Þjóðviljinn - 22.06.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Síða 7
Iðnaðar- ráðunevtið fór 69 % framúr áædun Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem áréttað er að Iðnaðarráðuneytið hafi farið 69 prósent fram úr greiðslu- áaetlun. Tilkynningin frá Ríkisendurskoðun fer orð- rétt hér á eftir: „í umfjöllun Þjóðviljans hinn 19. júní sl. um skýrslu Ríkisendurskoðunar, um fram- kvæmd íjárlaga fýrsta árs- þriðjung 1991 er m.a. bent á að í skýrslunni komi fram að greiðslur iðnaðarráðuneytisins á tímabilinu hafi farið 69 pró- sent fram úr áætlun. Af þessu tilefhi þykir Rikisendurskoð- un rétt að taka eftirfarandi fram: I nefhdri skýrslu stofnun- arinnar voru umfiramgreiðslur iðnaðarráðuneytisins á fýrsta ársþriðjungi 1991 skýrðar á þann hátt að þær hafi numið 257,3 milljónum króna og að þær megi einkum rekja til ým- issa verkefna á sviði orku- mála, en þær hafi farið 127,7 milljónir króna firam úr áætl- un. Þá hafi framlag verið veitt vegna yfirtöku ríkissjóðs á lánum Hita- og Rafveitu Siglufjarðar að fjárhæð 97,7 milljónir króna sem ekki var áætlað fyrir á fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að undirstrika að í skýrslunni eru útgjöld og greiðslur A-hluta rikissjóðs á fyrsta ársþriðjungi borin sam- an við greiðsluáætlun fjár- málaráðuneytisins fyrir sama tímabil. Þó greiðslur fari um- fram áætlanir á tilteknu tíma- bili geta þær grundvallast á fullgildum heimildum. Sú var raunin í þeim tilvikum sem að ofan greinir. Þannig er í 6. gr. íjárlaga veitt heimild til að semja um yfirtöku nefndra lána Hita- og Rafveitu Siglu- fjarðar og í lánsfjárlögum fýr- ir árið 1991 er að fínna heim- ild til greiðslu tjónabóta til rikisfýrirtækja vegna óveðurs í janúar sl. Hins vegar hafði fjármálaráðuneytið ekki tekið tillit til þessara útgjalda í greiðsluáætlun ráðuneytisins fýrir fýrsta ársþriðjung ársins. Þau frávik frá greiðslu- áætlun fjárlaga, sem tilgreind eru í skýrslunni, eru byggð á reikningsniðurstöðu rikisbók- halds um fjármál ríkissjóðs fýrstu fjóra mánuði ársins, þ.e. til aprilloka sl. og greiðslu- áætlun fjármálaráðuneytis sama tímabil." Fkéttir Asættanleg lausn fyrir sjávarútveginn Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi telja að þó ekki liggi fyrir skrifleg ályktun eftir ráðherrafund EFTA og EB í vikunni og ekki sé hægt að segja til um endanlega niðurstöðu samninganna hvað sjávarútveginn varðar, þá sé það ásættanleg lausn, ef samkomulag næst innan þess ramma sem nú liggur fyrir, eftir ráðherrafund EFTA og EB í Luxemborg og íslensk stjórnvöld hafa kynnt. Magnús Gunnarsson formaður bjóða Evrópubandalaginu veiði- samtakanna segir að margir innan heimildir innan íslenskrar fískveiði- sjávarútvegsins séu engu að síður lögsögu uppá 2.600 þorskígildistonn. óhressir með það að verið sé að Magnús segir að í þessu atriði verði menn að horfa raunsætt á málið og bendir á að bæði Belgar og Færey- ingar hafi veiðiheimildir innan ís- lenskrar landhelgi og því sé þetta ekkert nýtt. Að mati Samtaka atvinnurek- enda í sjávarútvegi verður að líta svo á að með yfirlýsingu ráðherrafundar EFTA og EB i síðasta mánuði hafi verið viðurkennt að á efnahagssvæð- inu skuli tekið tillit til yfirgnæfandi sjávarútvegshagsmuna íslendinga og frásagnir ráðamanna benda til þess að það hafi verið staðfest á ráðherra- fundinum i byijun vikunnar. í ályktun samtakanna er það þó enn ítrekað að án afnáms innflutn- ingstolla EB á sjávarafurðir íslend- inga, sé þátttaka landsins í EES ekki veijandi og ávinningur íslendinga af samstarfinu ekki hinn sami og ann- arra rikja sem þátt taka í þvi. -grh Aðstandendur Perlunnar eru mjög ánægðir með útkomuna og segja bygg- inguna eftir að verða borginni til sóma. Mynd: Kristinn. Venjulegt fólk getur einnig leyft sér að snæða í Perlunni Perlan var opnuð við hátíð- lega athöfn í gær og var Davíð Oddsson, forsætísráð- herra, á meðal boðsgesta á hátíð- ar opnunarkvöldinu. Aðstandendur Perlunnar eru ánægðir með útkomuna og segja bygginguna eftir að verða Reykja- víkurborg til mikils sóma. Byggingarkostnaður, sem fór ffarn úr upphaflegri áætlun um 24%, er 1.290 miljónir króna á nú- verandi verðlagi. Margir hafa velt því fýrir sér hvort Perlan sé aðeins staður þar sem „aðall Reykjavikurbúa" geti leyft sér að snæða. Samkvæmt Bjama Amasyni, en hann sér um veitingarekstur Perlunnar, er Perlan einnig fýrir „venjulegt fólk“. „Verð á mat hér verður svipað og á öðrum veitingahúsum. Á efstu hæðinni, sem er fyreta flokks veit- ingahús, verður samt dýrast að borða,“ sagði Bjami. I tilefiii af opnun Perlunnar verður ýmislegt til skemmtunar fýrir alla fjölskylduna innan húss sem utan laugardaginn 22. júní og sunnudaginn 23. juní. Fjölskyldu- hátíðin stendur ffá klukkan 14 til 17 báða dagana. Tilgangurinn er ekki sist sá að kynna fjölbreytta útivistarmöguleika Öskjuhlíðarinn- ar og það hlutverk sem Perlan gegnir sem kjörinn áningarstaður á þessu svæði. Félagar úr Skógræktarfélagi Reykjavíkur munu kynna göngu- leiðir og sjá um skipulagðar göngu- ferðir. Meðal dagskráratriða verða: Lúðrasveit Reykjavíkur, Hljóm- skálakvintettinn, Brúðubíllinn, karlakórinn Fóstbræður, bamakór Bústaðakirkju o.m. fl. Samtals er rými Perlunnar 24 þúsimd rúmmetrar og gólfflötur 3.700 fermetrar. Á jarðhæð er Vetr- argarðtuinn svonefhdi, 1.000 fer- metrar að flatarmáli og minnsta lofthæð þar er 10 metrar. Vetrar- garðurinn hefur ótæmandi notkun- armöguleika. Þar er jafhan hægt að halda listsýningar og dansleiki, kaupstefhur og kynningar, brúð- kaupsveislur og tónleika. Hvolfþak Perlunnar er byggt úr stálgrind og gleri. Stálgrindin er hol að innan og þar rennur ýmist heitt eða kalt vatn eftir því hvort þarf að hita húsið eða kæla það. Þijár lyftur sjá um að flytja gesti og starfsmenn milli hæða í Perlunni, en einnig er stigi fýrir miðju húsinu. Veitingasala fer _ fram undir hvolfþaki Perlunnar. Á fjórðu hæð hússins er veitingabúð með sjálfs- afgreiðslu og þar er jafhframt ís- gerð að itölskum hætti. Á fjórðu hæðinni er gengið út á útsýnispalla ofan á hitaveitugeimunum. Á fimmtu hæðinni er þjónað til borðs á snúningspalli sem fer einn hring á klukkutíma. Þar geta 200-300 manns setið til borðs í einu. Vín- stúka hússins er á palli þar fýrir of7 an og tekur hún 40 til 50 manns. í kjallara er fundarsalur sem rúmar 60 manns. Eigandi Perlunnar er Hitaveita Reykjavíkur, sem er sjálfstætt fýrir- tæki í eigu Reykjavíkurborgar. Perlan verður opin almenningi alla daga frá klukkan 10 til 18 og er aðgangur ókeypis. Veitingabúð og ísgerð eru opnar á sömu tímum, en aðalveitingasalur er opinn öll kvöld og í hádegi. -KMH Hugmyndasamkeppni um skipulag Bessastaðahrepps Bessastaðahreppur, Bessa- staðanefnd og skipulags- stjórn ríkisins hafa ákveðið að efna til samkeppni um land- notkun á norðanverðu Álftanesi. Einnig um deiliskipulag forsetaset- ursins og miðsvæðis í Bessastaða- hreppi. Tilgangur samkeppninnar er þri- þættur: að koma fram með hug- myndir um landnotkun á öllu sam- keppnissvæðinu, aðkomu að byggð- inni, umferðarkerfi og gönguleiðir. Þá skal höfð í huga varðveisla nátt- úru- og sögulegra minja og gerð úti- vistarsvæða. I öðru lagi að koma ffam með hugmyndir að skipulagi lands Bessa- staða, aðkomu að forsetasetrinu og tengingu þess við miðsvæðið. I þriðja lagi að koma ffarn með hug- myndir að byggingu miðsvæðis i Bessastaðahreppi sem þjóni fýrst og ffemst íbúum sveitarfélagsins, en einnig stærra svæði eftir því sem að- stæður leyfa. Heimild til þátttöku hafa allir ís- lenskir ríkisborgarar og erlendir rík- isborgarar með fasta búsetu á Is- landi. Heildarupphæð verðlauna verður þijár miljónir og verða fýrstu verð- laun eigi lægri en ein miljón og sex hundruð þúsund. Þar sem tilkynning um sam- keppnina kom seinna en áætlað var hefur verið ákveðið að ffamlengja frest til að senda inn fýrirspumir til 12. júlí. Frestur til að skila tillögum hefur einnig verið ffamlengdur frá 17. septembertil 15. október 1991. Bessastaðanes og hólmar i tjöm- unum em mjög mikilvægir sem fæðu- og viðkomustaður ýmissa fuglategunda, þar á meðal margæsa, en þetta er eini viðkomustaður þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þá er einnig talin rik ástæða til að friðlýsa fjömr á Álftanesi, þar sem þær em við- komustaður margra fiiglategunda, t.d. vaðfugla, og er fjaran neðan við óbyggt svæði sunnan Kasthúsatjam- ar talin mikilvægust. Allt skipulag þessa svæðis verð- ur því að mati Náttúruvemdarráðs að taka tillit til þessarar sérstöðu þess, þ.e. að þar er mjög auðugt fuglalíf og af þeim sökum verða áreiðanlega, samkvæmt Náttúravemdarráði, gerð- ar tillögur um ffiðlýsingu þess áður en mörg ár líða. í friðlýsingunni fælist þó ekki að svæðinu yrði lokað fýrir allri um- ferð, en hana yrði að takmarka við gangandi fólk og ákveðnar leiðir. -KMH Hér er Sigurður Valur Ásbjarnarson, en hann er formaður dómnefndar í samkeppninni um skipulag Bessastaðahrepps. Mynd: Kristinn. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.