Þjóðviljinn - 22.06.1991, Page 1
115. tölublað Laugardagur 22. júní 1991 56.árgangur
Hér var friðað mannvirki. Mynd: Kristinn.
Hættulegir dugnaðar-
forkar í vinnu hjá borginni
Verkamenn borgarinnar lentu í því fyrir stuttu að rífa friðað
mannvirki, en eins og flestir vita þá er það alveg bannað. Til-
drög málsins voru þau að við tjörnina í Reykjavík, í horninu
hjá Iðnó, var eins konar flái sem gekk undir heitinu ísbryggja. Eftir
honum hafa vafalaust margir tekið þegar þeir hafa staðið í þessu
horni með börnin sín og stuðlað að endalausu brauðáti andanna.
Isbryggja þessi var frá því
snemma á þessari öld. Þetta gamla
mannvirki var friðað vegna þess að
það var heimild um atvinnuhætti.
Á þeim árum þegar ísnám var
stundað i tjöminni var ísinn dreg-
inn þama upp.
Verkamönnum, sem starfa við
byggingarframkvæmdir á vegum
borgarinnar, var falið að hlaða kant
meðfram Tjöminni, en þeir fengu
engar upplýsingar um að ísbryggj-
an væri friðuð. Þegar að henni kom
var hún fyrir þeim og þeir rifii
hana að sjálfsögðu og héldu áfram
að hlaða sinn kant. Verkstjóri
þeirra mun hafa tekið á sig alla
ábyrgð af málinu þegar vart varð
við áhuga fjölmiðla og því hefur
verið lýst yfir að bryggjan verði
endurbyggð.
Það er líklega ráð fyrir Reyk-
víkinga að fylgjast vel með Iðnó
þessa dagana. Hver veit nema ein-
hver hafi teiknað steinkant eða
blómabeð sem teygist þar inn á
húsgmnninn. Það verður svo dýrt
að endurbyggja það hús ef það
verður rifið meðan verkstjórinn
bregður sér frá.
-kj
Vandinn
leystur
með til"
færslu
Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðisráðherra náði
samkomulagi í gærmorg-
un við landlækni, stjórn
Læknafélagsins og yfirlækna
Náttúrulækningahælisins í
Hveragerði um að hefja innrit-
anir á ný. Sighvatur segir að
lögð verði áhersla á að innrita
þá sjúklinga sem verið er að út-
skrifa af sjúkrahúsunum vegna
sumarlokana, og þá sérstaklega
af öldrunardeildum og aðra sem
geta ekki séð um sig sjálfír
heima. Ráðnir verða afleysinga-
læknar á meðan yfírlæknarnir
tveir eru í leyfi.
Sighvatur segir Náttúrulækn-
ingafélagið geta með góðu móti
tekið á móti 50 sjúklingum. „Ég
mun koma því á ffamfæri við
heimahjúkrunina hér í Reykjavík
og við spítalana að það sé mögu-
leiki að leysa þessi tímabundnu
vandamál vegna sumarlokana, sem
ómögulegt er að leysa í heimahús-
um, með vistun á Náttúrulækn-
ingahælinu sem mun hefja innrit-
anir af fullum krafti.
Ég vona því, að með þessu séu
mál gamla mannsins, sem Þjóð-
viljinn ræddi við í gær, leyst,“
sagði Sighvatur.
Mikill skortur er á hjúkrunar-
rýmum fyrir aldraða eins og ffam
kom í Þjóðviljanum í gær. Sig-
hvatur tók undir að þetta væri stórt
vandamál.
„Það er nú meðal annars vegna
þess að svo virðist sem það sé
meiri áhugi hjá mörgum aðilum,
a.m.k. sjúkrahúsunum, fyrir að-
gerðaaðstöðu hvers konar fremur
en hjúkrunarrýmum. Þróunin hefúr
verið sú að gamla fólkið hefúr
fremur viljað vera á sérbýlum svo
lengi sem það getur en á sumum af
þessum þjónustustofnunum, sem
sérstaklega úti á landi hafa verið
að breytast í hjúkrunarheimili. Það
er alveg ljóst að það vantar tilfmn-
anlega hjúkrunarheimili fyrir gam-
alt fólk. Til þess að bæta hér úr
þarf stuðning, og því miður er það
svo að gamla fólkið er ekki sterkur
þrýstihópur í okkar þjóðfélagi. Og
svo virðist sem margir þeirra sem
um fjalla hafi meiri áhuga á öðru.“
Þegar ráðherra var inntur eftir
ábyrgð rikisins á þessum málum
svaraði hann: „Sveitarfélögin
stóðu sig nú ekki mjög vel í þess-
um málum, það verður nú að við-
urkenna það. Kannski stendur rík-
ið sig betur.“
Heilbrigðishópur BSRB sendi í
gær frá sér harðorð mótmæli
vegna þess að enn skuli koma til
sumarlokana á sjúkrahúsum sem
stafa annars vegar af of lágum
fjárveitingum og hins vegar af
manneklu. Þar segir m.a. að sýnt
hafi verið ffam á að spamaður inn-
aii sjúkrahúsanna komi fram sem
kostnaður annars staðar í heil-
brigðiskerfmu og þegar upp sé
staðið verði aðeins um tilfærslu á
íjármagni að ræða, en spamaður-
inn verði enginn. Þjáningar og
óþægindi sjúklinga og aðstand-
enda þeirra séu hins vegar ómæld-
ar og ófyrirsjáanlegar. Heilbrigðis-
hópurinn álitur að ástæður fyrir
manneklu séu fyrst og fremst léleg
launakjör, erfið vinnuaðstaða og
mikið vinnuálag, sérstaklega á
meðan á sumarlokunum stendur.
Brýnt sé að taka á þessum málum í
samningunum í haust. Komið hafi
fram að til að hægt sé að opna
deildir aftur þurfi aukafjárveitingu,
og skorar heilbrigðishópur BSRB
á stjómvöld að tryggja heilbrigðis-
stofnunum það fjármagn sem þær
þurfa til eðlilegs reksturs út árið.
-vd.