Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 11
Hi'jsoghkimiíi
Húsasótt,
nýtt heilbrigðisvandamál
T i
J—/c
æknavísindin hafa undan-
farin ár og áratugi,unnið
sigur á hinum ýmsu sjúk-
'dómum. Vísindamenn
hafa þó lært af biturri reynslu að
fullnaðarsigur verður seint unn-
inn. Þegar eitt vandamál leysist,
skjóta önnur upp kollinum.
Skammt er síðan menn veittu at-
hygli ýmsum sjúkdómseinkenn-
um sem í daglegu tali kallast
húsasótt.
Húsasótt er safn einkenna sem
margir verða varir við en gætir
frekar hjá starfsmönnum í sumum
húsum frekar en öðrum. Fólk finn-
ur að einkennin koma þegar það er
í húsunum en dregur úr þeim aftur
þegar farið er úr byggingunum.
Hús þessi eru oft á tiðum köll-
uð vandahús og er það notað sem
almennt hugtak um byggingar, þar
sem kvartað er um óþægindi og
vanlíðan og fólkið sem dvelst í
þeim að jafnaði kennir húsunum
um óþægindin. Þessum húsum er
oft sktpt í þijá flokka. I fyrsta lagi
eru það hús þar sem fólk hefur
ákveðið mynstur af einkennum og
eru þau kölluð húsasótt eða „sick
building syndrome“. Húsasótt var
áður fyrr iðulega rakin til hóp-
ímyndunarveiki, en er nú talin af
óþekktum orsökum. í öðru lagi eru
veikindi sem tengjast húsum en
hafa ákveðnar þekktar örsakir. Þar
má nefna ofnæmissjúkdóma, smit-
sjúkdóma og þær kvartanir sem
tengjast sýnilegri mengun. Þriðji
flokkurinn eru sjúkdómar með
langan biðtíma, en fólk verður þá
fyrir mengun innanhúss án þess að
það verði hennar vart. Ekki er
hægt að gera sér grein fyrir þessari
mengun nema með sérstökum
mælitækjum.
Einkenni húsasóttar eru eink-
um tvennskonar. Algengari teg-
undin lýsir sér með þreytu, slapp-
leika, höfúðverk og ógleði. Litið er
á þurrk, sviða eða önnur óþægindi
í nefi og augum sem eina heild, og
einnig kemur fyrir þorsti og þurrk-
ur í hálsi ásamt astmaeinkennum.
Alls er óvist hvort einkennin megi
rekja til einnar orsakar.
Vinnueftirlitið gerði athugun í
átta húsum, en á tíu vinnustöðum á
fyrirbærinu húsasótt. I ljós kom að
í þeim húsum sem loftræst voru
um glugga og dyr og þar sem engir
rakagjafar voru fann fólk fyrir
minnstum óþægindum. í húsunum
sem voru með vélrænni loftræst-
ingu og með rakagjöf, hafði fólk
meiri einkenni en í gluggaloftræstu
húsunum.
I rannsókn Vinnueftirlitsins
kemur ekkert ffarn um ákveðið
samband reykinga og einkenna.
Menn hafa veitt því eftirtekt að
rakagjafar geta verið mengaðir
bakteríum, sveppum, ffumdýrum
og þess háttar. Því hefur verið sett
ffam sú tilgáta að örverumengun
frá rakagjöfúm geti valdið sumum
af þeim einkennum sem um ræðir.
Hugsanlega er það vegna ofnæm-
isviðbragða eða verkunar inneitr-
unar. Aftur á móti er ekkert sem
styður þá tilgátu í rannsókn Vinnu-
eftirlitsins. I fyrsta lagi var mjög
mikið af einkennum í húsi þar sem
ekki var nein rakagjöf. í öðru lagi
mældust fellimótefni í blóði fólks í
fjórum húsum með rakagjöf ekki í
meira mæli en í húsinu þar sem
ekki var nein rakagjöf.
Þeir sem hafa lagt mest á sig til
að leysa gátuna um húsasótt segja
að í framtíðinni verði líklega hægt
að komast hjá hluta vandamálsins í
tempruðu loftslagi, með því að
byggja einfold hús sem yrðu loft-
ræst um glugga. Þá geta þeir sem í
húsunum búa eða starfa stjómað
að nokkru því umhverfi sem þeir
lifa í.
Af rannsóknamiðurstöðum
-M
Vinnueftirlitsins má draga þá
ályktun að fólki líður best í húsum
sem loftræst eru með opnanlegum
gluggum, era án rakagjafa og vél-
rænnar endumýjunar lofts.
Erfitt verður að ráða bót á
húsasótt, hvað henni veldur er enn
sem komið er óljóst. Oft er reynt
að nálgast lausn vandamálsins í
áföngum og hafa verið gerðar áætl-
anir vegna þess. Varanleg úrræði
munu þó ekki fást nema til komi
gleggri skilningur á orsökunum, en
til þess að það geti orðið þurfa að
koma til ffekari rannsóknir.
(Heimild:
Læknablaðið,
mars 1991)
LP þakrennur
Þið getið sjálf
sett þær saman
LP þakrennukerfið frá okkur er
auðvelt og fljótlegt í uppsetn-
ingu, ekkert lím og engin suða.
Leitið upplýsinga
BLIKKSMIÐJAN
SMIÐSHÖFÐA 9
112 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-685699
TÆKNIDEILD ÖUWÍ
SIGURFOR SCHOinS
m
■
Sérstakt og nýstárlegt útlit frönsku Scholtés heimilistækjanna
ásamt vöruvöndun er forsenda frábærs árangurs Scholtés.
Með tækninýjungum og næmu fegurðarskyni hönnuða hefur
þetta franska fyrirtæki m.a. hlotið „Óskarinn“ fyrir heimilistæki
sín á síðasta ári auk annarra viðurkenninga.
Scholtés heimilistækin skila þér árangri og ánægju við
matargerðina.
Scholtés fyrir þá sem gera kröfur.
Funahöfða 19, Reykjavík, sími 685680
Síða 11
ÞJÓÐVILJINN júní 1991