Þjóðviljinn - 27.06.1991, Side 16

Þjóðviljinn - 27.06.1991, Side 16
Iðja hleypur undir bagga með Starfsfólk hjá Álafoss hf. sem eiga inni laun og orlof hjá fyrirtækinu sjá nú fram á að fá þessar greiðslur. Iðja félag verksmiðju- fólks hefur samþykkt að leysa til sín launkröfur starfsfólks í Mos- fellsbæ. Gert er ráð fyrir að þær kröfur verði á milli 15 til 18 miljónir króna. Halldór Grön- vald, skrifstofustjóri, Iðju segir að nú sé verið að vinna í þessu máli á tæknilegum grunni. - Væntanlega fá okkar félags- menn greiðslur á venjulegum tíma, þ.e. 1. júlí, ef það verður ekki, mun ekki langur tími líða ur.s það fær sín Iaun, sagði Hall- dór. Þetta úrræði sem stjóm Iðju hefur boðið félagsmönnum sínum verður ekki nema hjá þeim er firamselja, launakröfur sínar gegn þrotabúi Álafoss hf. Þrotabúið annast ekki launa- greiðslu nema frá því að gjaldþroti var lýst eða frá 20. júní. Verka- lýðsfélögin ætla að hlaupa undir bagga og leysa til sín launakröfur starfsfólksins í þrotabúið. Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Iðju, félags verksmiðju- fólks í Reykjvík og nágrenni, sagði að þeir starfsmenn sem feng- starfsfólki Alafoss ið hefðu laun sín greidd einu sinni í mánuði ætti alla jafnan um 25 daga kaup hjá fyrirtækinu. Aftur á móti hafa þeir sem fengið hafa út- borgað háífsmánaðarlega einungis inni 5 daga laun, sagði Guðmund- ur. Þrúður Helgadóttir, oddviti starfsmanna í Mosfellsbæ, sagði að fulltrúar starfsmanna væru í góðu sambandi, bæði við verka- lýðsfélögin og bústjóra þrotabús- ins. - Verkalyðsfélögin hafa nú ákveðið að taka á sig launakröfúr starfsfólksins gegn þrotabúinu. Fólkið mun síðan fá 60 prósent af laununum greitt út, en félögin halda eftir 40 prósentum, vegna skatta o.fl. gjaldliða. Aðspurð um framtíðina sagði Þrúður að nú væri allt reynt til að halda starfseminni gangandi. — Þetta er ekki bara mál okkar starfs- fólksins heldur þjóðarinnar allrar að halda ullariðnaðinum gangandi. Stéttarsamband bænda hefur til að mynda sent fyrrum stjómendum fyrirtækisins áskomn um að halda starfsseminni áfram. Við starfs- mennimir höfum gert það líka og mér skilst að viðkomandi bæjarfé- lög hafi sent samskonar áskomn, sagði Þrúður. -sþ. Iðja hefur ákveðið að leysa til sln launakröfur starfsmanna á hendur þrotabúi Álafoss hf. Mynd: Kristinn. Mikið magn eitur- efna í æðarfuglum Mikið magn eiturefna hefur greinst I æðarfuglum frá Bolungarvík. Hvort jafnmikið magn finnst I fuglum vlðar um land verða frekari rannsóknir að leiða I Ijós, en fjármagn til þeirra er af skomum skammti. Talsvert magn af kopar og klórkolefnissamböndum, PCB og DDT- afleiður, hafa greinst í fjórum æð- arfuglum sem eiturefnadeild Rannsóknastofu í lyfjafræði hef- ur rannsakað. Ekki er hægt að segja til um hvort efnin eru dán- arorsök fuglanna né hvort þau fínnist í fuglum víðar þar sem þetta er í fyrsta sinn sem vefur fugla er rannsakaður hérlendis. Þorkell Jóhannesson prófessor segir magn efnanna margfalt meira en fundist hefur í fitu dýra á landi og miklu meira en fundist hefur í fúglum erlendis, t.d. við Sval- barða. Fuglamir voru sendir frá Bol- ungarvík í íyrravor, en þar fundu menn á annað hundrað grindhor- aða líflitla og dauða æðarfugla í Bolungarvíkurhöfn frá því í janúar 1990 fram í mars. Guðión Atli Auðunsson deild- arstjóri hjá Rannsóknastofnun flsk- iðnaðarins segir ekki ólíklegt sam- kvæmt þessu að fuglamir hafi komist í eiturefni sem einhvem tímann hafi lekið í höfnina fyrir slysni og rótast upp við sanddæl- ingu í höfninni. „Gömul frystihús og mjölverk- smiðjur vom með þétta a sínum tíma sem innihéldu PCB-olíu. Þeir vom bannaðir hér 1988, en em ennþá í notkun þó stefnt sé að því að stemma stigu við þeim,“ segir Guðjón Atli. „Það er ekki ólíklegt að um slíka þétta hafi verið að ræða í Bolungarvik eins og á öðr- imi stöðum. Það er vitað að þessu var hent á hauga og þetta var að leka út um allt land. Hin klórkol- efnissamböndin sem fundust, þ.e. DDT-afleiðumar, em skordýraeitur sem ég held að hafí lítið verið not- uð hér á landi. Líklegasta flutn- ingsleið þessara efna hingað em með loftstraumum. Hvað varðar kopar þá er hann hærri í kræklingi við Island en gerist og gengur í heiminum af náttúrlegum orsökum í hafinu. Þá er rétt að taka með í reikninginn að þegar fuglamir verða þetta fiturýrir af einhveijum ástæðum þá eykst mjög styrkur þessara efna í þeim. I öðm lagi er mikilvægt að bera saman sambæri- leg dýr til að geta metið niðurstöð- urnar.“ Guðmundur Jakobsson sjó- maður í Bolungarvík sendi fuglana til greiningar fyrir rúmu ári. Hann segist hafa giskað á að fuglamir, sem vom grindhoraðir, hafi lent í grútannengun frá loðnubræðslunni í Bolungarvík, en sumir hafi talið að þeir hafi orðið fyrir einhvers konar'eitrun vegna sanddælingar í höfninni sem gerð var skömmu áð- ur ep fuglamir byrjuðu að drepast. I janúar á þessu ári drapst aftur íjöldi æðarfugla í Bolungarvík, cnn fleiri en áður, en þá þótti ljóst að það væri vegna grúts þar sem lciðsla í tank bilaði um svipað leyti og höfnin var löðrandi í grút. Ekki var kannað sérstaklega á eiturefna- deildinni hvort grútur var í fiðri fuglanna. „Við hefðum átt að senda fuglahræ til greiningar aflur í ár til þess að komast að pví hvort sömu niðurstöður fengjust,“ segir Guð- mundur. „Það pótti sumum sem við væmm að sverta plássið út á við, en ég vildi meina að þeir svertu plássið fremur sem vildu ekki viðurkenna hvemig ástandið værj.“ í Bolungarvíkurhöfn og með- fram hafnarköntunum liggja skólp- ræsi frá ýmsum atvinnufyrirtækj- um, svo sem loðnubræðslu, rækju- verksmiðju, fiskvinnslu og ffá bæj- arbúum sjálfum. Svo er víðar um landið og skýrir ekki þessi lífrænu aðskotaefni að sögn Guðjóns Atla. Þorkell Jóhannesson prófessor segir þessa rannsókn vera upphafið að samstarfí sem nú hefur tekist við Náttúmfræðistofnun um rann- sóknir á fuglum. „Við höfum feng- ið sýni úr 50 fálkum ffá Náttúm- fræðistofnun sem hafa drepist á löngum tíma af ýmsum ástæðum og getum því borið saman niður- stöður ffá ári til árs,“ sagði Þor- kell. „Við ætlum einnig að rann- saka teistur, þar sem það er njög útbreiddur fugl. En vandinn er bara sá að það er ótrúleg tregða í kerfinu til að veita fjármagni til mengunarrannsókna. Vísindaráð hefúr ekki fengist til að styrkja þessar rannsóknir og vísar á Hoil- ustuvemd sem er fáránlegt. Það er alveg sama hvar spurt er, þetta er eins og að koma að læstum dymm og ég vona bara að nýi umhverfisr- áherrann standi sig betur í þessum rnálurn." -vd. Átta miljónir í þyrlusjóði Stýrimanna- skólans Frá því nemendur við Stýrimannaskólann í Reykjavík stofnuðu sér- stakan þyrlusjóð á Kynn- ingardegi skólans fyrir þremur árum, hafa safnast um átta miljónir króna í sjóðinn. Við 100. skólaslit skól- ans í síðasta mánuði vom sjóðnum afhentar 100.000 krónur frá starfsmönnum og útgerð flóabátsins Baldurs í Stykkishólmi. Nú nýverið barst sjóðnum svo stórgjöf ffá útgerðarfélaginu Miðfelli hf. í Hnífsdal, eða tvær milj- ónir króna. I gjafabréfi til sjóðsins ffá Jóakim Pálssyni aðaleigenda fyrirtæksins segir: „Vonum að þetta megi verða hvatning til annarra útgerðaraðila til þessa þjóð- þrifamáleínis." Með þyrlusjóðnum vilja nemendur Stýrimannaskól- ans í Reykjavík leggja sitt af mörkum til að hægt verði að hrinda í framkvæmd þvi þjóðþrifamáli sem kaup á fullkominni björgunarþyrlu er. En eins og kunnugt er þá em kaup á nýrri þyrlu ekki aðeins öryggismál fyrir sjó- mannastéttina, heldur alla landsmenn. -grh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.