Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 6
<9 Hvernig finnst þér þáttur stjórnvalda í málefnum Álafoss hafa verið? (Spurt á Akureyri) Ásta Þorláksdóttir húsmóðir: Ég hef nú lítið fylgst með þessu máli, en það sem ég hef tekið eftir er harla lélegt. Pálmi Valdimarsson bóndi: Hann hefur ekki verið nógu góður. Það yrði slæmt mál fyr- ir landbúnaðinn ef fyrirtæki eins og Áiafoss ieggöist niður. Sigríður M. Bragadóttir verslunareigandi: Hann sýnir hreint ábyrgðar- leysi af hálfu stjórnvalda. Það verður að horfa á þessi mál út frá sjónarmiði starfsfólksins lika. Ambjöm Randversson starfsmaður hjá Pósti og síma: Ekkert sérstakur, það heföi mátt reyna að rétta fyrirtækið við. Hannes Hartmannsson atvinnulaus: Hvað hafa þeir gert? Rikis- stjómin ætti að styðja betur við bakið á fyrirtækinu. Þaö yrði hræðilegt ef allt þetta fólk missti vinnuna, nógu er nú ástandið slæmt fyrir. Einangrunar- og innflutnings- stöð fyrir alifugla markar tímamót í sögu eggja- og kjúklingaframleiðslu hér á landi. Þetta er fyrsta sameiginlega mið- stöð framleiðenda fyrir markviss- ar kynbætur á íslensku holda- og varpstofnunum og ein helsta for- senda fyrir bættar framleiðsluað- stæður í greinunum. Eitt af helstu markmiðum auk- inna kynbóta á innlendu varp- og holdastofnunum er að lækka fram- leiðslukostnað, án þess að slakað verði á gæðakröfum. Sem dæmi má nefna að erlendir úrvalsstofnar þurfa minna fóður og em afurðameiri en þeir innlendu. „Við erum mjög bjartsýnir og vongóðir með þetta dæmi,“ sagði Eiríkur Einarsson, framkvæmda- stjóri. ,jVleð þessu átaki hefur verið brotið blað í sögu alifúglaræktar hér á landi.“ Stöðin verður miðstöð kynbóta á alifúglum hér á landi. Þama verður frjóeggjum ungað út og ungamir hafðir í einangrun í tilskihnn tíma. Þegar hafa 36.000 fijóegg verið flutt til landsins, ætluð kynbótum á holda- og varpstofnum landsins. Um þessar mundir em 7.000 ungar í ein- angrun. Þeir verða í fyllingu tímans notaðir til kynbóta á varpstofhinum, en þegar hefúr nokkrum þúsundum unga verið dreift til kynbóta á holda- stofninum. Um þessar mundir em um 7.000 ungar f einangmn I stöðinni á Hvanneyri. Mynd: Kristrún. Innflutnings og einangrunar- stöð fyrir alifugla á Hvanneyri Um rekstur stövarinnar sér Stofnungi, sameignarfélag Félags eggjaframleiðenda og Félags kjúk- lingabænda. Með aðstoð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins tókst fyrirtækinu að leysa til sín þrotabú Isunga, en byggingar búsins höfðu þá staðið ónotaðar á Hvanneyri um þriggja ára skeið. Um áramótin 1990/91 var hafist handa við að koma upp að- stöðu til fijóeggjainnflutnings sem stenst ítrustu heilbrigðis- og öryggis- kröfúr og í mars 1991 komu fyrstu fijóeggin til landsins. Búist er við að flytja þurfi til landsins fijóegg fyrir varpstofninn um einu sinni á ári, en fynr holda- stofninn um þrisvar á ári til að fúll- nægja eftirspum framleiðenda. Með irmflutningi á fijóeggjum er ekki verið að bæta innlendu stofn- ana, heldur verða þeir látnir víkja fyrir einstaklingum af svipuðum stofnum sem náð hafa hærra rækt- unarstigi og þjóna betur þeim kröf- um sem gerðar em til eggja- og kjúklingaframleiðslu um verð og gasði. Þar sem óhagkveemt er fyrir greinamar að ffamrækta stofnana verður stöðugt að flytja inn fijóegg fyrir nýja eldisfúgla til að hindra úr- kynjun. Stöðin á Hvanneyri er þvi meginforsenda hagkvæmrar fram- leiðslu hér á landi. Búist er við að með nýju stofn- unum aukist afúrðir á hveija varp- hænu úr 13 til 14 kg af eggjum á ári í 17 til 18 kg, að eldistími holdakj- úklinga styttist og að fóðurþörfin minnki hjá báðum stofhum. Þá er vaxtarhraði kjúklinganna jafhari sem tryggir neytendum aukin gaeði. Að öllu samanlögðu má gera ráð fyrir 15 til 18% kostnaðarlækk- un í náinni framtíð. Stjóm Stofnunga sf. hafði sam- ráð við embætti yfirdýralæknis um hvaða land yrði fyrir valinu þegar að innflutningi nýrra stofna kæmi. Að vandlega athuguðu máli urðu norsk- ir stofnar fyrir valinu. í kjúklinga- framleiðslu er notaður stofh sem nefhist Hvítur plymouth rock. Sam- tök alifúglabeenda í Noregi hefúr tekist að bæta afúrð stofnsins vem- lega. Dregið hefúr úr fóðurþörfinni án þessa að það komi niður á vaxtar- hraða eða stærð fuglanna. Þá hefúr vaxtarhraði aukist sem hefúr það í för með sér að eldistími fúglanna styttist til muna. Ennfrem- ur er vöxtur þeirra mun jafnari en innlenda stofnsins sem auðveldar uppeldi fúglanna, eykur hagkvæmni og gæði afiírðanna. Rétt er að benda á að beinn samanburður á milli ís- lands og Noregs er varasamur þar sem íslenskir neytendur kjósa þyngri og stæiri kjúklinga en norskir neytendur. Að lokinni ýtarlegri athugun í samvinnu við yfirdýralækni þóttu norsku stofnamir sameina kosti af- urðasemi og heilbrigðis. Innflutnings- og einangrunar- stöðin á Hvanneyri er beinlínis hönnuð með það í huga að draga sem mest úr hættunni á útbreiðslu nýna sjúkdóma. Dýralæknar hafa stöðugt eftirlit með starfseminni, og tekin eni sýni reglulega til að fylgj- ast með heilbrigði fúglanna. Þá er ferillinn frá innflutningi til bónda sem er um 18 til 24 mánaða langur, í fjórum aðskildum þrepum. Kjúklingabændur em að undir- búa hert eftirlit með salmonellu í kjúklingaköti. Gert er ráð fyrir að tekin verði í þessum tilgangi sérstök sýni þrisvar sinnum. Fyrst þegar fúglinn er 7 til 10 daga gamall, aftur skömmu fyrir slátiun og að síðustu við slátrunina. Samkvæmt núver- andi fyrirkomulagi annast dýralækn- ar í samvinnu við sláturhúsin eftirlit aðeins þegar slátrað er. Með þessum nýja hætti munu kjúklingabændur taka virkan þátt í salmonellueftirlit- inu, ásamt sláturhúsunum og dýra- læknum. Vonir standa til að með hertu eftirliti geti sala á fersku kjúk- lingakjöti hafist að nýju hér á landi. -KMH Fyllsta hreinlætis þarf aö gæta ef vel á að takast til meö útkomu alifuglastöövarinnar. Allir sem fara inn I stöðina þurfa að klæðast sérstökum sloppum og hlíföarskóm. Mynd: Kristrún. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.