Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 2
Hér má sjá gamalt hús á of háum grunni. Glugginn sem settur hefur verið I grunnvegginn er hins vegar I stll við gömlu gluggana í húsinu en gluggamir á efri hæðinni virðast nýir og öðru vlsi. Takið eftir gluggunum á þessu húsi Við erum viljug til samstarfs Margrét Hallgrímsdóttir, Borgarminjavörður, spjallar við Pjóðviljann um gömul hús, glugga, viðbyggingar ogfleira slilct. í svokölluðum Litla Skerja- flrði skammt frá flugvellinum eru saman komin nokkur hús sem eru flest, ef ekki öli, frá upp- hafl aldarinnar. Það fylgir því alltaf sérstök tilflnning að koma inn í hverfi af þessu tagi. Þegar þessi gömlu hús koma svona saman á einn stað þá er eins og þau minni áþreifanlega á það sem svo oft hefur gleymst í Reykjavík: Byggingar og gerð þeirra eru snar þáttur í sögu og menningu hverrar einustu þjóð- ar. Þjóðviljinn hafði tal af Borgar- minjaverði, Margréti Hallgríms- dóttur sem þrátt fyrir nauman tíma gekk með blaðamanni um Skeija- íjarðarsvæðið og sagði sitt af hveiju um það sem þar er að sjá. Þar er fyrst til að taka, sagði Margrét, að þetta er í raun og veru mjög jákvætt framtak hjá fólkinu. Þessi hús eru að öðru jöfnu of mik- ils virði til þess að rétt sé að rífa þau en þykir kannski ekki ástæða til að setja þau á safn. Þetta svæði er tilvalið. Það tengist gömlu byggðinni héma og þó að ný hús standi við hliðina á þeim er það allt í lagi. Það verður eins og hver önn- ur þróun í borg. Hvað ber mönnum helst að varast þegar þeir taka sig til og endurbyggja gömul hús og fara að búa iþeim? Það em nokkur atriði sem ég vildi gjama koma á framfæri, sagði Margrét. Áður en að því kemur langar mig til að undirstrika að upplagt er fyrir fólk að hafa sam- band við Árbæjarsafti og leita upp- lýsinga um byggingarstíl, efni og annað sem að gagni mætti koma. Það er mikilvægt að þessum hús- um sé haldið eins nálægt uppruna- legri mynd og auðið verður með góðu móti. Það sem helst fer úr- skeiðis er að hús em gjaman augn- stungin sem við köllum. Gömlu gluggakarmamir em rifhir úr þeim og í staðinn em jafhvel settir gluggar sem stinga hróplega í stúf við húsið. Það er slæmt. Gluggam- ir em ótrúlega mikilvægur þáttur í útliti hvers húss og sama er að segja þegar skipt er um hurðir og dyraumbúnað. Það getur haft gagn- gera breytingu í for með sér. Ann- að sem ekki getur talist hagstætt er það hve mörg húsanna em sett á alltof háa grunna. Það er auðvitað skiljanlegt að fólkið noti þessa að- ferð til þess að búa sér til pláss. Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að fólk búi í húsum sem ættu heima á safni en það er mikil bót að því þegar í gmnnun- um em gluggar sem em í stíl við gluggana í húsunum. Með réttri málningu og listum mætti síðan i mörgum tilvikum fella þessa upp- hækkun á snotran hátt inn í bygg- inguna. Hvað málningu varðar að öðm leyti þá má iðulega sjá uppruna- Á Fossgötu 3 má sjá gamlan og vina- legan glugga. Þar er líka um gamalt hús að ræða sem hefur staðið á þessum grunni mesfan hluta aldar- innar. wwom = w©Ba »íiaasif catí Ibúóar- og sumarhús byggó af traustum aóilum. Leitaóu upplýsinga og fáóu sendan bækling. S.G. Einingahús hf. Selfossi, sími 98-22277 WÓÐVIUINN júní 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.