Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 1
Pólitíkm
bitnar á
fötluðum
í Kópavogi
/
stand gatna og stíga í
kringum Kópavogshæl-
ið er svo bagborið að
vistmönnum hælisins er
hætta búin af að ferðast í ná-
grenni hælisins. Að sögn Péturs
Jónassonar, framkvæmdastjóra
hælisins, hafa vistmenn oft á tíð-
um dottið illilega á stígunum og
jafnvel hlotið beinbrot af. Einnig
segir Pétur að þegar vart verði
við rigningu verði nánasta um-
hverfi hælisins ein forarvilpa sem
sé ófær flestu fólki hvað þá þeim
iotluðu einstaklingum sem þarna
eigi heima.
- Þessir malarstígar allt í kring
hafa áhrif á þá starfssemi er héma
fer fram. Auk þess sem fólk hrein-
lega dettur um mishæðimar, hafa
orðið skemmdir á dýrum tækjum
eins og hjólastólum, og álag á
starfsfóikið er margfalt miðað við
það sefn það þyrfli að vera. Einnig
er það að þegar fólk er að ýta hjóla-
stólum upp þessa malarvegi og yfir
holumar eykst hættan af að það fái
atvinnusjúkdóma fyrir vikið, eins
og bakverki o.fl., sagði Pétur.
Aðspurður sagði Pétur að ríkis-
spítalar hafi ekki staðið í þessum
framkvæmdum fyrr vegna þess fjár-
skorts sem að jafnaði sé hjá spítöl-
unum.
- Það er ríkari tilhneiging til að
veita fé til almennari læknaþjónustu
og nýjunga, ffekar en að eyða pen-
ingum í gatnagerð fýrir þroskahefta.
Við litum því á þennan samning við
Kópavogsbæ sem kærkomið tæki-
færi til að laga til héma í kringum
hælið, en því miður virðist áhugi
bæjarins ekki vera fyrir hendi að
uppfylla sinn hluta samningsins,
sagði Pétur.
Davíð Davíðsson, forstjóri rík-
isspítala, segir að þegar beiðnin um
lóð undir hús Sunnuhlíðarsamtak-
anna hafi komið á sínum tíma hafi
stjórnendum spítalans fundist að
þetta væri gullið tækifæri til að laga
og snyrta umhverfi Kópavogshæl-
isins. - Þess vegna freistuðumst við
til að láta landið sem að áliti sumra
hefði átt að geyma til framtíðarinn-
ar. Það er því sérstakt að sá sem fær
afnot af þessu landi neitar síðan að
greiða fyrir það. Eg held að þetta
séu ný vinnubrögð í íslenskri stjóm-
sýslu, ^agði Davíð.
- Ég held að þetta sé ekki óhag-
stæður samningur fyrir Kópavog,
siður en svo, sagði Davíð og telur
að hér sé á ferðinni pólitíkst rifrildi
milli fyrrverandi og núverandi
meirihluta. Þeir sem eru í meirihluta
núna virðast nota þennan samning
til að skammast út í forvera sína. -
Þegar menn telja sjálfum sér trú um
að þessi samntngur sé óhagstæður
eingöngu til að skammast út í pólit-
ískan andstæðing, er það að mínu
viti vinnubrögð sem ég hélt að væm
liðin undir Tok á vesturlöndum,
sagði Ðavíð.
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í
Kópavogi segir að bærinn hafi verið
að greiða fyrir því að
Sunnuhlíðarsamtökin fengju
land á lóð rikisspítala með samningi
á þeim nótum er um ræðir.
- Við höfum nú þegar unnið í
gatnagerðarframkvæmdum við hæl-
ið fyrir um tíu miljónir króna. Sam-
komulag um fleiri stíga var ósköp
losaralegt og álitu ríkisspítalar að
kostnaður við framkvæmdirnar
rðu á bilinu 6-7 miljónir. Þegar
ærinn lét síðan verkfræðinga at-
huga kostnaðinn við þessa göngu-
stíga kemur í ljós að hann er 18,9
miíjónir. Við óskuðum þá að þessi
liður yrði tekinn til endurskoðunar
og höfum haldið um þetta tvo fundi,
en rikisspítalar virðast ekki vera til
viðræðu um neinar breytingar. Mér
finnst það ekki réttlætanlegt að
Kópavogur borgi einhliða svona
framkvæmdir hjá ríkisstofnun sem
ætti í raun að vera mál allra lands-
manna. Verðið sem þessi smáskiki
myndi kosta með þeim fram-
kvæmdum sem þeir vilja láta okkur
vinna er komið upp í miklu hærri
upphæð en við hér í Kópavoginum
viljum viðurkenna að hafi verið
grunnur upprunalegs samkomulags,
sagði Sigurður. -sþ
Vistmenn og starfsfólk á Kópavogshælinu á göngu. Eins og sést á myndinni hefur þessi stígur verið malbikað-
ur á sínum tíma, en holurnar í honum núna eru æði torfærar fyrir hjólastóla og fólk sem ekki á auövelt með
gang. Mynd: Jim Smart.
Frjómæíingar í gagnabanka í Vín
Isumar verða niðurstöður úr
frjókornamælingum á íslandi
sendar í gagnabanka í Vín sem
taka á við slíkum upplýsingum
frá allri Evrópu. Gagnabankinn
mun prenta út kort af Evrópu þar
sem fram k",''''r hvert magn frjó-
koma er í lofti. Kortin verða send
læknum og heilsugæslustöðvum og
frá og með næstu áramótum verða
þau send út á sjónvarpsrás þar sem
allar fréttastofúr geta náð í upplýs-
ingar um hvar frjókom em mest í
lofti og við hvaða aðstæður.
Talið er að sjö af hverjum
hundrað Islendingum þjáist af frjó-
næmi en erlendis, þar sem tegundir
frjókorna sem valda ofnæmi eru
fleiri, þjást um 15% manníjöldans
af þessu. Frjónæmi lýsir sér þannig
að frjókom í lofti valda því að slím-
húð í öndunarfærum bólgnar upp,
vökvi rennur úr augum og nefi og í
versta falli koma fram astmaein-
kenni. Frjónæmi er meðhöndlað
ýmist með lyfjagjöf eða sprautum.
Margrét HaTlsdóttir, jarðfræð-
ingur hjá Raunvísindasto' n Há-
skólans, hefur undanfarin þijú sum-
ur talið fijókom í lofti sem safnað
er á límstrimil í sérstöku mælitæki á
Veðurstofunni. Mælingamar i ár
em í fyrsta sinn styrktar af Reykja-
víkurborg og auk þess kostar SIBS
fé til þeirr''''',''rjókorn sem mest
angra fólk hérlendis koma aðallega
úr grasi, birki, hundasúru og tún-
súm. Margrét á eftir að telja frjó-
kom í sýnum sem tekin hafa verið
síðustu þrjár vikur en segist búast
við því að vegna þurrkanna að und-
anförnu m'"''''magn frjókorna úr
grasi vera mjög mikið. „Undanfarin
ár hef ég ekki fengið mikið magn
af birki og ástæðan er trúlega
bleytutíð og kuldar en í maí i vor
kom mikið af því,“ segir Margrét.
„Það var alltaf gras í lofitinu i júní
og var hægt ” andi en áður hefúr
það ekki verið stöðugt fyrr en í júlí.
Ég geri því ráð fyrir pví að það hafi
verið tiltölulega mikið af grasi í
loftinu núna.“
-vd
Maður og
umhverfi
Blaðauki
með
Þjóðviljanum
Þingflokkur
Alþýðubandalag
sins
mótmælir sjúklingasköttum
og segir ríkisstjórnina stefna
inn á braut ójafnaðar ------
og misréttis I /