars heíðu getað farið í hreinsun um- hverfisins og alþjóðlega uppbygg- ingu á því sviði,“ segir Tolba. I annan stað sé alvarleg hætta á breytingum á loftslaginu vegna ol- íueldanna sem enn brenna í Kúveit og heilsufari manna sé hætta búin af þeim þar eð magn súlfúrdíoxíðs hafi hækkað mjög á olíusvæðun- um. Gróðurhúsaáhrifin hafa verið til umræðu áratugum saman og enn aukast áhyggjur manna vegna þeirra. Hiti á jörðinni er nú hálfu celsíus-stigi hærri en fyrir iðnbylt- ingu og því er spáð að meðalhiti muni hækka um þijú stig fyrir lok næstu aldar, verði ekkert að gert. Slík hitaaukning mun valda gífur- legum breytingum á loftslaginu og á veðurfari, m.a. þannig að stormar verða algengari og alvarlegri, og munu einnig geisa á svæðum þar sem stormar hafa ekki þekkst áður. Um leið og hitastigið hækkar hlýn- ar sjórinn og yfirborð hans hækkar þannig að flæða mun yfir stór landsvæði, m.a. í Bangladesh, Eg- yptalandi, Indónesíu, Kína og á Indlandi. -vd. Fj ármagnseigendur hirða kjarabætumar Verkalýðsfélagið Eining hélt aðalfund sl. fimmtudag. Fundur- inn lagði áherslu á aukinn kaupmátt lægstu launa og mót- mælti þeirri kjaraskerðingu sem orðið hefur vegna sífelldra vaxtahækkanna. Fundurinn gagnrýndi það fordæmi sem ríkisstjórnin hefur gefið í vaxtamálunum. A fundinum var og kjör- inn ný stjórn fyrir næsta starfsár. Svo virðist sem ríkissjóður ætli sér auka tekjur sínar allverulega með aukinni skattheimtu á bifreiðaeig- endur. Að óbreyttri skattastefnu ríkissjóðs er búist við að kostn- aður bifreiðaeigenda á næsta ári aukist um 100 miljónir króna vegna hreinsibúnaðar á útblást- ur bíla og meiri bensíneyðslu, sem er samfara notkun hans. Þetta er alveg á skjön við það sem gengur og gerist í nágranna- löndunum þar sem aimenningur nýtur þess í minni skattaálögum að ganga vel um umhverfið. Landsþing FÍB hvetur því ríkis- stjórnina eindregið til þess að lækka tolla á bílum með meng- unarvarnarbúnað og telur frá- leitt að ríkissjóður hagnist á að- gerðum til megnunarvarna. Um næstu áramót verða allir nýir bílar að vera útbúnir hreinsi- kútum sem talið er að muni hækka útsöluverð bíla að meðaltali um 100 þúsund krónur. Þessi búnaður á að draga verulega úr þeim eitur- efnum sem berast út i andrúmsloft- ið með útblæstri bifreiða. Með þessum útbúnaði er áætlað að hver bíll muni eyða nálægt tveimur lítr- um meira af bensíni miðað við 100 kílómetra akstur, sökum þess orku- taps sem verður við notkun hans. Þessi hreinsibúnaður slær veru- lega á útstreymi köfnunarefnisox- íðs, koloxíðs og brennisteinsoxíðs í útblæstri bifreiða. En einn galli er þó á gjöf Njarðar. Aukin bens- íneyðsla hefur í for með sér að meira af koltvísýringi sleppur út í andrúmsloftið. En eins og kunnugt er eyðir koltvísýringurinn ósonlag- inu í lofthjúp jarðar sem vemdar lífríki hennar fyrir hættulegum sól- argeislum. Að mati nýafstaðins landsþings Félags íslenskra bif- reiðaeigenda er það kaldhæðnislegt að við þessar ráðstafanir fær ríkis- sjóður meira í kassann með aukn- um tolla- og skatttekjum af nýjum bifreiðum. Þessu til viðbótar auk- ast tekjur ríkissjóðs all verulega vegna aukinnar bensíneyðslu sem fylgir notkun þessa hreinsibúnaðar. A aðalfundi Bílgreinsambands- ins fyrir skömmu kom það fram í máli Friðriks Sophussonar íjár- málaráðherra að litlar líkur séu á því að tollar og skattar á bílum verði lækkaðir. Jafhframt gaf fjár- málaráðherra það sterklega í skyn að lagður verði sérstakur mengun- arskattur á þá eldri bíla sem ekki verða með þennan hreinsunarbún- að um næstu áramót. Runólfur Ólafsson fram- kvæmdastjóri FÍB segir að hlutur bílaflota landsmanna í brennslu eldsneytis sé ekki nema 35%-40% af heildinni. Meirihlutinn, eða 60%-65% er hlutur fiskiskipa og flugvéla. Hinsvegar er afar fróðlegt að fylgjast með þeim stakkaskiptum sem hefur orðið í málflutningi for- ystumanna sjálfstæðismanna tij skattheimtu á bifreiðaeigendur. I umræðum um hækkun bifreiða- gjalds í mars í fyrra á Alþingi, sagði Friðrik Sophusson: „Tilgang- urinn er sá að svíkjast um að láta þá fjármuni sem koma af umferð- inni og af bifreiðum ganga til framkvæmda í vegamálum, en að ná í aukna skatta af bifreiðaeigend- um og láta þá renna til ríkissjóðs“. Við sama tækifæri sagði Þorsteinn Pálsson: „Bílar eru almenningseign í dag, þeir eru eign nánast hverrar einustu fjölskyldu. Þessi skattur kemur því með mestum þunga nið- ur á þeim sem kröppust hafa kjörin og sem þola síst viðbótarálögur." -grh Ályktun sem samþykkt var á fundi Einingar ffá Ákureyri sl. fimmtudag, fjallaði um vaxta- hækkanir þær sem tröllriðið hafa íslensku þjóðinni undanfarið og þær kjaraskerðingar sem þær hafa í for með sér. Fundurinn vill meina að lítil verðbólga sé grundvallarskilyrði þess, að ekki séu allar kjarabætur teknar af verkafólki jafnharðan og um þær hafi verið samið. I lok ályktununnar segir, „En fyrst og síðast ber að leggja áherslu á aukinn kaupmátt lægstu launanna og að nýir samningar verði tilbúnir og taki gildi um leið og núgildandi samningar renna út. Fundurinn bendir á, að nú þegar verður að stöðva þá óheillaþróun, sem er hafin með sífelldum víxil- hækkunum vaxta og stórfelldri kjaraskerðingu, sem fylgir fyrir all- an þorra launafólks. Ríkisvaldið hefur þar gengið á undan með illu fordæmi i stað þess að beita áhrif- um sínum til að halda stöðugleika á vaxtamarkaðinum. Ef heldur ffam sem horfir í vaxtamálum, er ekki annað sjáanlegt, en fjár- magnseigendur, innlendir og þó einkum erlendir, hirði þær kjara- bætur sem um kann að verða sam- ið og gjaldþrot fjölda heimila og fyrirtækja blasir þá við. En það má aldrei gerast.“ -sþ Irlandshaf sorptunna væntanleg fyrir geislaúrgang Allt bendir nú til þess að safnstöð fyrir geislavirkan úrgang verði komið upp við kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sel- lafield á vesturströnd Englands við írlandshaf, í stað end- urvinnslustöðvarinnar í Dounreay sem er á norðurodda Skotlands. Bresk stjórnvöld hafa um nokkurn tima haft í hyggju að koma geislavirkum úrgangi fyrir til geymslu undir sjávarbotni og hefur einkum verið horft til Dounreay í því sambandi, þrátt fyrir há- vær mótmæli stjórnvalda þeirra landa sem liggja að Norður- Atl- antshafi. I fréttaskeyti frá NENIG - Northem European Nuclear Infor- mation Group (Upplýsingahópi um kjamorkumál í N-Evrópu) sem að- setur hefur á Hjaltlandseyjum, seg- ir að samkvæmt óopinbemm heim- ildum hafi fyrirtækið NIREX, sem er breskt ríkisfyrirtæki, þegar ákveðið að koma sér upp safnstöð og geymslum fyrir geislavirk úr- gangsefni í námunda við endur- vinnslustöðina í Sellafield. Bresk stjómvöld hafa þó ekki látið neitt frá sér fara opinberlega sem stað- festir þetta, en búist er við yfirlýs- ingu bresku stjómarinnar þar að lútandi í ágúst nk., sem bendir til að jarðvegskannanir á jarðlögum undir sjávarbotni við Dounreay og Sellafield séu mun lengra á veg komnar en Iátið hefur verið í veðri vaka af hálfu opinberra aðila. NENIG bendir á að þrátt fyrir það að Sellafield verði fyrir valinu sem geymslustaður fyrir geilsa- virkan úrgang, sé lífríki í og við Norður-Atlantshaf ekki síður hætta búin með þessu staðarvali en Do- unreay. Geilsavirkni berist hæg- lega með hafstraumum norður í höf og lífsgrundvöllur fiskveiði- þjóða við Norður-Atlantshaf sé þannig í húfi. Rekja má að stærst- um hluta þá geislamengun sem mælst hefur í Norðursjó og norður- höfum, þótt í litlum mæli sé, til endurvinnslustöðvarinnar í Sellafi- eld. Samkvæmt áætlunum stjóm- valda og NIREX um safnstöð fyrir geislavirkan úrgang, er gert ráð fýrir því, að eiturefnin leki í ein- hveiju magni út í haftð næstu tíu þúsund árin eða svo. NENIG skorar því á stjómvöld þeirra þjóða við Norður- Atlants- haf og sem hagsmuna hafa að gæta að hvika ekki frá því á ráðstefnu aðildarríkja Parísarsamkomulags- ins um mengun sjávar sem haldin verður síðar í þessum mánuði, að reglur verði settar um geymslu og losun geislavirkra úrgangsefna og annars eiturúrgangs undir sjávar- botni. Tillögu þessa efnis lögðu fulltrúar íslands fram á ráðstefnu aðildaríkjanna í fyrra, en þá hlaut hún ekki hljómgrunn aðildarikj- anna og hafa íslensk stjómvöld ákveðið að bera tillöguna fram á ný á ráðstefnu aðildarríkjanna sem fram fer í HAAG í Hollandi 17,- 21. þessa mánaðar. _NENIG/rk

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.