Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 4
&VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966
ÍriBÍ LYNGHÁLSt 3 SIMAR 673415 - 673416
HÚS OG HEIMll
Hörð samkeppni
við erlenda
Arið 1977 var markaðshlutdeild innlendra innréttinga um
90%, en árið 1990 hafði dæmið snúist við og nú hefur inn-
lend framleiðsla um 35% af markaðnum. Guðlaugur Er-
lingsson framkvæmdastjóri Miðáss á Egilsstöðum, sem
framleiðir Brúnás-innréttingar, segir ástæðuna mjög harða sam-
keppni á þessum markaði. Erlend stórfyrirtæki geti framleitt ódýr-
ara, og minni framleiðslueiningar hafi sumar orðið að hætta. „Enda
þótt erlendar innréttingar hafi náð þetta stórri hlutdeild á markaðn-
um höfum við samt scm áður haldið okkar hlutdeiid sem er um
8%,“ segir Guðlaugur. „Okkar sterkasta vopn í samkeppninni er
breiddin í framleiðslunni sem er í raun óendanleg stærð. Hönnunin
fer eftir því hvað mönnum dettur í hug. Við höfum allt litrófið og all-
ar spóntegundir. Framhliðin fer eftir óskum hvers og eins.“
Árið 1985 keypti byggingafyr-
irtækið Brúnás á Egilsstöðum
framleiðslurétt Haga- innréttinga
og hóf ífamleiðslu þeirra í nýrri
serhæfðri verksmiðju. Viðtökumar
urðu kveikjan gð samstarfi við
Iðntæknistofnun Islands um þróun
framleiðslunnar. Innréttingamar
vom með fyrstu vömnum sem
hlutu Vöruvottun, gæðastimpil
Iðntæknistofnunar.
Á miðju ári 1990 stofnuðu
starfsmenn Brúnáss nýtt lyrirtæki,
Miðás hf. sem tók við rekstri inn-
réttingaffamleiðslunnar. Markaðs-
setning innréttinganna hefúr geng-
ið vel og salan hefur verið vaxandi
síðustu Qögur ár, að sögn Vals Ing-
varssonar framleiðslustjóra. í ár er
áætlað að framleitt verði íyrir 80-
90 milljónir króna.
Fyrirtækið er með 16 manns í
vinnu, þar af ellefu við fram-
leiðslu, en verslun er rekin í
Reykjavík undir sama nafni.
Staífsmenn við ffamleiðslu em all-
ir heimafólk og segir Valur Ing-
varsson að vel hafi tekist til með
að þjálfa fólk til þessarar sérhæfðu
vinnu.
Hann segir smekk almennings
fyrir eldhúsinnréttingum hafa
breyst mjög síðustu ár og afar vin-
sælt sé nú að kaupa innréttingar
með spónlögðum hurðum í bland
við litíakkaðar spónaplötur, halóg-
en ljós sem fest em undir efri
skápa og borðplötur sem em látnar
halda áffam á vegg, í stað flísa.
Fjölbreytni sé það sem fólk vill og
nú sé í æ ríkan mæli blandað sam-
an ólíkum efnum í innréttingunni.
„Halógenljósin em höfð í stíl
við skápanölau og það gefúr viss-
an heiídarsvip sem er vinsæll,“
segir Valur. „Húsgagna- og innan-
hússhönnuðimir þau Guðrún Mar-
grét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórð-
arson hafa hannað fyrir okkur inn-
réttingar síðan í upphafi árs 1989
og þær línur sem þau hafa komið
með hafa selst mjög vel.“
Brúnás ffamleiðir innréttingar
eftir pöntunum, fataskápa og bað-
innréttingar jafnt sem eldhúsinn-
réttingar. Fólk leggur fram mál af
húsnæðinu og sínar sérstöku óskir.
Grunneiningar em framleiddar fyr-
ir lager, en allt annað smíðað jafh-
óðum. „Við getum smíðað svo til
hvaða hæð og breidd sem er og
leggjum metnað okkar í að geta afi
greitt pantanimar á innan við mán-
uði,“ segir Valur.
Verð íslensku innréttinganna
ffá Egilsstöðum er breytilegt eftir
því hvað er pantað, en meðalverð-
ið er um 230.000-250.000 fyrir til-
búna innréttingu, sem er rétt fyrir
ofan miðju.
-vd.
$ SAMBANDSINS
MIKLAGAR'DI SÍKIAR 692090 - B92000
Í4 KAUPSTAÐUR
ÍMJÓDD
KAUPFÉLÖGIN
UM ALLT LAND
UPPÞVOTTAVÉL
ÞJÓÐVILJINN júní 1991
síða 4