Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 9
nmrnw HÚSOGI orðnar eins góðar og raun ber ég ekki betur en atvinnuástandið vitni. Stéttarfélög hafa gert mikið hjá arkitektum héma sé allgott, að þvi að kaupa íbúðir hér á Akur- allavega enn sem komið er. eyri og siðan eiga félagar í þessum Verktakar eru líka að ranka við félögum þess kost að koma og sér smátt og smátt. Hingað til hafa dveljast hér fyrir norðan og kynn- þeir leitað til tæknifræðinga sem ast bænum og það sem hann hefur em ódýrari. Þeir hafa ekki sama upp á að bjóða, sagði Finnur. grunn og arkitektar svo útkoman - Ef verð á húsnæði er svona verður ofl á tíðum harla bágborin. lágt eins og þið segið, hafa þá arki- En framkvæmdamennimir em að tektar eitthvað að gera héma í öðlast metnað fyrir því að hafa bænum? hlutina sem best úr garði gerða, - Það er nú svo að menn lifa að sagði Svanur. ýmsu leyti á gömlum leifiim af Framkvæmdir á Akureyri hafa stami verkefnum sem menn hafa ekki verið miklar eins og þegar verið með síðustu árin. Ég er t.d. hefur komið fram. Helst er byggt á að vinna að innréttingum í Glerár- félagslegum grundvelli og ræður kirkju. Kirkjan er tilbúin að utan, þá Húsnæðisstofhun hönnuði fyrir en ennþá á eftir að vinna ýmislegt þau verk. innandyra. Einnig er Reykjahlíðar- - Það er ekki hægt að segja skóli dæmi um þetta, þangað annað en að Húsnæðisstofnunin á skreppur maður af og til, eftir því Akureyri sé meðvituð um að halda sem skólinn hefur fjármagn til að öllum þáttum húsbygginga hér fyr- gera það sem til þaif. Annars veit ir norðan, sagði Svanur. Glerárkirkja, eitt af stóru verkefnunum sem Svanur hefur hannað Opinberar byggingar eiga líka sinn þátt í að halda atvinnumálum þeirra sem við byggingariðnaðinn vinna í horfínu. Svanur og Finnur segja að ýmislegt sé á döfínni i þeim efhum. - Það hafa verið ýmsar bolla- leggingar um að stækka ráðhús bæjarins og koma öllum stofnun- um Akureyrarbæjar undir einn hatt. Núna virðast þau sjónarmið vera að breytast og minni líkur á að af þeim ffamkvæmdum verði, sagðí Svanur. - Ennþá á eftir að byggja þriðj- unginn af Verkmenntaskólanum, svo það er útlit fyrir einhver verk- efni þar. Einnig er nýlega lokið samkeppni um að byggja við Menntaskólann og ekki loku fyrir það skotið að þar verði eitthvað að gera, sagði Finnur. - Og ekki má gleyma Amts- bókasafninu, sagði Svanur. Þar er fyrirhuguð viðbygging, en hefur að nokkru staðið í yfírvöldum vegna mikils kostnaðar. Þessa stundina er ég að vinna að húsi við kirkjugarð- inn, þar sem starfsemi honum tengd mun fara fram. Þegar talinu er snúið að einni lífæð Akureyrar, hafnarsvæðinu, var ekki komið að tómum kofun- um. - Það hefur ýmislegt verið gert á síðustu árum varðandi höfhina. Við Sandgerðisbót hefur verið komið upp smábátahöfn og er þar komin upp ágætis aðstaða fyrir smábátaútgerð. Einnig hefur verið unnið heilmikið í að gera góða fiskihöfn, það á að grafa Akureyr- arhöfn meira út og loka henni mun meir en er í dag. Það er og hugsað fyrir lóð við höfnina, annað hvort fyrir nýja fiskiðju eða þá fyrir Út- gerðarfélagið, ef það vill stækka við sig, sagði,Svanur. Bílaeign Islendinga hefur stöð- ugt farið vaxandi. Akureyringar eru þar engin undantekning við aðra landsmenn. Það er því vert að athuga hvort nýtt deiliskipulag geri ráð fyrir aukningu á umferð einka- bíla í ffamtíðinni. - Það er nú gert ráð fyrir að sú þróun haldi stjómlaust áfram. Strætisvagnaþjónusta bæjarins er mjög góð, bæjaryfirvöld hafa því engar forsendur til að breyta henni neitt, en að sjálfsögðu mættu bæj- arbúar nota þann ferðamáta meira og létta á umferðinni, sagði Finnur. Hann sagði og að breytingar á gatnakerfínu i nýja aðalskipulaginu miðað við eldri áætlanir felist helst í þvf að menn hafa áttað sig á því að ekki er þörf fyrir ýmsar breikk- anir á tengibrautum. - Umferðarspá sem var unnin í sambandi við þetta, hefur sýnt að ekki er ástæða til að hafa þær eins breiðar og menn héldu, sagði Finn- ur. í lokin vom arkitektamir Svan- ur og Finnur spurðir hvort þeir væra ekki vel samkeppnisfærir við arkitekta i Reykjavík. Báðir vora sammála um að það væri og ekkert sem útilokar að þeir taki að sér verkefni fyrir íbúa og fyrirtæki á stór-Reykjavíkursvæðinu. Fram- kvæmdaaðilar í Reykjavíkinni ættu að hafa þessi orð í huga og athuga hvort ekki leynast nýjar hugmyndir og ferskleiki hjá arkitektunum norðan heiða. Finnur Birgisson tv. hannaði aðalskipulag Akureyrar, og Svanur Eirlksson t.h. hannaði miðbæjarskipulagið. Myndir Þorfinnur. Sföa 9 LP þakrennur • • ° o » . « O I o ° I Þola allar veðurbreytingar LP þakrennukerfið frá okkur er samansett úr galvanhúðuðu stáli, varið plasti. Styrkurinn í stálinu, endingin í plastinu. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN TÆKNIDEILD SMIÐSHÖFÐA 9 112 REVKJAVÍK SiMI: 91-685699 Götusteinninn, sem undan- farin ár hefur verið sá allra vinsælasti, fæst nú í þremur stærðum. Nú getur þú valið þrjár stærðir í sömu lögnina, allt eftir smekk. Stærðir verð Ux21 x6sm þykkur 1.660,- 14 x 14x6 sm þykkur 1.751,- 14 x 10,5 x 6 sm þykkur 1.750,- Öll verð eru pr. með vsk. SIÉTT HELLUSTEYPA Hyrjarhöfða 8,110 Rvík., sími 686211. ÞJÓÐVILJINN júnf 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.