Þjóðviljinn - 21.06.1991, Page 16

Þjóðviljinn - 21.06.1991, Page 16
Margrét Lóa Jónsdóttir Eru jafnréttismál ekki lengur í tísku? Fyrir nokkrum árum skildi ég ekkert í þessu eilífa kven- frelsistali. Þó verð ég að viður- kenna að viðhorf mín breyttust talsvert þegar ég og kærastinn minn fórum að búa saman. Einn daginn kom mamma min í heimsókn og spurði: „Margrét, af hveiju ertu ekki bú- in að vaska upp ennþá?“ Hvers vegna í ósköpunum átti ég frem- ur að sinna húsverkunum þegar við höfðum svipaðan tíma af- lögu til að sinna þeim, ég og sambýlismaður minn? Kynhlutverkin eru skýrt af- mörkuð í hugum okkar. Er ekki annars óvanalegt að sjá unga karlmenn pijóna? Og eru það ekki oftar konur sem ræða um kökubakstur eða föt í kaffiboð- um? Um hvað tala karlmennim- ir? Hversu margar sortir þeir hafí bakað fyrir síðustu jól og hvemig þetta muni verða hjá þeim í ár eða hvað það fáist sæt gardínuefni í Vogue? Er það þetta sem átt er við með hugtak- inu „reynsluheimur kvenna"? Nei. Það getur ekki verið! Ahugamál kynjanna virðast samt oft vera ólík og er það helst verkefni sálffæðinga eða upp- eldisfræðinga að kanna af hveiju sá munur stafar. Varla er það þess vegna sem til eru sérstakar kvennabókmenntir? Geta karlar þá ekki skrifað kvennabók- menntir og konur karlabók- menntir? Góðir rithöfundar hafa hingað til ekki verið i vandræð- um með að setja sig í spor sögu- hetjanna hvort sem um konu eða karl er að ræða. Persónusköpun- in og verkið sjálft skiptur mestu, ekki kynferði höfundarins. Orð- ið skáld ætti til að mynda að duga fyrir bæði kynin en samt þarf að kyngreina skáld þegar konur eiga í hlut. Við segjum það skáldið og hún skáldkonan en varla hann skáldkarlinn. Orð- ið skáldkarl virðist mér ekki lík- legt til að spretta fram i tungu- málinu. En það er verðugt verk- efni fyrir málfræðinga að rann- saka orð af þessu tagi. Upp á síðkastið hef ég verið að velta því fyrir mér hvort kon- ur séu hræddar við að vera stimplaðar feministar. Hvort feminismi sé ekki lengur í tísku og hvort jafnréttissinnað kven- fólk þyki óaðlaðandi, ógnvekj- andi eðajafnvel hallærislegt. Er kannski slíkt hið sama uppi á teningnum hvað varðar um- hverfismál? Verða þau óvinsælt umræðuefni eftir tíu til fimmtán ár? Eru hugsjónir okkar ekki hugsjónir heldur aðeins tísku- fyrirbæri? Hinn svokallaði „mjúki karlmaður" á þá kannski ekki upp á pallborðið lengur? Alla vega þarf að hafa stór orð um það ef karlar eru duglegir að passa sín eigin böm eða sjá um þvottinn á heimilinu. Þá fylgir oft: „Það er nú meira hvað hún er heppin með maka“. Konur passa ekki sín eigin böm. Það er óþarfi að taka það fram ef konan sér um bömin. Það er eðlilegt, sjálfsagt - því þannig var það alltaf hér áður fyrr. Orðalagið kemur upp um fordómana. Og það er vissara að taka ekki við kynhlutverkunum sem samfé- lagið ætlar okkur án þess að hugleiða hvort þau falli manni í geð. Karlar fá að jafnaði hærri laun en konur. Eftir alla barátt- una, allt sem konur hafa lagt á sig til að uppræta kynjamisréttið höfum við enn eícki náð tak- marki okkar. Á meðan konur fá lægri laun en karlar, fyrir sömu vinnu hefúr lítið þokast í átt til jafnréttis. Hvers vegna miðar þessu svona hægt? Auðvitað hefur margt breyst, brautin hefúr verið mdd þannig að konur hafa jafn mikla möguleika á menntun eða starfsframa og karlar. Þegar baráttan stóð sem hæst hættu konumar jafnvel að hafa sig til, ef til vill svo fremur væri tekið mark á þeim. Þær for- dæmdu fegurðarsamkeppnir, klám og barbiedúkkur. En hveiju breytti það? Geta þær hinar sömu ekki farið að mála sig aftur þegar Ijóst er að með því móti breytum við ekki kyn- hlutverkunum? En hvar átti þá að hefjast handa? Það er kaldhæðnislegt að segja frá því en ég sé alltaf fyrir mér mjósleginn sænskan hippa þegar ég heyri talað um „mjúkan karlmann". Líklega hef ég séð mynd af einum slikum i dag- blaði og þannig hafi fordómam- ir síast inn í mig. Eg hef alltaf hugsað sem svo að ég komist eins langt og ég vil óháð kynferði minu. Mér finnst óþarfi að hafa áhyggjur af því hvort maður pissar sitjandi eða standandi, mestu skiptir að við hittum í skálina. Þegar ég var átján ára gaf ég út fyrstu ljóðabókina mína. Það var árið 1985. Einmitt um það leyti sem kvennafrídagurinn var haldinn. Þann dag skildu nú konur vera konum bestar. Þar sem ég var að reyna að selja bókina mína, upp i útgáfukostn- að, fór ég niður í bæ. Satt að segja komu dollaramerki í aug- un á mér við tilhugsunina um að borgin væri full af kvenfólki sem væri að hafa það náðugt. Ég klæddi mig upp á, fór í rautt þröngt pils og aðsniðinn jakka. Ég kom síðan að borði þar sem konur sátu og ræddu um kven- frelsismál og bauð þeim kurteis- lega bókina mína til sölu. Þær urðu æfar. Sögðust búa í Breið- holtinu, þar sem þær fengju aldrei frið fyrir sölufólki, svo fengju þær ekki einu sinni frið á sjálfan KVENNAFRÍDAG- INN! O, nei, þær vildu alls ekki lita á ljóðabókina mína, ein þeirra benti mér á að ég væri of mikið máluð, önnur sagði að ég ætti að klæða mig í svartan skó- síðan kjól og hafa blóm í hárinu, þá liti ég fremur út fyrir að vera skáldkona. Á næstu borðum mætti ég svipuðu viðmóti, ég var alls staðar að trufla og ég sem haföi haldið að þessar konur myndu líta á það sem innlegg í jafnrétt- isbaráttuna að kaupa af mér eins og eitt stykki ljóðabók. Það leið að kvöldi þessa dags. Ég haföi þrætt flest kaffi- húsin en ekki selt eina einustu bók. Að lokum fór ég inn á bar á Hverfisgötunni og pantaði mér rauðvínsglas. Þar inni sá ég eina kvenklíkuna enn. Ein af konun- um sem var mjög brosmild og vel í holdum sagði: „Klukkan bara að verða sjö stelpur - haldi’ði að það sé... ja, þetta er nú búinn að vera meiri dýrðar- dagurinn stelpur!“ Ég vatt mér að þessum kon- um, hógværðin uppmáluð því þennan dag haföi mér lærst að slíkt myndi helst borga sig. Kon- umar voru með mildara móti og buðu mér sæti. Þær skoðuðu bókina mína og spjölluðu við mig. Eg seldi þremur þeirra bók, en fjórða konan, sú brosmilda, sagðist verða að drífa sig heim til að elda ofan í karlinn sinn. Kvennafrídagurinn var svo sannarlega á enda. 16 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ" Föstudagur 21júní1991 Ættargripur þú hvemig hvemig þú æææææææææææææææææææææææææ hvemig þú getur æææææææææææææææææææææææææ hvemig þú getur látið æææææææææææææææææææææææææ hvemig þú getur hvemig þú hvemig þú „sjampa vulla vussa olobo“ (tilvitnun í ljóðið:“skreiðarlest“ eftir Anton Helga Jónsson) Það gengur á ýmsu í nýjustu Ijóðabók An- tons Helga Jónssonar: „Ljóðaþýðingar úr belg- ísku“. Segja má að þar sé ort um allt milli him- ins og jarðar. Útlit bókarinnar er þokkalegt en höfundur hefur sjálfur séð um að hanna kápu. í bókinni er hvorki að finna blaðsíðutai né efnis- yfirlit. Eins og vænta má er bókin frekar þykk, að minnsta kosti ef miðað er við Ijóðabækur. Það eru liðin 12 ár síðan Anton Helgi gaf síðast út ljóðabók. I „Ljóðaþýðingum úr belgísku“ er Anton Helgi nokkuð upptekinn af merkingarleysinu enda hefurþað umræðuefni verið í tísku síðustu árin. Til dæmis um þetta má nefna að hann dustar rykið af dadaismanum gamla sem haföi sömu stjómleysis- náttúm og síðmodemisminn þó að ég hafi reyndar ekki séð þetta tvennt tengt saman fyrr en í þessari bók. Dadaismi Antons Helga er að því er best verð- ur séð ekki tilraun til að segja eitt eða neitt með merkingarleysunni, eða líkja eftir hljóðum sem hafa öðlast nýja merkingu. Skorturinn á merkingu er ekkert annað en skortur á merkingu. Þessi tónn er reyndar sleginn i titli bókarinnar en eins og mörgum mun kunnugt er tungumálið belgíska ekki til. Skorturinn á eínisyfirliti og blað- síðutali hefúr svipuð áhrif. Það er eins og yfirlýs- ing um að hvert kvæði útaf fyrir sig skipti engu sér- stöku máli. Kvæðið:“skreiðarlest“(eflir Hugo Ball; laus- lega þýtt og staðfært) hefst á þessum línum: Það er auðvitað yfirlýsing um vanmátt orðanna að þetta skuli að hluta til sagt með mynd og það meira að segja mynd úr stöfunum sem venjulega þykja hentugri til að smiða orð. Það er í góðu sam- ræmi við þetta að í löngu kvæði, sem heitir tíða- söngur, ákallar Anton Heigi heilaga Marilyn Monroe og segir m.a.: “ég hefleitað, hef leitað og ekki fundið sjálfan mig nú er að skapa úr engu. “ Hér mætti líka vitna til kvæðis sem heitir: „Uppvakningur". Þar er þessar línur að finna: „Mann þyrstir í svalandi vanda á villuráfi um auðnir áhyggjuleysis og vœrðar. “ Merkingarleysið birtist í enn einni mynd í kvæðum sem vísa til þekktra rithöfúnda eins og Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar og Bjama Thorarensen. Sjálfsagt þykir einhveijum tími til kominn að spyija sem svo: Hvers vegna í ósköpunum er verið að yrkja ljóð ef tilgangurinn er sá einn að segja frá algeru merkingarleysi þeirra? Því má sjálfsagt svara á marga vegu en það er alla vega ljóst að aft- ur og aftur er eins og verið sé að prófa sannleiks- gildi þeirrar staðhæfingar að ekkert hafi merkingu. Orðin hafi glatað sakleysi sínu og þeim sé ekki að treysta. „jolifanto bambla ó falli bambla grossgiga mpfa habla horem “ og heldur síðan áffam í sama dúr. Önnur að- ferð sem An- ton Helgi dregur upp úr pússi sínu er ættuð frá þeim árum þegar prentlist- in var að taka fyrstu stóru skrefin í tækni. Þá komst það í tísku um tíma að búa til merkingar- bæra mynd úr prentstöfum og láta hana vera hluta ljóðs- ins. Þessi aðferð kem- ur einkar vel fram í kvæðinu Ættargripur sem lesendur hljóta að skilja annað hvort á þann veg að setningin:“hvemig þú getur látið" sé ör sem skotið hefur verið að ætt- mennum Antons Helga mann fram af manni, eða þannig að ættingjar Antons hafi skotið þessari setningu að ljóðskáldinu í fjölskyldu sinni. Allt tal um merkingarleysi er að sjálfsögðu einnig tal um merkingu. Söknuður eftir merkingu segir okkur frá draumi um að merking orðanna verði aftur sterk og hljómmikil. Sé horft á kvæði Antons út ffá þessum sjónarhóli má segja að gmnd- vallarþverstæða þessarar ljóða- bókar sé milli kæmleysislegs, jafnvel hirðu- leysislegs yf- irbragðs, sem auðvelt er að láta fara í taugamar á sér, og djúpstæðs trega yfir þeim missi sem hann telur sig hafa orðið fyrir þegar tungu- málið var frá honum tek- ið,- eða þegar hann missti trúna á það tungumál sem hann notar til að yrkja.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.