Þjóðviljinn - 21.06.1991, Side 22

Þjóðviljinn - 21.06.1991, Side 22
/ Z V— 5~ z— r T~ V % wrr A T V )i V 1Z /3 V )0 T~ s n f ;3 IS )S s? )á> JZ )7- 18 )o W y /r )Z )Z )* r & It 8 /0 /9 ¥ W~ )S~ y i/ IV i) 22 1 VI Zv /é 8 v> n *r K> íV 2s 23 )l 2o )5 IS R? )s )K IO V •> V r~ IO y )(, /K Zb T~ Tr 8 1 (p 43 vr~ V i i4 io $ 22 </ 8 w~~ V*> r~ u JT~ RP w~ 5 r )/ )¥ )2 ¥ l0! r * ié r 30 £T )o n ) %> 23 )¥ IZ is )Q z £T >5 12 n )<7 21 /¥ v 8 )0 Rp 2) Vo 8 22 §2 )5 )2 T~ IV V zr~ xí K /9- 10 IS' ¥ )¥ 3Í m 32 v~ 22 )</ >2 R? 2é 9 T~ )X S2 n T~ Krossgáta nr. 152 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns- nafn. Sendiö þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 37, 108 Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 152". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Lausnarorð á krossgátu nr. 148 var Starhólmi. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Jóns Einars Jónssonar, sem nú dvelur á Vífilsstaðaspítala í Garðabæ. Hann fær senda bókina Flugleiðin til Bagdad eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Almenna bókafélagið hf. gaf út 1991. )? 22 2 )Lf 23 30 22 Verölaun fyrir krossgátu nr. 152 eru Þaö þarf tvo til, hjónbandsslit - ný sambúö. Hjalti Jón Sveinsso skráði. Almenna bókafélagiö hf. gaf út 1991. Nú er illt í efni. Ég sagði frá veiðiferð Egils málara fyrir hálfúm mánuði. Þetta var ffægðarför í Kálfá. Hann haföi veitt 7 laxa og misst fjóra. Allt saman á Edison Light Tiger. Ég mun ekki hafa tek- ið rétt eftir hjá Agli því fiskamir voru reyndar 8 sem hann veiddi en rétt var að hann missti ijóra. Helm- ingurinn tók áðumefnda flugu en hinir tóku Garry númer 6, tví- krækju. Hugsanlega heföi ég látið ógert að leiðrétta þetta ef ég heföi fjölgað fiskunum um 2 - 3. Að fækka fiskum í frásögn er öllu al- varlegra mál og því bið ég bæði Egil og lesendur afsökunar. Það er svo sem ekki endilega vegna þess að ég fór rangt með, heldur ffekar vegna þess í hvaða átt missögnin var. Slíkt má bara ekki. Ég vil svo endilega fá að birta fleira frá Agli þvi hann hefúr margt séð og reynt á löngum veiðiferli. Þá er rétt að snúa sér að flugu vikunnar. Sú er nú ekki slorleg. Sá sem veiðir á hana getur afturámóti búist við að verða slorugur öðm hvom. Hún varð fiskum skeinu- hætt hér um árið austur á Vopna- firði. Uppskriftin er svona: Blue Marabou 1. Öngull CS2 SH BL. (Þessi fluga er mjög fin á allskonar öngl- um. Einkr. Tvíkr. Þrikr. Líka allar stærðir). 2. Skott: Fanir af hanafjöður. Litinn kalla þeir Red Orange. Þetta á að vera af sömu lengd og gapið á önglinum er vítt. 3. Búkur: Grátt flos. 4. Vöf: Gulllitað flatt tinsel (Mylar). 5. Langskegg: Grasgrænt íkomahár, jafnlangt önglinum. Ekki of mikið. 6. Vængur: Fyrst kemur svolít- ill dúskur af hvítu íkomahári. Þetta skal ná jafnlangt skottinu. Svo kemur ljósblátt marabou. Best er að klippa tvo stubba úr stórri fjöð- ur og mynda samloku. Setja þetta svo kjölrétt ofaná. Þetta á að ná að- eins lengra en skottið. Utaná þetta koma 2 fjaðrir badger, sín hvom megin. Þær eiga að ná aðeins styttra en marabou fjaðrimar. 7. Fjaðrir af fmmskógahana. Sjá mynd. 8. Haus er svartur. Höfúndur þessarar flugu er Po- ul Kukonen, ffægur garpur fyrir fluguhnýtingar og köst. Flugan er úr straumflugubók- inni hjá Bates og fær betri einkunn fyrir veiðni en flestar aðrar sem þar em nefndar. Kukonen hefúr veitt hundmð af laxi og silungi á þessa flugu. Góða skemmtun Góö byrjun á Evrópumótinu Er þessar línur em ritaðar, er lokið 8 umferðum af 27 á Evrópu- mótinu í Irlandi. Island er í 6. sæti, eftir ágæta byrjun. Raunar vom okkar menn viðloðandi efsta sætið ffaman af, en slæmt gengi á móti Pólverjum í 8. umferð, setti okkur í 6. sætið. Urslit Jeikja hafa verið þessi: 1. umf. Ísland-Bretland: 3-25 2. umf. Ísland-Júgóslavía: 23-7 3. umf. Ísland-Frakkland: 25-3 4. umf. Ísland-Búlgaría: 25-4 5. umf. Island-Lichenstein: 25-1 6. umf. Island með yfirsetu, 18 stig 7. umf. Ísland-Tyrkland: 21-9 8. umf. Ísland-Pólland: 6-24 Samtals 146 stig, en efstir vom Bretar um 162 stig. Þar á eftir komu lið Svía, Pólverja, Sovét- manna og ítala. Byrjunin lofar góðu hjá liðinu, en varasamt er að ætla að liðið hafni ofar en í 10. sæti, þrátt fyrir þessa byijun. Slæm töp á móti Bretum og Pólverjum undirstrika þann mun sem er á okkur og þeim allra bestu í heiminum. Þjóðir eins og okkar menn hafa sigrað, Búlg- aría, Tyrkir og Lichenstein, enda allar við botninn í mótinu. En það verður samt að sigra þessar þjóðir og það hafa okkar menn greinilega sett sér. Haldi þeir því áffam, nái að viðhalda kröftum og úthaldi, er ekki fjarlægt að áætla að 10. sæti sé í húsi. Ailt umffam það verður hreinn ágóði fyrir íslenskan bridge. Liðið skipa þeir: Jón Baldurs- son, Aðalsteinn Jörgensen, Öm Amþórsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson, Guðmundur Páll Amar- son og Þorlákur Jónsson. Fyrirliði án spilamennsku er Bjöm Ey- steinsson. Stjóm Evrópusambandsins kemur saman til fundar á meðan á móti stendur. Helgi Jóhannsson forseti BSÍ og Magnús Ólafsson stjómarmaður í BSI, munu sitja fundinn. Tilgangur þeirra er að fá því framgengt að heimsmeistara- mótið (Bermuda Bowl) verði spil- að hér á landi 1995. Ég efast ekki um að þeir félagar, Helgi og Magnús, munu spila vel úr þeim spilum sem þeir hafa á höndunum og tryggja að mótið verði haldið hér á landi. Þættinum er aðeins kunnugt um úrslit í einum leik í Bikar- keppni BSÍ. Sveit Eiríks Hjalta- sonar Kópavogi sigraði sveit Neon Reykjavík, með um 60 stiga mun. Epson-alheimstvímenningur- inn (sömu spil um heim allan, tölvuútreiknað) var spilaður í byrj- un júní í Reykjavík. 18 pör tóku þátt í keppninni. Efstu skorir tóku: Gylfi Baldursson og Sigurður B. Þorsteinsson í N/S með 65,79 pró- sent skor og Eyjólfur Magnússon og Hólmsteinn Arason í A/V með 52,88 prósent skor. Áætlað er að stórfjölga í þessari keppni að ári og m.a. spila einhverja riðla utan Reykjavíkur. Svokallað B-landslið (þau pör sem stóðu sig best í æfmgamótun- um í fjöllunum, að frátöldum landsliðspörum) tók þátt í Alþjóð- lega stórmótinu á Schipool- flug- velli í byrjun júní. Yfir 80 sveitir mættu til leiks, en okkar menn höfnuðu neðarlega, eða um 60. sætið. Ágæt þátttaka hefur verið í Sumarbridge á þriðjudögum og fimmtudögum, en lakari á mánu- dögum og miðvikudögum (byij- endur). Um og yfir 30 pör hafa mætt til leiks fyrrtöldu dagana, sem er dágóð þátttaka í blíðveðr- inu að undanfömu. Á Akureyri er spilaður Sumarbridge á þriðjudög- um, í golfskálanum að Jaðri. Um- sjónarmaður nyrðra er Jakob Kristinsson. Ferðalangar norður í land í sumar eru minntir á að skrifa (geyma) þessar upplýsingar á bak við „góða“ eyrað Steingrímur Hermannsson fv. forsætisráðherra gerir það ekki endasleppt í bridgeheiminum. Spilið sem hann spilaði á móti Omar Sharif þeim góðkunna bridgespilara og leikara á Bridge- hátíðinni í Reykjavík í febrúar, hefur farið hringinn í kringum hnöttinn. Umsjónarmaður hefúr fengið staðfest að spilið hafi birst i USÁ, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu, Kanada, Hollandi og í Evrópufréttablaðinu, sem Evrópu- sambandið gefúr út reglulega. Þar með er þetta einstaka spil orðið ffægasta bridgespil sem íslending- ur hefúr spilað til þessa. Óvænt ánægja, að heiðurinn skuli vera Steingríms Hermannssonar... I tilefni Evrópumótsins á ír- landi, er ekki úr vegi að rifja upp þátttöku okkar í síðasta Evrópu- móti. Þá hafnaði liðið okkar i 16. sæti af 25 þjóðum. Tveir liðsmenn úr því liði eru að störfum á írlandi, þeir Guðmundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson. Lítum á eitt spil frá viðureign okkar við Sovét- menn, sem þama vom að taka þátt í sínu fyrsta Evrópumóti í bridge. S: 876543 H: 93 T: KD102 L: 8 S: G10 S: KD92 H: K6 H: G74 T: G97654 T: 3 L: DG5 L: Á10632 S: Á H: ÁD10852 T:Á8 L: K974 Guðmundur og Þorlákur fet- uðu sig í 4 hjörtu, án truflunar frá A/V. Og gefum Guðmundi Páli orðið: Þrátt fyrir nokkuð sjálf- sagða útkomu í laufi valdi skratta- kollurinn (Kobin) að spila út hjartasexunni frá kóngnum öðr- um... Þegar Austur lét gosann, reiknaði ég með að útspilið væri ffá kóng þriðja. Miðað við þá for- sendu kom til greina að leggja nið- ur hjartaás og spila meira hjarta. Spilið ynnist þá ef Austur ætti laufaásinn. Sú leið gefúr 11 slagi, eins og spilið Iiggur. 9 slaga leiðin, og sú sem ég valdi, var að spila þrisvar tígli. Ef tígullinn er 4- 3, er síðan hægt að spila laufi á kóng og þá er sama hvor á ásinn, því Vestur getur ekki trompað út án þess að gefa slag. Austur batt auðvitað enda á þessar fyrirætlanir með því að stinga tígulkónginn og trompa út. Á hinu borðinu kom út laufa- drottning og sagnhafi fékk 11 slagi; 10 imp-stig til Sovétmanna. Leikinn unnu þó okkar menn með 17.5 gegn 12 (0.5 stig í refsingu fyrir að telja ekki úr bökkum..,), Vonandi tekst Guðmundi Páli og félögum hans í íslenska lands- liðinu í Killemey á írlandi betur upp, en lýst hefur verið í ofan- greindu (em raunar í 2. sæti er þessi orð em rituð...). Olafur Lárusson 22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.