Þjóðviljinn - 21.06.1991, Blaðsíða 6
Berlín
skal hún
heita
Eftir ellefu tíma þindar-
lausar umræður í neðri deild
þýska þingsins - Bundestag - í
gær samþykktí þingheimur
að Berlín skyldi vera höfuð-
borg sameinaðs Þýskalands.
Alls greiddu 337 þingmenn
atkvæði með þeirri tillögu að
stjómaraðsetur Þýskalands
skyldi flytjast frá Bonn til Berl-
ínar. 320 þingmenn greiddu at-
kvæði á móti flutningnum.
Með þessari samþykkt
þingsins verður Berlín að nýju
höfuðborg sameinaðs Þýska-
lands, el til 1945 er landinu var
skipt upp í Austur og Vestur-
Þýskaland í stríðslok.
-Reuter
Kongressflokkurinn
kýs eftirmann Gandfs
Þingmenn Kongressflokks-
ins indverska hafa komið
sér saman um eftírmann Raj-
ivs Gandís í formennsku fyrir
flokknum. Sá sem embættið
hlaut heitír P. V. Narashima
Rao og það fellur í hans verka-
hring að leiða og mynda ríkis-
stjórn, en flokkurinn hefur
nauman meirihluta á þingi eft-
ir þingkosningar á dögunum. í
gær tilkynnti Rao að honum
hefði formiega verið falin
stjórnarmyndun og fcngi til
verksins ijórar vikur.
Rao var kosinn til embættis-
ins á opnum fundi þingflokksins,
eftir að helsti keppinautur hans
til formannsembættisins dró sig í
hlé.
Rao, sem er 69 ára gamall og
Tilkynning
Vegna hitaveituframkvæmda verður Vífilsstaða-
vegur í Garðabæ, milli Reykjanesbrautar og Karla-
brautar, lokaður allri umferð frá kl. 8.00 laugardaginn
22. júní til kl. 23.00 sunnudaginn 23. júní 1991.
Vegfarendum er vinsamlegast bent á að aka Hafn-
arfjarðarveg og Bæjarbraut á meöan.
Hitaveita Reykjavíkur
ÞJOÐMINJASAFNISLANDS
Laus er til umsóknar
staða deildarstjóra húsverndunardeildar Þjóð-
minjasafns íslands. Starfið felst einkum í umsjón og
rannsóknum friðaðra húsa og húsa í vörslu safnsins.
Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun í safn-
greinum eða byggingarlist. Laun samkvæmt launa-
kerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknum skal komið til þjóðminjavarðar, Þjóð-
minjasafni íslands, Pósthólf 1489, 121 Reykjavík fyrir
10. júlí n.k.
íslenska járnblendifélagið hf.
Efnafræðingur/efna-
verkfræðingur
íslenska járnblendifélagið hf. óskar eftir að ráða
efnafræðing/efnaverkfræðing til starfa. Honum er ætl-
að að vinna að rannsóknum á hráefnum til járnblendi-
framleiðslu, sérstaklega kolum og koksi. Verkefnið er
til þriggja ára og unnið undir stjórn starfsmanna járn-
blendifélagsins en er fjármagnað af erlendum sam-
starfsaðilum félagsins. Rannsóknirnar verða gerðar í
samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og verður
því hluti vinnunnar erlendis, einkum vestanhafs.
Umsækjendur verða að hafa lokið framhaldsnámi í
efnafræði og hafa reynslu af rannsóknastörfum. Gott
vald til vinnu á ensku og kunnátta í norðurlandamáli
er nauðsynlegt.
Frekari upplýsingar veita dr. Þorsteinn Hannesson
eða dr. Jón Hálfdanarson, íslenska járnblendifélag-
inu, síma 93-20200. Umsóknir berist íslenska járn-
blendifélaginu h.f., 301 Akranesi, fyrir 15. júlí 1991.
sagður við slæma heilsu, er tal-
inn varkár stjómmálamaður sem
kunnur sé fyrir að vilja ávallt
leita málamiðlana i viðkvæmum
deilumálum, fremur en að láta
skerast í odda milli stríðandi
afla.
Fréttaskýrendur segja hann
ólíklegan til að víkja frá þeirri
stefnu sem Kongrerssflokknum
var í upphafi mörkuð af Nehru,
íyrsta forsætisráðherra Indlands
og síðar framhaldið af dóttur
hans Indíru Gandí og dóttursyni
Rajiv Gandí.
Rao er kominn af bændafólki
í báðar ættir. Hann nam lögfræði
og er sagður tala reiprennandi
nokkur þeirra fjölmörgu mála
sem töluð eru á Indlandi.
Bein afskipti hans af stjóm-
málum hófust ekki að fullu fyrr
en á fyrri hluta áttunda áratugar-
ins. Þann tíma sem Indíra Gandí
stjómaði landinu í skjóli neyðar-
laga með tilheyrandi skerðingu
mannréttinda árin 1975 til 1977,
lét Rao lítt uppi skoðun sína á
stjómarfarinu. Hann snéri þó
ekki baki við Indíru og þegar
Kongressflokkurinn beið mikið
afhroð í kosningum 1977 og Ind-
íra sjálf datt út af þingi, tók Rao
að sér það erfiða hlutverk að vera
í forsvari fyrir flokkinn og stefnu
Indím i neðri deild þingsins.
Er Indíra komst aftur til
valda 1978 launaði hún Rao
ríkulega trygglyndið við sig og
gerði hann að ráðherra utanríkis-
mála. Um það leyti sem Indíra
fyrirskipaði hermönnum að ryðj-
ast inn í Gullna hofið, helgasta
stað Síkka 1984 var Rao gerður
að innanríkisráðherra.
Eflir morðið á Indíru, gekk
Rao ekki eins vel að fóta sig í
stjómmálum. Honnum féll ekki í
geð nútímaleg hugsun Rajivs
Gandís og var færður til í emb-
ætti og gerður að vamarmálaráð-
herra 1984, en þeirri stöðu
gegndi hann fram á næsta ár er
hann var enn færður til og fengið
Narashima Rao, nýkjörinn leiö-
togi Kongressflokksins (á
innfelldu myndinni), þykir hag-
sýnn og varkár stjórnmálamað-
ur sem flanar ekki að neinu, en
næsta vlst er að það verður ekki
auðhlaupiö að þvi fýrir hann að
fylla það skarð sem þau
mæðgin Indlra og Rajiv Gandl
skyldu eftir sig.
ráðuneyti sem fer með mann-
fjölgunarmál. Því embætti
gegndi Rao til ársins 1989 er
Kongressflokkurinn missti þing-
meirihlutann í kosningum til ind-
verska þingsins.
Víst er að þau vandamál sem
Rao, nýkjörinn formaður Kon-
gressflokksins og væntanlegur
forsætisráðherra þarf að kljást
við em mörg og erfið úrlausnar.
Þau vandamál sem brýnast er að
lausn fáist á er sá gífúrlegi efna-
hagsvandi sem Indland á við að
glíma og að samkomulag náist
við öflugar hreyfmgar aðskilnað-
arsinna í Punjab, Kasmír og As-
sam, sem ógna tilvist sambands-
ríkisins Indlands.
-Reuter/Newsweek
Færeyingum meinað að leika heima
Knattspyrnusamband Evr-
ópu - UEFA - hefur afsagt
með öllu að færeyska landslið-
ið í knattspyrnu fái að leika
leiki sína í Evrópumeistara-
mótinu heima. Þess í stað er
landsliði Færeyja gert að Ieika
„heimaleiki“ sína í hlutlausu
landi, en færeyska knatt-
spyrnusambandið hafði sótt
um að leika þá þrjá heimaleiki
sem þeir eiga eftir á nýjum
grasvelli að Tóftum á Austur-
ey.
Þessu hafnaði Evrópusam-
bandið eins og fyrr segir á þeirri
forsendu að þegar dregið var í
riðla í mótinu hafi Færeyingar
fallist á að leika leiki sína ytra
þar sem þeir hafi þá aðeins haft
leikvöll með velli með gervi-
grasi til að spila á og reglur sam-
Sandsins heimiluðu ekki breyt-
ingar frá fyrri ákvörðunum.
Færeyska landsliðið hefúr
þegar leikið einn heimaleik ytra,
þ.e. á móti Austurríki sem fram
fór í Svíþjóð. Þeir leikir sem
landslið Færeyinga í knattspymu
á eftir að leika eru á móti Dön-
um, Norður- Irum og Júgóslöv-
um.
Landslið Fæyreyja hefúr
staðið sig ffamar öllum vonum í
ýmsum leikjum við landslið
þjóða sem hafa verið talin til
stórvelda í kanttspymu og lagði
meðal annars austurríska lands-
liðið að velli í Svíþjóð sl. vetur.
Landsliðsþjálfari Færeyinga er
íslendingurinn Páll Gunnlaugs-
son.
-Reuter
Cresson varar enn
við Japönum
- Við viljum eiga ágæt sam-
skipti við Japani, en við sitjum
ekki til sama borðs og þeir hvað
viðskipti milli Evrópu og Japan
varðar. I því er hættan fólgin,
sagði Cresson og átti þar við þá
tollamúra sem Japanir hafa sett
gagnvart innflutningi erlendrar
ffamleiðslu.
-Reuter
Franskl forsætisráðherr-
ann, frú Edith Cresson, er
enn við sama heygarðshornið
og segir Japani hin verstu fól
við að eiga í viðskiptum.
A blaðamannafúndi sem ffú-
in hélt í París í gær sagði hún að
það væri aldrei of mikið gert að
þvi að hamra á þeirri hættu sem
Evrópu stafaði að viðskiptaveldi
Japana.
Má bjóða þér
pitsu með
hrossataði?
Pitsa með hrossataði í ofaná-
legg var á meðal þeirra fjöl-
mörgu ókræsilegu rétta sem rak
á fjörur hollenskra matvælaeft-
irlitsmanna á ferðum þeirra á
síðasta ári og reynt hafði verið
að pranga inn á neytendur.
En til þess að gera matseðilinn
margrétta, má bæta við ís með
jámvír, eplabúðing með glerbrot-
um og sprautunál í bjórflösku, en
þetta og ótalmargt fleira sérstæðra
rétta fékk hollenska matvælaeftir-
litið inn á borð til sín í fyrra. Ekki
fer neinum sögum af matarlyst eft-
irlitsmannanna eftir að hafa barið
slíkar kræsingar augum.
-Reuter
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júní 1991