Þjóðviljinn - 21.06.1991, Page 19
Adams ógnar veldi Nigel Short
Um alllangt skeið hafa Nigel
Short, Jonathan Speelman og
John Nunn verið óumdeildir
skákkóngar Breta. Bráðum kann
að verða breytingi þar á. Hinn 19
ára gamli Mikhael Adams hefur
með sigri á sterku móti i Groning-
en um áramótin og nú síðast í Ter-
rassa á Spáni auk þess sem að
vera kominn vel yfír 2600 stiga
markið ógnað veldi þeirra veru-
lega og kannski líða ekki svo
mörg þar til hann veltur Nigel
Short úr sessi sem sterkasta skák-
manni Breta.
Mótinu í Terrasa lauk i júní-
byijun og vakti athygli m.a. fyrir
þá sök að Vasily Ivantsjúk var
meðal þátttakenda. Hann nær
vamtanlega 2. sæti á næsta Elo -
lista og með hliðsjón af sigri hans
á stórmótinu á Linares á dögun-
um og í einvígnu við Judasin í
ársbyrjun var honum spáð auð-
veldum sigri í Terrasa. En Adams
setti strik í reikninginn með því
að vinna með svörtu i Marshall
árásinni í uppgjöri þeirra í 6. um-
ferð. Vegna þess hversu mótið var
stutt náði Ivantsjúk sér ekki á
strik eflir það. Lokastaðan varð
þessi:
1. - 2. Adams (England) og
Ehlvest (Eistland) 6 1/2 v.
3. Ivanstjúk (Sovétr.) 5 1/2 v.
4. - 5. Romanishin
og Epsihin (Sovétríkin) 5 v.
6. lllescas (Spáni) 4 1/2 v.
7. - 8. Bönsch (Þýskaland)
og Lautier (Frakkland) 4 v.
9. D. Garcia (Spáni) 2 1/2 v.
10. Pomes (Spáni) 1 1/2 v.
Jaan Ehlvest deildi efsta sæt-
inu með Adams. Hann hefur átt
misjöfnu gengi að fagna undan-
farið en eflir að hafa tapað fyrir
Adams í fyrstu umferð hlaut hann
6 1/2 vinning úr næstu sjö skák-
um og þurfti aðeins jafntefli til að
tryggja sér efsta sætið óskipt.
Ehlvest á tryggan hóp aðdá-
enda hér á landi. Af Mikhael Tal
kannski undanskildum var hann
einn vinsælast stórmeistarinn á
heimsbikammóti Stöðvar 2
haustið 1988. Grallaraleg ffam-
koma hans og ýmis skemmtileg
uppátæki, eins og óvænt þátttaka í
tískusýningu á Holiday Inn, féll
Helgi
Ólafsson
Húsnæðisnefnd
Mosfellsbæjar auglýsir
Skv. reglugerð nr. 46/1991 ber húsnæðisnefndum að
hafa á sinni hendi samræmingu á öllu félagslegu hús-
næði í sínu sveitarfélagi. Þ.e. kaupleiguíbúðum, leigu-
íbúðum og eignaríbúðum. Þ.á m. íbúðir fyrir öryrkja og
aldraða.
í störfum sínum skal húsnæðisnefnd hafa samráð og
samvinnu við félög og félagasamtök s.s. samtök aldraðra
og fatlaða, húsnæðissamvinnufélög og aðra þá aðila
sem vinna að húsnæðismálum í sveitarfélaginu.
Skv. þessum skyldum sínum auglýsir nefndin eftir því
hvort einhverjir slíkir aðilar í Mosfellsbæ hyggjast sækja
um lán úr Byggingasjóði verkamanna til að byggja eða
kaupa félagslegar íbíðir í sveitarfélaginu fyrir 1. október
n.k.
Húsnæðisnefndin býður þeim aðilum upp á samstarf og
óskar eftir því að þeir gefi nefndinni upp, hverjar þessar
fyrirætlanir eru fyrir 4. september 1991.
Er þetta hér með auglýst skv. samþ. nefndarinnar 11.06.
1991.
Mosfellsbæ 21. júní 1991
Húsnæðisnefnd Mosfellsbæjar,
Hlégarði, 270 Mos.
vel í kramið hjá forsvarsmönnum
mótsins.
Skák Ehlvest og Epishin úr
síðustu umferð er tekin til með-
ferðar hér. Epishin er annar dálít-
ið sérstæður persónuleiki og eng-
in smásmíði. Af ffamgöngu hans
á New York - mótinu 1989 og ‘90
þótti sýnt að hann hefði ekki
komist í tæri við algengustu
hreinlætisvörur; hvað eftir gaus
upp megn óþefjan ffá því borði
þar sem hann sat að tafli. Hann
virtist ekki eiga önnur fot en
þennan stórglæsilega rússneska
samfesting sem hann stóð í. Svo
þungstígur var hann að marraði í
gólflnu undan hveiju spori. Epis-
hin hressti ærlega upp á ímyndina
á New York - mótinu í ár er hann
mætti til leiks í ítölskum jakkaföt-
um og með sólgleraugu. Fannst
sumum hann all skuggalegur
ásýndum. En kannski er þetta hin
viðkvæmasta sál með næma feg-
urðartilfinningu, a.m.k. er sigur-
skák hans yfir Ehlvest hreint
augnayndi.
Terrassa, 9. umferð:
Vladimir Epishin -
Jaan Ehlvest
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3.RÍ3 b6
4. g3 Bb7
5. Bg2 Be7
6. 0-0 0-0
7. Rc3 Re4
8. Bd2 Bf6
9. Hcl Rxd2
10. Dxd2 d6
11. d5 e5
12. h4 Rd7
13. Bh3 g6
14. e4 Bg7
(Leikaðferð hvíts hefúr reynst
svörtum erfið viðureignar í fjöl-
mörgum skákum undanfarið þó
Ehlvest hafi varið svipaða stöðu
með árangri gegn eigi minni
manni en Anatolij Karpov. Venju-
lega byggir hvítur upp með peða-
ffamrás á drottningarvæng en Ep-
ishin hefúr aðrar meiningar, reyn-
ir að opna stöðu svarts kóngs-
megin. Aðgerðir hans virðast
ekki ýkja hættulegar í fyrstu en
Ehlvest uggir ekki að sér).
15. h5 Rf6
16. hxg6 hxg6
17. Kg2 De7
18. Hhl Hfe8
19. Hh2 Df8
20. Hchl Bh6
21. De2 De7
(Svartur gat hindrað 22. Bd7
með 21. .. Bg7 en efiir 22. Rg5 á
hann við ýmsa erfiðleika að etja.
Stuggi hann við riddaranum, 22.
.. Bh6, kemur 23. Rxf7! Dxf7 24.
Be6 o.s.ffv.).
22. Bd7! Dxd7
23. Hxh6 Kg7
24. Dd2
(Nú eru yfirráð hvíts eftir h -
línunni skyndilega orðin stór-
hættuleg).
24... Hg8
25. Dg5 De7?
(25... Dd8 var betra).
26. Rb5! Dd8
(26. .. a6 má svara með 27.
Hh7t Kf8 28. Rxc7 Rxh7 29.
Dxe7t Kxe7 30. Rxa8 og hvítur
vinnur peð. Önnur leið er 27. Rh4
Kf8 28. Rxc7 en með 28. .. Hc8
getur svartur barist áffam
27. Rh4 Kf8 28. Rxc7
o.s.ffv).
27. Rh4 Rxe4
a b c d e f g h
(Engu betra er 27. .. Kf8
vegna 28. Rxg6t! fxg6 29. Hxg6 með myljandi sókn).
28. Hh7t! Kf8
(Auðvitað ekki 28. .. Kxh7
29. Rf5 mát).
29. Rxg6t! Ke8
(Þvingað. 29. .. fxg6 30.
Dh6+ Ke8 31. Rxc7+ o.s.ffv).
30. Df5! Dd7
31. Dxe4 32. Rxc7t! Hxg6
(Lokahnykkurinn. Ehlvest hefði getað gefist upp en þráast
við um stund).
32... Dxc7
33. Dxg6 De7
34. Hxf7 Dxf7
35. Hh8t Ke7
36. Hh7 Hf8
37. De6t Kd8
38. Hxf7 Hxf7
39. Dxf7 40. Dxb7 b5
- og nú loks gafst Ehlvest upp.
MINNING
Emil Björnsson
Atvikin höguðu því svo að ég
hóf prestsskap í Óháða söfnuðin-
um. Var því leiddur fyrstu sporin
af leiðtoga safnaðarins og presti
séra Emil Bjömssyni. Það var
mikið lán. Séra Emil var mér þá
ekki ókunnugur. Fyrsti kynni mín
af sunnudagaskólum vom úr sal
Austurbæjarbamaskólans. Það
var alltaf húsfyllir og alltaf fjör
hjá séra Emil líka þegar komið
var upp í kirkju Óháða safnaðar-
ins síðar. Alltaf fjör og alltaf fullt.
Seinna man ég eftir honum úr
prédikunarstólnum. Hann talaði
blaðalaust, hélt í mesta lagi á
punktum, andagiftin óþrjótandi,
orðfærið stórbrotið. Ég man eflir
síðasta aðfangadagskvöldinu sem
hann var þjónandi, 1984, líklega.
Ræðan var ljóð, stuðluð og sett r
höfúðstafi og minn maður enn í
stólnum þegar þeir hringdu út úr
kirkjunum í kring. Þannig var séra
Emil. Honum lá mikið á hjarta og
hann bjó yfir náðargáfu og anda-
gift hins mikla prédikara.
Séra Emil var maður þess
kristindóms sem vildi bæta mann-
félagið. Hann bar fyrir brjósti hag
hins venjulega, vinnandi manns.
Fyrirleit misskiptingu auðæfa,
kúgun og ranglæti. Hans kristin-
dómur gerði menn virka í um-
hverfi sínu, dró þá ekki til hlés, og
sjálfúr var hann holdi klædd fýrir-
mynd boðunar sinnar. Á kafi í
hringiðu tímans sem fféttastjóri
og jafhffamt guðffæðingur og
sem slíkur afburða prédikari. Ég
þakka áhrifin, leiðbeininguna og
ljúf persónuleg kynni og bið fyrir
samúðarkveðjur til ffú Álfheiðar.
Baldur Kristjánsson
Varahlutir í hemla
Hemlaviðgerðir
r'-", Hjólastillingar
1 Vélastillingar
Ljósastillingar
Almennar viðgerðir
Bordinn hf
SMmJUVIGI 24 SÍMI 72540
Við höfum vélarnar og tœkin!
VÍBRATORAR MÚRHAMRAR VATNSSUGUR
VATNSDÆLUR JARÐVEGSÞJÖPPUR NAGARAR
BOÉVELAR RAFSTÖÐVAR STINGSAGIR
SLIPIR0KKAR LOFTHEFTIBYSSUR BELTASLÍPIVÉLAR
HIJABLASARAR LOFTNAGLABYSSUR VIKURFRÆSARAR
FLISASKERAR RYKSUGUR 0.FL.
Véla- og tœkjaleigan
Kleppsmýrarvegi 8 - Sími 812915
RAFRUN H.F.
Smiðjuvegi 11 E
Alhliða rafVerktakaþjónusta
Allt efni til raflagna
Sími641012
BÍI.SICÚRS Lekur hjá þér þakið?
OO tONAOARNWOIR Haíðu þá samband við mig og
ég stöðva lekann!
GLÓFAXIHF. Upplýsingar í síma 91-670269
ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36