Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 6
»
T/7M Einar Farestveít&Co.hf.
Borgartúni 28 S622901 og 622900
Verðlauna-
sófinn, eftir
Nönnu Ditzei.
Hægt er að
leggja borðið
sem fylgir
honum
sofanum,
þegar þörf
vegna sem sumir eru hræddir við
að kíkja hingað inn. Annars fylgist
það að, að eftir því sem meira er
lagt í vöruna því dýarari verður
hún, sagði Eyjólfúr.
Auk innflutnings á ýmsum
þekktum vörum, stendur Epal fyrir
framleiðslu á húsgögnum. Nú er
verið að kynna alíslenskt sófaborð
sem hlotið hefur nafnið Trióla. Þar
sem verslunin hefúr ekki verkstæði
eru ákveðnir verkþættir unnir á
mismunandi stöðum, Eyjólfúr var
spurður hvemig þetta gengi fyrir
sig.
- Þetta fyrirkomulag er mjög
algengt erlendis. Eitt fyrirtæki sér
t.d. um alla trésmíði, annað sér um
alla jámsmiði í viðkomandi hlut og
það þriðja setur hann svo saman.
Þetta höfum við gert áður, og hefúr
það gefið góða raun. Við höfúm
svo yfirumsjón með ftamleiðsl-
unni, stjómum því hvað mikið er
framleitt og sjáum um markaðs-
setningu.
Þegar talið berst að markaðs-
setningu íslenskra húsgagna er
ekki úr vegi að athuga hvort ís-
lensk húsgögn hafi einhverja
möguleika á erlendum mörkuðum.
Flutningar - fylliefni.
Vörubílar til allra flutninga.
Kranabílar - Grjótbílar - Vatnsbílar -
Malarvagnar - Sléttir vagnar.
Útvegum mold, sand og allskonar möl.
Jarðvegsskipti í grunnum.
Tilboð -
Tímavinna.
Vörubílastööin
Þróttur
Borgartúni 33
_____- Simi 25300
BÍLAR TIL ALLRA FLUTNINGA
Blomberg eldunartækln hlutu
hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF
hönnunarverðlaun fyrir framúr-
skarandi glæsilega og hugvit-
samlega hönnun.
Enginn býður nú meira úrval af
innbyggingartækjum f sam-
ræmdu útliti en Blomberg I
Komdu til okkar og kynnstu
Blomberg af eigin raun, hringdu
eða skrifaðu og fáðu sendan 60
síðna litprentaðan bækling á ís-
lensku.
Húsgögn
geta
líka
verið
lista-
verk
Nafnið Tríóla er í tónfræð-
inni þrjár nótur sem
nefndar eru einu nafni
Tríóla. í dag hefur nafnið fengið
annað hlutverk, það er heiti á
borði sem hannað er af
Emmu Axelsdóttur og Elísa-
betu Ingvarsdóttur, innanhúshönn-
uðum (FHI). Borðið er samsett úr
þremur hlutum: þremur tréfótum,
borðplötu og stálfæti, sem mynd-
aður er úr þremur stálteinum og
myndar fjórða fótinn.
Þetta er einn af þeim hlutum
sem húsbúnaðarfyrirtækið Epal hf.
kynnir nú á fimmtán ára afmæli
sínu. Eyjólfur Pálsson fram-
kvæmdastjóri var heimsóttur í
verslunina, þar sem forvitnast var
um fyrirtækið og þróun þess á
undanfomum ámm. Sagði hann að
sagan einkenndist af varkámi.
— Það má segja að við höfúm
byijað með þetta í ferðatöskum.
Maður gekk siðan á milli vina og
kunningja og var að selja þeim hitt
og þetta. Síðan var drifið í því að
setja á fót verslun, þvi varan likaði
vel. Fyrsta húsnæðið var ekki stórt,
og mundu sjálfsagt margir fúlsa
við því í dag. Þetta var á Lauga-
læknum og var verslunin í plássi
sem verið hefúr um 35 fermetrar,
sagði Eyjólfúr.
Eflir nokkur ár á Laugalæknum
var verslunin flutt upp í Síðumúla
þar sem hún starfaði einhver ár. Nú
er Epal komið í nýtt og glæsilegt
hús i Faxafeni 7, sem m.a. fékk
menningarverðlaun DV fyrir góða
hönnun.
Eyjólfur var spurður hvort það
sé rétt sem sögur herma að Epal sé
verslun ríka fólksins.
- Nei, alls ekki, við emm með
vömr í ýmsum verðflokkum, sum-
ar vömmar em mjög ódýrar og
hver sem er getur keypt þær, aðrar
em dýrari og það er kannski þess
- Það er tiltölulega auðvelt að
koma íslenskum húsgögnum á
framfæri. Það sem mestu máli
skiptir er að um góða vöm sé að
ræða. Þá er ég að tala um alla
vinnu við þau og ekki þá síst hönn-
unina. Epal er ekki stórt fyrirtæki,
en við höfum farið af stað í mark-
aðsmálunum með því hugarfari að
við getum ekki tapað á því að
prófa. Við byijum í smáum stíl og
reynum að byggja okkur upp
ákveðið orðspor, þar sem gæðin
verða okkar aðalsmerki. Oft á tíð-
um selst varan ekki alveg nógu vel,
enda erum við ekki þekkt merki er-
lendis, en ef varan vekur athygli og
umtal er ákveðnum áfanga náð, því
þá er firekar tekið eftir okkur í
næsta skipti. Því er það sjálfsagt að
vera með á erlendum húsgagna-
sýningum nógu oft, einhvem tím-
ann kemur að því að varan selst,
sagði Eyjólfúr.
Húsgagnasýningar er einn af
þeim þáttum þar sem vörur eru
kynntar, flestir kannast við stóm
sýningamar í LaugardalshöIIinni.
Þessa dagana er Epal með sýningu
á húsgögnum í verslun sinni þar
sem ýmislegt verður til sýnis, má
þar nefna sérkennilegan sófa sem
fékk gullverðlaun á sýningu í Jap-
an. Sófi þessi sem hannaður er af
Nönnu Ditzel frá Danmörku hefúr
vakið mikla athygli, enda smíðaður
úr efhi sem húsgögn hafa ekki ver-
ið smíðuð úr áður. Þegar sest er í
sófann setur að manni geig því
krossviðurinn í bakinu er svo næf-
urþunnur. En óþarfi er að óttast,
því efnið er svokallaður flugvéla-
krossviður sem þarf mikil átök til
að bresta. Þegar Eyjólfur var
spurður hvort hann héldi að hann
myndi selja svo skringilegan sófa,
var svarið einfalt. - Þetta er ekki
gert til að græða á því, en óneitan-
lega vekur hann athygli og sýnir
ljóslega hvað hægt er að gera þeg-
ar hugvitið er til staðar.
Borðið Trióla,
trélappirnar þrjár
og stálteinarnir
sem mynda
fjórðu löppina
sjást vel. Lag
borðsins er sér-
stakt og hentar
það einstaklega
vel við hornsófa.
Myndir:
Þorfmnur
ÞJÓÐVILJINN júní 1991
Síða 6