Þjóðviljinn - 27.06.1991, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.06.1991, Qupperneq 8
Einar Bjöm Ingvarsson Fanga leitað Lögreglan í Reykjavík hefur leitað eins af sex strokuföngum frá því hann strauk að kvöldi 15. júní sl. úr Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg. Fanginn heitir Einar Bjöm Ingvarsson, 18 ára, rúmlega 170 sentimetrar á hæð, snöggklipptur í vöng- um með svokallaðan kamb. Ovíst er um háralit og klæðaburð. Vísbendingar hafa bor- ist um að fanginn sé utan marka stórhöfuðborgar- svæðisins, en þær hafa ekki verið þess eðlis að til hans næðist. Þeir sem geta veitt lögreglu upplýsingar um ferðir og eða dvalarstað fangans, em beðnir um að hafa samband við næstu lögreglustöð. -grh Enginn viröist vita hver lét gera þennan grjótgarö f Nauthólsvík né í hvaöa til- gangi, en hann hylur aö hluta jarösögulegar minjar frá fsöld. Mynd: Kristinn. Óréttlæti í garð lífeyrisþega Hjónafólk og einstæðar mæður sem eru t.d. öryrkjar, fá ekki fullan tekjutryggingarauka vegna viðskiptakjarabatans eins og annað launafólk. Samkvæmt ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins fá einungis þeir sem hafa fulla tekjutryggingu, hús- næðisbætur og sérstakar húsnæðisbætur alla tekjuuppbótina. Þegar bætur almenningstrygg- inga verða greiddar út fyrir júlímán- uð fá lífeyrisþegar með tekjutrygg- ingu greidda uppbót vegna viðskipt- akjarabatans svokallaða. Uppbót þessi kemur í ffamhaldi samninga á vinnumarkaðinum um eingreiðslur til allra launþega. Sá galli verður á gjöf Njarðar, að ekki fá allir lífeyris- þegar fúlla uppbót, hana fá einungis þeir einstaklingar sem fá auk fúllrar tekjutryggingar bæði heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Tekjuuppbótin sem verður greidd út í júlí verður 6.318 krónur í það heila. Lífeyrisuppbótin skerðist svo í sama hlutfalli og áðumefndir bótaflokkar gera að jafhaði. Þetta þýðir að einungis brot af lífeyrisþeg- um á kost á uppbótinni. Hjón sem byggja ffamfærslu stna á lífeyri ífá Tryggingastofnun, fá ekki fúllan tekjutryggingarauka eins og annað launafólk. Astæðan fyrir þessari skerðingu til hjónafólksins, er til kominn vegna þess að þau eiga ekki möguleika á heimilisuppbót og sér- stakri heimilisuppbót eins og ein- staklingar fá. Einstæð móðir sem er öryrki og hefúr eingöngu tekjur frá Tryggingastofnun er undir sama hattinum. Móðir sem þannig er ástatt fýrir fær meðlög og mæðrastyrk, auk bamabóta og af þeim sökum fær hún ekki fúlla tekjutryggingu, og á þess ekki kost að njóta viðskiptakjarabat- ans til jafns við aðra. Asta R. Jóhannesdóttir deildar- stjóri, Tryggingastofnunar ríkisins, segir að þeir sem hafa fúlla tekju- tryggingu og eiga rétt á heimilisupp- bótum fái fulla greiðslu vegna við- skiptakjarabatans. - Jú það er rétt að hjónafólk, eða einstæð móðir með bam fá ekki fulla uppbót ffá Trygg- ingastofnun. Þetta fólk fær einhveija uppbót, en ekki í sama mæli og ein- staklingar, sagði Asta. Auk tekjutryggingarauka mun frítekjumark almenningstrygginga hækka 1. júlí. Hækkunin nemur 10 prósentum. Frítekjumark er sú upp- hæð, sem lífeyrisþegar mega hafa í tekjur án þess að bætur þeirra ffá al- mannatryggingum skerðist. 45 pró- sent tekna umfram frítekjumark skerða tekjutengdar bætur eins og tekjutryggingu og heimilisuppbót. Fritekjumark einstaklings verður eft- ir mánaðamótin, 16.280 krónur á mánuði, en hjóna 22.792 krónur. Séu tekjur lífeyrisþega eingöngu eða að hluta úr lífeyrissjóði, þá er ffítekju- markið 23.650 krónur á mánuði hjá einstaklmgi og 33.110 krónur fyrir hjón eða 16.555 krónur á hvort. -sþ Enginn kannast við grjótgarðinn Afundi umhverfismála- ráðs í gær lagði Guðrún Ágústsdóttir fram tillögu um að framkvæmdir við grjótgarð við Kýrhamar í Naut- hólsvík verði þegar stöðvaðar og kannað hvaða skemmdir þegar hafa veríð unnar þar á merkum jarðlögum sem sagt var frá í Þjóð- vUjanum í gær. Undirtektir við tillöguna voru jákvæðar þar sem Nauthólsvíkin er undir borgarvemd og fjalla þarf um ffamkvæmdir þar af umhverflsmála- ráði. En þar sem fúlltrúar í ráðinu komu af fjöllum varðandi þetta mál var afgreiðslu tillögunnar frestað og garðyrkjustjóra falið að athuga þetta mál og hafa samband við íþrótta- og tómstundaráð sem hefúr umsjón með Nauthólsvík. Þjóðviljinn náði ekki í Júlíus Hafstein formann íþrótta- og tóm- stundaráðs þar sem hann er erlendis. Ómar Einarsson forstöðumaður íþrótta- og tómstundaráðs sagði við Þjóðviljann í gær að hann kannaðist ekkert við þennan gijótgarð né að ráðið hefði neitt með hann að gera, en sagðist ætla að kanna málið, sér og öðrum til ffóðleiks. -vd. Leigubílar í ferð með aldraða Það var mikið um að vera á elliheimilinu Grund í gær, en þá bauð leigubílastöðin BSR öldruðum í bfltúr til Þingvalla. Sólin skein sínu bjartasta og ekki fór það framhjá neinum að mikil tilhlökk- un var í fólkinu sem skartaði sínu finasta pússi í tilefni dagsins. Leigubflastöðin BSR hefur gert þetta árlega og er tilgangurinn með þessu að gleðja aldraða eins og Eiríkur Carlsen, leigubflstjóri sagði. „Það verður að gera eitthvað fyrir fólkið sem er búið að byggja upp landið fyrir okkur,“ sagði hann. Eiríkur sagði aldraða oft á tíð- um skemmtilegri farþega en aðra og þá sérstaklega á svona lengri ferðum eins og til Þingvalla. .JEldra fólkið fer þá stundum með visur á leiðinni og segir manni margt ffóðlegt um föðurlandið sem maður heyrir ekki daglega.“ Blaðamaður hitti að máli Þór- unni Jónu Þórðardóttur, en hún sat á stéttinni og beið brottfarar. Þór- unn, sem er 80 ára gömul, var í góðu skapi, þvi ekki er það nú á hveijum degi sem hún fær að fara til Þingvalla. „Það er alveg sérstak- lega gaman að fara í svona ferðir.“ Þórunn sagði að það væri gott að vera á Gnmd því það byði upp á svo mikinn fjölbreytileika fýrir gamla fólkið. „Hér á ég mínar vin- konur og við erum alltaf uppteknar við eitthvað. Við getum föndrað, farið í simd og margt margt fleira.“ Þorgrímur Bjamason er 72 ára og hefur verið á Gmnd í um 5 ár. „Mér finnst alltaf gaman að fara til Þingvalla því það er svo vinalegur staður." Þorgrimur haföi ekki mik- inn tíma fyrir spjall því komið var að brottför og hann ætlaði sér al- deilis ekki að missa af þessari skemmtiferð. Hann var því rokinn í leigubílinn áður en blaðamaður vissj af. I Valhöll beið síðan fólksins heitt kaffi á könnunni og kökur, en það var einnig í boði BSR. -KMH Vistmenn Grundar á leiö til Þingvalla, I leigubll sem flutti þá þangað I skemmtiferð I góðviörinu. Mynd: Þorfinnur ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. júní 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.