Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 8
Nýtt aðalskip
fyrir Akurey
Akureyri, höfuðstaður Norðurlands, hefur oft verið róm-
uð fyrir fegurð sína. Þegar heilt bæjarfélag er skipuiagt
verður að hafa ýmislegt í huga. Horfa verður til þeirra
húsa sem fyrir eru hvort sem þau eru ný eða gömul, sér-
einkenni bæjarins verða að njóta sín, og síðast en ekki síst verða
bæjarbúar að fallast á það umhverfi, sem þeim er ætlað í fram-
tíðinni. Þjóðviljinn brá sér tíl Akureyrar og forvitnaðist um
framtíðarskipulag bæjarins.
Finnur Birgisson og Svanur Ei-
ríksson arkitektar hafa báðir verið í
sviðsljósinu á Akureyri vegna
starfs síns. Finnur vann að aðal-
skipulagi bæjarins sem samþykkt
var í nóvember sl. og Svanur vann
að miðbæjarskipulaginu sem var
samþykkt 1980 og var fellt inn í
núverandi aðalskipulag. Svanur
hefur einnig getið sér gott orð fyrir
opinberar byggingar á Akureyri og
má þar nefna Glerárkirkju sem
dæmi.
Þegar nýtt aðalskipulag er gert
fyrir bæjarfélag á stærð við Akur-
eyri eru ákveðnir þættir sem valda
frekar deilum en aðrir. Oft á tíðum
er miðbæjakjami bæjarfélaga við-
kvæmt mál, enda sá hluti talinn
geyma hjarta hvers bæjarfélags.
Finnur og Svanur voru spurðir
hvort einhverra breytinga væri að
vænta í miðbænum.
- Það hefur nánast ekki neitt
verið byggt í miðbænum undanfar-
in ár. Breytingamar sem átt hafa
sér stað felast helst í umferðaræð-
um og þá aðallega austan við mið-
bæinn, sagði Finnur.
Svanur sem nú er að hanna
norðurhluta miðbæjarins og þarf
því að endurskipuleggja gatnakerf-
ið fyrir norðan Ráðhústorgið.
Hann var spurður hvort það þyrfti
að rifa einhver hús í miðbænum af
þeim sökum.
- Það þarf að gera það, en
menn em frekar ragir við að láta
verða af því. I áætlunum er reiknað
með að í Laxárgötusvæðinu við
íþróttasvæðið hverfi einhver hús,
einnig er gert ráð fyrir því í skipu-
laginu frá 1980 að nokkur hús í
miðbænum hverfi og ný rísi í stað-
inn. Það hefiir ekki gerst og ég
held að bæjaryfirvöld hafi á síð-
ustu árum gert mistök að kaupa
ekki þau hús upp smátt og smátt.
Nú er búið að breyta og gera þau
upp. Þannig að þau hús sem áttu
að víkja, hafa fest sig í sessi í
skipulaginu á nýjan leik, sagði
Svanur.
Einnig vildi hann meina að al-
menningsálitið hafi breyst gagn-
vart gömlum húsum og að menn
vilji halda í það gamla og varð-
veita það.
- Það er ekki nema gott eitt um
það að segja, en eitt af vandamál-
unum héma er að við eigum engan
stað til að flytja eldri húsin á sem
þyrffii að víkja. Núna em menn
famir að horfa á framtíðaskipulag-
ið niður á Oddeyri og þá þyrftu
einhver hús að hverfa þaðan. Það
er ansi dapurlegt ef ekkert er hægt
að gera við gömlu húsin annað en
að rífa þau, sagði Svanur.
Finnur var spurður hvort ekki
væm einhveijar áætlanir um griða-
stað fyrir eldri hús bæjarins, eins
og tíðkast m.a. í Reykjavík.
- Nei það hefur ekki verið sett
inn í skipulagið. Við erum líka bet-
ur settir en þeir fyrir sunnan. Elstu
húsin í bænum em í svokölluðum
innbæ og þar er enginn þfystingur
um að gömlu húsin víki, eins og er
í Reykjavík. Innbærinn sem var
áður fyrr miðbær Akureyrar er það
ekki lengur, í dag er hann orðinn
vinsælt íbúðarhverfi og fólk kapp-
kostar við að halda húsunum í
sinni upprunalegu mynd, sagði
Finnur.
í fréttum undanfarin ár hefur
verið fjallað um að atvinnuleysi sé
orðið landlægt á Akureyri, verður
ekki að hafa það í huga í aðal-
skipulagi bæjarins?
- Þegar horfl er á skipulag til
tuttugu ára verður náttúrlega að
hafa ibúaþróun f huga. í áætlunum
er gert ráð fyrir náttúrlegri fjölgun
innan bæjarins. Við gerum ekki ráð
fyrir neinum aðflutningi eða brott-
flutningi. Með þessum útreikning-
um er gert ráð fyrir um 1 prósent
fjölgun á ári, sem þýðir að íbúar
yrðu tasplega 17 þúsimd árið 2010,
sagði Finnur.
Arkitektanir vom báðir sam-
mála um að oft væri heldur meira
gert úr atvinnuleysinu á Akureyri
en efni stæðu til.
- í þessu deiliskipulagi er ekki
gert ráð fyrir áhrifum stóriðju. 1
spánni horfum við á atvinnumálin
sem beina afleiðingu af fólksíjölg-
uninni. Það er gengið út frá því að
stærsta aukningin á atvinnumark-
aðinum verði í þjónustu, sagði
Finnur.
Stærstu íbúðarhverfin í skipu-
laginu verða í Giljahverfi, sem
byrjað var að byggja á sl. ári. Þetta
hverfi tekur um 700 íbúðir og áætl-
að er að lóðir nægi þar til úthlutun-
ar til 1996 eða ‘97. Næsti áfangi
verður sunnan við núverandi
byggð í hverfi sem verður kallað
Naustahverfi, þar er gert ráð fyrir
um 1250 íbúðum. Vegna legu sinn-
ar og afstöðu til annarrar byggðar
munu Naustahverfi og framtíðar-
hverfi þar sunnan við í sameiningu
mynda nokkuð sjálfstæðan bæjar-
hluta.
Koma ekki alltaf til einhveijar
áherslubreytingar þegar nýtt aðal-
skipulag er hannað?
- í núverandi byggð er ekki
gert ráð fyrir neinum breytingum
miðað við það sem verið hefur.
Nýmælin i þessu skipulagi em eins
og gefur að skilja varðandi fram-
tíðina, hvemig bærinn kemur til
með að stækka. Ein nýjungin er
t.d. atvinnusvæði sem gert er ráð
fyrir í norðurhluta bæjarins upp af
Krossanesi. Síðan er gert ráð fyrir
stækkun bæjarins til suðurs, það
hefur eiginlega ekkert verið byggt í
suðurátt undanfama áratugi, heldur
hefur vöxtur bæjarins legið í norð-
ur, sagði Finnur.
Þegar aðalskipulag er byggt
upp er ekki nóg að horfa á nýjar
götur og ný byggingarsvæði, einn-
ig verður að líta á umhverfi fólks í
víðum skilningi. Þá kemur upp í
hugann hvaða möguleika Akureyr-
ingar hafa í ffamtíðinni til útivistar.
- Sunnan við bæinn er stórt
útivistarsvæði sem heitir Kjami.
Það em fá ár síðan það svæði var
stækkað og núna er verið að vinna
við það svæði. Hugmyndin er svo
að halda áffarn þeirri uppbyggingu
sem verið hefur í Kjama og þá til
norðurs, alveg upp að byggð. Síð-
an er gert ráð fyiir grænni ræmu
frá Kjama norður fyrir bæinn, sem
endar í Krossanesborg, sem er
nyrsta svæðið innan bæjarmarka
Akureyrar. í raun verður Akureyri
rammað inn í ákveðið útivistar-
svæði, þannig að menn þurfa ein-
ungis að fara stystu leið út fyrir
byggðina til að geta notið þess sem
útivistarsvæði hafa jafnan upp á að
bjóða.sögðu þeir.
- Ibúar Akureyrar láta sér ekki
nægja ný íbúðarhverfi í ffamtíð-
inni. Einnig verður að hafa í huga
aðstöðu fólks til iþróttaiðkana.
Hvert verður framhaldið á þeirri
uppbyggingu?
- Það er gert ráð fyrir því, að í
miðri byggðinni sem á að koma
fyrir sunnan bæinn verði ffekar
stórt íþróttasvæði. Stóm félögin í
bænum í dag hafa hvort sitt svæði
sem em býsna vel útbúin. Þannig
að samkvæmt nýja aðalskipulaginu
verða í ffamtíðinni þijú íþrótta-
svæði á Akureyri. Að sjálfsögðu
mun svo aðalvöllurinn þar sem
knattspymuleikir í 1. deildinni fara
alla ja&an ffam, verða á sínum
stað, sagði Finnur.
I samtalinu kom ffam að verð-
lag húsnæðis á Akureyri hvort sem
það er atvinnu- eða íbúðarhúsnæði
sé mun lægra en í Reykjavík.
- Fyrirtæki mættu hafa það í
huga þegar þau ætla sér að fjár-
festa í fasteignum að hér er hægt
að reka ágætis þjónustu, ég tala
ekki um þegar samgöngur era
AÐALSKIPULAG '90-'10
NÝ BYGCINCAS
SKÝRfNCAR:
þMtwníf
Miöhvýtií
Atmmn
Ukiítéuf
ðlOmíwd hmdmHktm
KjS Tíf riritkvwr *í<W
FATASKAPAR ERU ISLENSKIR. VANDAÐIR OG ODYRIR
MWIÉtÉk
F L E X I S
ÞJÓÐVILJINN maí 1991
Síða 8