Þjóðviljinn - 27.06.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 27.06.1991, Síða 7
Fkéttik Alþjóðaár fjölskyldu unnar 1994 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í vikunni áform félagsmálaráðherra varðandi samþykkt Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna þess efnis, að árið 1994 verði al- þjóðlegt ár fjöldskyldunnar og mótuð verði heildstæð stefna í málefnum fjölskyldunnar. Jafníramt hefur félagsmálaráð- herra ákveðið að skipa nefnd sem verði falið að huga að undirbúningi Árs fjölskyldunnar 1994 og mótun heildstæðrar íjölskyldustefnu. I nefndinni eiga sæti fulltrúar frá ráðuneytum, aðilum vinnumarkaðar- ins og ýmsum félagasamtökum. Markmiðið Árs fjölskyldunnar er að skapa meðal. stjómmálamanna betri skilning á fjölskyldunni sem grunneiningu samfélagsins. I þessu sambandi hafa Sameinuðu þjóðimar bent á eftirfarandi: Upplýsingaher- ferð til að upplýsa fólk um Árið, ná til félagasamtaka, kynna betur al- þjóðlega samninga sem varða fjöl- skylduna svo sem samninginn um afnám allrar mismununar gegn kon- um og samninginn um réttindi bama, almenn yfirferð á innlendri löggjöf til að skýra áhrif hennar á fjölskylduna, koma á fót landsnefnd og fela henni ábyrgð á því að hvetja, styðja og samræma staðbundið átak í tengslum við Árið, stuðla að ffæði- legum rannsóknum á fjölskyldunni þar sem mætti meðal annars athuga fjölskyldugerð, sem er ríkjandi, að- stæður mismunandi fjölskyldugerða og áhrif stefhu stjómvalda á þær. Einnig munu Sameinuðu þjóð- imar styðja við innlendar aðgerðir, ennfremur sem alþjóðlegur stuðn- ingur við félagasamtök er mikilvæg- ur. Þá mun Alþjóðlega kvenna- nefndin f Vín í sínum áætlunum taka sérstök verkefni sem tengjast alþjóð- lega árinu. -grh Inngreiðslur í Verðjöfnun- arsjóð lækka Inngreiðsla í Verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins af fob-verðmæti óunninna og unninna botnfískafurða er 3,8% fyrir júlímánuð. Það er nokkuð minna en verið hefur, en inngreiðslur í sjóðinn af þessum afurðum námu hæst um 5%. Heildar- inngreiðslur í sjóðinn frá því í ágúst í fyrra þegar þær hóf- ust, nema rúmum einum miljarði króna. -grh Vandi LIN sjálfskaparvíti Launamálaráð BHMR hefur samþykkt mótmæli gegn fyrirhuguðum skerðingum á lánum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og hvetur stjórnvöld til að falla frá þeim, en efla sjóðinn þess í stað. í ályktun frá ráðinu er vandi LÍN sagður sjáifskaparvíti stjórnvalda. Þetta er rökstutt i fyrsta lagi með því að benda á að á undanföm- um ámm hafi ríkið ekki veitt nægj- anlegu fé til sjóðsins og því hafi fjárþörf hans i vaxandi mæli verið mætt með lántökum í stað beinna ríkisframlaga. „Þetta hefiir aftur leitt til þess að vaxandi hluti af útgjöld- um sjóðsins hefur farið í að greiða vexti og afborganir af lánum sem hann hefur orðið að taka til að sinna hlutverki sínu,“ segir í ályktun launamálaráðs. I öðm lagi segir að tæplega 90% af því fjármagni sem sjóðurinn lánar sé greitt aftur að fullu verðtryggt og langstærstur hluti námsmanna greiði lán sín til baka á 20 ámm. „Endur- greiðslur ráðast af tekjum. Endur- greiðsluhlutfallið myndi því enn hækka og endurgreiðslur stórs hluta lántakenda skiluðu sér á mun skemmri tíma ef laun háskólamanna í opinberri þjónustu yrðu hækkuð til samræmis við það sem þau em á al- mennum vinnumarkaði," segir launamálaráð BHMR. -vd. Ýmis álitamál varðandi úthlutun Enn hefur Útvarpsréttar- nefnd ekki tekið afstöðu til umsókna þeirra þriggja að- ila sem sótt hafa um að fá að sjón- varpa á rás 6, þeirri sjónvarpsr- ásinni sem enn er ónýtt. Þeir aðilar sem sótt hafa um rás 6 em Sýn hf. sem er í eigu sömu að- ila og eiga íslenska útvarpsfélagið er gerir út Stöð 2 og Bylgjuna, Is- lenska fjarskiptafélagið hf. sem er samkvæmt Hlutafélagaskrá skráð í eigu Gísla Baldurs Garðarssonar, lögfræðings, Mariu Thjell og Helgu Guðjónsdóttur og Ferskur miðill hf. sem er skráð i eigu Hreiðars Svav- arssonar og fl., en að hluta gera sömu aðilar út útvarpsstöðina FM og reka pitsugerðarfyrirtæki, Pizzu- smiðjuna, Smiðjuvegi. Áð sögn Þprbjöms Broddason- ar, formanns Utvarpsréttamefhdar, Fimm fengu úthlutað fræðimannsíbúðinni AUs bárust 41 umsókn til út- hlutunarnefndar um fræðimannsibúð í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn, en aðeins fímm einstakling- ar fengu úthlutun fyrir timabilið frá 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Þeir em: Dr. Hjalti Hugason ffá 1. september til 31. október til að afla gagna fyrir rit um sögu kristni á íslandi í 1000 ár. Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 1. nóvember til 31. desember, til að vinna að saman- burðarrannsóknum á skilningi ís- lenskra og danskra bama á hugtök- um og orðaforða yfir fjölskyldu- vensl. Dr. Unnsteinn Stefánsson, 1. janúar til 31. mars til að vinna að riti um hafffæði og afla heimilda í sambandi víð rannsóknir á íslensk- er nefhdin enn að afla sér gagna til að móta niðurstöðu. Þorbjöm sagði að ýmis álitamál væm uppi varðandi úthlutun rásar- innar, s.s. hvort veita eigi einum að- ila leyfi til sjónvarpsrekstrar, öllum umsækjendum eða engum. Sýnar-menn gera tilkall til rásar- innar á þeirri forsendu að sam- gönguráðuneytið hafi úthlutað þeim senditíðni á rásinni á sínum tíma, en samkvæmt laganna hljóðan er það Póstur og sími sem úthlutar sendi- tíðninni, en ekki ráðuneytið og Ut- varpsréttamefhd sem veitir leyfí til sjónvarpsrekstrar. Þorbjöm sagði að Utvarpsréttar- nefhd væri orðin þess mjög fysandi að geta lokið þessu máli sem fyrst. Hann vildi þó ekki tiltaka nein tíma- mörk í því sambandi. -rk Björgunarnetið Markús er meðal þeirra íslensku verkefna sem hafa notið góðs af samstarfi við EUREKA- áætlunina. Mynd: Kristinn. Jákvæð reynsla af EUREKA um vötnum sem sjór gengur inn í. Dr. Sigfús A. Schopka, 1. apríl til 31. maí til að ljúka ritgerð um þorskstofhinn við ísland á tímabil- inu 1930 til 1990 og athuga í sam- vinnu við Grænlensku fískirann- sóknarstofhunina í Kaupmannahöfh, samspil íslenska þorskstofnsins við grænlensku þorskstofnana. Grétar Unnsteinsson, 1. júní til 31. ágúst til að afla heimilda í Danmörku um upphaf íslenskrar garðyrkju og kynna sér ffæðslu og menntun í um- hverfismálum. í úthlutunamefndinni eiga sæti þau Guðrún Helgadóttir alþingis- maður, Ingvi S. Ingvarsson sendi- herra í Kaupmannahöfn, sem jafn- ffamt er formaður stjómar Húss Jóns Sigurðssonar og dr. Þórir Kr. Þórðarsson prófessor. -grh Anýafstöðnum árlegum ráðherrafundi EU- REKA, sem eru sam- tök Evrópuríkja og Evrópubandalagsins um tækni- rannsóknir og iðnþróun, sem ís- land er aðili að, voru samþykkt 121 ný verkefni. Heildarfjöldi staðfestra verkefna er því orðinn 470 og er heildarkostnaður þeirra áætlaður tæplega 8.200 miljónir ECU, eða sem nemur um 600 miljörðum króna. Að mati þeirra islensku smá- fyrirtækja sem þátt hafa tekið í þessu samstarfí, hefur reynslan verið jákvæð og bendir margt til þess að samstarf á þessum vett- vangi fari vaxandi á næstu árum. Af þessum EUREKA-verkefnum eiga Islendingar aðild að fimm og bættu við sig tveim á ráðherra- fundinum. Þeir fengu aðild að Eurocare, EU 140, sem eru regn- hlífarverkefni utan um samstarf á þróun nýrra aðferða til að viðhalda menningarminjum, endumýjun mannvirkja og verja þau fyrir áhrifum veðmnar og mengunar. Mun Rannsóknastofhun bygging- ariðnaðarins verða með í þessu verkefni. Jafnframt hafa íslending- ar forystu um nýtt verkefni innan Eurocare. Það er að leggja forsend- ur að endurbættum málningarefn- um til að veija steinsteypu og múr- húðir fyrir áhrifum veðrunar. Þátt í þessu verkefni taka Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, Málning hf. og Sementsverksmiðj- an ásamt nokkrum norrænum fyrir- tækjum og norsku iðntæknistofn- uninni. Kostnaður er áætlaður um 22 miljónir króna og verkefnis- stjóri verður Rögnvaldur Gíslason. Ennfremur em í undirbúningi fleiri verkefhi með íslenskri for- ystu. Þar má nefna að Vaki hf. hef- ur gert samning við skoskt fyrir- tæki um samstarf við þróun tækja og hugbúnaðar til að mæla íjölda og lífmassa fiska í eldiskerjum eða kvíum og um Ieið kerfí til að stýra fóðmn og öðmm rekstrarþáttum. Kostnaður er áætlaður um 31 milj- ón króna og stefnt að verklokum haustið 1993. Þá hefur fyrirtækið Tauga- greining hf. unnið að skilgreiningu samstarfsverkefnis með þýskum og ffönskum aðilum og auk þess hefur fyrirtækið Hjami hf. Iagt ffam til- lögu með dönskum aðila sem einn- ig er í athugun. Á ráðherrafundinum var að þessu sinni haldið upp á fimm ára afmæli EUREKA-áætlunarinnar sem stofnuð var að tillögu Mitterr- ands Frakklandsforseta til mótvæg- is við stjömustríðsáætlun Ronalds Reagans fyrrum Bandaríkjaforseta. Á sínum tíma taldi forseti Frakk- lands að boð Reagans til evrópskra vísindastofnana um þátttöku í rannsóknum vegna hennar hefði getað sogað til sín marga hæfustu vísinda- og tæknimenn Evrópu og skapað með því bandarískum fyrir- tækjum tækniforskot sem orðið hefði evrópsku efnahagslífi örlaga- ríkt. -grh Prestastefna á Hólum Ifyrradag hófst prestástefnan 1991 sem er að þessu sinni haldin á Hólum í Hjaltadal og stendur fram á fímmtudag, 27. júní. Aðalefni hennar er kirkjan í samfélagi þjóða. Á prestastefnunni verður fjall- að um samkirkjulegu hreyfinguna, um samstarf kirkna og einingarvið- leitni í samtímanum. Þá verður rætt starf alþjóðasamtaka kirkna að mannréttinda-, félags- og umhverf- ismálum. Ennffemur um þátt kirkj- unnar í breytingunum í Austur- Evrópu og ný viðhorf í menningar- og trúarefnum í ljósi aukinnar sam- vinnu Evrópuþjóða. Einnig verður fjallað um stöðu kirkjunnar í ís- lensku samfélagi, sambúð kirkju og þjóðar. Fyrirlesarar á prestastefhunni verða þau séra Bemharður Guð- mundsson fræðslustjóri, séra Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir, Bjöm Bjamason alþingismaður og dr. Páll Skúlason prófessor. -grh Síða.7.. Þ-JÓÐVILJINJN Fimmtudagur 27: júnt' 1991 •

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.