Þjóðviljinn - 07.06.1991, Page 21
Vænlegt vetni
Draga verður úr notkun líf-
ræns eldsneytis á næstu árum, ef
menn taka aðvaranir um gróður-
húsa-áhrifin alvarlega. Sívaxandi
mengun andrúmsloftsins veldur
vaxandi áhyggjum um heim all-
an. Margir taka svo stórt upp í
sig að fullyrða að bruninn á líf-
rænum leifum sem safnast hafa í
jörðu á miUjónum ára muni leiða
tíl tortímingar mannskepnunnar
fyrr en síðar.
1979 skrifaði breski vísinda-
maðurinn Jim E. Lovelock afar at-
hyglisverða bók, sem ber titilinn
GAIA- A new look at life on Earth.
(Oxford University Press). Þar set-
ur hann fram þá kenningu að
GAIA, jörðin sjálf, sé í raun lífvera
sem aðlagi sig umhverfi sínu eins
og aðrar lífverur. Manninum sé í
raun orðið ofaukið þar sem hann
stefni lífi og heilsu jarðarinnar í
hættu með starfsemi sinni í vist-
kerfinu. Vegna gífurlegrar offjölg-
unar og mengunarálags muni því
fara fyrir manninum eins og bakter-
íum í tilraunaglasi: hann kafni í eig-
in úrgangi.
Þessi framtíðarsýn hugnast ekki
öllum, en ótrúlega margt annað sem
skrifað er í þessa ágætu bók fyrir
tólf árum hefúr nú komið á daginn
og breska sjónvarpið BBC hefur
gert um hana sérstakan þátt. Þarft
væri að fá þáttinn til sýningar hér.
Kostnaðurinn við orkubúskap
nútímans hefúr ekki verið reiknað-
ur inn í markaðsverðið, nú á öld
orkusóunar. Markaðsverðið er í
rauninni falskt, hvemig sem menn
reyna að breyta því með vopna-
valdi. Umhverfisvinir gera sér grein
fýrir því að stór hluti verðsins er
skrifaður á reikning bamanna í nú-
tímanum og komandi kynslóða.
Það er ekki hugnanleg innistæða.
Með því að snúa frá notkun
kola og kolvetna yfir til hreinni
orkugjafa sem hægt væri að útvega
um heim allan væri stigið stórt
skref til að viðhalda lífi tegundar-
innar á yfirborði Gæu.
Það er ömggt að þeir fjölmörgu
og valdamiklu aðilar, sem eiga allt
sitt undir því að viðhalda ríkjandi
kerfi munu reyna að hamla gegn
þeirri þróun. Skammtímahagsmun-
ir olíufyrirtækjanna krefjast þess og
stærsti hluti samgöngukerfa nútím-
ans er í heljargreipum þeirra. Sem
betur fer er nú vaxandi skilningur
og áhugi á meðal forystuþjóða á
sviði umhverfismála að leita nýrra
leiða.
Ein veigamesta hindrunin í því
að nýta aðra og hreinni orkugjafa er
fólgin í því vandamáli að geyma og
flytja orkuna. Nú er komin framtíð-
arlausn, sem um leið opnar nýja sýn
fyrir nýtingu íslenskra orkulinda.
Með því að umbreyta hreinni fall-
orku vatns í vetni.
Fyrir nokkmm ámm hélt pró-
fessor Cesare Marchetti við háskól-
ann í Miami fyrirlestur um vetnið á
vegum Sameinuðu þjóðanna á Ind-
landi. Þar sagði hann m.a.:
„í orkukerfi sem byggir á vetni
sjá menn fyrir sér að þetta stórkost-
lega eldsneyti verði framleitt með
nýjum hreinum orkugjöfum og
verði notað á öllum þeim sviðum
þar sem olía, jarðgas og kol em not-
uð nú á tímum, einnig til heimilis-
nota;
í slíku kerfi er vetnið ekki
frumorkugjafinn, heldur annað
orkuform eða afleiddur orku-
miðill...
Einar Valur
Ingimundarsson
Vetni hefur alla ákjósanlegustu
eiginleika eldsneytis. Það er léttasta
og hreinasta eldsneyti sem til er.
Það er hægt að umbreyta því í önn-
ur orkuform með árangursríkari
ódýrari en raforkuflutningur í gegn-
um háspennulínu. Einnig er auðvelt
að flytja það í fljótandi formi með
tankskipum. Þjóðveijar kaupa nú
þegar töluvert af vetni frá Austur-
ingum alla orkuna frá Blönduvirkj-
un fyrstu tíu ár fyrirhugaðrar starf-
semi á Keilisnesi! Það finnst mönn-
um hins vegar alveg sjálfsagt að
gera.
Raforka
Vatn
Hverfiorka
Hiti
Raforka
Geymsla
Flutningur
Dreifing
Súrefni
Mengunarlaus
bruni í
vélum og
orkuverum
Hráefni til
efnaiðnaðar
hætti en nokkm öðm eldsneyti. Það
er líka algengasta ftumefnið í al-
heiminum...
A jörðinni er vetni hins vegar
ekki algengt í lausu formi. Það
finnst í litlu mæli í náttúmgasi og er
auk þess 0,2% af andrúmsloftinu.
Þetta er lítið magn miðað við orku-
þörfina. Þess vegna þarf að fram-
leiða vetni með öðmm orkugjafa, ef
það á að mæta eldsneytisþörfum
okkar.“
Miklir möguleikar em ónýttir í
orkukerfúm samtímans að fram-
leiða vetni með rafgreiningu á næt-
umar, þegar borgimar sofa. Uppsett
afl raforkuvera, þ.e.a.s. hámarksaf-
köst þeirra, er jafnan miðað við
mestu álagstoppa. Þar sem fallorka
vatnsafls er virkjuð, eins og á Is-
landi, mundi það ekki breyta miklu
í rekstrarkostnaði raforkuveranna
að nýta þessa afgangsorku til ffam-
leiðslu á vetni.
Þegar hafa fólksbílar og strætis-
vagnar verið pmfúkeyrðir á vetni í
Þýskalandi og víðar. Flugfélög hafa
uppi áform um að knýja flugvélar
með vetni, tilraunir em í gangi með
stærri vélar í skip og jámbrautar-
lestir.
I þýska tímaritinu Hoechst
High Chem Magasin frá 1988 (hefti
5) segir dr. W. Stoll að í löndum
sem búa yfir mikilli vatnsorku ætti
rafgreining vatns að geta gefið
vetni sem væri samkeppnisfært við
olíu innan nokkurra ára. 4,8 kWst
raforku þarf til að framleiða einn
rúmmetra vetnis. Úr honum fást
svo aftur 2,8 kWst orku.
Stoll segir lika að
flutningur á vetni í
gegnum leiðslur sé mun
Evrópu til að blanda á jarðgas og
framleiða þannig „hreinna" elds-
neyti.
Framleiðsla á vetni með hreinni
orku er reyndar ekki bundin við
fallorku vatns eða jarðhita. Með
ljósrafhlöðum (fótósellum) er hægt
að nýta sólarorkuna til hins sama.
Þannig sjá menn fyrir sér ferkíló-
metra breiður rafþilja í Sahara-
eyðimörkinni til vetnisframleiðslu
fyrir Afríkuríkin.
Vindurinn er líka hugsanleg
uppspretta orku til rafgreiningar
vatns. Frá því hefúr verið sagt áður
hér á síðunni (8.2/91) að í Svíþjóð
hefur verið gerð slík tilraun þar sem
sænskur verkfræðingur framleiddi
með vindrellu allt vetni til heimilis-
brúks og fyrir bíl sinn. Að frádregn-
um stofnkostnaði varð þetta elds-
neyti helmingi ódýrara fyrir hann
en annað eldneyti, þótt vetnið væri
framleitt í smáum stíl.
I grein í Mbl. 5. júní, sl. segir
Jakob Bjömsson orkumálastjóri:
„Sem stendur stenst rafgreint
vetni frá nýjum rafgreiniverksmiðj-
um ekki kostnaðarsamanburð við
vetni sem framleitt er úr olíu eða
jarðgasi." Og síðar:
„Sem stendur er engin mark-
aðshæf tækni tiltæk til að nýta vetni
sem orkubera."
Hvað kostnaðinn varðar má
vísa til þess, sem fyrr var sagt um
nýtingu umframorkunnar i kerfinu.
Ef Islendingar eru sjálfir að nota
þessa orku til framleiðslu innlends
eldsneytis og þar með spamaðar á
innflutningi olíuvara hlýtur að vera
leyfilegt að reikna með lágu orku-
verði. Alveg eins og að gefa útlend-
Hvað varðar síðara atriðið um
tiltæka tækni vil ég einfaldlcga vísa
til fjölmargra vísindagreina í tíma-
ritinu Intemational Joumal of
(eða gefa) nokkra auðveldustu og
nærtækustu virkjanakostina hér á
landi til að skapa nokkur atvinnu-
tækifæri í mengandi áliðnaði hér á
landi. I munni margra ganga þeir
undir nafninu ÁLSALIR og þykja
vera óræk sönnun þess, að ál sé
þegar farið að hafa töluverð eiturá-
hrif í umhverfinu.
Ekki veit ég hvort Jóhannes G.
Jóhannesson tækniffæðingur er ál-
sál, en hann vitnar um ill áhrif vetn-
is í Mbl. 4. júní, sl. Máli sínu til
sönnunar nefnir hann upplýsingar
ffá Mercedes-Benz sjálfúm hve
baneitrað loftið frá vetnisvél sé.
Hann segir:
„Þjóðveijar tala um að hefja til-
raunir með brennslu vetnis í bif-
reiðum og strætisvögnum...
Mercedes-Benz kveður meng-
unina af vetnisvél sist minni heldur
en af góðri bensínvél, auk þess sé
ekki ennþá fúndin nein handhæg
geymsluaðferð fyrir vetnið; það sé
sprengihætt og í raun hættulegt
eldsneyti. Það er því vandséð að
vetni sé stóriðjuvalkostur líðandi
stundar."
Norska orkutæknistofnunin IFE
segir í bæklingi um vetni: „Örygg-
isvandamál vegna meðferðar vetnis
eru auðviðráðanleg og í engu alvar-
legri en meðhöndlun eldfimra
vökva. Þetta er reynsla af margra
ára notkun efnisins í iðnaði víða um
Iönd.“
Ennffemur er það svo að á veg-
um Mercedes-Benz hefur verið
ekin meira en ein miljón kílómetra
á vetni einu saman. Frá þeim koma
meðfylgjandi súlurit um saman-
burð á mengun frá bensínbruna
annars vegar og vetnisbruna hins
vegar. Tekið er fram að útblásturinn
hafi ekki farið í gegn um hreinsikút.
Eins og sjá má nær mengun af völd-
um köfnunarefnisoxíða frá vetnis-
bruna ekki 20% af þvi sem hún er
úr bensínvél. Þetta súlurit er þekkt
og hefúr víða verið notað.
málastjóri virðist ekki hafa aðgang
að. Þar hefúr tækninni verið lýst af
fjölmörgum heimsþekktum vís-
indamönnum.
I umræddri grein Jakobs gætir
þeirrar vantrúar og fyrirlitningar í
garð umhverfisvina, sem algengt er
að sjá á meðal hans kynslóðar og
fært hefúr mannkynið nær
hengiflugi tortímingar en það hefúr
nokkru sinni staðið.
Svo virðist sem orkumálastjóri
sé einn af talsmönnum þess að selja
g #
iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins forðum, er hann sneri línuritinu
öfúgt?
Föstudagur 7. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SIÐA21