Þjóðviljinn - 27.06.1991, Síða 6
Þráir þú
rigningu?
Dagný Kristjánsdóttir
lektor:
Nei.
Hlífar Amar Ingólfsson
sendill hjá Veröld:
Nei, helst ekki. Veðrið er fínt
eins og það er.
Freyja Siguröardóttir
húsmóðir:
Nei.
Helgi Jón Haröarson
fasteignasali:
Nei, það er búið að vera svo
mikið af henni.
Alda Magnúsdóttir
skrifstofudama:
Nei, mér finnst svo ágætt að
hafa sólskinið.
FKÉ'iTM
Hér sýnir leikhópurinn Loftkastalar leikþáttinn Veggi. Mynd: Kristinn.
Sumarhátíð á Kópavogshæli
Nú stendur yfír sumarhátíð á Kópavogshæli þar sem heimil-
isfólkl er gerður dagamunur með hinum ýmsu uppákom-
um. Hátíðin, sem hófst á sunnudaginn, mun standa fram á
laugardag og eru allir velkomnir að koma og taka þátt í
skemmtuninni. Það var mikil gieði sem ríkti á túnina fyrir framan
Kópavogshælið en þar hafði verið komið fyrir sviði fyrir uppákomur
og skemmtiatriði.
Sigrún Kristjánsdóttir, þroska-
þjálfi og tómstundafúlltrúi, sagði
að hátíðin hefði tekist framar von-
um og væri það góða veðrið sem
spilaði þar inn í.
„Tilgangurinn með þessari há-
tíð, sem er árlegur viðburður, er sá
að við skemmtum okkur saman,“
sagði Sigrún.
„Við höfúm fengið fullt af
gestum þá aðallega aðstandendur
og fólki úr hverfinu. Einnig höíúm
við haft gesti ffá öðrum stofnunum
og sambýlum þar sem þroskaheftir
dvelja.“
Sigrún sagði að það væri aðal-
lega starfsfólk sem sæji um
skemmtiatriðin en einnig væru það
vistmenn sem skemmtu.
Starffækt er sérstakt leikfélag
Kópavogshælis sem neffiist Loki
og sýna þau eitt verk á hátiðinni
sem nefnist Búkolla.
Einnig er kór sem nefnist
Heimakórinn og er það kór starfs-
manna og vistmanna.
Sigrún sagði að alltaf væri nóg
um að vera á Kópavogshæli og
væri þessi hátíð stærsta uppákom-
an í ár.
„Við erum með skipulagt tóm-
stundastarf hér og þeir sem eru
getumestir hafa yfrið nóg að gera.
Við reynum að sinna öllum hópum
hér á Kópavogshæli eftir þeirra
getustigi,“ sagði Sigrún.
Hátiðin mun, sem áður segir
standa ffam á laugardag og í dag,
fimmtudag, verður Fossvogssigl-
ing með siglingaklúbbnum Ými.
Þá verður farið í gönguferð fyrir
fólk í hjólastólum. Kvöldinu lýkur
síðan með skátastemmningu við
varðeld þar sem skátar sjá um
kvölvöku.
Á fostudaginn verður plankas-
lagur og reiptog í sundlauginni.
Á laugardaginn flytur Birgir
Guðmundsson, formaður Foreldra
og vinafélags Kópavogshælis
ávarp. Þá mun leikfélagið Loki
sýna Búkollu, Heimakórinn syngja
létt lög, Valgeir Guðjónsson
syngja, harmonikkuleikur og grill-
veisla. Hátíðinni lýkur svo með
lokadansleik í Þinghólsskóla
v/Vallargerði, þar sem hljómsveitin
Uppkast leikur fyrir dansi til kl.
22:30.
-KMH
ÞJÓÐVILJINN Fimmtuclagur 27, júm'1991
Síöa 6