Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 10
RÚS OG HEIMIIJ
Kúlur
- Kassar -
Píramítar
Hús eins og þetta em frekar fátið, en þau má finna á nokkrum stöðum. Að sögn iðnaðarmanna er voru að starfa i húsinu er þaö skemmtileg nýbreytni að vinna
við svo sérkennilegt hús. Pipara og rafvirkja fannst vinnan við húsið vera auðveld, en smiðurinn var aldeilis ekki á sama máli. Aðstæður smiðsins eru erfiðar
vegna mikillar hæöar og þess að hallinn á veggjum/þaki er gífurlegur. Hvernig ætli það sé að hengja myndir á veggina?
Setbergshverfi í
Hafnarfirðinum
liggur fyrir ofan
Keflavíkurveginn,
eins og Hafnfirð-
ingar kalla
Reykjanesbrautina
alla jafna. Hverfið
sem hefur verið að
byggjast upp á
síðustu misserum,
hefur orð á sér fyr-
ir fjölbreytileikann í
húsagerðum sem
þar finnast. íbúar
hverfisins segja
það ekki óalgenga
sjón, að vegfar-
endur stoppi and-
artak og virði fyrir
sér sum húsin í
hverfmu.
Upp á Fjárhúsholtinu er veriö að reisa þetta fjölbýlishús. Hver segir svo að ekki sé hægt að láta fjölbýlishús falla að
landslaginu? Húsalengjan mun liggja með brúninni og líklegt er að væntanlegir Ibúar munu stoltir sýna gestum slnum út-
sýnið. Neöri myndin gefur lesendum hugmynd um það sjónarhorn.
Hús þetta stendur efst upp á Fjárhúsholtinu og er eign þekkts málara. Innan-
dyra er vinnustofa málarans og er þar að sjálfsögöu bæöi vítt til veggja og hátt
til lofts.
Fáir hefðu þoraö að brydda upp á þessu lagi I nýbyggingum. Braggarnir voru
frekar illa þokkaðir á sinum tlma og fannst fólki ekki parfint að eiga þar heima.
Nú virðist formið vera að ryðja sér til rúms aftur og (búarnir I braggablokkunum
eru stoltir af laginu. En nýi og gamli tlminn mætist ekki eingöngu með bygging-
arlaginu, fyrir ofan blokkirnar er Setbergsbærínn og stendur hann fastur fyrir þó
nýbyggingarnar þrengi aö.
Eitt elsta húsið I Setberginu er þetta kúluhús. A slnum tlma, er það var I bygg-
ingu lögðu Reykvlkingar á sig ferð I Fjörðinn til að berja það augum. I dag er
þessi hús vlða að finna og mönnum finnst ekki tiltökumál þó þeir keyri fram á
eitt sllkt. Myndir Þorfinnur.
ÞJÓÐVIUINN júnl 1991
Slöa 10