Þjóðviljinn - 28.06.1991, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 28.06.1991, Qupperneq 13
Garðurinn er höfuðprýði hvers heimilis Iupphafi skal endinn skoða, heilræði þetta er gott að hafa í huga þegar ákveðið hefur ver- ið að fara út í að byggja sér heim- ili. Lóðir við hús sitja oft á hakan- um þegar farið er af stað í bygg- ingaframkvæmdir, en ef athugað- ir eru strax i byrjun þeir mögu- leikar sem lóðin býður upp á, verður útkoman oft á tíðum stór- skemmtileg. Lóð húsa er sá þáttur sem oftast verður útundan við hönnun bygg- inga, fólki finnst ekki taka því að eyða fjármunum í þá hönnun og hugsar með sér að allt saman bjarg- ist þegar byggingimni er lokið. En þegar húsið er risið og mál til kom- ið að taka til höndunum í garðinum kemur skrítinn svipur á marga, þeg- ar þeir sjá að húsið hefði þurft að vera hálfan metra lengra til suðurs eða norðurs svo lóðin fái notið sín. Landslagsarkitektar eru stöðugt að ryðja sér til rúms innan islenska byggingariðnaðarins, og færist það í vöxt að menn leiti ráða hjá þeim og beri teikningar af húsum sínum undir þá, enda er það svo að oft sparast töluverðar fjárhæðir ef rétt- um aðferðum er beitt í upphafí. Erfitt er að meta kostnaðinn við að koma lóðum húsa í viðunandi horf. Þeir aðilar sem blaðið hafði samband við treystu sér ekki til að slá á neina upphæð, en voru sam- mála um að kostnaðurinn hlypi á nokkrum hundruðum þúsunda og allt upp í eina miljón króna. - Þetta fer allt eftir því hvað fólk vill leggja í garðinn sinn. Ef ráðinn er arkitekt og garðyrkjumenn til að sjá um alla framkvæmd verks- ins getur kostnaður verið mjög hár, sagði einn viðmælandinn. Hann bætti og við, - ef fólk hefúr ákveðna áætlun til að vinna eftir og gerir flest verkin sjálft, verður kostnaður ekkert mjög mikill. Ef lit- ið er á fostu þættina, að slétta úr garði með vélum, kostnaður við túnþökur og einhveija runna kostar garðurinn um 100 þúsund krónur. Blaðið hitti á rölti sínu um byggingahverfi í Hafnarfirði tvo húseigendur sem voru að vinna við að koma garði sínum í viðunandi horf. Erlendur Hjálmarsson, bygg- ingafúlltrúi, og Hjálmar Ingimund- arson, húsasmíðameistari, sögðu að þeir væru engir sérfræðingar í görð- um, - við erum að þessu sjálfir og höfúm bara gaman af, sagði Erlend- ur og bætti við að ekki gæti hann hugsað sér að gera þetta að aðal- starfi. Meðan stór vinnuvél hamaðist við hliðina á þeim kom greinilega í ljós aðdáun í augum viðmælend- anna. - Sjáðu hvað hann gerir þetta vel. Hann hefúr jafnað hlíðina með skóflunni eingöngu og hún er svo slétt að halda mætti að hann hefði notað múrskeið við verkið, sögðu þeir félagar. Hjálmar Ingimundarson og Ertendur Hjálmarsson tylla sér aðeins niöur milli átaka við steinana sem koma til með að príða garðinn. Mynd: Þorfinnur. Þegar talinu var vikið að garðin- um aftur og spurt hvort þeir hefðu notið aðstoðar einhvers hönnuðar, sagði Erlendur að garðyrkjumeistar- inn í Hafnarfirði væri svo vinsam- legur að leiðbeina fólki ef til hans væri leitað. - Það ætti að vera sérstakur leiðbeinandi í öllum bæjarfélögum um garðrækt, ef fólk hefði tök á því að fá mann á staðinn til leiðsagnar myndi árangurinn fljótlega koma í ljós með fallegum bæ, sagði Erlend- ur. Væntanlegir nágrannar voru í lokin spurðir hvort þeir ætluðu að halda garðyrkjunni áfram eftir að flutt væri inn í húsin. - Nei, ætli við látum ekki kon- unum eftir að gróðursetja og koma hlutunum í lag utandyra. Við höfúm séð um að reisa húsin og garðurinn verður í þeirra verkahring, sagði Er- lendur. Hjálmar sagði að þær væru þegar famar að undirbúa gróður- setningu. - Mér skilst á þeim að ís- lenskar plöntur verði aðalefniviður- inn, allavega á milli steinanna, sem verið er að setja héma niður, sagði Hjálmar að lokum. LP þakrennur Allir fylgihlutirhlutir LP þakrennukerfið frá okkur er heildarlausn. Nýðsterkt, fallegt, endist og endist. Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHÖFÐA 9 112 REVKJAVÍK SiMI 91-685699 TÆKNIDEILD <Kl** ,tf* Ert þú að byggja nýtt húsnæði, endurbæta gamalt eða að breyta? Þá eigum við þessar glæsilegu greni fulningahurðir til afgreiðslu af lager samdægurs. Einnig bjóðum við uppá grenipanel í loft og á veggi á aðeins kr. 740.- ferm. Eigum einnig úrval af sléttum, spónlögðum, hurðum á frábæru verði eins og öllu ffáTS. Við komum og mælum, geram tilboð og setjum upp hurðir. Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544 Siða 13 ÞJÓÐVILJINN júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.