Þjóðviljinn - 21.06.1991, Page 8
Útgefandí: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Augiýslngadelld: * 68 13 10 - 68 13 31
Framkvæmdastjóri: Haliur PálUónsson Símfax: 68 19 35
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgt Guðmurtdsson, Verð: 150 krónur f lausasölu
Umsjónarmaður Helgarfolaðs: Bergdls Ellertsdóttir Setning og umbrot: Prentsmiöja Þjóðvlljans hf.
Fréttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson Prontun: Oddi hf.
Auglýslngastjórl: Steinar Haröarson Aðsetur: Slðumúta 37,108 Reykjavlk
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Alafoss gjaldþrota
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar
var Álafoss úrskurðaður gjaldþrota í gær.
Hvað við tekur fyrir þau hundruð fjölskyldna
sem nú lenda í óvissu með afkomu sína ligg-
ur ekki fyrir, en samkvæmt fréttum frá Akur-
eyri mun skiptaráðandi leita samkomulags
við kröfuhafa um að rekstri verði haldið
áfram með einhverjum hætti.
Ríkisstjómin hefur valið þann kost að af-
skrifa ullariðnaðinn. Hún ætlar sýnilega ekki
að taka neina ábyrgð á að framhald verði á
áratuga langri atvinnu- og framleiðsluhefð í
þessari grein.
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa vakið
undrun enda eru hér á ferðinni ný vinnu-
brögð sem vitna um áður óþekkta afstöðu af
hálfu ríkisvaldsins. Mikilvæg atvinnugrein,
sem ríkið á þar að auki mjög stóran hlut í er
beinlínis afskrifuð í heilu lagi.
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum
Álafoss, sem birtust í Þjóðviljanum í gær,
hefur rekstur fyrirtækisins farið batnandi.
Vissulega var enn verulegt tap á fyrirtækinu,
eða um 140 milljónir króna, en hafði lækkað
úr rúmlega 600 milljónum. Ríkisstjórnin hef-
ur ekkert svigrúm gefið til að kanna til hlítar
hvort batnandi afkoma á sl. ári sé vísbend-
ing sem dugar til að rétta reksturinn af. Með
ákvörðun um gjaldþrot er mikilvægum við-
skiptasamböndum stefnt í hættu og því óvíst
að hugsanlegum nýjum rekstraraðila takist
að halda þeim.
Forsætisráðherra hefur sagt að til Álafoss
hafi verið varið 2,4 miljörðum króna og tekur
inn í þá tölu framlag Framkvæmdasjóðs til
gamla Álafoss (Framkvæmdasjóður átti það
fyrirtæki einn) sem aldrei hefur verið reiknað
með að nýja fyrirtækið, sem er í eigu Fram-
kvæmdasjóðs og SÍS, greiddi. Þannig virð-
ast gamlar skuldir annars eignaraðilans vera
notaðar sem rök fyrir því að gera fyrirtækið
gjaldþrota.
Fram hjá þeirri staðreynd verður auðvitað
ekki gengið að ullariðnaðurinn hefur átt í
verulegum erfiðleikum mikinn hluta nýliðins
áratugs. Samkeppnin hefur harðnað á flest-
um mörkuðum og breytingamar í Sovétríkj-
unum, sem hafa verið afar þýðingarmikill
kaupandi á íslenskum ullarvörum, hafa einn-
ig haft sitt að segja. Fata- og ullariðnaður er
einnig háður tískusveiflum. Fyrirtæki í grein-
inni þrífast ekki til lengdar nema þau geti tek-
ið fullan þátt í þeirri erfiðu samkeppni, með
skapandi hönnun og þróun á eigin vegum.
Gjaldþrot fyrirtækisins snertir ekki aðeins
þær fjölskyldur sem missa tekjur ef starf-
seminni yrði hætt með öllu. Það hefur líka
gríðarleg áhrif á hag þeirra sveitarfélaga
sem Álafoss h/f hefur starfað í. Bæjaryfirvöld
á Akureyri hafa nú forgöngu um athugun á
því að halda rekstrinum áfram, en bæjar-
stjórnir Mosfellsbæjar og Hveragerðis koma
einnig að málinu.
Hér kemur fram ein hliðin á þeim mikla
aðstöðumun á milli höfuðborgarinnar og
sveitarfélaganna úti á landi. Reykjavíkur-
borg lætur sig yfirleitt litlu skipta hvernig fyr-
irtækjum í borginni reiðir af. Innan hennar er
svo stór hluti opinberrar- og einkaþjónustu
að þrjú til fjögur hundruð störf tii eða frá
skipta borgaryfirvöld litlu máli. Mikill meiri-
hluti nýrra þjónustustarfa koma fram í
Reykjavík án nokkurra sérstakra aðgerða af
hálfu borgarstjórnar á meðan sveitarfélög
vítt og breytt um landið verða að vera á varð-
bergi til að tryggja stöðuga og örugga at-
vinnu í byggðarlögunum. [ því tilfelli sem hér
um ræðir neyðast sveitarstjórnir til að taka
upp þráðinn sem ríkisstjórnin sleppti.
Forsætisráðherra kvartaði yfir skorti á
ábyrgð há hinum stóru í þjóðhátíðarræðu
sinni. Það má e.t.v. hafa til marks um
skilning hans á þessari ábyrgð að sömu
einstaklingar, þá ráðherrar í ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar, tóku ákvörðun um
stofnun Álafoss h/f og ráðstöfun þeirra
fjármuna úr opinberum sjóðum sem til þurfti,
og nú hafa komist að þeirri niðurstöðu að
þetta sama fé sé tapað.
hágé.
Mynd: Þorfinnur
8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júní 1991